Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 10. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Vinsældir Quarashi eru að aukastí Japan ef marka má þær við- tökur sem sveitin fékk á stuttri tón- leikaferð sinni til landsins á dögun- um. Liðsmenn Quarashi komu heim á fimmtudaginn eftir vel heppnaða tónleikaferð. „Þetta gekk alveg gjörsamlega vonum framar,“ segir Sölvi Blön- dal, höfuðpaur Quarashi. „Það er alveg ótrúlegt hvað japanskir aðdá- endur hafa haldið mikla tryggð við þessa sveit.“ Sveitin tók sér frí frá upptökum nýju plötunnar til þess að fara í ferðina og lék á tvennum tónleikum í Japan. Stórri tónleikahátíð fyrir 15 þúsund manns og minni tónleikum á klúbbi með sveitinni YKC sem er hjá sömu útgáfu. Quarashi gaf út fyrstu plötuna í Japan árið 2002 og hlaut góðar við- tökur. Aðdáendur þar bíða með mik- illi eftirvæntingu eftir næstu plötu. „Það er meðal annars vegna þess að aðdáendasíður eru mjög virkar þarna. Svona síður eru Ameríku- og Evrópumegin en þær eru óvenju virkar í Japan. Þar hafa aðdáendur geta fylgst með því þegar ný lög hafa komið út á Íslandi. Þau hafa farið strax í mikla umferð í Japan þegar þau koma út hér. Það var al- veg ótrúlegt að sjá liðið syngja með nýju lögunum, þrátt fyrir að þau hefðu ekki komið út í Japan.“ Egill „Tiny“ Thorarensen kom fram á sínum fyrstu tónleikum með sveitinni. „Næststærstu tónleikarn- ir hans til þessa voru á Skrekk,“ segir Sölvi og hlær. „Japanski aðdá- endur eru alveg ótrúlega góðir og mikið inn í því sem við erum að gera. Það er mikill kraftur sem kemur frá þeim.“ ■ Tónlist QUARASHI ■ gerði það gott á stuttu tónleikaferða- lagi í landi hinnar rísandi sólar en vinsældir sveitarinnar eru á hraðri uppleið þar í Japan. ... fær Páll Magnússon fyrir að snúa aftur á skjáinn og vera jafn sætur og traustvekjandi og hann var áður en hann fór til deCODE. í dag 700 milljónir til Lúxemborgar? Michael Caine á leið til Íslands Lífeyri verka- fólks kastað í vonlaust Hummer-umboð Jón Jósep Snæbjörnsson, söngv-ari Í svörtum fötum, mun syng- ja, lagið Heaven, framlag Íslands í Eurovisionkeppninni í ár. Höf- undur lagsins heitir Sveinn Rúnar Sigurðsson en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hefur verið ráðinn til þess að útsetja það. „Þetta er eitthvað sem mig hef- ur langað til að gera í langan tíma,“ segir Jónsi um væntanlegt Eurovision ævintýri sitt. „Þetta kom samt svolítið á óvart. Þar sem það var ekki forkeppni þá bjóst ég við því að allir aðrir en ég yrðu valdir.“ Jónsi vill lítið sem ekkert tjá sig um lagið þar sem hann segir alla vinnslu varðandi útsetningar og hljóðupptökur vera eftir. Í ár er nýtt fyrirkomulag á Eurovisionkeppni þar sem sér- stök forkeppni, þar sem 22 lög keppa, er haldin þremur dögum fyrir aðalkeppnina. Íslendingar þurfa ekki að taka þátt í henni í þetta skiptið þar sem 14 efstu þjóðirnar úr síðustu keppni kom- ast beint áfram. Birgitta Haukdal söng okkur sem sagt í aðalkeppn- ina í ár í fyrra með því að lenda í 8. sæti. Forkeppnin fer fram 12. maí og býst Jónsi við því að vera mættur á svæðið þá. Tíu efstu lögin úr forkeppninni keppa því við lög þeirra fjórtán þjóða sem urðu efstar síðast. Úrslitin verða ráðin með símakosningu í for- og aðal- keppni og fá Íslendingar atkvæða- rétt bæði kvöldin. Fyrir jól auglýsti ríkissjón- varpið í sjónvarpi, blöðum, út- varpi og á Netinu eftir lögum. 