Fréttablaðið - 26.01.2004, Síða 32

Fréttablaðið - 26.01.2004, Síða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Auglýsingar um heiladauða Fátt er ámátlegra en auglýsingarfrá fyrirtækjum sem hafa tröllatrú á töframætti auglýsinga – en vita bara ekki hvernig þau eiga að auglýsa, og birta einhverja dellu í staðinn: Úr því að það er fráleitt að láta sig dreyma skaltu kaupa þér happdrættismiða, eða: Allir storma niður á Lækjartorg klukkan þrjú og leggjast þar niður til að styðja sím- ann. Svona auglýsingar vekja bara meðaumkun. FYRIRTÆKI sem eru í vandræð- um með að auglýsa sig eiga auðvit- að að finna sér eitthvert verðugt verkefni og styðja það, gerast landsfrægir kostunaraðilar þjóð- þrifaverkefna. Þar er af nógu að taka og mun meiri stæll á því að taka að sér fjárvana líknar- eða menningarstarfsemi heldur en að snuðra uppi hirðislaust gull til að leggjast á. LANDSPÍTALINN gæti séð mörgum hugumstórum kostunar- aðilum fyrir verkefnum: Slysavarð- stofa í boði Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins. Hjartaþræðing í boði Orkuveitunnar. Lyf í boði Pharmaco. Fæðingar í boði Ís- lenskrar erfðagreiningar. Lýta- lækningar og endurhæfing í boði KB-banka. Líffæraflutningar í boði Eimskipafélagsins. Krabbameins- rannsóknir í boði Kolkrabbans. Hið opinbera gæti tekið þátt í þessu til að sýna gott fordæmi, til dæmis ná- kvæmar ristilspeglanir í boði for- sætisráðuneytisins. SPEGLAGERÐIR gætu tekið að sér myndlistina í landinu, bankarn- ir bókmenntirnar og gefið út bankabækur í þúsundum eintaka, kvótagreifar gætu fjármagnað kvikmyndagerðina, ljósritunar- stofur gætu fjármagnað ævisagna- ritun, og blikksmiðjur tónlistina; þannig mætti lengi telja. Einnig gætu fyrirtæki tekið stjórnmála- menn í fóstur: Sparisjóðirnir gætu ættleitt Pétur Blöndal, Eggert feld- skeri dúðað Halldór Ásgrímsson í selskinnsham, og Baugur borgað Davíð Oddssyni 300 milljónir í eftirlaun. Það eru því til margar leiðir fyrir öflug fyrirtæki til að sýna kraft sinn og framfaravilja með öðrum hætti en að framleiða heiladauðar sjónvarpsauglýsingar og birta fyrir morð fjár engum til gleði. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.