Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 11
11SUNNUDAGUR 25. janúar 2004 Maður hlýtur að spyrja enneinu sinni á hvaða leið stjórnvöld eru í byggðaáherslum þegar fréttir ber- ast af ráðstöfun þeirra 700 millj- óna sem ríkis- stjórnin ákvað að verja til nýsköp- unar í atvinnulíf- inu. Nú er búið að ráðstafa 547 mkr. af upphæðinni, þar af 405 mkr. í kjördæmi byggða- málaráðherrans. Einungis var hægt að finna verðug verkefni fyrir 142 mkr. í öðrum kjördæmum á lands- byggðinni. Telur ríkisstjórnin að það sé algjör neyð ríkjandi í kjördæmi byggðamálaráðherr- ans? Það er von að spurt sé vegna þess að þar eru hafnar mestu framkvæmdir Íslandssög- unnar á sviði orku- og iðnaðar- mála. Það var líka tekin ákvörð- un um Austfjarðagöng í tengsl- um við iðnvæðinguna og ekki nóg með það, ríkisstjórnin tók ákvörðun um tvenn jarðgöng úti á Tröllaskaga líka. Þær framkvæmdir eiga að hefjast á meðan spennan stend- ur einna hæst fyrir austan eftir u.þ.b. tvö og hálft ár. Þessum framkvæmdum fylgir auðvitað mikil uppbygging á öllum svið- um eins og menn sjá nánast dag- lega af fréttum af þessum slóð- um. Halló Akureyri Það þótti þó ástæða til að sam- þykkja byggðaáætlun með sér- stakri áherslu á Akureyri og síð- an nýr byggðamálaráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, tók við af Davíð Oddssyni hefur hann ham- ast við að draga verkefni sérstak- lega til Akureyrar en einnig al- mennt í Austurlandskjördæmi. Sjálfur byggðaráðherrann er að hluta niður Byggðastofnun og flytja hana í pörtum í sitt kjör- dæmi. Ráðherra iðnaðar- og orkumála, sem svo vill til að er sami ráðherrann, virðist upp- teknastur af því í tengslum við endurskipulagningu í orkugeir- anum að koma RARIK til Akur- eyrar. Menntamálaráðherrann gerði m.a. 250 mkr. menningar- samning við Akureyri um leið og hann stökk út úr ráðuneytinu um áramótin. Annar samningur var gerður við sveitarfélög á Austur- landi á árinu 2002 en Vestlend- ingum hefur verið neitað um slík- an samning. Ekki er annað vitað en að góð samstaða sé í ríkis- stjórninni um þessa stefnu. Stefnir augljóslega í ójafn- vægi Það hefur verið augljóst í hálft annað ár að það stefndi í mikið ójafnvægi milli kjör- dæma. Þess vegna flutti ég fyrir ári og við Anna Kristín Gunnars- dóttir aftur í haust þingsálykt- unartillögu um það ójafnvægi í byggðamálum sem augljóslega stefnir í. Við teljum að það þurfi að grípa öll tækifæri til að vinna gegn slíku. Á því hefði þurft að byrja strax á öndverðu síðasta ári. En þvert á móti virðist ríkis- stjórnin halda áfram að auka á ójafnvægi byggðamála með grímulausu kjördæmapoti ráð- herra í ríkisstjórninni. Í Norð- vesturkjördæmi sitja hins vegar þingmenn og ráðherrar stjórnar- flokkanna áfram eftir eins og þeir gerðu lengst af á síðasta kjörtímabili. Er ekki mál að linni? Ég er ekki að amast við því að byggðaráðherra gæti hagsmuna síns kjördæmis en hann er ráðherra byggðamála í landinu öllu og ætti að vera upp- teknari af því hlutverki sínu en að pota fyrir sitt kjördæmi. Sú kjördæmaskipan sem gildir eyk- ur á togstreitu milli byggðar- laga. Vonandi verður landið gert að einu kjördæmi sem