Fréttablaðið - 16.02.2004, Page 6
6 16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
■ Norðurlönd
■ Lögreglufréttir
■ Lögreglufréttir
Veistusvarið?
1Hið íslenska reðasafn flyst úr Reykja-vík í byrjun apríl. Hvert fer safnið?
2Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur áttannríkt undanfarna daga vegna rann-
sóknar á líkfundi. Hvað heitir sýslu-
maður?
3Hvaða heimsþekkta tölvupoppsveithefur boðað komu sína hingað til
lands í vor?
Svörin eru á bls. 30
Mannskæðir eldsvoðar í Kína:
Hátt í eitt hundrað
manns biðu bana
KÍNA Hátt í 100 manns fórust í
tveimur eldsvoðum í Kína í gær.
Yfirvöld hafa heitið því að
hrinda af stað átaki til að trygg-
ja að byggingaverktakar og hús-
eigendur fari eftir reglum um
öryggi og brunavarnir.
Að minnsta kosti 51 maður
lést þegar eldur kviknaði í fimm
hæða vöruhúsi í borginni Jilin í
norðausturhluta Kína. Yfir sjö-
tíu voru fluttir á sjúkrahús með
brunasár og reykeitrun, þar á
meðal nokkrir slökkviliðsmenn.
Fjöldi starfsfólks og við-
skiptavina var í byggingunni
þegar eldsins varð vart skömmu
fyrir hádegi í gær. Eldurinn átti
upptök sín á annarri hæð og
breiddist hann hratt út. Yfir 260
slökkviliðsmenn voru kallaðir á
vettvang og tók það fjórar
klukkustundir að ráða niðurlög-
um eldsins.
Síðdegis í gær kom upp eldur
í hofi í Zhejiang-héraði í suð-
austurhluta Kína. 39 brunnu inni
en það tók slökkviliðsmenn að-
eins hálfa klukkustund að
slökkva eldinn. ■
Skuldir samstæðunnar
hækka en borgarsjóðs lækka
Þriggja ára fjárhagsáætlun Reykjavíkur gerir ráð fyrir miklum fram-
kvæmdum og skuldaaukningu vegna þeirra. Skuldir borgarsjóðs eru
sagðar lækka. Minnihlutinn telur áætlunina vera ómarkvissa.
REYKJAVÍKURBORG Borgarstjóri hef-
ur kynnt þriggja ára fjárhagsáætl-
un Reykjavíkur. Áætlunin nær til
áranna 2005–2007 og sagði Þórólf-
ur Árnason borgarstjóri í fram-
söguræðu um áætlunina að hún
„endurspegli metnað borgaryfir-
valda til að veita íbúum góða þjón-
ustu á hagkvæman hátt, ábyrga
fjármálastjórn borgarinnar og
virðingu fyrir skattfé borgarbúa.“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
oddviti sjálfstæðismanna í borgar-
stjórn, telur áætlunina hins vegar
vera meira í ætt við „sýndarveru-
leika“ og segir að hugmyndirnar
sem þar komi fram séu bæði
óraunhæfar og ómarkvissar.
Gert er ráð fyrir að skuldir
borgarinnar aukist á áætlunar-
tímabilinu um 13,2 milljarða króna
en fram kom í ræðu borgarstjóra
að skuldaaukningin sé mest hjá
Orkuveitu Reykjavíkur, Fráveit-
unni og Bílastæðasjóði en hjá þess-
um fyrirtækjum eru áformaðar
miklar framkvæmdir á næstu
árum. Hins vegar er gert ráð fyrir
að skuldir borgarsjóðs sjálfs lækki
á tímabilinu úr 52 þúsund á hvern
íbúa niður í 42 þúsund. Greinar-
munur er gerður á borgarsjóði
annars vegar og hins vegar fyrir-
tækjum sem eru að hluta eða öllu
leyti í eigu borgarinnar. Þau fyrir-
tæki mynda, ásamt borgarsjóði,
svokallaðan samstæðureikning
borgarinnar.
Í áætluninni er gert ráð fyrir að
sparnaðaraðgerðir skili 1.500
milljónum króna á tímabilinu en
minnihlutinn hefur gagnrýnt að
nánari útfærslu á þessum sparnaði
sé ekki að finna í áætluninni.
Þórólfur Árnason sagði í ræðu
sinni að hann teldi nauðsynlegt að
samskipti ríkis og sveitarfélaga
yrðu tekin til gagngerrar endur-
skoðunar. Hann gagnrýnir þann
þrönga stakk sem sveitarfélögum
er sniðinn við uppfyllingu lögboð-
inna verkefni sinna. „Setji ríkið
lög um ákveðin réttindi íbúana og
eigi það sjálft að uppfylla þær
skyldur, ræðst það af fjárlögum
hvers árs hvernig þessar skyldur
eru uppfylltar. Setji þetta sama
ríkisvald hins vegar lög um rétt-
indi íbúanna sem sveitarfélögun-
um er uppálagt að sinna ræður til-
tækt fjármagn ekki því í hve mikl-
um mæli skyldunum skal full-
nægt,“ sagði Þórólfur.
thkjart@frettabladid.is
BÍLVELTA VIÐ SKAFTÁRBRÚ Bíll valt í
gærmorgun við Skaftárbrú. Fram-
kvæmdir standa yfir á svæðinu og
aka verður hjáleið til að komast á
brúna. Ökumaður missti stjórn þegar
hann hugðist ná beygjunni inn á hjá-
leiðina en mikil ísing var á vegum.
