Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 46
Ég er reiður 46 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR Vikan verður ansi annasömþví nú styttist óðum í frum- sýningu á 5stelpur.com,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir. Hún, Edda Björgvins, Björk Jakobs- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir verða stelpurnar fimm sem koma saman í Austurbæ í nokk- uð nýstárlegri sýningu. „Í starfi leikara koma annirn- ar í miklum bylgjum. Við frum- sýnum ekki fyrr en 6. febrúar, en við erum að byrja að renna og prófa á áhorfendum í vik- unni. Þetta verður endalaust grín og skemmtun, þar sem við gerum grín að lífinu, okkur sjálfum, strákunum og öllu saman. Svo er mér sá heiður veittur að leika með fremstu gamanleikkonum landsins.“ Þetta er ekki eina verkefni Unn- ar þessa dagana, því þar fyrir utan er hún að undirbúa upp- setningu á Hárinu sem verður undir leikstjórn Rúnars Freys Gíslasonar. „Við erum að undir- búa prufur sem verða í marslok og það er rosalega mikil vinna í undirbúningnum. Þetta á að verða stór og metnaðarfull sýn- ing í tilefni þess að það eru tíu ár liðin síðan Baltasar setti upp Hárið. Þetta er svo rosaleg sýn- ing og meiriháttar tónlist að það er ekki hægt annað en að bjóða nýrri kynslóð upp á að sjá þetta verk.“ Auk alls þess er Unnur að gera upp baðherbergið sitt og svona hitt og þetta og því verða fáar stundir á milli stríða hjá henni í vikunni. ■ Vikan sem verður UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR ■ Undirbýr frumsýningu á 5stelpur.com Eins og þegar hefur veriðgreint frá mætti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sem tilnefndur var til Íslensku bók- menntaverðlaun- ana fyrir bók sína Halldór, ekki til afhendingar verð- launanna á Bessa- stöðum á fimmtu- daginn. Fjarvera Hannesar var þó fullkomlega eðlileg en hann sat fund bankaráðs Seðlabankans á meðan Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Ólafi Gunnarssyni og Guðjóni Friðrikssyni verðlaunin. Hannes hafði tilkynnt forföll sín fyrir fram og þannig falla allar samsæriskenningar um að hann hafi ekki séð ástæðu til að mæta um sjálfar sig. Þess má einnig geta að einn dómnefndarmeðlim- urinn, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, hefði átt að sitja banka- ráðsfundinn með Hannesi ef hún væri ekki á skólabekk á Englandi en þessir pólitísku and- stæðingar eiga báðir sæti í seðlabankaráði. Guðjón Friðriksson og HannesHólmsteinn áttu báðir bækur í flokki fræðirita og bóka al- menns efnis og öttu því kappi um verðlaunin sem Guðjón hlaut nú í þriðja sinn. Verk Guðjóns um frelsishetjuna Jón Sigurðsson þykir fyllilega standa undir verð- laununum en þar sem öll fræði- bókaumræða hef- ur mengast af pólitík undanfarið ræða menn það nú sín á milli að það hafi ekki spillt fyrir Guðjóni að hafa Ingibjörgu Sólrúnu í lokadómnefndinni en Guðjón var yfirlýstur stuðnings- maður borgarstjórans fyrrver- andi auk þess sem eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, sinnti veislustjórn í Höfða og öðr- um verkefnum í borgarstjóratíð Ingibjargar. Ung ráð Dorrit Moussaieff? Mist Hálfdán- ardóttir 15 ára, nem- andi Haga- skóla Mér líst bara mjögvel á hana. Hún er alltaf ofboðslega fín og sæt. Ég held að það sé bara rosalega gott fyrir Ólaf að hafa hana. Ég held að hún hafi engin áhrif á komandi forseta- kosningar.“ Sindri Eldon 18 ára, nemandi Borg- arholtsskóla Mér finnst hún frábær. Hress og við-kunnanleg. Mér finnst við líka bara eiga ofboðs- lega hressan for- seta að vera með svona útlending. Það er gott dæmi um það að ástin sigrar allar vega- lengdir, þó höf skilji á milli. Hún gerir það fyrir mig að vilja kjósa Ólaf. Mér finnst bæði hann og konan hans hafa góða áru.“ Agnar Burgess 20 ára, nemandi í MR Mér finnst hún bara fín kona. Húnkryddar þetta allt. Það er ekkert slæmt um hana að segja. Hún virðist vera alvöru og kunna að hafa gaman af lífinu. Það er fátt annað hægt að segja um hana. Það er mismun- andi hvað fólk horfir á. Hún hef- ur engan veginn slæm áhrif á mig varðandi forseta- kosningarnar. Ef hún hefur ein- hver áhrif þá eru þau bara jákvæð. Það er einhver Vigdísar Finnbogadóttur fílingur yfir henni. Hún vill greinilega vel. Svo er ekki verra að hún þekki Sean Connery.