Fréttablaðið - 16.02.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 16.02.2004, Síða 1
LÖGREGLUMÁL Annar Íslending- anna, sem lögregla hefur leitað vegna líkmálsins í Neskaupstað, hefur menntað sig erlendis meðal annars í beitingu og meðferð vopna. Lögregla verst frétta af rannsókn- inni sem er orðin mjög víðtæk. Í gærkvöldi leitaði lögregla fjögurra manna vegna rann- s ó k n a r i n n a r , tveggja Íslendinga og tveggja Lit- háa. Heimildir Fréttablaðsins herma að grunur sé um að sá látni sé frá Litháen. Sterkur grunur leikur á að fíkniefni þau, sem fundust í lík- inu, hafi átt að fara í sölu á vinnusvæðinu við Kárahnjúka. Rannsóknin beinist nú meðal ann- ars að þeim þætti málsins, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Lögreglan leitar nú jeppa af Mits- ubishi Pajero gerð sem er talinn geta tengst málinu, en hann er bílaleigubíll og eftir því sem best er vitað tóku Íslendingarnir hann á leigu og sennilega var þriðji maðurinn með þeim, grunað er að það sé sá hinn sami og fannst síð- ar látinn við netabryggjuna. Athygli lögreglu hefur beinst mjög að skrám farþega til lands- ins og myndum úr eftirlitsvélum í Leifsstöð, svo og farþegaskrám frá Keflavík til Egilsstaða, en lík- ur þykja benda til að maðurinn sem lést hafi komið þá leið og síð- an haldið yfir til Neskaupstaðar. Einnig eru kannaðir farþegalistar flugs úr landi, vegna fjórmenn- inganna sem lögreglan leitar að. Efnunum sem fundust í innyfl- um líksins við krufningu var óvenjulega vel innpakkað miðað við það sem þekkst hefur þegar upp hefur komist um burðardýr fíkniefna hér á landi. Um mikið magn var að ræða, um 350 grömm, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Er jafnvel talinn möguleiki á að þetta mikla magn hafi verið dán- arorsök mannsins þar sem innyfli hans hafi skaddast. Ekki er búið að greina þau öll enn sem komið er, en unnið er að því. Þá verður leitað fingrafara á pakkningunum sem þau voru í. Sú vinna er sögð nokkuð tímafrek. Sjá bls. 4 hrs@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 MÁNUDAGUR HINN TVÖFALDI LÝÐRÆÐISHALLI Diana Wallis, þingmaður frá Evrópuþinginu, flytur fyrirlestur í Norræna húsinu í dag á vegum Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. Fundarstjóri verður Ólafur Stephensen. Í erindinu, sem flutt verður á ensku, mun Diane Wallis fjalla um það sem nefnt hefur verið „hinn tvöfaldi lýðræðis- halli“, það er sú staða Íslands innan EES að hafa hvorki bein áhrif á störf ráðherraráðs ESB né Evrópuþingsins. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJARTVIÐRI Á AUSTURLANDI Í borginni verður hins vegar þungbúnara. Úrkoman færist í aukana seinnipartinn á vestanverðu landinu. Milt næstu daga. Sjá síðu 6. 