117 lög bárust í ár og var sett saman dómnefnd fagmanna í tónlist und- ir umsjón Jónatans Garðarsonar. „Dómnefndin valdi í fyrstu tvö lög og var að velta þeim báðum fyrir sér,“ segir Jóhanna Jóhanns- dóttir, aðstoðardeildarstjóri inn- lendrar dagskrágerðar hjá RÚV. „Svo fengum við fleiri fagaðila og nú er búið að velja eitt lag.“ Jóhanna segir að vegna fjár- hagsaðstæðna hafi verið ákveðið að sleppa forkeppninni í ár. „Menn treystu sér ekki til þess að gera þetta tvö ár í röð og urðu að fórna einhverju. FÍH hefur lýst formlega yfir óánægju sinni með það að ekki hafi verið haldin for- keppni. Aðrir hafa svo sem ekkert látið í sér heyra. Við útfærðum þetta í samvinnu við FTT og FÍH. Auðvitað er mjög skiljanlegt að þeir hafi viljað sjá forkeppni, það er alltaf svolítið „boost“ fyrir tón- listarmenn á annars dauðum tíma,“ segir Jóhanna að lokum. ■ Tetra-Ísland, sem að mestu er íeigu Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar og hefur rekið fjarskiptakerfi fyrir slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir, slapp naumlega fyrir horn í gær þegar stjórnendur fóru ekki fram á gjaldþrotaskipti eins og búist hafði verið við. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem rætt hefur ver- ið um lélega fjárhagsstöðu fyrir- tækisins, þó svo að krafan um gjaldþrotaskipti hafa ekki verið eins hávær og nú. Hingað til hafa stjórnendur fyrirtækisins getað treyst á tvennt, annars vegar góðan vilja lánardrottna vegna sterkra bakhjarla og hins vegar góðan vilja lánardrottna vegna þeirrar starfsemi sem Tetra-Ís- land rekur. Lítil hætta er talin á að lokað verði á fjarskiptakerfi þessarar neyðarþjónustu þó svo allt fari í hart. Jónsi í Eurovision QUARASHI Í JAPAN Vel gekk hjá Quarashi í Japan á dögunum. Þessa mynd tók Sölvi Blöndal frá trommusetti sínu á tónleikahátíðinni SonicMania í Tókýó. Lárétt: 1fjós,5rós,6lo,7jk, 8 kol, 9fitl,10sá,12ata,13amt,15óp, 16 maur, 18gaur. Lóðrétt: 1frjósamt,2jók,3ós,4bolla- par, 6lottó,8kia,11áma,14tug,17ra. Fréttiraf fólki 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt. 1 á mörgum sveitabæjum, 5 urt, 6 fimm hundruð!, 7 í röð, 8 eldsneyti, 9 káf, 10 leit, 12 maka, 13 stjórnsýslu- svæði, 15 hróp, 16 skordýr, 18 nagli. Lóðrétt: 1 gróskumikið, 2 bætti við, 3 ármynni, 4 hluti af kaffistelli, 6 getraun- ir, 8 bíltegund, 11 tunna, 14 tíu, 17 sólguð. Lausn. Eurovision JÓNSI ■ Mun keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison í vor. Hann sleppur við for- keppnina úti þar sem Birgitta Haukdal tryggði Íslendingum þátttökurétt með frammistöðu sinni í fyrra. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Tómas Þórðarson. Karl Bretaprins. 4. sæti. Quarashi að stækka í Japan JÓNSI „Ég verð á staðnum þegar forkeppnin á sér stað,“ segir Jónsi væntanlegur Eurovision- fari fyrir Íslands hönd. „Það er alltaf farið í góðu tómi, níu til sjö dögum áður. Þetta verður alveg frábært. Allir sem ég þekki sem hafa farið út segja að þetta sé frábært upplifun sem gaman sé að fá að taka þátt í. Þetta er algjör heiður.“ BIRGITTA HAUKDAL Flytur lagið „Segðu mér allt“ í Eurovison í fyrra. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti lagið, rétt eins og hann mun gera fyrir Jónsa og Svein Rúnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.