Tíminn - 04.12.1971, Page 10
TfMTN N
LAUGARDADGUR 4. desember »71
S,
i=
II
HALL CAINE:
GLATAÐI SONURINN
138
hann. mun segja: „Eg. vil hafa
t litlu Elínu mína hjá mér, jör'ð-
I in má fara veg allrar veraldar“.
— f>að er rétt, elskán mín, —
'i hrópaði Magnús og breiddi út
1 faðminn, Elín hljóp til hans og
< {frýsti sér að faðmi hans. í næstu
andrá var Anna komin til þeirra.
I Magnús faðmaði þær báðar að
sér, þau grétu öll eins og börn,
sem höfðu sigrazt á freistingu.
Gesturinn horfði á þau, hann
fann, að hann átti enga hlutdeild
í hamingju þeirra, hann óttaðist,
að hann færi líka að gráta og
Ijóstraði upp um sig, hann flýði
, því inn í gestaherbfergið.
5. KAFLI.
Gcsturinn lagðist upp í rúmið,
nú var öllu tapað, hann grét
beisklega, hann hafði þráð svo
heitt að mega segja: „elsku barn-
ið mitt“, en slík orð mundi hann
aldrei mega láta sér um rnunn
fara, nema í sárþjáðum hugar-
fylgsnum sínum. Hann var þó
ekki lengi á valdi þessara hug-
hrifa. Allt í einu varð hann gagn-
tekiim afbrýðissemi, hann þurrk-
aði sér um augun, hann skamm-
aðist sin fyrir veiklyndið, hann
settist upp. Enginn hafði rétt til
að ræna dótturinni, hún var hold
af hans holdi, engum skyldi tak-
ast að taka hana frá honum,
jafnvel lögin voru hans megin. Ef
hann segði sýslumanninum, að
hún væri dóttir hans, var hann
skyldugur til að ganga í málið og
láta hann fá Elinu. Smám saman
kyrrðist hugur hans, honum varð
ljóst, að hann gat ekki krafizt
föðurréttar síns nema segja til sín
og það kom ekki til mála. Enda
yrði það aurnur sigur að ná
barninu sínu með valdi, sérhver
maður óskaði eftir ást barna
sinna, hvers virði væri að fá
Elínu, ef hún elskaði hann ekki?
Hann opnaði augun til að róa
umbrotin í huga sínum, þá sá
hann máða mynd, sem stóð á
borðinu við rúmstæðið. Þetta var
mynd af Þóru, sem Margrét
frænka hafði átt. Hann tók mynd-
ina og skoðaði hana við kerta-
ljósið, hendur hans skulfu, hon-
um fannst allt í einu, að hann
væri horfinn á vit fortíðarinnar
til Þóru. Hann heyrði rödd henn-
ar, er hún sagði sæl og glöð yfir
að vera orðin móðir: „kysstu mig,
Óskar, legðu armana um okkur
báðar, já, svona.“ Við þessa minn
ingu var sem blíðlyndi Þóru næði
tökum á hjarta hans ásamt töfr-
andi vissu, ef Elín var hans eigin
samkvæmt náttúrulögmáli, þá
hlaut allt að enda vel, hann þurfti
aðeins að segja við hana: „ég er
faðir þinn“, þá mundi hún koma
til hans, hún gæti ekki annað,
svo máttug eru blóðböndin. Þetta
ákvað hann að gera, hann ætlaði
að tala við hana eina og segja
henni ævisögu sína, þá mundi
móðir náttúra sjá öllu vel borgið.
Þegar hann kom aftur fi'am í
stofuna, var Elín þar ein, hún
var að taka dúkinn af borðinu,
nú varð hann að láta til skarar
skríða. Hann veigraði sér við að
kasta teningunum og treysta á
gæfuna. hann sagði:
— Þú ert hugrökk stúlka, barn-
ið mitt, að kjósa fátækt, þegar þú
áttir kost á að verða auðug, en
val þitt var göfugt, auöur er ein-
göngu gæði þessa heims, engill-
inn, sem færir okkur hamingjuna
spyr ekki um, hvort við erum rík
eða snauð. Amma þín og frændi
eru líka tengd þér ættarböndum
og eiga þess vegna rétt tilkall til
þín, en ef ég hefði nú verið fað-
ir þinn, hefðir þú þá viljað koma
með mér? — Elín svaraði ekki
strax, hann horfði beint og stöð-
ugt á ha-na, hann vissi, að öll fram-
tíðargæfa hans var háð svari henn
ar. Hið fagra unga andlit stúlk-
unnar fékk á sig áhyggjusvip,
sem hvarf skjótt, svo hristi hún
höfuðið hægt og alvarleg í bi'agði.