16. febrúar 2004 – 46. tölublað – 4. árgangur ● fræðin og fjárhagsáætlanir Jóna Fanney Friðriksdóttir: ▲ SÍÐA 19 Lífið eftir námsárin ● 32 ára í dag Guðjón í Oz: ▲ SÍÐA 18 Kominn á jörðina ● gæti hitt catherine zeta-jones Úlfur Karlsson: ▲ SÍÐA 30 Keppir á stuttmyndahátíð ÞINGMÁLIN DAGA UPPI Stjórnar- andstaðan hefur lagt fram hundruð frum- varpa á undanförnum þingum. Örfá hafa orðið að lögum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið iðin við kolann, flutt 410 þing- mál á 18 árum en aðeins 35 orðið að lög- um. Sjá síðu 2 AUKIN HARKA FYRIR AUSTAN Fíkniefnaheimurinn á Austurlandi er smækkuð mynd af fíkniefnaheiminum syðra, segir varðstjóri lögreglunnar í Nes- kaupstað. Aukin harka í fíkniefnaheiminum eigi jafn vel við eystra og syðra. Sjá síðu 4 FÍKLAR FALLA Í VALINN Fjórtán manns hafa látist eftir að Byrgið flutti starf- semi sína frá Rockville. Konum í neyslu hefur fjölgað, heimilislausir eru yngri en áður og ofbeldi í fíkniefnaheiminum eykst. Sjá síðu 8 MOSKVA, AP Björgunarmenn leit- uðu í allan gærdag að fólki á lífi undir glerþaki sem hrundi í yfir- byggðum sundlaugargarði í út- hverfi Moskvu. Að minnsta kosti 25 biðu bana og yfir 100 slösuð- ust þegar gler og steyptir burð- arbitar féllu ofan á sundlaugar- gesti. Í fyrstu var óttast að sprengja hefði sprungið í Transvaal-sund- laugargarðinum en nú er talið að þakið hafi gefið sig undan snjó- þunga. Sundlaugargarðurinn tók til starfa fyrir einu og hálfu ári en yfirvöld segja að húsið hafi verið illa hannað og viðhaldi ábótavant. Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur þegar hafið rannsókn á orsökum slyssins og er búist við því að gefnar verði út ákærur fyrir vanrækslu. Glerþakið sem hrundi var 5000 fermetrar að flatarmáli, í um þrjátíu metra hæð yfir sund- laugunum. Um 1.300 manns voru í sundlaugargarðinum þegar slysið varð. Skelfing greip um sig meðal gestanna sem reyndu í ofboði að forða sér. Margir kólu eða ofkældust þegar þeir hlupu á sundfötunum út í snjó og sextán stiga frost. ■ Einn hinna grunuðu er frá Neskaupstað Lögreglan rannsakar nú þann möguleika að fíkniefni þau sem fundust í líki við netabryggjuna í Neskaupstað hafi verið ætluð til sölu á Kárahnjúkavirkjunarsvæðinu. Þá beinist leitin að fjórum mönnum og jeppabifreið sem talin er geta tengst málinu. Glerþak hrundi í sundlaugargarði í Moskvu: Á þriðja tug fórst og yfir 100 slösuðust ■ Annar Íslend- ingurinn hefur menntað sig erlendis í vopnaburði og beitingu vopna. BJÖRGUN Að minnsta kosti 27 börn voru á meðal þeirra 111 sem slösuðust þegar glerþak hrundi í yfirbyggðum sundlaugargarði í Moskvu. Bandarískir demókratar: Fylkja sér um Kerry WASHINGTON, AP Fátt fær stöðvað sig- urgöngu Johns Kerry í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins í Bandaríkjunu til embættis forseta Bandaríkjanna. Um helgina vann hann yfirburðasigur í prófkjörum í Washingtonborg og Nevada-ríki. Svo virðist sem sögusagnir um framhjáhald Kerrys hafi ekki haft áhrif á fylgið. Næsta prófkjör er í Wisconsin á morgun en þar hefur Kerry sterka stöðu. Úrslitin ráðast líklega í próf- kjörum í níu ríkjum, þar á meðal þeim tveim fjölmennustu, þriðjudag- inn 2. mars. Nú hefur Kerry tryggt sér stuðn- ing 577 kjörmanna, Howard Dean 188 og John Edwards 166. Til þess að tryggja sér útnefninguna á flokks- þingi í haust þarf 2.161 fulltrúa. ■ 46%62% ● framtíðin í fasteignasölu ● góð ráð ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Auka þarf kröfur til fasteignasala Björn Þorri Viktorsson: M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.