Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 29
SUNNUDAGUR 25. janúar 2004 Þorrablót í Köben: Kynnisferð um Kristjaníu Íslendingafélagið í Kaupmanna-höfn heldur árlegt þorrablót sitt 7. febrúar næstkomandi. Hljóm- sveitin Skítamórall mun halda uppi fjörinu ásamt fyndnasta manni Íslands, Gísla Pétri Hin- rikssyni. Blótið er haldið í Den Grå Hal í útjaðri Kristjaníu. Á boðstólum verður að sjálfsögðu alvöru íslenskur þorramatur. Icelandair býður upp á ferðir á þorrablótið frá Íslandi og er hægt að velja um ferð með eða án hót- els. Nánari upplýsingar um þetta má fá hjá söluskrifstofum Icelandair. Þeir sem kaupa miða á þorrablótið í gegnum Icelandair eiga þess kost að fara í gönguferð um Kristjaníu með leiðsögn reyndra heimamanna í fríríkinu. Sú ferð hefst klukkan 12 sama dag og þorrablótið er haldið. Útlit er fyrir að hver sé að verða síðastur að sjá og upplifa hið sögufræga fríríki Kristjaníu. Miða á þorrablótið má einnig panta á netfanginu thorra- blot@email.dk. ■ Hin árlega Skíðavika á Ísafirðiverður haldin um páskana, líkt og löng hefð er fyrir, og eru Ísfirðingar og nágrannar byrjaðir að undirbúa dagskrána, sem aldrei hefur verið viðameiri. Skíðavikan hefur verið snar þáttur í menningarlífi Ísfirðinga um langt árabil, allt frá árinu 1935 þegar gestir sigldu til Ísafjarðar með farþegaskipinu Súðinni og seinna Gullfossi til að taka þátt í veglegum hátíðahöldunum. „Há- tíðin á sér mikla sögu, enda elsta bæjarhátíð landsins,“ segir Rúnar Óli Karlsson, upplýsingafulltrúi ferðamála á Ísafirði. „Hér hefur verið gríðarlegur fjöldi gesta ár- lega og fer fjölgandi. Oft hefur íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldast í dymbilvikunni.“ Í ár verða á skíðavikunni fjöl- margir listamenn, jafnt ísfirskir sem aðkomnir, sem hafa troðið upp á Skíðaviku í gegnum tíðina og eiga margir fastan sess í dag- skrá vikunnar. „Dagskráin tengist fyrst og fremst útivist og menningu og nú ætlum við til dæmis að vera með golfmót á snjó. Verðum hér uppi á heiðunum á troðnum golfbraut- um. Á kvöldin eru svo myndlistar- sýningar og öðruvísi bíósýningar þar sem verið er að sýna hasar- myndir, tengdar íþróttum. Við vorum með bílabíó í fyrra og stefnum að því aftur í ár. Svo er iðandi líf í bænum á kvöldin, alls kyns tónlistaruppákomur og skemmtilegheit. Þá verður að venju tvíkeppni Byggðasafnsins þar sem fyrsta skíðakeppnin á Vestfjörðum er endurvakin. Hún var fyrst haldin í Önundarfirði 1909 og kallaðist þá rennsli með sneiðingum og 120 skrefa hlaup á skíðum. Byggðasafnið skaffar græjurnar, gömul skíði og stafi, og snyrtilegur klæðnaður er áskil- inn. Fólk verður að mæta í göml- um jakkafötum af pabba eða afa eða klæðilegum kjólum af ömmu til að vera gjaldgengt.“ Skíðavikan hefst 7. apríl. ■ Björn Ingi Hilmarsson leikarifór til Rómar í fyrsta sinn í sumar og fannst það alveg frá- bær borg. „Mér fannst maturinn og vínið frábært og svo eru Ítal- irnir svo skemmtilegir,“ segir Björn Ingi. „Svo er svo sterk saga í þessari borg, rústirnar og allt það. Þegar maður labbar til dæmis inn í Colosseum verður þetta allt svo áþreifanlegt fyrir manni.“ Björn neyddist til að flýja borgina vegna þess að hitinn var orðinn svo mikill en segist engu að síður staðráðinn í að fara aftur til Ítalíu. „Al- veg örugglega, því fyrr því betra.“ ■ DEN GRÅ HAL Þar verður þorrablót Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn haldið laugardaginn 7. febrúar. 120 SKREFA HLAUP Á SKÍÐUM Ekki tjóir að mæta druslulegur til þessarar keppni, enda snyrtilegur klæðnaður áskil- inn. Keppnin er meðal fjölmargra dag- skrárliða á Skíðaviku á Ísafirði. Elsta bæjarhátíð landsins undirbúin: Fjör á Ísafirði um páskana DÝRÐLEG UPPLIFUN TIL FJALLA Brotfluttir Ísfirðingar fjölmenna í heima- byggð í dymbilvikunni, svo og aðrir gestir. BJÖRN INGI HILMARSSON Fór til Rómar í fyrsta sinn í sumar og heillaðist mikið. Uppáhaldsborgin: Skemmtilegir Ítalir RÓM Frábær borg að mati Björns Inga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.