Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 23
FÓTBOLTI 58. ársþing KSÍ var hald- ið á Selfossi sl. laugardag. Engar breytingar urðu á stjórn sam- bandsins og var Eggert Magnús- son einróma endurkjörinn for- maður til næstu tveggja ára. Að sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Knattspyrnu- sambands Íslands, var þingið eitt það stysta sem haldið hefur verið í seinni tíð. Stóð það aðeins í rúma fjóra tíma. „Þetta var stutt og lag- gott enda góð sátt í hreyfingunni,“ segir Geir. Nokkur áhugaverð mál voru rædd á þinginu, þar á meðal fjölg- un liða í Landsbanka- og 1. deild karla úr 10 í 12. Geir segir að til- lagan um fjölgun liða sé nú komin í ákveðinn farveg. „Stjórnin mun vinna áfram að þessu máli í sam- stöðu við þessi félög sem eiga í hlut. Mönnum þykir nokkuð ljóst að, ef bara er litið á niðurröðunar- vandamálið, þá þarf að hefja mót- ið í byrjun maí burtséð frá öðrum hlutum ef það á að fjölga í 12 lið. Það bendir flest til þess að það sé ekki aðstaða til þess í dag,“ segir Geir. Hann bætir því við að meiri umræða hafi verið um það hvort undanúrslitin í bikarnum yrðu færð af Laugardalsvelli yfir á heimavelli félaganna. Sú tillaga var á endanum felld. „Það er nokkuð góð samstaða hjá félögun- um í Landsbankadeildinni að halda þessu fyrirkomulagi áfram sem er í dag. Mikill meirihluti fé- laga telur þetta réttu leiðina.“ Á þinginu var aftur á móti sam- þykkt að stofna nýja deild fyrir leikmenn 23 ára og yngri. Þessi lið munu ekki leika í bikarkeppninni í sumar og er það breyting frá und- anförnum árum. ■ ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar 2004 58. ársþing Knattspyrnusambands Íslands var stutt og laggott: Góð sátt í hreyfingunni Hagfiskur Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is Sent heim: ÝSA Í SÓSU Tilboð 696kr/kg FÓTBOLTI AS Roma ætlar sér stórt hlutverk í toppbaráttunni í ítölsku A-deildinni í vor. Roma burstaði meistara Juventus 4-0 á heimavelli á sunnudag en Rómverjar hafa ekki unnið þetta stóran sigur á Juve síð- an 1931 þegar þeir unnu 5-0 á gamla heimavelli sínum Stadio Testaccio. „Sigurinn hefur tvöfalt vægi,“ sagði Fabio Capello, þjálfari Roma. „Ekki aðeins vegna þess hverja við unnum heldur líka vegna þess að við sýndum að við höfum bætt okk- ur síðan í janúar.“ Roma náði aðeins jafntefli við Udinese á heimavelli fyrir tveimur vikum og tapaði fyrir Brescia um fyrri helgi. „Þetta er mikilvægasti tími ársins,“ sagði Capello. „Þó enn sé mikið eftir af keppninni þá gefa leikirnir nú tón- inn fyrir lokasprettinn. Þeir sýna hvort liðið sé alvöru meistaraefni, sérstaklega leikirnir gegn félögun- um í toppbaráttunni.“ Frakkinn Olivier Dacourt skor- aði fyrsta mark leiksins, og um leið sitt fyrsta mark á leiktíðinni, á þrettándu mínútu en flóðgáttirnar opnuðust ekki fyrr en í seinni hálf- leik. Paolo Montero braut á Antonio Cassano í vítateignum á 53. mínútu og Francesco Totti skoraði úr víta- spyrnunni sem dæmd var á brotið. Þremur mínútum síðar sparkaði Montero til Totti og var umsvifa- laust rekinn af velli. Cassano skoraði tvisvar fyrir Roma á lokakaflanum og til að gera illt enn verra fyrir Juve þá varði Ivan Pelizzoli, markvörður Roma, vítaspyrnu David Trezeguet korteri fyrir leikslok. „Við vorum inni í leiknum þar til staðan var 2-0,“ sagði Marcelo Lippi, þjálfari Juventus. „Við lékum vel, við vorum ekki óaðfinnanlegir og vantaði nákvæmni upp við mark- ið. En þetta var búið þegar við misstum mann,“ sagði Lippi sem hét því að titilbarátta Juve héldi áfram þrátt fyrir ósigurinn. AC Milan heldur fimm stiga forystu á Roma á toppi deildarinn- ar eftir 2-1 sigur á Perugia á heimavelli. Perugia, sem hefur enn ekki unnið deildarleik í vetur, þvældist lengi fyrir Milan en gaf þó eftir að lokum. Varamaðurinn Rui Costa skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu korteri fyrir leiks- lok og Andrea Pirlo bætti öðru marki við úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. ■ EGGERT MAGNÚSSON Einróma endurkjörinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára. ■ ■ LEIKIR  19.15 Breiðablik og Keflavík keppa í Smáranum í Intersport- deildinni í körfubolta.  