Fréttablaðið - 04.02.2004, Síða 13

Fréttablaðið - 04.02.2004, Síða 13
13MIÐVIKUDAGUR 4. febrúar 2004 Sverrir Hermannsson: Niðurlæging Ég held bara næstum því að þaðsé lögbrot, ef ekki stjórnar- skrárbrot, að halda ríkisráðsfund án þess að gera forsetanum við- vart, hvað þá meir. Forsætisráð- herra hafði ekkert umboð til þess að boða fund- inn,“ sagði Sverrir Her- mannsson, fyrr- verandi alþingis- maður, ráðherra og forseti Al- þingis. „Og þetta tal forseta Alþingis um að forsetinn hafi hlotið að gera ráð fyrir ríkis- ráðsfundi þennan dag, þetta er náttúrlega bara rugl. Það lá auð- vitað ekkert fyrir þessum fundi nema eitthvert punt til þess að geta niðurlægt forseta lýðveldis- ins. Til þess eru refarnir skornir og enn fremur til þess að sólin mikla njóti sín og aðrir skyggi ekki á hana.“ ■ Guðrún Helgadóttir: Átti að boða forsetann Það sem hlýtur að vekja undruneftir árslanga undirbúnings- vinnu fyrir þennan minningarfund er að með dags fyrirvara skuli boð- að til þessa ríkis- ráðsfundar. Það er auðvitað af- skaplega undar- leg fyrirhyggja vægast sagt og erfitt að sjá hvaða nauðsyn bar til. Auk þess er það að mínu mati óeðlilegt að efna til fundarins án þess að hafa samband við forseta lýðveldisins,“ sagði Guð- rún Helgadóttir, fyrrverandi alþing- ismaður og forseti Alþingis. „Forsætisráðherra boðar ríkis- ráðsfundi samkvæmt stjórnar- skránni, í umboði forseta Íslands. Það segir sig sjálft að það er ein- kennilegt að gera slíkt án vitneskju forseta.“ ■ Salome Þorkelsdóttir: Tilkynning ekki brýn Forsetinn var búinn að tilkynnaað hann yrði fjarverandi á þeim tíma sem efnt var til hátíðarhald- anna og þar með er málið í höndum handhafa forseta- valds, forsætis- ráðherra, forseta Alþingis og for- seta Hæstaréttar. Þeir eru hér heima til þess að hlaupa í skarðið og ég get ekki séð að þeim hafi borið að tilkynna for- setanum eða forsetaskrifstofunni um ríkisráðsfundinn 1. febrúar,“ sagði Salome Þorkelsdóttir, fyrrver- andi alþingismaður og forseti Al- þingis. „Það er mál forsætisráðherrans að boða ríkisráðsfundi og það gerði hann. Ég legg ekki frekari dóm á framkvæmdina við boðun fundar- ins,“ sagði Salome Þorkelsdóttir. ■ Ragnar Arnalds: Eldfimt mál Það leysir engan vanda að viðsem utan við stöndum fellum dóma um þetta mál sem virðist svo eldfimt í fjölmiðlum,“ segir Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, alþingismaður og fyrsti varafor- seti Alþingis. Hann kaus að svara báðum s p u r n i n g u m blaðsins á sama hátt. „Við skulum frekar gefa deiluaðilum ráðrúm til að hittast og leysa sjálfum úr þessum ágreiningi. Eðli sínu samkvæmt á það ekki heima í pólitískum skotgröfum.“ ■ DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðherra opnar sýninguna í Þjóð- menningarhúsinu. Þjóðmenningarhús: Davíð opnar sýningu HEIMASTJÓRN Sýningin „Heima- stjórn 1904“, sem unnin er í sam- vinnu Þjóðmenningarhússins og Þjóðminjasafns Íslands, var opn- uð í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Davíð Oddsson forsætisráð- herra opnaði sýninguna, en með henni er verið að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Ís- lendingar öðluðust heimastjórn og fyrsti íslenski ráðherrann, Hannes Hafstein, tók við emb- ætti. Sýningin dregur upp mynd af þeim breytingum sem urðu við flutning framkvæmdavaldsins til Íslands og sýnir framfarir og framkvæmdir sem einkenndu þennan tíma í lífi þjóðarinnar. ■ RÍKISRÁÐSFUNDUR „Jafnvel á laug- ardag hefði verið hægt að hafa samband við mig og láta mig vita að til stæði að halda fund í ríkis- ráðinu. Ég hefði þá komið heim með kvöldvélinni frá Bandaríkj- unum og verið kominn á sunnu- dagsmorguninn. Ég tel að það sé ein af mikilvægustu embættis- skyldum forsetans að sitja slíka fundi og stjórna þeim,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Fréttablaðið í gær. Ljóst er að sú ákvörðun að láta forsetaembættið ekki vita af fyr- irhuguðum fundi í ríkisráði mun draga dilk á eftir sér. Ólafur Ragnar segir engar haldbærar skýringar hafa verið gefnar í mál- inu. Fundinum hafi verið haldið leyndum fyrir sér og skrifstofu forsetaembættisins. „Það er alls ekki hægt að nota það sem afsökun að forsetinn sé erlendis og því þurfi að boða til skyndifundar í ríkisráðinu án for- setans,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að í aðdraganda