Tíminn - 04.12.1971, Page 9

Tíminn - 04.12.1971, Page 9
( 1AUGARDADGUR 4. desember 1971 TÍMINN Otgafandl: FRAMSÓKNARFLOKKURlNN rramJcvamdastJórl: Rrtstján Benediktsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson (áb) Jón Helgason. Lndrlðl Q. Þorstelnsson OC Tómaa Karlsson Auglýslngastjórl: Stelngrtnrar Glslason Klt ftjórnarskrllstofur t Edduhúslnu slmar 18300 — 18308 Skrtl Stofur Bamkaatrætl 7 — Afgrelðslusimt 12323 Auglýsingaslmt' 10823. AOrai skrifstofur slml 18300 Askrtftargjald kr 193.00 á mámiðl tnnanlands. 1 iausasðlu kr 12,00 elnt - Prentsm Edda bt. Aðstoöarmenn Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Ingvar Gíslason x»g Vilhjálmur Hjálmarsson, hafa nýlega flutt á Alþingi tillögu, þar sem lagt er til, að ríkisstjórnin kanni, hvort eikki sé tímabært og nauðsynlegt að hafa sem víðast um byggðir landsins starfandi sérstaka umboðs- og aðstoðar- menn lækna, sem fólk gæti leitað til í neyðartilfellum og 1 sambandi við ýmis minni háttar erindi, þegar ekki næst til læknis, og væru þeir þjálfaðir í slysahjálp, um- önnun sjúkra, umsjón með lyfjabirgðum, lyfjaafgreiðslu o. s. frv. Skal í þessu sambandi athugað, hvort eigi sé líklegt, að nýta megi starfskrafta ljósmæðra framar því sem nú er á sviði heilbrigðisþjónustu. — 1 greinargerð tillögunnar segir, að ástand heilbrigðis- þjónustunnar hafi mjög verið til umræðu að undanförnu, og er það að vonum. Tilfinnanlegur og langvarandi skort- ur héraðs- og heimilislækna er eitt af meiri háttar vanda- málum íslenzks þjóðfélags, og þótt sitt kunni að sýnast hverjum um orsakir þess og þótt tilraunir til úrbóta hafi að svo komnu reynzt árangurslitlar, þá benda nokkrar líkur til þess, að brátt kunni úr að rætast. Svo virðist m. a. sem læknastéttin láti málið meira til sín taka en áður og finni til ríkari ábyrgðar gagnvart lausn þess, Er flutningsmönnum ekki annað kunnugt en að unnið sé að því að móta áætlanir um nýskipan læknisþjónustunn- ar þannig, að þeirra megi vænta, áður en mjög langt um líður. Við munum því ekki að þessu sinni, segja flutnings- menn, hafa uppi kröfur til stjómvalda um heildaraðgerð- ir í þeim efnum að öðru leyti en því að 9kora á ríkisstjóm-. ina að hraða heildarendurskoðuninni sem mest má verða. Hins vegar segjast flutningsmenn vilja hreyfa mikils- verðu máli, sem aðeins að nokkru hafi verið hreyft á Alþingi áður. í tillögunni sé lagt til, að ríkisstjómin láti kanna, hvort ekki sé tímabært að fá til starfa sem víðast um land sérstaka aðstoðarmenn lækna, sem fólk gæti leitað til í neyðartilfellum og í sambandi við ýmis minni háttar erindi, þegar ekki næst til læknis, og væru þeir þjálfaðir í slysahjálp, umönnun sjúkra, umsjón með lyfja- birgðum, lyfjaafgreiðslu o. s, frv. Því mundi fylgja veru- legt öryggi og mætti kalla umtalsverða framför í heil- brigðismálum, ef sérþjálfaðir hjúkrunariiðar væru starf- andi sem víðast um landið, helzt 1 hverri sveit, Mundu þeir að sjálfsögðu starfa í öllu undir yfirstjórn lækna, enda aðstoðarmenn þeirra og umboðsmenn að tilteknu marki. Þar sem svonefndar héraðshjúkrunarkonur starfa, þykir að þeim mikið gagn, en vart er við því að búast fyrst um sinn a. m. k., að lærðar hjúkrunarkonur fáist til starfa svo viða sem æskilegt væri. Hitt sýnist nærtækt, að leitað verði til hæfileikafólks, sem búsett er í byggð- unum sjálfum, um að það læri til slíkra starfa sem hér um ræðir og skuldbindi sig gegn sanngjörnum launum til þjónustu á vissum svæðum, einni sveit eða fleiri, eftir aðstæðum. Sýnist einboðið, að leysa megi menntunarþörf þessa fólks með sérstökum námskeiðum eða skólahaldi, þegar fram í