Fréttablaðið - 16.02.2004, Side 14
Núverandi ríkisstjórn hefurverið dugleg við að byggja.
Hún er að reisa eina stærstu
virkjun Evrópu að Kárahnjúkum.
Hún hefur byggt sendiráð víða
um heim og fyrir-
hugað ýmsar aðrar
b y g g i n g a f r a m -
kvæmdir sem virð-
ast ekki koma
almenningi að nein-
um notum. Nú á
meira að segja að
byggja hærri og
meiri virkjanir fyr-
ir norðan. Um-
hverfisráðherra af
öllum er att á for-
aðið að mæla fyrir
slíku frumvarpi á
þingi. Sveitt segir Sif í sjónvarps-
viðtölum um þessar mundir að
þessar fyrirætlanir séu háðar
samþykki landeigenda. Ekki hafa
þeir hóstað fram að þessu. Af
hverju ættu þeir að gera það
núna?
Beðið í blindni
Hins vegar hefur ríkisstjórnin
ekki fyrirhugað að byggja það
sem byggja þarf. Nefnilega fleiri
og ný sjúkrahús og auka þar með
heilbrigðisþjónustuna og fjölga
störfum lækna og hjúkrunarfólks,
stytta biðraðirnar í heilsugæslu,
bæta aðstöðu sjúklinga og stór-
efla þjónustu og hjúkrunaríbúðir
fyrir gamalt fólk sem bíður í dag í
mörg ár til að komast í húsnæði
þar sem það býr við öryggi. Þess í
stað rekur ríkisstjórnin stjórnlaus
niður fljót aðgerðaleysis og hug-
myndasnauðar. Það eina sem
henni dettur í hug er að skera nið-
ur í heilbrigðisþjónustunni, aðal-
lega með að loka deildum og upp-
sögnum starfsfólks á sjúkra-
húsum. Ríkisstjórnarflokkarnir
bíða blindir eftir einkavæðingu
spítalanna.
Breska heilbrigðiskerfið
Það er fróðlegt að bera ástandið
hér saman við ástandið í heilbrigð-
ismálum í Bretlandi þegar ríkis-
stjórn Tonys Blair tók við völdum
af hægri mönnum. Breska heil-
brigðiskerfið var í rúst eftir hægri
menn. Á skömmum tíma reisti
stjórn Verkamannaflokksins heil-
brigðiskerfið við. Aukning í heil-
brigðisþjónustu í Bretlandi á und-
anförnum árum hefur verið sú
mesta í Evrópu. 55 þúsund nýir
hjúkrunarfræðingar hafa tekið til
starfa frá 1997 þegar Tony Blair
kom til valda. Læknastörf hafa á
sama tíma aukist um 10 þúsund.
Þjónusta við sjúklinga sem þjást af
lífshættulegum sjúkdómum eins
og krabbameini og hjartasjúkdóm-
um hefur aukist um 96 prósent. 81
prósent Breta geta fengið aðgang
að heimilislækni innan 48 tíma og
átta af hverjum tíu sjúklingum
innan fjögurra tíma. 425 þúsund
börn í leikskólum fá ókeypis ávexti
á hverjum degi til að ala þau upp
við holla fæðu.
Árið 2008 er ráðgert að heil-
brigðisþjónustan hafi tvöfaldast
frá 1997. Meðal annars mun tala
lækna aukast um það bil 15 þús-
und og störf hjúkrunarfræðinga,
ljósmæðra og sjúkraliða fjölga
um 35 þúsund. Árið 2010 er áætl-
að að byggð hafi verið 100 ný
sjúkrahús. Á sama ári er reiknað
með að tala látinna 75 ára og eldri
af krabbameini muni lækka um 20
prósent og tala sama aldurshóps
sem deyr af völdum hjartasjúk-
dóma mun lækka um 40 prósent.
Framlög ríkisins til rannsókna
á sviði heilbrigðismála mun stór-
aukast og ný störf rannsóknar-
manna og meðferðaraðila hefur
aukist um 30 prósent. Verka-
mannaflokkurinn hefur algjör-
lega snúið baki við fyrirætlunum
hægri manna um einkavæðingu
en stórstyrkt ríkisspítalakerfið og
sameiginlegt heilbrigðiskerfi. Ár-
angurinn hefur ekki látið standa á
sér. Tony Blair og félagar vita
hvaða byggingar hafa forgang.
