Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 10.02.2004, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar 2004 Fréttiraf fólki Forsalan er hafin Tryggðu þér gott borð strax á Kaffi Reykjavík, í síma 5523030 eða á kaffireykjavik@kaffireykjavik.is. Á KAFFI REYKJAVÍK Það verður sérstaklega mikið um dýrðir á Kaffi Reykjavík fjögur laugardagskvöld í febrúar og mars. Þá gefst þér kostur á að njóta bestu laga Bubba Morthens eftir ljúffengan þriggja rétta kvöldverð. Bubbi Morthens kemur fram á Kaffi Reykjavík ásamt hljómsveit skipaðri þeim Guðmundi Péturssyni, Jakobi Magnússyni og Arnari Geir Ómarsyni. Á efnisskrá tónleikanna eru öll bestu lög Bubba, gömul og ný, allt frá ljúfum ballöðum til kjarnyrtra blúsa, sem þjóðin kann utan að. Á milli laga segir Bubbi frá og ræðir menn og málefni eins og honum einum er lagið. Misstu ekki af þessari skemmtun! Þriggja rétta kvöldverður og tónleikar á einstöku verði, aðeins 4.500 kr. Matur er borinn fram frá kl. 19 en tónleikarnir hefjast kl. 21:30. Athugið, aðeins fernir tón leikar. Laugardag ana 14. febrúa r 21. febrúa r 6. mars 13. mars Munið Veislukvöldin á Kabarettloftinu með Eddu Björgvins BÓKAÐU FYRIR ÞINN HÓP NÚNA! VEISLU- OG RÁÐSTEFNUHÚS Valdi apa fram yfir konu sína Þýska poppstjarnan WernerBoehm lenti í þeirri undarlegu lífsreynslu á dögunum að fá þá skipun frá eiginkonu sinni um að hann þyrfti að velja á milli þess að búa með henni eða apa. Það sem er svo undarlegast af öllu er það að hann valdi apann. Boehm kynntist 10 ára gömlum kvenkyns bavíana við tökur á myndbandi á dögunum. „Þetta var ást við fyrstu sýn,“ sagði söngvar- inn. „Apinn er með mikla tónlistar- hæfileika og getur jafnvel spilað á píanó. Við erum á svipaðri bylgju- lengd.“ Apinn fluttist því inn til þeirra hjóna og var byrjaður að deila með þeim rúminu áður en langt um leið. Eiginkonunni var ekki skemmt. Það fór einnig í taugarnar á henni að ap- inn hefur þann ósið að eyðileggja húsgögn. „Ég sagði honum að velja á milli mín og apans... hann valdi apann,“ sagði hún gráti nær í viðtali. „Það er mjög sársaukafullt fyrir mig að vita til þess að einhver bavíani skuli skipta hann meira máli en ég.“ Popparinn viðurkennir fúslega að hann sakni konu sinnar en segir hana aðeins velkomna aftur ef hún sætti sig við apann. Eftir að fréttin komst í fjölmiðla hafa dýraverndunarsamtök haft samband við popparann og hyggjast jafnvel taka hann af honum þar sem ekki er talið hollt að apinn sé ekki í sambandi við sína eigin tegund. ■ Hlutirnir gerast hratt hjá Jordanþessa dagana. Hún var kosin burt úr I’m A Celebrity Get Me Out Of Here um helgina og almennt talið að daður hennar við ástralska söngvaran Peter Andre hafi orðið til þess að áhorfendur þessa raunveru- leikasjónvarpsþáttar sneru endan- lega við henni bakinu. Nú hefur stúlkan lýst því yfir að hún sé búin að segja kærastanum sínum, Scott Sullivan, upp og hún geti ekki beðið eftir að hitta Andre þegar hann losnar úr frumskóginum. Sullivan hafði gert sér ferð til Ástralíu til að reyna að bjarga sambandinu eftir að hann sá hvernig Jordan lét í Andre en allt kom fyrir ekki og hann fékk reisupassann um leið og hann hitti sína heittelskuðu. Það seldist upp á tónleika Pixies íBretlandi í sumar á mettíma. Sveitin hefur ekki spilað í Bretlandi frá árinu 1991 og allir miðar á fyrir- hugaða tónleika seldust upp nokkrum mínút- um eftir að sala hófst. Þrátt fyrir þessa miklu eftir- spurn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort fleiri tón- leikum verði bætt við þá sem haldnir verða í Brixton 2. og 3. júní. Pixies verður á faraldsfæti í sumra og mun leika með Red Hot Chilli Peppers á Evr- óputónleikaferðalagi og mun einnig að öllum líkindum troða upp í Bandaríkjunum í maí. Gamla Dynasty-stjarnan JoanCollins er síður en svo af baki dottin þó hún eigi fjögur misheppn- uð hjónabönd að baki. Hún hefur nefnilega fundið lykilinn að ham- ingjuríku sambandi og blómstrar nú með eiginmanninum Percy Gibson en hann starfar sem sviðsmaður við nýtt leikrit sem Collins leikur í á næstunni. Þegar hún kynnti verkið á blaðamannafundi í London á dögun- um sagði hún að það skipti öllu máli að hjón væru líka bestu vinir. „Fólk verður að deila öllu og vera á sömu bylgjulengd. Við hjónin byrjuðum sem vinir og það hefur haft mikið að segja fyrir samband okkar.“ Þetta er í þriðja sinn sem þau vinna saman en þau hafa skemmt sér kon- unglega í öll skiptin. BBC klúðraði málum The Officealgerlega þegar sjónvarpsstöðin gleymdi að setja nafn Ricky Gervais, höfundar og aðalleikara þáttanna, á listann yfir þá sem stöðin tilnefndi til BAFTA- verðlaun- anna fyrir bestu gamanþættina. Mistökin voru skýrð sem skrif- finnskuklúður og Gervais sem hefur unnið verðlaunin tvö ár í röð var síður en svo sáttur og lýsti því yfir að „getuleysi“ BBC færi í taugarnar á sér. Þetta hefur nú verið leiðrétt og BAFTA hefur bætt Gervais á til- nefningalista sinn þrátt fyrir að engum hafi gefist færi á að greiða honum atkvæði. Talsmaður BBC segir sjónvarpsstöðina afskaplega þakkláta BAFTA fyrir skilninginn. Skrýtnafréttin ■ Þýska poppstjarnan Wener Boehem lætur eiginkonu sína ekki kúga sig. API BAVÍANI Þýska poppstjarnan Werner Boehem kaus að halda gæludýri sínu fram yfir eiginkonuna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.