Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 6
6 17. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Evrópa ■ Írak GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68,02 0,59% Sterlingspund 128,39 0,29% Dönsk króna 11,64 0,01% Evra 86,75 0,02% Gengisvísitala kónu 119,21 0,23% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 354 Velta 7.092 milljónir ICEX-15 2.424,5 -0,54% Mestu viðskipti KB banki 735.053 Þorbjörn Fiskanes 705.468 Pharmaco 148.414 Mesta hækkun Hraðfrystihúsið Gunnvör 6,25% Líf hf. 6,00% Kaldbakur 1,74% Mesta lækkun Jarðboranir hf. -9,52% Tryggingamiðstöðin hf. -3,53% Straumur fjárfestingabanki hf. -0,79% Erlendar vísitölur DJ* 10627,85 óbr. Nasdaq* 2.053,6 óbr. FTSE 4.408,1 -0,1% DAX 4.070,5 0,3% NK 50 1.335 0,1% S&P* 1145,8 óbr. * Bandarískir markaðir voru lokaðir í gær. Veistusvarið? 1Í hvaða borg varð um helgina stórslysí sundlaug? 2Hverjir urðu Afríkumeistarar í knatt-spyrnu um helgina? 3Hvað heitir leikstjórinn sem verðurformaður dómnefndar á kvikmynda- hátíðinni í Cannes? Svörin eru á bls. 30 Óeirðir brutust út í frumbyggjahverfi í Sydney: Yfir fjörutíu lög- reglumenn særðust SYDNEY, AP Yfir fjörutíu lögreglu- menn særðust þegar reið ung- menni kveiktu í járnbrautarstöð og köstuðu bensínsprengjum og múrsteinum í lögregluna í frum- byggjahverfi í Sydney í Ástral- íu. Óeirðirnar brutust út þegar fréttir bárust af því að lögreglan hefði orðið völd að dauða sautján ára drengs sem búsettur var í hverfinu. Móðir piltsins greindi frá því að sonurinn hefði verið að flýja undan lögreglunni þegar hann datt af hjóli og lenti á girð- ingarstaur. Lögreglan segir að þessi frásögn eigi ekki við rök að styðjast. Harðir götubardagar stóðu yfir í níu klukkustundir. Hundruð lög- reglumanna voru kölluð út frá öll- um hverfum borgarinnar og beittu þeir háþrýstidælum gegn óeirðaseggjunum. Átta lögreglu- menn voru fluttir á sjúkrahús með beinbrot og höfuðáverka. Fjögur ungmenni hafa verið hand- tekin og ákærð fyrir óspektir en búist er við frekari handtökum á næstu dögum. Yfirvöld hafa fyrirskipað rann- sókn á orsökum óeirðanna og dauða piltsins. Reiði í garð lög- reglunnar hefur kraumað í frum- byggjasamfélaginu í Sydney árum saman. Íbúarnir saka lög- regluna um að leggja ungmenni hverfisins í einelti. ■ LÍÚ telur fráleitt að banna botnvörpu Krafa 1.100 vísindamanna um bann við botnvörpu vekur blendnar tilfinningar. Smábátamenn vilja að dregið verði úr veiðum með botnvörpu en LÍÚ segir að svæðalokanir dugi. UMHVERFISMÁL Rúmlega 1.100 vís- indamenn frá 69 löndum vilja að veiðar með botnvörpu verði alfarið bannaðar þar sem þær eyðileggi kaldsjávarkórala sem séu mikilvæg- ir fyrir lífríki sjávar. Vísindamenn- irnir gáfu yfirlýsingu sína út sam- tímis á fundi aðildarríkja samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræði- lega fjölbreytni í Kuala Lumpur og ársþingi bandarískra vísindasam- taka. „Verið er að eyðileggja djúpsjáv- arkóralla og sveppavistkerfi með fiskveiðum, einkum botnvörpu- veiðum,“ segir í yfirlýsingunni. Vísindamenn- irnir 1.100 rök- styðja tillögu sína um bann við botn- vörpuveiðum með því að kórallar myndi allt að 10 metra há „tré“ og þétta runna sem séu lífríki hund- raða eða þúsunda tegunda nauðsyn- leg. Þeir telja að enn sé ekki of seint að bjarga miklum hluta þessara vist- kerfa og hvetja Sameinuðu þjóð- irnar og aðrar al- þjóðastofnanir til að banna botn- vörpuveiðar. Einnig hvetja þeir ein- stakar þjóðir eða ríki til að banna botnvörpuveiðar á þeim stöðum inn- an efnahagslögsögu sinnar þar sem vitað er um kóralrif. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna, segir frá- leitt að banna alfarið veiðar með botnvörpu. Hann segir að þegar séu stór svæði á Íslandsmiðum lokuð í friðunarskyni og sjálfsagt að grípa til frekari aðgerða að undangengn- um rannsóknum. „Það er fráleitt að ætla að banna öll togveiðarfæri. Hvernig ætlum við að stunda veiðar á rækju og karfa og svo framvegis? Ef um við- kvæm svæði er að ræða þarf að taka tillit til þess eins og LÍÚ hefur ævin- lega bent á. Okkar hagsmunir eru að skaða ekki lífríkið,“ segir Friðrik. „Maður hefur fundið það lengi að botnvarpan á undir högg að sækja. Þetta kemur ekki á óvart en er ekki fagnaðarefni,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Þessi yfirlýsing sýnir það mat viðkomandi vísindamanna að veiðar- færið er mun skaðlegra en menn hafa haldið fram að þessu. Við höf- um lengi haldið því fram að það sé alls ekki sama með hvaða hætti fisk- urinn er veiddur. Það er ávísun á sterkari fiskistofna að auka sókn með kyrrstæðum veiðarfærum,“ segir Örn. rt@frettabladid.is Forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar: Kortleggja kóralsvæðin SJÁVARÚTVEGSMÁL „Það er engin ástæða til að banna alfarið notkun botnvörpu,“ segir Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar, um yfirlýsingu 1.100 vísinda- manna um að til þess verði gripið að banna veiðar með botnvörpu til að vernda vist- kerfi sjávar. Jóhann segist ekki hafa hug- mynd um það hvaða vísinda- menn séu að baki yfirlýsingunni og bendir á að þeir vísindamenn sem tengist Alþjóðahafrann- sóknaráðinu séu rétt á annað þús- und. Hann taldi víst að þeir væru ekki á þeim lista. Jóhann segir að rannsóknir Hafrannsóknastofn- unarinnar sýni að við ákveðnar aðstæður valdi botnvarpan ekki skaða. Á stórum hluta veiðisvæða togara sé leirbotn og þar hafi botnvarpa ekki skaðleg áhrif. „Öðru máli gegnir á harðari botni sem er viðkvæmur en tog- arar forðast alla jafna. Hafrann- sóknastofnun stefnir að því að kortleggja kóralsvæði allt í kringum landið. Við viljum átta okkur á botngerð og botnsamfé- lagi til að geta í framtíðinni gert tillögur um verndun viðkvæm- ari svæða,“ segir Jóhann. ■ OPINBERIR STARFSMENN LEGGJA NIÐUR VINNU Hátt í 85.000 opinber- ir starfsmenn í Bretlandi hafa lagt niður vinnu til að þrýsta á stjórn- völd að koma til móts við launakröf- ur þeirra. Verkfallið hófst í gær- morgun og stendur yfir í tvo sólar- hringa. Verkfallsverðir höfðu tekið sér stöðu fyrir utan skrifstofur hins opinbera um landið allt snemma í gærmorgun. FLUGUMFERÐARSTJÓRAR Í VERK- FALLI Starfsemi Orly-flugvallar í París lamaðist þegar flugumferðar- stjórar lögðu niður vinnu í gær. Yfir helmingi allra flugferða til og frá vellinum var aflýst. Flugumferðar- stjórarnir eru að mótmæla áform- um um að endurskipuleggja eftirlit á vellinum. Verkfallið stendur yfir fram á föstudag. ÓEIRÐIR Reið ungmenni skjóta flugeldum að lögreglunni í Redfern-hverfinu í Sydney. UMDEILDAR VEIÐAR Veiðar með botnvörpu eru umdeildar. Nú hafa 1.100 vísindamenn sameinast um að leggja til bann. FRIÐRIK J. ARN- GRÍMSSON Segir bann við tog- veiðum fráleitt. ÖRN PÁLSSON Dregið verði úr veiðum með botn- vörpu. JÓHANN SIG- URJÓNSSON Engin ástæða til að banna tog- veiðar. TVEIR BANDARÍSKIR HERMENN FÓRUST Bandarískur hermaður lét lífið og fjórir Írakar særðust þegar fjarstýrð sprengja sprakk við vegkant í miðbæ Baqouba. Tveir Írakar voru handteknir grunaðir um að hafa sprengt sprengjuna. Annar hermaður lést þegar sprengja sprakk í miðborg Bagdad.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.