Lífið eða dauðann
Hér á landi eyða ríkisstjórnar-
flokkarnir fé almennings í að
byggja virkjanir sem tryggja út-
lendingum að græða á óhreinni
framleiðslu og menga okkar fagra
land og deyða. Það er eins og þess-
um mönnum þyki meira til dauð-
ans koma en lífsins. ■
■
Hér á landi
eyða ríkis-
stjórnarflokk-
arnir fé al-
mennings í að
byggja virkjanir
sem tryggja út-
lendingum að
græða á
óhreinni fram-
leiðslu og
menga okkar
fagra land og
deyða.
Handlyftarar
Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519
tjorvi@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is
Lyftigeta 2,3 tonn
Sterkbyggðir
og öruggir
Standard
Quicklift
kr
kr
48.515,-
55.966,-
m/vsk
m/vsk
Umræðan
INGÓLFUR MARGEIRSSON
■ rithöfundur skrifar um
heilbrigðiskerfið.
Byggjum sjúkrahús
en ekki virkjanir
Sé það rétt sem kom fram íMorgunblaðinu í gær að könn-
un sýni minnkandi stuðning Ís-
lendinga við umhverfisvernd þá
er það nokkurt áhyggjuefni því að
vissulega er hér um að ræða mik-
ilvægasta málaflokk næstu ára og
áratuga; helsta málaflokk aldar-
innar.
Í könnuninni
kom líka í ljós að
sextíu prósent
svarenda höfðu
annaðhvort ekki
heyrt um hugtakið
sjálfbæra þróun
eða skildu það ekki,
sem ekki er að
undra því að
stjórnmálamönn-
um hefur tekist að
breyta þessu hugtaki í innihalds-
lausan orðalepp sem látinn er
merkja nánast hvað sem er í
áróðri daganna.
Ef til vill gætir nokkurs doða
hjá fólki eftir að Landsvirkjun
hafði sitt fram að Kárahnjúkum
og virðist ekki ætla að linna látum
fyrr en hún hefur sitt fram líka í
Þjórsárverum – og ætlar sér
meira að segja að sigra Laxár-
deiluna seint og um síðir. Það
kann að vera að fólki þyki sem
málstaður náttúruverndar fari
svo halloka að ekki taki því að að-
hyllast hann, finnist sem þar sé
um að ræða málstað fyrir sérvitr-
inga og fólk sem neitar að horfast
í augu við staðreyndir.
Hvalir og þorskar
Kannski eru þeir líka til sem
telja enn þá að afstaðan til um-
hverfismála velti á því hvort Ís-
lendingar eigi að fá að veiða hvali
eður ei, eða kannski öllu heldur:
hvort Íslendingar eigi að fá að
ráða því sjálfir hvort þeir veiði
hvali. Sumir kunna að tengja um-
hverfisverndarsinna við hinn
smánarlega fjáraustur í það und-
arlega verkefni að reyna að af-
temja háhyrninginn Keikó, sumir
telja að umhverfisverndarsinnar
séu fólk sem ekki viti „á hverju
við lifum hér“ og ýmsir trúa því
að næst muni „þeir“ snúa sér að
þorskinum og banna okkur að
veiða hann – sennilega vegna þess
að þeim finnst hann svo mikið
krútt.
Orðið umhverfismál heyrist og
upp teiknast í kolli fólks mynd af
sérvisku; mynd af skrýtinni
skrúfu sem er á móti öllu, út af
öfugsnúnu sálarlífi eða ærð af læ-
vísum áróðri umhverfisverndar-
samtaka sem standa í sínu bralli
beinlínis til þess að klekkja á
þessari þjóð við ysta haf.