fyrst og þannig dregið úr linnulausu kjördæmapoti ráðherra og þing- manna stjórnarliðsins. Það er einnig afar dapurlegt að sjá að Byggðastofnun hefur ekki séð nein tækifæri til að huga að jöfn- un milli landshluta í þessari ákvörðun sem nú hefur verið tekin um fjármuni til nýsköpun- ar á landsbyggðinni. ■ Nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni eða kjördæmapot ? Allar bækur eru skáldskapur oglygi nema Íslendingasögurnar og Brekkukotsannáll, sem reynd- ar er síðasta Íslendingasagan, sagði Magnús bóndi í Bryðjuholti eitt sinn við mig þar sem við vorum staddir á valllend- inu undir Bryðju- holtsmúla að lag- færa girðingar í slagviðri einn vor- morgun. Þetta voru varnaðarorð til mín sem hafði verið staðinn að því að lesa Undir- heima Parísarborgar með vasa- ljós undir voðum seint að kveldi, en sú lesning var eigi talin holl ungviðinu. Sjálfstæður bóndi Nú var það ekki svo að Magnús væri hrifinn af Halldóri Laxnesi. Þvert á móti. Hann sem sannur og gegn sjálfstæður bóndi, staðfast- ur kjósandi Ingólfs á Hellu, hafði illan bifur á fyrirbærinu sem nítt hafði skóinn af bændum landsins með hryllingssögunni um Bjart í Sumarhúsum og öðrum skrifum um sauðkindina og bústólpa landsins. Vitaskuld var mikið til í þess- um orðum Magnúsar, enda er frá- sögnin hér á undan lygi eins og flest annað sem fært hefur verið í letur. Minni mitt er ekki betra en svo að ég man ekki hvort það var rigning eða hvort sól skein í heiði. Vorum við staddir á völlunum eða úti í mýri? Vorum við að lagfæra girðingar eða eltast við skjátur? Hvernig í ósköpunum á ég að muna það? Þetta gerðist fyrir fjörutíu árum. Hverju á að taka mark á Hvaða mark er þá takandi á minningarfrásögnum eða ævi- sögum? Er þetta ekki allt saman lygi nema Íslendingasögurnar og Brekkukotsannáll, eins og Magn- ús fullyrti? Hvað veit ég? Hitt veit ég að inntakið í frásögninni hér að ofan er satt. Það sem skiptir meginmáli fyrir frásögn- ina er fullyrðing Magnúsar, ekki umgjörðin sem hún er sett í. Sama má segja um umgjörðina. Hún er einnig rétt þó hún sé kannski ekki í réttu samhengi. Ég man vel þegar ég gegndrepa og hrollkaldur var að aðstoða Magn- ús við girðinguna á völlunum undir Múlanum. Hinn algildi sannleikur Magnús var minn Björn í Brekkukoti en jafnframt Bjartur í Sumarhúsum. Lífsspeki hans sprottin upp úr moldinni sem hann erjaði, landinu sem hann braut undir sig, skepnunum sem hann annaðist og sáu honum og hans farborða. Hann var land- námsmaður 20. aldar sem braut undir sig nýtt ræktarland með skurðgröfum og naut til þess styrkja frá Ræktunarsjóði Ís- lands. Hann trúði á mátt frjáls vilja, sjálfstæðis og blómlegs landbúnaðar sem ætti eftir að sanna orð Jónasar að bóndi er bú- stólpi og bú landstólpi. Það reynd- ist seinna einnig lygi. Nú er verið að moka ofan í skurðina og land- búnaðarstefnan nánast gjald- þrota. En það er fleira gjaldþrota í dag. Bókmenntaumræðan; hver stal hverju frá hverjum og hvað er satt og hvað logið. Svarið við því er einfalt: Íslendingasögurnar og Brekkukotsannála eru hinn algildi sannleikur, allt annað er stolið, stælt, skrumskælt og logið. ■ Það stóð ekki á