sækir, Tillögumenn leyfa sér að benda á þann möguleika, sem kann að felast í því að breikka starfsvettvang ljósmæðra og nýta þannig góða starfs- krafta á fleiri sviðum heilbrigðisþjónustunnar en al- mennt er gert ráð fyrir. v Flutningsmenn taka skýrt fram, að þeir ætlist ekki til þess, — enda álíti þeir það fráleitt, — að á umboðs- og aðstoðarmenn þá, sem hér er um fjallað, verði litið sem „lækna“ eða igildi þeirra. Þeir geta aldrei komið ,,i stað- inn fyrir“ lækna, og læknavandamál landsbyggðarinnar verður ekki leyst með mannaráðningum af þessu tagi. Þ. Þ. MARY McGRORY, NEW YORK POST: Lindsay býr sig undir aö keppa í prófkjörunum hjá demökrötum Hann mun reyna að né fylgi þeirra, sem eru til vinstri Það vakti mikla athygli, þegar Lindsay, borgarstjóri í New York, tilkynnti á síð- astliðnu sumri, að hann hefði ákveðið að ganga í flokk demókrata, en hann hafði áður verið repúblik- ani. Fullvíst þótti þó, að hann myndi keppa að þvf að verða frambjóðandi demó- krata í forsetakosningunum 1972, Lindsay býr sig nú undir það að taka þátt í prófkjörunum hjá demókröt- um og er það nánara rakið í eftirfarandi grein: ÁTTRÆÐ kona, frú Sarah Steinberg, stóð með erfiðisimun- um upp úr ruggustólnum til þess að heilsa bláeyga, snotra manninum ókunnuga, sem kom skáimandi inn í hin nýju hí- býli hennar í hjúkrunarheim- ili Jakobs-dætra, en á hæla honum fylgdi löng lest emb- ættismanna, blaðamanna og for- vitinna áhorfenda. „Ánægjulegt að hitta borg- arstjórann, sean ætlar að verða forseti", sagði hún andstutt. John V. Lindsay hló lágt að athugasemdinni, settist við rúm fru Steinþerg og ræddi við hána stutta stund eins alúðlega og við verður komið, þegar fólk hittist í fyrsta sinn frammi fyrir fjölda áheyrenda. Þegar viðtalinu lauk, árnaði frú Steinberg borgarstjóranum alira heilla og áfallalausrar ferðar 1 Hvíta húsið. ÞETTA var einn af fyrir- boðum þess, sem koma skal. Borgarstjórinn á eftir að ganga á vit margra aldinna borgara og vonandi verða þeir fundir allir jafn uppörvandi og þessi. Hann ætlar til Florida, en þar er paradís gamla fólksins og þar fara fram flokksþingin, sem tilnefna forsetaefnin 1972. Ákvörðunin hefir verið tekin, en það er ekki búið að til- kynna hana opinberlega. Borg- arstjórinn er ákveðinn að keppa í forkosningunum í Florida og Wisconsin vegna þess, „að tímabært er að leggja af stað með sýninguna," eins og hann kemst að orði. Hinn nákvæmi maður Richard Aurelio, fyrrVerandi varaborg- arstjóri, á að stjórna atlögunni, en hann er að opna skrifstofu langt frá erli og þys ráðhúss- ins. Hann er sagður ætla að kanna sigurmöguleika Lindsays við framboðið, en mun í raun og veru skipuleggja hjálpar- sveitir við væntanlegar innrás- ir í Florida og Wisconsin. Aurelio á að hafa tólf manna starfslið. Meðai þess verður Sid Davidoff, hinn dapureygi en þrautýtni stjómandi, sem borgarstjórinn segir „bezta stjórnanda, sem völ er á úti við“. Ronnie Eldridge á að annast stjórnmálasamböndin, en hann er brúnhærður og sef- andi. David Garth sér um svið- setninguna, en hann er hreinn galdramaður i sjónvarpi. ENGINN reynir að gera lítið JOHN F. LIND5AY úr áhættusemi fyrirtækisins, hvorki borgarstjórinn né aðrir, en állir eru reiðubúnir að reyna að sannfæra þjóðina um, að tímabært sé að kjósa „forseta úr þéttbýlinu". „f þetta er ekki ráðizt af neinni léttúð“, segir Aurelio, Hann segir íbúa Florida ekki bundna ákveðnum hugsjónum, en þar sóu góðir möguleikar til að fá úr því skorið, hverja ffyjgisöflunarmöguleika borgar- stjórinn hafi meðal svartra og hvítra, aldinna og ungra, snauðra sem ríkra. Fylgismenn- irnir gera sér ekki miklar