Fréttablaðið - 16.02.2004, Page 10

Fréttablaðið - 16.02.2004, Page 10
10 16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Þingmenn reyna að koma í veg fyrir hjónabönd samkynhneigðra: Hýr hjónabönd gera allt vitlaust BOSTON, AP Tveggja daga umræður á ríkisþingi Massachusetts skil- uðu engri niðurstöðu um hvernig lagaramma ætti að sníða um hjú- skaparstöðu samkynhneigðra í stjórnarskrá ríkisins. Umræðunni hefur nú verið frestað um mánuð. Hæstiréttur ríkisins fyrirskip- aði löggjöf sem tryggði rétt sam- kynhneigðra til að ganga í hjóna- band en það hefur mætt mikilli andstöðu. Samkvæmt þeim dómi geta samkynhneigðir gengið í hjónaband upp úr miðjum maí en áhrifamiklir stjórnmálamenn vilja koma í veg fyrir það og segja hjónaband aðeins samband karls og konu, ekki einstaklinga af sama kyni. Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra fögnuðu frestun- inni því hún tryggði að þingið samþykkti ekki ákvæði sem kæmu í veg fyrir hjónabönd sam- kynhneigðra. Í Kaliforníu samþykktu kjós- endur ákvæði fyrir fjórum árum um að hjónaband væri samband karls og konu. Það kom ekki í veg fyrir að borgaryfirvöld í San Francisco ákváðu að gefa út hjú- skaparleyfi til samkynhneigðra á fimmtudag. Eftirspurnin var mun meiri en búist var við og þurftu því margir að snúa aftur næsta dag sem fengu ekki úrlausn sinna mála. ■ MIÐAUSTURLÖND Snjóbylur lamaði samgöngur og athafnalíf víða í Miðausturlöndum um helgina. Loka varð skólum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum þar sem nemendur og starfsfólk gátu ekki komist á milli staða. Í Amman, höfuðborg Jórdaníu var þrjátíu sentímetra jafnfall- inn snjór. Öngþveiti myndaðist á götum borgarinnar enda heima- menn óvanir slíkum aðstæðum. Í norðurhluta landsins var snjólag- ið allt að áttatíu sentímetrar. Börn og fullorðnir notuðu tæki- færið og bjuggu til snjókarla, fóru í snjókast eða renndu sér á sleða. Landsmenn fögnuðu því að heyra loksins fréttir af veðri í staðinn fyrir fréttir af mann- skæðum árásum og blóðugum bardögum. Einnig var mikil snjókoma í Sýrlandi, Líbanon, Ísrael og á hernumdu svæðum Palestínu. Um 10.000 líbanskir her- og lög- reglumenn voru kallaðir út til að hjálpa yfir 400 ökumönnum sem sátu fastir í snjó á þjóðvegum landsins. Eitt dauðsfall hefur verið rakið til veðursins í Líbanon en maður fékk raflost þegar rafmagnslína slitnaði í rokinu. ■ BÖRN AÐ LEIK Kennsla féll niður í flestum skólum í Jer- úsalem vegna snjókomunnar og notuðu börnin tækifærið og renndu sér á sleða. LÍFVERÐIR ARAFATS Í SNJÓKASTI Lífverðir Yassers Arafat, leiðtoga Palestínumanna, fóru í snjókast fyrir utan bækistöðvar Arafats í bænum Ramallah á Vesturbakkanum. YFIR ÞRJÁTÍU LÉTUST Í ÁREKSTRI Að minnsta kosti 32 létu lífið þegar olíuflutningabíll lenti í árekstri við yfirfulla rútu á þjóðvegi í Úganda. Eldur kviknaði í flutningabílnum við áreksturinn og brann rútan einnig til kaldra kola. Slysið er rakið til glæfralegs framúr- aksturs. FORSETI TÚNIS FER TIL WASHINGTON Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis, fór í op- inbera heimsókn til Washington til að ræða við George W. Bush Bandaríkjaforseta um barátt- una gegn hryðjuverkum, deilu Ísraela og Palestínumanna og önnur mikilvæg mál. ■ Evrópa ■ Afríka 40.000 ÍRASKIR FLÓTTAMENN SENDIR HEIM Yfirvöld í Bret- landi áforma að senda 40.000 íraska flóttamenn heim þegar bandaríska hernámsliðið í Írak færir völdin í hendur heima- manna. Innanríkisráðherra Bretlands átti fund með yfir- manni Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna vegna þessa. FJÓRIR JÁRNBRAUTARSTARFS- MENN LÉTUST Fjórir breskir járnbrautarstarfsmenn biðu bana og þrír slösuðust þegar þeir voru að vinna við endur- bætur á járnbrautarteinum í norðvesturhluta Englands. Slys- ið varð þegar vagn með nýjum teinum losnaði frá lest sem hann var tengdur við og rann á mennina. Þrír voru fluttir á sjúkrahús og er einn þeirra alvarlega slasaður. HAMINGJUSAMAR BRÚÐIR Alexandra D’AMario og Margot McShane gengu í hjónaband þegar borgaryfirvöld í San Francisco ákváðu að staðfesta hjóna- bönd samkynhneigðra og gefa út hjúskaparleyfi til þeirra. Snjóbylur lamaði athafnalíf í Miðausturlöndum: Óveður í stað átaka SNJÓKOMA Í JERÚSALEM Palestínskar stúlkur ganga eftir snævi þakinni götu í Jerúsalem. FÓTBOLTABULLUR GENGU BERSERKSGANG Belgíska óeirðalögreglan var kölluð út til að hafa hemil á um 300 marokkóskum fótboltabullum sem gengu berserksgang í miðborg Brussel eftir að lið þeirra beið ósigur í leik gegn Túnis. Marokkóarnir brutu rúður og eyðilögðu símaklefa. Leik- urinn fór fram í Túnis en mikill fjöldi marokkóskra innflytjenda býr í Belgíu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.