jólagjöf Olíu-dreifingar til starfsmanna sinna á Keili í ár. Varla er nýtt ár gengið í garð þegar áhöfnin er rekin í land, færeyskur fáni dreg- in að hún á skipinu og sent eftir Rússum til að manna skipið í staðinn. Rússarnir munu hvorki fá ís- lensk né færeysk laun, þar sem fær- eyskum heima- stjórnarmönnum hefur tekist að af- rita verstu kaflana í dönsku DIS- lögunum. Það er nöturleg stað- reynd að forustumenn þessara eyja, sem eru innan ramma Dana- veldis, skuli haga sínum sjóflutn- ingum þannig að íslensk olíufélög geti nýtt sér reglurnar til að níð- ast á Íslendingum. Íslensk áhöfn er rekin heim, út í atvinnuleysi og óvissu eftir áratuga starf hjá fyr- irtækinu, fyrirtæki sem hefur verið staðið að verðsamráði á olíu- markaði landsmanna og þar með tekið drjúgan þátt í að arðræna landsmenn og okra á þeim. Ódýrt starfsafl Ríkisstjórn íhalds og framsókn- ar hefur á undanförnum árum ver- ið að rétta atvinnurekendum víg- tennur verkalýðshreyfingarinnar á silfurbakka. Samkvæmt lögum geta stéttarfélögin varið hags- muni sína svo framarlega sem þau eru með eigin félagsmenn hjá fyr- irtækinu. Nú er félagsmönnum Sjómannafélagsins sagt upp, þeir sendir heim, og Rússar settir um borð, sem enn eru ekki félags- menn Sjómannafélagsins. Þeir verða á lágum launum sem við ís- lenskar aðstæður er ekki neitt annað en þrælahald. Er von á því að í framtíðinni verði náð í billega forstjóra frá Rússlandi og Kína? Hvar er nú sú samfélagslega ábyrgð sem þessi fyrirtæki eru að halda á lofti í tíma og ótíma? Útrýming Þessar aðgerðir miða að því að útrýma íslenskri farmannastétt og tímabært að fá að vita hvort stjórnvöld ætli að sitja hjá með hendur í vösum meðan það ger- ist. Verkalýðshreyfingunni tókst að verjast við Kárahnjúka um sinn, en hverju geta sjómenn bú- ist við af hálfu félaga sinna nú? Verður gripið til aðgerða með okkur sjómönnum í baráttunni við olíufélögin? ■ Landsmenn hafa fylgst agn-dofa með uppstokkun í atvinnulífinu og þróun á fjár- málamarkaði síðan ríkisbankarn- ir voru einkavæddir. Fólki blöskrar vaxtaok- ur, há þjónustu- gjöld og gríðarleg- ur hagnaður bank- anna. Æðstu s t j ó r n e n d u r skammta sér himinhá laun og fríðindi sem ekki hafa þekkst í ís- lensku samfélagi til þessa. Allt þetta var þó fyrirsjáan- legt. Þingmenn VG vöruðu við því að sala bankanna leiddi til græðgisvæðingar peningamark- aðarins. Við lögðum til að ríkið ætti einn öflugan þjóðbanka til mótvægis við einkabankana og sem tryggði atvinnulífinu og al- menningi lágmarksþjónustu óháð búsetu. Bankarnir nú bera engar samfélagsskyldur, aðeins arður hluthafa og laun stjórnenda ráða ferð. Ósiðlegir viðskiptahættir Bankarnir hafa undir höndum allar upplýsingar um fjárhag og framtíðaráætlanir fyrirtækja sem eru í viðskiptum hjá þeim. Bank- inn hefur það í hendi sér að kaupa eða selja fyrirtæki við því verði sem hann sjálfur setur, sameina það öðru eða reka sjálfur í sam- keppni við aðra. Fyrirtæki sem í góðri trú gefa viðskiptabanka sín- um upplýsingar um eignir, rekst- ur, viðskiptasambönd og framtíð- aráætlanir eiga nú á hættu að bankinn gleypi þau án þess að þau fái rönd við reist. Bankarnir