hátíðar- haldanna hafi aldrei verið óskað eftir aðkomu forsetans eða emb- ættisins að hátíðinni. Hann hafi hins vegar fengið boðskort um að vera við sjónvarpsútsendingu úr Þjóðmenningarhúsinu fyrir um tveimur vikum síðan. En bar forsætisráðuneytinu að gera forseta Íslands viðvart um ríkisráðsfundinn og gefa honum kost á að sitja fundinn? ■ Engar skýringar á leyndinni Sjúkraþjálfarar: Mótmæla niðurskurði HEILBRIGÐISMÁL Sjúkraþjálfarar á Landspítalanum mótmæla harð- lega boðuðum niðurskurði á þjón- ustu við sjúklinga spítalans og uppsögnum starfsfólks. Skora þeir á stjórnvöld að endurskoða fjárveitingar til spítalans. Í ályktun sem samþykkt var á fundi sjúkraþjálfara fyrir helgi segir að niðurskurðurinn komi hart niður á endurhæfingarþjón- ustu spítalans og vara sjúkra- þjálfarar við þeim afleiðingum sem skerðing á þessari þjónustu veldur. „Skerðing þjónustu hefur sjaldnast sparnað í för með sér,“ segir í ályktuninni. „Í flestum til- fellum er einungis um tilfærslur á kostnaði að ræða. Skert þjónusta sjúkraþjálfara mun bitna illa á sjúklingum spítalans, getur valdið fylgikvillum og lengri sjúkralegu á bráðadeildum með miklum aukakostnaði sem því fylgir.“ Sjúkraþjálfararnir taka heils hugar undir tilmæli stjórnar- nefndar Landspítalans til fram- kvæmdastjórnar spítalans um að rekstur endurhæfingardeildar fjölfatlaðra í Kópavogi verði tryggður. „Með því að loka endurhæfing- ardeildinni væri áratuga upp- byggingarstarf eyðilagt og dýr- mætri sérþekkingu við meðferð þessa hóps kastað á glæ.“ ■ RÍKISRÁÐSFUNDUR Ég hefði gjarnan viljað að forsetinn væri á landinu en hann kaus einhverra hluta vegna að vera það ekki,“ sagði Júlíus Hafstein, stjórnandi við- burða sem efnt verður til í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar á Íslandi. Athygli vakti að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var hvorki viðstaddur hátíðarsam- komu sem efnt var til í Þjóðmenn- ingarhúsinu síðastliðinn sunnu- dag vegna tímamótanna né hátíð- arfund ríkisráðs þann sama dag. Júlíus Hafstein vill ekki blanda sér í þær umræður sem á eftir fylgdu en segist ánægður með hvernig til tókst. „Mér finnst að umfjöllun allra fjölmiðla hafi verið mjög góð og jákvæð, þar hefur komið fram mikill skilningur á mikilvægi þessara tímamóta. Ég gleðst yfir því hvað fjölmiðlar hafa tekið þessu vel,“ sagði Júlíus. Hann segir að aldrei hafi kom- ið til greina að finna forsetanum sérstakt hlutverk í hátíðardag- skránni í Þjóðmenningarhúsinu. „Það var ein hátíðarræða sem haldin var fyrsta febrúar. Þar minntist forsætisráðherra fyrsta forsætisráðherra Íslands, þing- ræðisins, stofnunar stjórnarráðs- ins og þess að Reykjavík er höfuð- borg. Önnur hátíðarræða var ekki í þessari dagskrá og það var eðli- legt að forsætisráðherrann minnt- ist þessa. Þó svo að Hannes Haf- stein hafi verið einn ráðherra var hann þess vegna eins manns ríkis- stjórn og það liggur í augum uppi, sögulega séð, að það er í verka- hring forsætisráðherra að flytja þessa hátíðarræðu,“ sagði Júlíus Hafstein. ■ Júlíus Hafstein, stjórnandi hátíðardagskrár heimastjórnarafmælis: Æskilegt að forsetinn hefði verið viðstaddur JÚLÍUS HAFSTEIN Stjórnandi hátíðarhalda í tengslum við aldarafmæli heimastjórnar á Ís- landi segist gjarnan hafa viljað að forsetinn hefði verið viðstaddur há- tíðardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu. NÝR SKRIFSTOFUSTJÓRI Hrafn- hildur Ásta Þorvaldsdóttir hef- ur verið sett skrifstofustjóri al- mennrar skrifstofu í umhverfis- ráðuneytinu til þriggja ára. Hún gegnir starfinu í afleysingum fyrir Þórð H. Ólafsson skrif- stofustjóra, sem mun gegna starfi fulltrúa umhverfisráðu- neytisins í sendiráði Íslands í Brussel á sama tíma. Hrafn- hildur Ásta hefur starfað sem deildarstjóri fjármáladeildar í umhverfisráðuneytinu. AFHENTI TRÚNAÐARBRÉF Eiður Guðnason sendiherra afhenti í gær landstjóra Nýja-Sjálands, frú Silviu Cartwright, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra Íslands á Nýja-Sjálandi með aðsetur í Peking. ■ Stjórnsýslan RÍKISRÁÐSFUNDURINN UMDEILDI 1. FEBRÚAR 2004 Halldór Blöndal, forseti Alþingis og einn þriggja handhafa forsetavalds, stýrði ríkisráðsfundinum umdeilda í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu sunnudaginn 1. febrúar í fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.