von- ir um að Lindsay beri sigurorð af andstæðingunum, en vænta þess hins vegar ,að hann reyn- ist ná svörtum mönnum frá Hubert Humphrey, ungum mönnum frá George McGovern, íbúum úthverfanna frá Ed- mund Muskie og atkvæðum Gyðinga frá Henry Jackson. Sennilega er Lindsay þó mest í mun að sýna hinum nýja flokki sínum fram á, að hann sé rétti maðurinn til að koma í stað þess manns, sem demókratar vilja helzt, eða Edward M. Kennedy, sem ekki býður sig fram. LINDSAY gefur fyrirheit um sama glæsi- og tíguleika og Kennedy-bræðumir og „heið- arlega virðingu fyrir skoðun- um mannkynsins", en er laus við persónulega annmarka síð- asta bróðurins. Hapn hefir sjálfur sína alvarlegu ann- marka, og það játa hinir áköfu fylgismenn hans fúslega, en hann ætti að geta sloppið við skítkast, sem hlyti að fylgja framboði Kennedys. Lindsay er sjálfum ljóst, að hann er víða ura land álitinn smitberi beirrar sýkingar, sem þéttbýlið þjáir. Þegar íbúar hinna strjálli byggða sjá hann, koma beim í hug aiturlyf, kyn- þáttabarátta, glæpir og gjald- þrot. En borgarstjórinn segir áheyrendum sínum, að ofurlít- ill hluti af New York leynist f hverri einustu borg. „New York er engin óferskja hinum megin við fjöllin", sagði hann við áheyrendur sína í Fort Wayne, Andstæðingar borgarstjórans halda fram, að New York hafi farið jafnt og þétt aftur þau fimrn ár, sem hann er búinn að vera þar borgarstjóri, Fylg- ismenn hans segja aftur á móti, að hann hafi verið frjálslynd- ishugsjónum sinum trúr, þrátt fyrir ákafar árásir, og borið sína byrði með sóma og prýði. LINDSAY er framkvæmda- samur borgarstjóri og ný vand- kvæði striða á hann nálega hverja klukkustund. Hann á því við að búa ákafari og tið- ari átök en keppinautar hans í öldungadeild þingsins hafa komizt í kynni við. Þegar sagt var frá áformi um að byggja ódýrar leiguíbúðir í Forest Hill til dæmis, þá risu íbúarn- ir í nágrenninu upp til ákafra andmæla, en margir þeirra höfðu komið frá Brooklyn, Bronx eða öðrum grannbyggð- um, sem nú eru í hrörnun. Borgarstjórinn á við að stífíða annmarka og íylgikvilla fétags legra framfara. „Sérhver smá- fugi, sem deyr, dettur á dyra- þrep manns“, sagði hann milli funda í skrifstofu sinni í ráð- húsinu „í sérhvert sinn ,sem lögregluþjónn er skotinn £ kvið inn, á anaöur að hafa tekið í gikkinn.“ Og ekki rná gleyma Knapp- nefndinni, sem er að kanna spillinguna í lögregluliðinu. Svo eru samningaviðræðumar við slökkviliðsmenn og lögreglu þjóna. Og enn kemur til „sú hefð að snúast gegn Lindsay“, eins og einhver komst að orði. BORGARSTJÓRNN hefir ekki komizt í kynni við andstæð- una eða almenna Lindsay-að- dáun á helgarferðum sínum um landið að undanfömu. Hann er í þann veginn að gera kröfu tii fylgis þeirra, sem lengst eru til vinstri, og má því ekki vera að því að skeggræða við broddana, stjórnmálaforingj- ana í stórborgunum, en það eru mennimir, sem hann þekkir bezt í sínum nýja flokki. Stuðningsmenn hans hafa nokkrar áhyggjur af þessu, en benda á, að á þessu skeiði hljóti ýmislegt að fara í handa- skolum. Hann muni hins veg- ar komast á sporið, þegar hann sé búinn að tílkynna um fram- boð sitt, og segja allt það, sem gömlu demókratarnir hafa vanrækt að draga fram í dags- ljósið, en þeir berjast allir um yfirráðin á miðjum veginum. „Hvernig á að komast hjá því að gera sjálfan sig að hálf- gerðu fífli meðan á þessu stend ur“, segir Lindsay, enda er honum mætavel Ijós áhættan, sem þessu fylgir En hann glott- ir við og svarar sjélfum sér að bragði: „Auðvitað með þvj að bera sigur úr býtum". BliaaaaMiig^w-w

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.