hafa þannig komið sér í þá stöðu að geta dregið að sér bestu bitana úr atvinnulífinu. Bankarnir stýra nú blóðmjólkun fjár úr atvinnulífinu og heilu atvinnugreinarnar og byggðarlögin eru lögð undir hag- ræðingarhnífinn. Sjávarbyggðirnar mergsognar Eigendur Landsbankans sem keyptu Brim fyrir fáum mánuð- um vissu að þeir hefðu kverkatak á byggðunum sem eru svo háðar rekstri þessara fyrirtækja að þeir gátu nánast skammtað sér það verð sem þeir vildu fá. Við söluna á Brimi hefur Landsbankinn hol- að innan úr sjávarútveginum nokkra milljarða króna á örfáum mánuðum. Það ríkti fögnuður hjá stjórnvöldum við sölu bankans að nú kæmi svo mikið nýtt fé inn í landið. Staðreyndin verður því miður allt önnur. Kaupendur Landsbankans eins og Búnaðar- bankans hafa nýtt til fulls tæki- færin sem stjórnvöld gáfu þeim. Hinir nýju eigendur láta við- skiptavinina, atvinnulífið og sjáv- arbyggðirnar greiða kaupverð Landsbankans. Í stað þess að styrkja íslenskt atvinnulíf með auknu fjármagni frá útlöndum er það mergsogið og fjármagnið flutt úr landi. Sjávarútvegurinn og byggðirnar sem á hann treysta standa hallari fæti en áður. Trúnaður banka og atvinnu- lífs þverr Fjármálastofnun með fyrir- tæki í viðskiptum ætti ekki að líð- ast að kaupa það og selja nánast að vild. Slíkt fyrirkomulag hindr- ar eðlilega samkeppni og fram- þróun atvinnulífs. Nýsköpunar- og sprotafyrirtæki þora ekki með hugmyndir sínar og framtíð- arplön til viðskiptabanka af ótta við að hann hirði þau og selji öðr- um. Þótt það geti verið nauðsyn- legt við tímabundna rekstrarörð- ugleika fyrirtækja að bankinn leysi þau til sín sem lið í endur- fjármögnun ætti það að vera al- gjörlega óheimilt gagnvart fyrir- tækjum í eðlilegum rekstri. Þingmenn VG vöruðu mjög við þessari þróun. Við höfum lagt fram tillögu á þingi sem kveður á um skýran aðskilnað á almennri viðskiptabankaþjónustu og fjár- festingastarfsemi svo sem kaupum og sölu fyrirtækja. Kaup og sala Landsbankans á sjávar- útvegsfyrirtækjum Brims eru dæmi um blóðmjólkun atvinnu- vegar, sem ekki ætti að vera heimil í íslensku fjármálalífi. ■ Umræðan JÓN BJARNASON ■ þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs skrifar um einka- vædda banka. Umræðan SIGURÐUR Á. FRIÐÞJÓFSSON ■ skrifar um lygina. Umræðan ■ Kaup og sala Landsbankans á sjávarútvegs- fyrirtækjum Brims eru dæmi um blóðmjólk- un atvinnuveg- ar, sem ekki ætti að vera heimil í ís- lensku fjár- málalífi. Stolið, stælt, skrum- skælt og logið Þrælahald Olíudreifingar ■ Íslendingasög- urnar og Brekkukotsann- ála eru hinn al- gildi sannleikur, allt annað er stolið, stælt, skrumskælt og logið. ■ Verkalýðshreyf- ingunni tókst að verjast við Kárahnjúka um sinn, en hverju geta sjómenn búist við... BIRGIR HÓLM ■ stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur skrifar um þrælahald. ■ Vonandi verður landið gert að einu kjördæmi sem fyrst og þannig dregið úr linnulausu kjördæmapoti ráðherra og þingmanna stjórnarliðsins. Einkavæddir bankar merg- sjúga atvinnulíf og byggðir Umræðan JÓHANN ÁRSÆLSSON ■ alþingismaður skrif- ar um byggðamál.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.