Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2004, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 16.02.2004, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 16. febrúar 2004 27 Umfjöllunkvikmyndir HOUSE OF SAND AND FOG Leikstjóri: Vadim Perelman Aðalhlutverk: Jennifer Connelly, Ben Kingsley, Ron Eldard LAST SAMURAI kl. 9 B i 14 ára HUNTED MANSION kl. 7 BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 5 Með ísl. tali SÝND kl. 9 SÍMI 553 2075 SÝND kl. 5.44, 8 og 10.15 B i 16 ára SÝND kl. 4, 6.30 og 9 kl. 5.20, 8 og 10.40 BIG FISH kl. 5.30, 8 og 10.30 Bi. 1621 GRAMS HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið HHH H.J Mbl. HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl.Charlize Theron vann Golden Globe-verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og myndin er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 6, 8.30 og 22.40 B. i. 16 ára 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com HHH ÓHT RÁS 2 SÝND kl. 6 M/ísl. tali Ath. miðaverð 500 SÝND kl. 8 og 10.15 B. i. 14 ára SÝND kl. 6 SÝND kl. 5.45 8 og 10.30 Með hinni efnilegu Beyoncé Knowles, fimmföl- dum Grammy verðlaunahafa og Óskarsverðlauna- hafanum Cuba Gooding Jr. Söngvarinn Art Garfunkel, semgerði garðinn frægan á sínum tíma með félaga sínum Paul Simon, hefur verið dæmdur til að greiða 100 dollara sekt fyrir að eiga mari- júana í fórum sínum. Garfunkel, sem er 62 ára, var ákærður eftir að efnið fannst í limúsínu hans þegar hann var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í grennd við New York þann 17. janúar. Félagarnir Simon og Garfunkel hafa nýlokið fyrsta tón- leikaferðalagi sínu í 20 ár en það breytti engu um það að lögreglu- maðurinn sem stöðvaði Garfunkel hafði ekki hugmynd um hver þessi fornfrægi söngvari var. Leikkonan Jennifer Aniston hef-ur hækkað launakröfur sínar verulega nú þegar sér fyrir endann á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum um Vini. Hún hef- ur hingað til tekið þrjár milljónir dollara fyrir kvik- myndahlutverk en fer nú fram á sex milljónir fyrir hverja mynd. Fyrstu tilraunir hennar til að fóta sig á hvíta tjaldinu, Picture Perfect og Object Of My Affection, fengu frekar dræmar viðtökur en stelpan hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið með myndum, eins og The Good Girl, Bruce Almighty og Along Came Polly, en bæði gagn- rýnendur og forsprakkar kvik- myndaveranna telja hana hafa ver- ið að gera góða hluti. Sá orðrómur gengur nú fjöllumhærra að samningar séu að nást við írska leikarann Liam Neeson um að hann taki að sér hlutverk í fimmtu Batman myndinni. Talsmenn Warner Brothers, sem framleiðir mynd- ina, eru þögulir sem gröfin en þeir hafa nú þegar gengið frá ráðningu Christians Bale í hlutverk Leður- blökumannsins og Michaels Caine í hlutverk þjóns hans. Katie Holmes leikur kærustu Batmans og Cillian Murphy illmennið Fuglahræðuna. Fróðir menn telja að stefnt sé að því að fá Neeson til að leika annað illmenni. P.Diddy er alls ekki búinn aðgefa fyrrum eiginkonu sína Jennifer Lopez upp á bátinn en kappinn, sem þykir í meira lagi glysgjarn, gaf henni forláta dem- antshálsmen á Valentínus- ardaginn. Menið, sem kostaði 400.000 pund, er úr platínu með einum stórum hjartalöguðum demanti. P.Diddy og Jennifer skildu í október árið 2000 en eftir að slitnaði upp úr sam- bandi leikkonunnar og Bens Affleck virðist Diddy sjá sér leik á borði. Sagan segir að hálsmenið hafi svínvirkað á Jennifer, ekki síð- ur en fallegt kortið sem fylgdi með en þar tjáði Diddy henni ódauðlega ást sína. ■ Fréttiraf fólki Pondus eftir Frode Øverli Myndin er byggð á samnefndriskáldsögu eftir Andre Dubus og fjallar, í stórum dráttum, um unga konu (Jennifer Connelly) sem missir hús sitt vegna skulda. Íranskur fjölskyldufaðir og fyrr- verandi yfirmaður í hernum (Ben Kingsley) kaupir húsið