“ Síðustu vikur í lífi Heru Hjart-ardóttur hafa án efa verið eft- irminnilegar. Hún braust yfir gullmúrinn í plötusölu fyrir jól með plötuna Hafið þennan dag eftir stranga plötukynningu og er nýkomin heim eftir vel heppnaða tónleika á tónleikahátíð í Hollandi. Það er því vel skiljanlegt að hún njóti þess þessa dagana að slappa af og sofa út. Kannski er bara vissara að hafa það náðugt í rúminu, því hún er ekkert svo viss um hvað hún eigi að gera við frítíma sinn. „Ég á í miklum vandræðum að finna mér eitthvað að gera á frí- dögum hérna á Íslandi,“ viður- kennir Hera. „Það er svo kalt úti. Ég keypti hjólaskauta en ég get ekki notað þá því það er of mikill snjór. Ég vakna eiginlega bara til þess að gera ekki neitt. Sef út, vakna seint og spila á gítar. Það er erfitt að finna sér eitthvað að gera á daginn því enginn annar er í fríi.“ Sköpunarkraftur Heru virðist vera óþrjótandi og ef hún er ekki að semja lög á gítarinn sinn á hún það til að prjóna eða perla. „Yfirleitt þegar ég er búin að gera eitthvað þá gef ég það, þó að ég ætli alltaf að eiga það sem ég geri sjálf. Ég datt út í það að gera voðalega mikið af skartgripum á tímabili og ég held að ég eigi bara eitt par af eyrnalokkum eftir.“ Hera er búin með allar spenn- andi myndirnar á myndbanda- leigunni og er greinilega svolítið spennt fyr- ir því að fara aftur til Nýja- S j á l a n d s . „Þar er al- veg hell- ingur að gera,“ seg- ir hún og það lifnar yfir henni. „Þá vaknar maður og fer á ströndina, kaupir ávexti, býr til ávaxtasalat og borðar úti í garði. Svo tínir maður egg úr hænsnahúsinu og sýður það eða eitthvað. Þar fer ég frekar út í göngutúr þegar allt þetta græna er í kring og heitt úti. Þetta gráa veður fer svolítið í mig. Mér er alltaf kalt.“ Heru gekk vel að spila á tón- leikahátíðinni í Groningen í Hollandi, og í Belgíu fyrir ís- lenska sendiráðið. Hún verður hér á landi fram í mars og þá hefst tónleikaferðin fyrir alvöru; fjórar dagsetningar á Íslandi, fjórar á Ítalíu, fjórar í Englandi og ein í Glasgow. „Svo kem ég aftur til Íslands í þrjár nætur og flýg svo heim til Nýja-Sjálands,“ segir Hera að lokum. ■ HERA „Mér finnst voðalega gott að liggja í rólegheitunum og fara í heitan pott og svona,“ segir Hera. Frídagurinn HERA ■ Er að hvíla sig eftir heljarinnar törn. Á líka í stökustu vandræðum með að finna sér eitthvað að gera hér á klakanum. Sefur út, spilar á gítar og prjónar Endalaust grín og skemmtun UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR Var í hlutverki Krissu í Grease. Núna er hún að æfa 5stelpur.com, undirbúa Hárið og gera upp baðherbergið hjá sér. Heimildarmyndin Heimur far-fuglanna var fyrsta mynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar í Háskólabíói á föstudaginn. Leik- stjóri myndarinnar er Jacques Perrin. Það kannast kannski fáir við nafnið en hann er þó fjölda ís- lenskra bíógesta að góðu kunnur þar sem hann lék Toto litla á full- orðinsárum í Cinema Paradiso sem var á sínum tíma sýnd í Há- skólabíói í rúmt ár. Það var nú þannig að ég var aðendurnýja skírteinið mitt, en ég er meindýraeyðir,“ segir Rafn Har- aldsson á Bræðrabóli í Ölfusi, sem veit ekki betur en að hann hafi op- inbert leyfi til að eyða framsóknar- mönnum. „Þetta er í það minnsta góð saga en síðast þegar ég endurnýjaði fyllti ég út þar til gert eyðublað og gaf upp hvaða meindýrum ég ætl- aði að eyða en það eru fyrst og fremst mýs og skordýr. Svo var þarna auð lína þar sem maður gat bætt við fleiri tegundum og ég skráði framsóknarmenn þar. Þegar ég var að labba út var gargað á eft- ir mér að þetta mætti ekki en ég sagði þeim að láta þetta fara svona. Skírteinið skilaði sér skömmu síðar, þannig að umsóknin virðist hafa verið samþykkt athugasemda- laust.“ Rafn segist helst þurfa að kljást við mýs en neitar því ekki að sér hafi borist nokkrar fyrirspurnir vegna framsóknarmanna. „Þetta hefur spurst út enda hef ég gaman að því að segja frá þessu og krydda söguna með þessu. Það er auðvitað mikið af framsóknarmönum hérna á svæðinu, meira að segja einn aðalhöfuðpaurinn,“ segir mein- dýraeyðirinn sem má uppræta framsóknarmenn, rétt eins og James Bond má eyða hverjum sem er. Framsóknarmenn í Ölfusinu geta þó andað rólega þar sem Rafn hyggst ekki taka að sér verkefni tengd þeim. ■ Meindýr ■ Meindýraeyðir í Ölfusi virðist hafa lögverndað leyfi til að uppræta fram- sóknarmenn á Suðurlandi. Honum líkar tilhugsunin svo sem ekkert illa en lætur þá þó óáreitta. GUÐNI ÁGÚSTSSON Höfuðpáfi Framsóknarflokksins á Suðurlandi þarf ekkert að óttast þó að meindýraeyðir á svæðinu telji sig hafa heimild til að uppræta Má eyða framsóknarmönnum Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki „Ég er bara ekkert reiður en það má segja að ég hafi verið að fá nýja sýn á sumt fólk á síðustu vikum,“ segir Pétur Blöndal al- þingismaður, sem hefur verið í eldlínunni vegna málefna Spari- sjóðanna. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ingiríður Alexandra. 24. janúar 1989. Tindastóll.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.