Fréttablaðið - 16.02.2004, Page 8

Fréttablaðið - 16.02.2004, Page 8
8 16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Höfum við stefnu? „Er það ekki furðulegt þegar við fáum fréttir af hrikalegum dauðans atburðum sem tengj- ast eiturlyfjum og alkóhóli að á sama tíma flæða yfir okkur alkóhólauglýsingar? Hvaða stefnu höfum við í þessum mál- um?“ Karl V. Matthíasson, prestur á sviði áfengis- og fíknimála, Morgunblaðið 15. febrúar. Heilræði „Jafnframt er þeirri ábendingu komið á framfæri til blaða- manna almennt að þeir leiti upplýsinga og skýringa hjá ,,meintum glæpamönnum“ áður en mannorðsdráp eru framin.“ Örn Karlsson um rannsókn á meintum fjársvik- um fyrrum stjóra Framsýnar, Fréttablaðið 15. febrúar. Orðrétt MÁLSHÖFÐUN Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur og nágren- nis hefur stefnt utanríkisráðherra, fyrir hönd varnarliðisins á Kefla- víkurflugvelli, vegna vangoldins sí- menntunarálags og launahækkana, en hvoru tveggja er samningsbund- ið. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjaness um síðustu mán- aðamót en það snertir um 40 starfs- menn varnarliðsins, verkamenn sem starfsmenn þungavinnuvéla. „Menn kjósa að sniðganga þess- ar samningsbundnu hækkanir. Þrátt fyrir bréfaskriftir og inn- heimtutilraunir lögfræðinga berast greiðslurnar ekki. Einu svörin sem við fáum eru þau að ekki liggi fyrir heimildir til að inna af hendir greiðslurnar,“ segir Kristján Gunn- arsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis. Kristján segir að símenntunar- álagið nemi sex prósentum á laun síðasta árs og það sem af er þessu ári. Þá nemi vangoldnar launa- hækkanir á bilinu 1–3 prósentum. „Þetta hleypur á einhverjum hund- ruðum þúsunda og fólk munar um þessa peninga. Þolinmæðin er ein- faldlega þrotin,“ segir Kristján. Hann bætir við að samskiptin við varnarliðið séu langt í frá viðun- andi. Viðbrögð séu lítil sem engin fyrr en málin séu komin til dóm- stóla. Haft var eftir Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, í fjölmiðlum að þetta mál væri til umfjöllunar hjá varnarliðinu, en leita þurfi eftir samþykki banda- rískra heryfirvalda vegna fjárveit- inga. ■ Læknadóp helsti vímugjafi fíkla Fjórtán manns hafa látist eftir að Byrgið flutti starfsemi sína frá Rockville. Konum í neyslu hefur fjölgað. Heimilislausir eru yngri en áður. Ofbeldi í fíkniefnaheiminum eykst. Fjórtán mannshafa látist af völdum vímuefna sem rekja má til lokunar afeitrun- ardeildar í kjölfar flutnings Byrgis- ins frá Rockville. Flestir létust af völdum lækna- dóps. Þá hefur fækkun um átta- tíu meðferðar- pláss á Íslandi frá því í maí í fyrra skilað sér í aukn- um fjölda heimil- islausra,“ segir Guðmundur Jóns- son, forstöðumað- ur Byrgisins. G u ð m u n d u r segir fleira yngra fólk enda á göt- unni en áður og að konur séu sívax- andi hópur eitur- lyfjaneytenda. „Af viðtölum mínum við þessar konur má í flest- um tilfellum rekja ástæðuna til kyn- ferðisofbeldis og að gerendur séu fósturfeður. Þess- ar konur hrekjast að heiman og eiga þá ekki í önnur hús að venda.“ Hann undrast að meðferðarstað- ir komi þessu mál- efni ekki út í um- ræðuna og segir siðleysi á Íslandi hafa aukist. G u ð m u n d u r segir vímuefna- mynstur þeirra sem hafast við á götum úti hafa breyst. „Rónar sjást varla lengur en yngra fólk er meira áberandi. Mínar upplýsing- ar herma að tuttugu unglingar hafi farið að heiman síðasta sum- ar. Margir hafast við í her- bergiskytrum, á gistiheimilum eða koma sér upp hreiðri í yfir- gefnum byggingum. Sem fyrr segir er læknadóp helsti vímuefnagjafi fíkla. Guð- mundur segir skýrslur Byrgisins leiða í ljós að 87% þeirra sem sækja meðferð koma vegna neyslu á læknadópi. „Eftirlit milli apóteka er ekki nægilega gott þrátt fyrir að það hafi lagast á síðari árum. Það eru margir þættir sem eru vald- andi þess að fíklar komist yfir læknadóp og ekki hægt að kenna um vanrækslu lækna.“ Guðmundur segir þróun of- beldismála í tengslum við fíkni- efnaneytenda ískyggilega. „Ég hef stundað rannsóknir á þessu málefni. Bæði hef ég klippt úr dagblöðum alla umræðu um þessi mál auk fregna af innbrotum og líkamsárásum. Þá hef ég talað við fjölda fólks og komist að þeirri niðurstöðu að aukningin frá maí í fyrra er mjög mikil.