Þrír voru í bílnum og meiddust þeir
ekki. Lögreglan í Vík segir að stór-
slys hefði geta orðið ef bíllinn hefði
ekki oltið þeim megin sem hann
gerði. Að öðrum kosti hefði hann lent
í Skaftánni.
STUNGIÐ Á BÍLDEKK Einhver óprútt-
inn á Vík í Mýrdal gerði sér að leik að
stinga með eggvopni á þrjú bíldekk í
fyrrinótt. Eigandi bílsins hafði lagt
bílnum við sumarhús sem staðsett er
í bænum. Lögreglan á Vík segir ekki
vitað hver var að verki. Þá voru fimm
stöðvaðir vegna hraðaksturs.
AÐ FUNDI LOKNUM
Lakhdar Brahimi ræðir við fjölmiðla eftir
fund með framkvæmdaráðinu.
Vaxandi andstaða:
Vilja ekki
svæðisþing
BAGDAD, AP Andstaða við áform
Bandaríkjamanna um að láta
átján svæðisþing velja fulltrúa á
nýtt þing Íraks fer vaxandi.
Þetta kom í ljós á fundi Lakhd-
ars Brahimi, sendimanns Sam-
einuðu þjóðanna, með fram-
kvæmdaráði Íraks sem áður
studdi áformin. Samkvæmt
þeim ætti almenningur að kjósa
nýtt löggjafarþing á næsta ári.
Hörð andstaða Ali al-
Husseini al-Sistani, trúarleið-
toga sjíamúslima, við áætlunina
virðist því geta ráðið úrslitum.
Talsmaður sendinefndar Sam-
einuðu þjóðanna sagði þó í gær
að ekki væri hægt að efna til
kosninga fyrir fyrirhugað
valdaafsal Bandaríkjamanna 1.
júlí. ■
FLEIRI STYÐJA STRÍÐIÐ Stuðn-
ingur dönsku þjóðarinnar við
stríðið í Írak hefur aukist, ef
marka má nýja skoðanakönnun.
52% aðspurðra voru á þeirri
skoðun að það hefði verið rétt
ákvörðun að taka þátt í stríðinu
en 38% sögðu að sú ákvörðun
hefði verið röng. Í mars í fyrra
voru 57% þjóðarinnar andvíg
því að Danir sendu hermenn og
hergögn til Írak.
Notkun sýklalyfja:
Aukin hætta á
krabbameini
VÍSINDI Bandarískir vísindamenn
segja að sýklalyf geti aukið veru-
lega hættuna á því að konur fái
brjóstakrabbamein.
Vísindamenn í Washington-há-
skóla í Seattle fóru í gegnum
sjúkraskrár 10.000 kvenna og
komust að þeirri niðurstöðu að
hættan á brjóstakrabbameini yk-
ist í réttu hlutfalli við notkun
sýklalyfja. Áður hefur verið sýnt
fram á að á getnaðarvarnarpillan
og hormónalyf geti aukið líkurnar
á brjóstakrabbameini en vísinda-
mennirnir fullyrða að sýklalyf
hafi enn meiri áhrif. ■
Laus staða
bíleiganda
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
23
69
8
0
2/
20
04
Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur,
ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð.
Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070.
Hyundai Terracan
Fyrst skráður: 10.2003
Ekinn: 1500 km
Vél: 2900 cc ssk.
Litur: Grásanseraður
Verð: 4.050.000 kr.
Búnaður: 35" breyting
KVIKNAÐI Í BÍLSKÚR Eldur
kviknaði í bílskúr við Hraun-
berg í Breiðholti klukkan átta í
fyrrakvöld. Bílskúrinn var inn-
réttaður sem íbúðarhús og er
talið að kviknað hafi í út frá
eldavél. Engin var heima þegar
eldurinn kviknaði. Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins kom á
vettvang og reykkafarar fóru
inn í skúrinn.
ÞRÍR STÚTAR TEKNIR Einn öku-
maður var tekinn í fyrrinótt á
Akureyri grunaður um ölvun
undir stýri. Þá voru tveir ungir
menn stöðvaðir á Selfossi sömu
nótt vegna ölvunaraksturs. Eft-
ir að blóðsýni hafði verið tekið
var mönnunum sleppt.
TVEIMUR BÍLUM STOLIÐ Tveim-
ur bílum var stolið af fjórbýl-
inu Eyvindará skammt frá Eg-
ilsstöðum í fyrrinótt. Báðir bíl-
arnir voru ólæstir. Annar bíll-
inn fannst í gærmorgun á
Fáskrúðsfirði og var hann
óskemmdur. Hinn er ófundinn.
Um er að ræða rauðan Opel
Corsa og biður lögreglan þá
sem einhverjar upplýsingar
geta gefið að hafa samband.
VÖRUHÚS BRENNUR
Yfir 260 slökkviliðsmenn voru kallaðir á
vettvang til að ráða niðurlögum eldsins og
bjarga fólki út úr vöruhúsinu.
BORGARSTJÓRI KYNNIR ÞRIGGJA ÁRA ÁÆTLUN
Gert er ráð fyrir að skuldir Reykjavíkurborgar hækki um 13,2 milljarða
á árunum 2005–2007 en skuldir borgarsjóðs lækki.