Þetta er fráleitt – og þetta er
synd. Íslendingar eiga samleið
með alþjóðlegum umhverfis-
verndarsamtökum og ættu að láta
af tortryggni sinni í garð þeirra
og ótta um að annarleg sjónarmið
ráði þar ferðinni. Það er óþarfi að
láta sífellt að því liggja að það sé
áróður öfgamanna að þorskurinn í
sjónum sé í hættu út af gengdar-
lausri ofveiði – það hefur nú þeg-
ar gerst á fyrrum fengsælum mið-
um til margra alda að hann hefur
hreinlega verið veiddur upp til
agna. Og ætti að vera fagnaðar-
efni fyrir Íslendinga að úti í heimi
sé fólk sem hefur áhuga á því að
Íslendingar geti haldið áfram að
veiða fisk.
Baráttan er að hefjast
Það hefur orðið bakslag í
áhuga og eldmóði margra í um-
hverfismálum út af undangengn-
um ósigrum. Það er tímabundið
enda er baráttan rétt að hefjast.
Það er baráttan fyrir framtíð jarð-
arinnar. Einþykkustu hægrimenn
eru hættir að reyna að afneita því
að loftslagbreytingar af manna-
völdum eigi sér stað um þessar
mundir og ýmsir váboðar eru að
birtast. Haldi áfram hlýnun and-
rúmsloftsins þýðir það ekki ein-
ungis huggulegra veður hér held-
ur stórkostleg flóð víða um heim
og meiri náttúruhamfarir en
dæmi eru um með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum fyrir samfélag
þjóðanna. Allt fer á hvolf. Þetta
ber okkur að hafa í huga í hvert
sinn sem við stígum upp í bíl mis-
þarfra erinda. Þetta ber okkur að
hafa í huga þegar við íhugum
kaup á jeppa. Og þetta ber okkur
að hafa í huga þegar við kjósum
fulltrúa okkar á þing. ■
Bakslag
Verkefni við hæfi þingmanna
Líklega hafa þingmenn kveðið
upp dauðadóm yfir sparisjóða-
kerfinu með því að samþykkja
enn breytingar á lögum um þá.
Samstarf milli þeirra mun
minnka enn og þeir munu í raun
verða eins konar viðhengi
ákveðinna banka, sem munu
hins vegar ekki þurfa að greiða
neitt fyrir þá. Viðskiptabank-
arnir munu bjóða sparisjóðun-
um betri kjör en Sparisjóða-
bankinn getur boðið og þannig
líður kerfið smám saman undir
lok í raun. Þetta þýðir ekki að
sparisjóðirnir séu illa reknir,
þeir eru bara minni en bank-
arnir, sem geta haft ráð þeirra í
hendi sér ef þeim sýnist.
Á sama tíma og sagt er frá því
að SPRON málið sé til lykta
leitt heyrist minna af öðru máli
sem hefur miklu alvarlegri áhrif
á hag neytenda ef af yrði.
Landsbankinn hefur verið að
auka hlut sinn í Íslandsbanka,
ljóst og leynt. Bankinn sjálfur á
4% hlut í Íslandsbanka og eftir
viðskipti á föstudaginn var á
Burðarás 5,2%. Samtals eru
þetta 9,2%. Fréttablaðið, sem
áður hefur sýnt að það hefur
góð tengsl í innsta hring Lands-
bankans, hikar hins vegar ekki
við að bæta hlut barna Werners
Rasmussonar við Landsbank-
ann og kemst þannig að því að
hlutur bankans sé í raun um
15% og hann ætli sér þar áhrif.
Þessi frásögn er líklegri en það
sem kemur fram í Morgunblað-
inu 7. febrúar.
BENEDIKT JÓHANNESSON Á HEIMUR.IS
■ Af Netinu
■
Einþykkustu
hægrimenn eru
hættir að reyna
að afneita því
að loftslag-
breytingar af
mannavöldum
eigi sér stað
um þessar
mundir og ýms-
ir váboðar eru
að birtast.
Um daginnog veginn
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
■
skrifar um um-
hverfisvernd.
SKÝJAMYNDIR
„Það hefur orðið bakslag í áhuga og eldmóði margra í umhverfismálum út af undan-
gengnum ósigrum. Það er tímabundið enda er baráttan rétt að hefjast. Það er baráttan
fyrir framtíð jarðarinnar,“ segir Guðmundur Andri Thorsson.