20.00 Björninn og SR leika í Egils- höll á Íslandsmóti karla í íshokkí. ■ ■ SJÓNVARP  12.00 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Stöð 2.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.00 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Leicester City og Bolton Wanderers.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíðamanna á heimsbikarmótum.  23.00 Supercross (Edison International Field) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi. hvað?hvar?hvenær? 7 8 9 10 11 12 13 FEBRÚAR Þriðjudagur Roma rústaði Juve Milan heldur samt fimm stiga forskoti á Rómverja en Juventus er átta stigum á eftir Milan. ÚRSLIT LEIKJA UM HELGINA Chievo - Lecce 2-3 0-1 Barzagli, sjm (17.), 0-2 Chevanton (21.), 1-2 Luciano (45.), 1-3 Cassetti (57.), 2-3 D'Anna, vsp (88.) Udinese - Bologna 1-3 0-1 Locatelli (22.), 1-1 Jankulovski (45.), 1-2 Nakata (47.), 1-3 Colucci (89.) Empoli - Siena 1-0 1-0 Rocchi (69.) Milan - Perugia 2-1 1-0 Rui Costa (74.), 2-0 Pirlo, vsp (78.), 2-1 Fresi, vsp (84.) Modena - Ancona 2-1 0-1 Bucchi (6.), 1-1 Marazzina (37.), 2-1 Milanetto (62.) Parma - Lazio 0-3 0-1 Lopez, vsp (40.), 0-2 Lopez (57.), 0-3 Corradi (65.) Reggina - Brescia 0-0 Sampdoria - Inter Mialno 2-2 0-1 Vieri (31.), 1-1 Cipriani (57.), 1-2 Vieri (78.), 2-2 Doni, vsp (86.) Roma - Juventus 4-0 1-0 Dacourt (13.), 2-0 Totti, vsp (53.), 3-0 Cassano (70.), 4-0 Cassano (85.) STAÐAN AC Milan 20 16 3 1 39:10 51 Roma 20 14 4 2 41:9 46 Juventus 20 13 4 3 42:25 43 Internazionale 20 10 6 4 35:15 36 Lazio Roma 20 11 3 6 30:22 36 Parma 20 9 6 5 28:24 33 Udinese 20 8 6 6 23:22 30 Sampdoria 20 7 8 5 25:23 29 Chievo 20 7 4 9 23:26 25 Bologna 20 6 6 8 22:27 24 Brescia 20 5 8 7 28:32 23 Siena 20 5 6 9 27:28 21 Modena 20 5 6 9 16:26 21 Reggina 20 4 9 7 18:30 21 Lecce 20 5 3 12 24:37 18 Empoli 20 4 4 12 15:35 16 Perugia 20 0 11 9 23:37 11 Ancona 20 0 5 15 8:39 5 RÓMVERJAR FAGNA Leikmenn AS Roma fagna fjórða markinu gegn Juventus sem Antonio Cassano skor- aði. Cassano er annar frá hægri á myndinni. Petr Chec: Til Chelsea í sumar FÓTBOLTI Markvörðurinn Petr Chec mun ganga til liðs við Chelsea eftir þessa leiktíð. Lundúnarliðið og franska liðið Rennes hafa náð sam- komulagi um félagaskiptin. Chec, sem er 21 árs, er aðal- markvörður tékkneska landsliðsins og mun leika með því á EM í sumar. Chec mun berjast um aðalmark- varðarstöðuna hjá Chelsea við Carlo Cudicini, Marco Ambrosio, Jurgen Macho og Neil Sullivan. Real Madrid og Inter Milan voru áður á höttunum eftir Chec.■ Joe Kinnear: Ræðir við Forest FÓTBOLTI Joe Kinnear, fyrrum knatt- spyrnustjóri Wimbledon og Luton, er í viðræðum við Nottingham For- est um að taka við stjórn liðsins. Forest er í þriðja neðsta sæti ensku 1. deildarinnar. Félagið rak stjóra sinn Paul Hart sl. laugardag eftir 1-0 tap á heima- velli gegn Coventry. Tapið var korn- ið sem fyllti mælinn því þetta var 14. deildarleikurinn í röð sem liðið lék án sigurs. Auk Kinnear hefur Glenn Hoddle, fyrrverandi lands- liðsþjálfari Englands, verið nefndur sem næsti stjóri Forest. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.