Honum leið eins og manni, sem
hlýðir á dauðadóm. Hann vai'ð
niðurlútur og þungbúinn, en stúlk
an ieit upp, falleg og stillt, hún
sagði:
— Það hefði engu breytt, mér
gæti aldrei fundizt þér vera fað-
ir minn, nema ég hefði þekkt
yður alla ævina. Mér finnst sá
einn vera faðir, sem hefur annazt
mann og haldið á rnanni, þegar
maður er lítill, sem hefur gælt
við mann og kysst, þegar maður
hefur verið veikur, sá sem alltaf
hefur látið sér annt um mann,
en ekki sá, sem hefur verið fjar-
verandi í mörg ár og ekki sýnt
manni nokkra umönnun. MaÖur
sem maður mundi ekki þekkja,
þó að maður mætti honum á götu.
— En Elín, finnst þér ekki
vera eitthvað heilagt og innilegt
við samband á milli föður og
barns, eitthvað sem enginn ann-
ar getur veitt barninu, hversu
góður sem sá maður hefur verið,
jafnvel þótt faðirinn hafi vanrækt
skyldur sínar, 'finnst þér það ekki,
Elín? — Enn hugsaði stúlkan sig
um og enn hristi hún höfuðið.
— Ef ég segði nú við þig,
elsku barnið mitt, þó að ég hafi
ekkert gert fyrir þig, þá er ég
samt faðir þinn, þú ert það eina
sem ég á og ég þrái, að þú komir
til mín og verðir raunveruleg dótt
ir mín og skiljist aldrei framar
frá mér. Mundir þú samt kjósa
að vera hjá frænda þínum? —
Tilfinningahitinn og bænarómur
hans hafði svo mildl áhrif á
Elinu, að henni vöknaði urn augu,
en samt var hún óbifanleg.
— Já, ég gæti ekki annað,
vegna þess, að Magnús frændi hef
ur verið faðir minn í raun og
sannleika.
Þessu var öllu lokið. Hann hafði
tapað. Síðasti vonarneistinn var
dáinn, ekkert eftir nema vonleysi
arstig 27 frá kL 9—11 f.h. Simi
11360 og 11680.
Um vitjanabeiðniT vísast til
helgidagavaktar. Sími 21230.
Ónæmisaðgerðir gegn mænusótt
fyrir fullorðna fara fram 1 Heilsu
verndarstöð Reykjavlkur 6 mánu-
dögum frá kl. 17 — 18.
Árbæjarprestakall.
Árbæ j arsaf naðar
skóla. Barnasamkoma kl. 11,00
f.h. Guðsþjónusta kl. 2. Kaffi
sala kvenfélagsms eftir messu
Kl. 9 síðdegis hefst kvöldvaka
Ræðumaður dr. Jakob Jónsson
— Sóknarprestur.
Kvöld- og helgarvörzlur apóteka í Dómkirkjan. Messa kl. 11,00. Sr
Reykjavík vikuna 4.—10. des.
annast Vesturbæjar- og Borgar-
apótek.
Næturvörzlu í Keflavík 4. og' 5.
des. annast Jón K. Jóhannsson.
Óskar J. Þorláksson. Messa kl
2. Séra Þórir Stephensen. —
Barnasamkoma kl. 10,30
Menntaskólanum v/Tjörnina.
Séra Þórir Stephensen.
er laugardagurinn 4. des.
— Barmárumessa
Árdegisháflæði í Rvík kl. 07.27.
■ Tungl í hásuðri kl. 03.03.
HEILSUGÆZLA
Næturvörzlu í Kefiavik 6. des ann Kópavogskirkja. Kársnespresta-
Slysavarðstofan I Borgarspttalan-
«m er opln aUan sólarhrtaglnn
SimJ 81212.
Slökkviliðið og sjúitrablfreiJRr fyr
tr Reykjavík og Kópavog staii
11100.
Slúkrabifreið i aafnarfirfB tlml
61386.
Tannlæknavakt er 1 Heilsuvemaar
ítöðinni, þar sean Sly^avarðstoi |
an var, og er opln laugardaga o- |
sunnudaga kl. S—6 e. h. — Sim =
22411. |
Apóteb Hatnarfjarðai « ®Pio an :
virke dat- trá Kl 9—7. a laugar e
dðgum fcL 9—2 oe a mimindöe =
nm og öðrum helgidðeum [
18 fré kL 2—4. |
Nætur- og helgidagavarzla lækns §
Neyðarvakt: I
Mánudaga — föstudaga 08.00 — E
17.00 eingöngu 1 neyðartiLfelluni |
sfmi 11510.
Kvöld- nætur og beigarvakt
Mánudaga — fimmtudaga 17.00 |
— 08.00 írá ' L 17.00 föstudag til 1
H. 08.0C mánudag. Simi 21230. |
Almcnnar upplýsingar nm lækni*- e
þjónustn i Reykjavfk ern gefnxr i |
síma 18888.
Lækntagastofm ern lokaðar « I
lancardögum, nema stofar á Klapp- *
ast Jón K. Jóhannsson.
KIRKJÁN
Kirkja Óháða safnaðarins. Messa
kl. 2. Séra Emil Bjömsson.
Neskirkja. Barnasamkoma kl. Kópavogskirkja.