Það er full ástæða til að endurskoðafyrstu kafla stjórnarskrárinnar – þá
sem fjalla um valdsvið forseta Íslands.
Það er í raun fráleit staða að um það sé
deilt áratugum saman hvort forsetinn
hafi yfir höfuð nokkur völd og hver þá,
ef einhver. Sjálfstæðismenn hafa lýst
vilja til að endurskoða þessi ákvæði og
þá með það í huga að staðfesta álit sitt
um algjört valdaleysi forsetans.
Það er hins vegar ekki alveg gefið
að sú yrði niðurstaðan ef þessi ákvæði
yrðu endurskoðuð. Þvert á móti mætti
vel ímynda sér þá niðurstöðu að skerpt
yrði á völdum forsetans til að vega upp
á móti óljósri hefð.
Til að meta þörf fyrir völd forset-
ans þarf að meta í samhengi völd
Alþingis og ríkisstjórnar. Það er al-
menn skoðun og nokkuð virt að völd
Alþingis séu fremur veik gagnvart rík-
isstjórn – þótt ríkisstjórn sé skipuð í
umboði Alþingis og af forseta. Frum-
kvæði með lagasetningu hefur í gegn-
um árin flust frá þinginu og yfir í
stjórnsýsluna undir forsæti ráðherr-
anna. Og þótt núgildandi stjórnarskrá
geri ráð fyrir að hver ráðherra sæki
umboð sitt til þingsins þá hefur reynd-
in orðið sú að ríkisstjórnir fjalla um
þau málefni sem heyra undir ráðherra
og taka í flestum tilfellum endanlega
ákvörðun um afdrif þeirra. Ríkis-
stjórnin – sem ekkert getur um í
stjórnarskrá – er því hin raunverulega
valdamiðja. Alþingi er lagaafgreiðslu-
stofnun stjórnarinnar og ráðherrarnir
framkvæmdaaðilar stefnu hennar. Þar
sem forsetinn hefur lítið með ríkis-
stjórnarmyndun að gera þá ráða
stjórnmálaflokkarnir mestu um hvaða
ríkisstjórn situr hverju sinni. Þeir eru
því hinar virku valdastofnir ríkisvalds-
ins.
Þótt íslenska lýðveldið hafi þróast í
þessa átt – og að sumu leyti frá þeirri
hugsun sem stjórnarskráin endur-
speglar – er ekki endilega gefið að sú
staða sem hefðin hefur skapað sé rétt-
ari – eða réttust. Þvert á móti má benda
á marga galla við þetta kerfi. Þingmenn
eru farnir að viðurkenna opinberlega
að þeir greiði atkvæði gegn samvisku
sinni en af trygglyndi við flokkinn sinn.
Fulltrúalýðræði þingmanna byggist
ekki á að þeir séu fulltrúar kjósenda
heldur fulltrúar flokkanna. Það má
jafnvel velta því upp hvort ekki væri
nær að kenna lýðræðið okkar við
flokksræði allt eins og þingræði. Af
sögu okkar undanfarin hundrað ár eða
svo, vitum við hvað slíkt flokksræði
getur leikið þingið grátt – að ekki sé tal-
að um flestallar stofnanir ríkisvalds-
ins.
Ef hugmyndin að baki endurskoðun
stjórnarskrárinnar er ekki að staðfesta
mikil völd stjórnmálaflokkanna – sem
æ færri Íslendingar finna hljómgrunn
með – kemur því vel til greina að stað-
festa völd forsetans og auka þau. Af öll-
um forsetakosningum má ráða sterkan
vilja almennings í þessa átt.
Undantekningarlaust hefur þjóðin
valið sér forseta sem hún treystir til
að standa gegn ægivaldi flokkanna.
Það má því leiða að því líkum að ef
þjóðin væri spurð myndi hún heldur
vilja aukin völd forsetans og girða fyr-
ir valdaaukningu flokkanna en að
velja þá leið sem sjálfstæðismenn
hafa lagt til. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um forsetann og
stjórnarskránna.
16 16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Á forsetinn að hafa vald?