á nauðung- aruppboði. Ætlun hans er síðan að selja húsið á fjórföldu verði og geta þannig veitt fjölskyldu sinni á ný þann lífsstíl sem þau þekktu í gamla landinu. Unga konan erfði hins vegar húsið af föður sínum og getur ekki hugsað sér að missa það. Búin að klúðra svo mörgu öðru í lífinu. Hjálpsamur (og skot- inn) lögreglumaður (Ron Eldard) aðstoðar konuna við að endur- heimta eignina. Misheppnaðar að- ferðir þeirra hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Ég tek það fram að það eru engar hetjur eða skúrkar í mynd- inni, persónurnar eru ósköp venjulegt fólk með venjulega drauma og þrár en röð tilviljana og stór skammtur af óheppni leið- ir hópinn óhjákvæmilega í átt til glötunar. Þetta er einn helsti kost- ur myndarinnar og gerir hana á einhvern hátt trúverðuga. Maður skynjar snemma að allt muni fara á versta veg og hvílir þessi tilfinn- ing eins og mara á áhorfandanum alla myndina. Leikarar eru hver öðrum betri og ber sérstaklega að nefna írönsku leikkonuna Shohreh Aghdashloo, sem leikur eiginkonuna ráðvilltu. Hún er til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni og er hún vel að því komin. Myndin er ekki hentug þunglyndum eða þeim sem stóla á farsæla enda. Hins vegar ættu áhugasamir um dramatískar og grípandi kvikmyndir hiklaust að skella sér. Góða skemmtun? Kristófer Dignus KVIKMYNDIR Þýska myndin Gegen die Wand, eða Beint af augum, vann Gullbjörninn, á kvikmyndahátíðinni í Berlín á laugardaginn. Myndin segir sögu ungrar tyrkneskrar konu sem er fædd og uppalin í Þýska- landi en afræður að giftast manni sem hún elskar ekki til þess að sleppa undan oki strangtrúaðrar fjölskyldu sinnar. El abrazo partido, Týnda faðm- lagið, í leikstjórn Daniels Burman vann Silfurbjörninn en þar segir frá ungum argentínskum gyðingi sem reynir að komast til Evrópu á pólsku vegabréfi en endar á því að rannsaka ástæðurnar fyrir því að faðir hans kaus að berjast fyrir Ísrael. Leikkonurnar Charlize Theron og Catalina Sandlino Moreno hlutu Silfurbirni fyrir leik í myndunum Monster og Maria, llena eres de gracia en Daniel Handler fékk verð- laun sem besti karlleikarinn fyrir Týnda faðmlagið. Það var formaður sjö manna dómnefndar, bandaríska leikkonan Frances McDormand, sem kynnti úrslitin í Berlín á laugardaginn. ■ KVIKMYNDIR Leikstjórinn Quentin Tarantino verður formaður dóm- nefndarinnar á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í ár að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstand- endum hátíðarinnar. Tarantino, sem er 40 ára, vann Gullpálmann í Cannes árið 1994 fyrir Pulp Fiction og er að vonum upp með sér yfir ákvörðun Frakkanna. „Það er ekki hægt að hugsa sér meiri heiður fyrir kvikmynda- gerðarmann og kvikmyndaunn- anda en að fá að sitja í dómnefnd- inni í Cannes. Þetta er hátindur lífs míns sem hefur allt snúist um bíómyndir. Ég er heltekinn af kvikmyndum og það er gott,“ sagði Tarantino eftir að ákvörðun- in var gerð opinber. Seinnihluti Kill Bill tvíleiks Tarantinos verður frumsýndur í vor og þar með lýkur hann vinnu sem hófst við tökur á Pulp Fiction fyrir 10 árum en þá kviknaði hug- myndin að Kill Bill. ■ Heima er best Beint af augum fékk Gullbjörninn FATIH AKIN Leikstjóri myndarinnar Gegen die Wand er Þjóðverji af tyrknesku bergi brotinn. Myndin hans vann Gullbjörninn á Berlínarhátíðinni á laugardaginn og Akin var að vonum kátur. Tarantino tekur völdin í Cannes QUENTIN TARANTINO Er í sjöunda himni þessa dagana enda verður hann formaður dómnefndar á Cannes-hátíðinni í vor. Guð minn góður! Ja hérna hér! Ég hef séð 4.999 og 6.999... meira að segja 11.999... Við vitum hvað þú ert að ganga gegnum, Hinrik! Svo ná- lægt... Við styðjum þig! ...en aldrei 49.999! Ég get ekki horft upp á þetta! Stuðn- ingshópur púsluspil- ara Stuðnings- hópur púslu- spilara

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.