10,30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra
Frank M. Halldórsson. — Æsku
lýðsstarf Ncskirkju. Fundir
pilta og stúlkna 13 til 17 ára,
mánudagskvöld kl. 8,30. Opið
hús frá kl. 8. Séra Frank M.
Halldórsson.
kall, guðsþjónusta kl. 2. Séra
Jón Auðuns dómprófastur setur
séra Árna Pálsson nýskipaðan
sóknarprest í Kársnesprestakalli
í emþætti. Hinn nýskipaði sókn
arprestur messar. Sóknarnefnd.
Digranespresta-
Kirkjudagur Laugarncskirkja. Messa kl. 2. —
í Árþæjar- Barnaguðsþjónusta kl. 10,30- —
Séra Garðar Svavarsson.
Hallgrímskirkja. Messa kl. 11,00.
Dr. Jakob Jónsson. Barnasam-
koma kl. 10,00. Karl Sigurbjörns
son, cand. theol.
Iláteigskirkja- Lesmessa kl. 9,30
f.h. Bamasamkoma kl. 10,30.
Séra Arngrímur Jónsson. Messa
kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson.
Grensásprestakall. Kirkjudagur.
Sunnudagaskóli í Safnaðarheim
ilinu Miðbæ kl. 10,30. Guðsþjón
usta kl. 2. Aðventukvöld kl.
20.30. Séra Jónas Gíslason.
Bústaðakirkia. Barnasamkoma kl.
10.30. Guðsþjónusta kl. 2. —
Hljómleikar kirkjukórsins kl. 5.
Séra Ólafur Skúlason.
Landholtsprestakall. Barnasam-
koma kl. 10,30. Guðsþjónusta kl.
2. Séra Sigurður Haukur Guð-
jónsson. Óskastumd barnanna
kl. 4.
kall. Guðsþjónusta kl. 11,00. Sr.
Jón Auðuns, dómprófastur, set-
ur sr. Þorberg Kristjánsson, ný-
skipaðan sóknarprest í Digranes Ásprestakall. Messa í Laugarásbíó
prestakalli í embætti. Hinn ný- kl. 1,30. Barnasamkoma kl. 11
skipaði sóknarprestur prélikar. á sama stað. — Séra Grímur
— Sóknamefnd. Grímsson.
RIDGi
Þetta kom fyrir í síðustu HM
keppni og náðu Dallas-Ásarnir 6
L á spil N-S, sem A doblaði (vildi
fá út Sp, sem N hafði sagt), en V
spilaði T-2.
. A ÁD85
¥ G
♦ Á 107 43
* Á D 4
10 7 43 2
10 7 6
KG82
8
A
¥
♦
*
KG6
Á D 9-&4
965
32
A 9 . ;,J]j
¥ K 5 3 2 1 'í
♦ D
* K G 10 9 7 6 5
Það breytti engu hvort Sp. eða T
kom út — en án doblsins hefði V
kannski fundið trompútspilið, sem
gerir spilið erfitt fyrir S. Mike
Lawrence tók á T-Ás í blindum og
spilaði Hj-G. A tók á ás og spilaði
trompi,' en Lawrence átti ekki í
neinuni erfiðleikum að trompa
tvisvar Hj. í blindum.
Á skákmóti í Svíþjó® 1958 kom
þessi staða upp í skák Olofsson
og Ahman, sem hefur svart og á
leik.
ABCDEFGH
25.-----Ha8H 26. DxH — Hvfg
27. Rf4 — Bh3! 28. Da2 — HxB-ýi
og hvítur gafst upp. (29. RxH —
Rf3t 30. Khl — Bg2 mátL
Bessastaðakirkja. Messa kL 2 á
vegum Félags guðfræðistúdenta.
Birgir Ásgeirsson stud. theoL
predikar. Organleikæri. Jön D.
Hróbjartsson stud. tfaeoL Aðrir
guðfræðistúdentar aðsboða og
syngja undir stjóm Róberte A.
Ottóssonar, söngmálastjóra. —
Séra Garðar Þorsteinsson.
i’ÉLAGSLÍP
Hvítabandskonur
Jólafundur félagsins veriðar a3
Hallveigarstöðum þriöjudagtnn 7.
des. kl. 20,30.
iwiHiiinMiiiniimHn»HtaiiiMMnwmiH«wwiwiiwiiiiniiiiuiBiinmMwm>HHiMWWiwninwmiiunwtaiinni»Miiwnw»HWHnwiiWMiH»iiiMnmiwHHnniiii|nMiiiiHiMiHiHuniiniinniwintnHiinHiiinwnmnw
LÓNI
Einn ræningjanna hittir Tonto. — Hand-
leggurinn á mér. — Svo ríður annað skot
ið af, og um leið hörfar Vörður. — Vertu
ekki með ncinn bjánaskap, annars ligg-
urðu þarna sem þú ert komhin, það sem
eftir er.
imiMMumimmiMtuuuM