Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 6
6 10. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68.18 -0.80% Sterlingspund 126.7 0.56% Dönsk króna 11.65 0.85% Evra 86.82 0.84% Gengisvísitala krónu 119,25 0,04% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 415 Velta 9.598 milljónir ICEX-15 2.376 0,94% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 3.156.081 Landsbanki Íslands hf. 1.891.271 Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. 393.852 Mesta hækkun Landsbanki Íslands hf. 5,30% Íslandsbanki hf. 2,68% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 1,96% Mesta lækkun Flugleiðir hf. -3,50% Bakkavör Group hf. -2,51% Marel hf. -1,39% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.588,7 -0,0% Nasdaq* 2.068,8 0,2% FTSE 4.434,4 0,7% DAX 4.099,0 1,3% NK50 1.326,6 0,0% S&P* 1.142,8 0,0% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvað heitir Íslendingurinn sem vanndönsku Eurovision-keppnina? 2Hver úr bresku konungsfjölskyldunnier staddur í Írak? 3Í hvaða sæti lenti Jón Arnar Magnús-son tugþrautarkappi í sjöþrautar- keppninni í Tallinn um helgina? Svörin eru á bls. 30 KABÚL, AP Afganistan er að breyt- ast í ríki fíkniefnabaróna og það þarf hjálp umheimsins til að snúa þessari þróun við sagði Hamid Karzai, forseti Afganistans, á ráð- stefnu um fíkniefnaviðskipti. Hann óskaði eftir utanaðkomandi aðstoð til að berjast gegn fíkni- efnaverslun í landi sínu. Karzai sagði fíkniefnafram- leiðslu og sölu ógna efnahagsum- bótum, öryggismálum og jafnvel trúarlífi landsmanna. Þannig græfi það undan viðleitni Afgana til að binda endi á borgarastríð og önnur átök sem hafa hrjáð landið um nær aldarfjórðungsskeið. Ópíumframleiðsla hefur aukist stórkostlega í Afganistan eftir að Norðurbandalagið kom talibönum frá völdum með hjálp Bandaríkja- manna. Sameinuðu þjóðirnar meta mál svo að nærri þrír fjórðu hlutar allrar ópíumframleiðslu á síðasta ári hafi átt sér stað í Afganistan. Tekjur af því nema nær 200 milljörðum króna, eða meira en helming af landsfram- leiðslu. Nýjar athuganir benda til þess að framleiðslan eigi enn eftir að aukast. ■ SVEITARSTJÓRNIR „Við höfum kvart- að við alla þá sem eru málsmet- andi á þessu sviði, það er ríkis- skattstjóra, skattstjórann í Reykjavík, skattstjórann á Egils- stöðum og nú síðast fjármálaráð- herra,“ sagði Jónas Þór Jóhanns- son, sveitarstjóri Norður-Héraðs, um útsvarsgreiðslur til sveitar- félagsins svo og Fljótsdals vegna erlendra verka- manna við Kára- hnjúkavirkjun. Jónas Þór sagði, að um 40 manns væru nú á skrá vegna úrsvars. Erlendir verka- menn á svæðinu væru hins vegar sagðir um 500 talsins. Það væri því ljóst að úrsvarið væri engan veginn að skila sér. „Ég veit, að þessir menn eru á svokallaðri utangarðsskrá, sem ættu að gefa skatttekjur hingað, en þær hafa ekki skilað sér. Eftir því sem mér er sagt gefur virkj- anasamningurinn þessu fólki um 270 þúsund í mánaðarlaun. Það er ljóst í mínum huga, að þeir er- lendu starfsmenn sem voru hér í fyrra frá NCC hafa ekki skilað skatti hér á landi.“ NCC vann með Íslenskum aðal- verktökum við gerð aðkomuganga niður í hjáveitugöng á svæðinu. „Þetta var hlutur sem við reiknuðum aldrei með að þurfa að hafa áhyggjur af,“ sagði Jónas Þór. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Ef það er ljóst að þessir erlendu starfsmenn eru ekki að greiða skatta á Íslandi, þá er það bæði slæmt fyrir ríki og sveitarfélög. Síðan má spyrja, hvort þetta hafi ekki stórkostlega hamlandi áhrif á það að Íslendingar fái vinnu hérna, ef útlendingar geti hugsan- lega komist hjá því að greiða skat- ta, eða aðra skatta heldur en hér tíðkast.“ Bjarni G. Björgvinsson, lög- maður Norður-Héraðs, sagði, að miðað við þá tölu sem nefnd nefn- di verið, 270 þúsunda króna mán- aðarlaun á hvern starfsmann, ættu 80 þúsund þar af að skila sér inn í staðgreiðslukerfi skatta. „Við vekjum athygli á því að við teljum að það eigi að koma út- svarstekjur í Norður-Hérað og Fljótsdal af þessu fjölda manna,“ sagði hann. „En við vitum ekki ná- kvæmlega hvað er í gangi, því það er í valdi skattaryfirvalda að vinna þessa álagningarvinnu. Við teljum að kringumstæðurnar bendi til þess að við eigum að fá útsvarstekjur, sem við ekki fáum, og spyrjum því hverju það valdi.“ Ekki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra vegna málsins. jss@frettabladid.is Olíuframleiðsla: Ábyrgðar er þörf ALSÍR, AP Aðildarríki OPEC, sam- taka olíuframleiðsluríkja, verða að sýna meiri aga og halda sig við þá kvóta sem þau ráða yfir til olíu- framleiðslu,“ sagði Purnomo Yu- sigiantoro, formaður samtakanna, í gær. Hann sagði að ella yrðu þau að sætta sig við að olíuverð lækk- aði verulega með árlegri minnk- andi eftirspurn með vorinu. Fulltrúar aðildarríkja koma saman á fundi í dag og ákveða hversu mikið skuli framleitt. Nú er þakið 24,5 milljónir fötur af olíu á dag og vildi Yusigiantoro ekki útiloka það í gær að þakið yrði lækkað. ■ Útsvar af tekjum út- lendinga skilar sér ekki Útsvarsgreiðslur vegna erlendra verkamanna við Kárahnjúkavirkjun hafa ekki skilað sér til viðkomandi sveitarfélaga nema að örlitlu leyti. Sveitarstjórnir Norður-Héraðs og Fljótsdals hafa leitað til skattayfirvalda og fjármálaráðherra vegna þessa. Austfirðingar: Með í alþjóðasveit BJÖRGUNARSVEITIR Björgunarsveitir austanlands, sem myndað hafa með sér svokallaða rústabjörgunarsveit, hafa skrifað undir samning um þátt- töku í íslensku alþjóðasveitinni sem gera á út í rústabjörgun á alþjóða- vettvangi. Alþjóðasveitin íslenska er afsprengi samstarfs við utanrík- isráðuneytið. Formaður framkvæmdaráðs Austurlands rústabjörgun, Skúli Hjaltason, segir þetta vera mikil- vægan áfanga í uppbyggingu björg- unarstarfs á Austurlandi því þeir sem taki þátt í þessu verkefni komi til með að læra margt nytsamlegt og færa þá vitneskju heim í hérað. ■ Forseti Afganistan hefur áhyggjur af landi sínu: Breytist í ríki fíkniefnabaróna HAMID KARZAI Forseti Afganistan vill hjálp um- heimsins til að berjast gegn fíkni- efnaframleiðslu í landi sínu. ERLENT VINNUAFL Útsvar af tekjum erlendra starfsmanna á Kárahnjúkavirkjunarsvæðinu skilar sér ekki nema að örlitlu leyti til sveitarfélaganna. „Það er ljóst í mínum huga, að þeir erlendu starfsmenn sem voru hér í fyrra frá NCC hafa ekki skilað skatti hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.