“ Byrgið hefur fengið leyfi frá landlækni til að opna afeitrunar- deild að nýju. Guðmundur segir í bréfi frá land- lækni koma fram að ein aðalástæð- an fyrir leyfinu sé harðnandi neysla og erfiðari efni. „Við stefn- um að því að hrinda þessu í framkvæmd eins fljótt og auðið er.“ kolbrun @frettabladid.is KRISTJÁN GUNNARSSON Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis segir samskiptin við varnarliðið langt í frá viðunandi. BANDARÍKJAFORSETI George W. Bush segir að gereyðingarvopn séu mesta ógn heimsins. Útbreiðsla gereyðingar- vopna: Stærsta ógnin WASHINGTON, AP „Möguleikinn á leynilegri skyndiárás með ger- eyðingarvopnum er stærsta ógn sem blasir við mannkyninu í dag“ sagði George W. Bush, Banda- ríkjaforseti, í útvarpsávarpi í gær. Bush lagði áherslu á nauðsyn þess að stöðva útbreiðslu gereyð- ingarvopna og koma í veg fyrir að þau féllu í hendur hryðjuverka- manna. Forsetinn sagði að Banda- ríkjastjórn væri að þróa eld- flaugavarnarkerfi til að vernda þjóðina gegn efna- og sýklavopna- árásum. Hann benti á mikilvægi þess að þjóðir heimsins ynnu sam- an en ítrekaði þó að Bandaríkja- menn hikuðu ekki við að beita valdi ef þeir teldu að öryggi þjóð- arinnar væri í húfi. ■ Eingöngu 4 verð í gangi! 1.000 2.000 3.000 4.000 Útsölulok Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfjörður, s. 565 3900 Verkalýðsfélag í mál við utanríkisráðuneytið vegna starfsmanna hjá varnarliðinu: Launahækkanir og menntaálag í vanskilum ROCKVILLE Á MIÐNESHEIÐI Afleiðing þess að Byrgið flutti frá Rockville er að mati Guðmundar Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins, sú að fleiri hafa látist af völdum vímuefna. Skortur á meðferðarplássi er meginástæðan. Kona, 31 árs, lést 2004. Karlmaður, 50 ára, lést 2004. Karlmaður, 62 ára, lést 2004. Kona, 22 ára, lést 2003. Karlmaður, 30 ára, lést 2003. Karlmaður, 43 ára, lést 2003. Karlmaður, 47 ára, lést 2003. Kona, 52 ára, lést 2003. Karlmaður, 53 ára, lést 2003. Karlmaður, 53 ára, lést 2003. Karlmaður, 55 ára, lést 2003. Karlmaður, 57 ára, lést 2003. Karlmaður, 57 ára, lést 2003. Kona, 66 ára, lést 2003. HEILBRIGÐISMÁL Forstjóri Landspít- ala - háskólasjúkrahúss hefur skipað starfshóp til að fylgjast með framvindu þeirra ákvarðana um sparnaðaraðgerðir sem sam- þykktar hafa verið. Lögð er áhersla á að stjórnendur sviða og framkvæmdastjórar sjái til þess að umræddum aðgerðum verði hrundið í framkvæmd. Til þess að fylgja starfinu eftir á hópurinn að hafa aðgang að þeim gögnum sem málið varða. Starfshópurinn skal hafa fullan aðgang að framkvæmdastjórn, sviðsstjórum, fjármálaráðgjöfum skrifstofa og öðrum eftir því sem hópurinn telur þörf á til að fá upp- lýsingar um framgang mála. Hópnum er sérstaklega falið að fylgjast með að fækkun starfs- fólks verði eins og ákveðið hefur verið, starfshlutfall manna verði eins og ætlað er og að samdráttur á einu sviði spítalans valdi ekki útgjöldum hjá öðrum sviðum. Jafnframt að metin verði áhrif samdráttar á kennslu og vísinda- starf, starfsemi dragist saman þar sem það var fyrirhugað og að unnið verði að sparnaði í innkaup- um lyfja og rekstrarvöru í sam- ræmi við sett markmið. Hópurinn skal skila skriflegri skýrslu til framkvæmdastjórnar fyrir lok hvers mánaðar. Hann skilar loka- skýrslu í enda október 2004. ■ Aðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi: Starfshópur fylgist með sparnaði FYLGST MEÐ AÐGERÐUM Þar til skipaður starfshópur mun fylgjast með því að ákvörðunum um sparnaðar- aðgerðir á Landspítala verði framfylgt. Sértrúarsöfnuður í Japan: Meðlimirnir sneru aftur TÓKÍÓ, AP Yfir helmingur þeirra sem handteknir voru vegna gasárásar í neðanjarðarlest í Tókíó 1995 gengu aftur til liðs við sértrúarsöfnuðinn Aum Shinrikyo eftir að þeim var sleppt úr haldi. Tólf manns létust í árásinni og um 5000 veiktust. Alls hafa ellefu meðlimir safnaðarins verið dæmdir fyrir aðild að árásinni. Lögreglan reyndi að uppræta starfsemi safnaðarins en meðlim- irnir stofnuðu nýja hreyfingu, Aleph. Félagar þar eru um 1000 talsins. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.