Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 31
31ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2004 Hagfiskur Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is Pantið og við sendum heim: NETVERSLUN www.hagfiskur.is Hallgrímur Helgason rithöfund-ur skrifaði grein fyrir helgi þar sem hann gagnrýnir nýtt slag- orð Símans „Þetta er þín hugmynd. Við hjálpum þér að láta hana ger- ast.“ Í greininni segir Hallgrímur: „Á íslensku gerast hugmyndir ekki. Þær eru framkvæmdar, raun- gerðar eða gerðar að veruleika.“ Fréttablaðið leitaði því til Hall- gríms til að endurskapa slagorð Símans svo rétt væri. Slíkt þvæld- ist ekki fyrir honum og að vörmu spori var komið nýtt slagorð; „Þetta var vond hugmynd. Við hefðum aldrei átt að láta þetta ger- ast.“ ■ Geta hugmyndir gerst? HALLGRÍMUR HELGASON Er ósáttur við nýtt slagorð Símans og segir fyrirtækið hafa borgað 200 milljónir fyrir málvillu. Sýning Árna slær í gegn Þegar Árni Johnsen opnaði sýn-ingu á listaverkum sínum í Gryfjunni í Duushúsum í Reykja- nesbæ nú á laugardaginn streymdi að fólk alls staðar að af landinu. Að- sóknin var svo mikil að margir komust ekki inn til þess að skoða verkin fyrr en líða tók á daginn. „Þetta er fjölsóttasta sýning sem við höfum nokkurn tímann staðið að,“ segir Valgerður Guðmunds- dóttir, menningarfulltrúi Reykja- nesbæjar. „Hingað komu um helg- ina eitthvað á þriðja þúsund manns. Árni virðist höfða til breiðari hóps heldur en aðrar listsýningar sem við höfum verið með.“ Sýning Árna var opnuð klukkan þrjú á laugardaginn. Um leið var komið svo mikið af fólki að Gryfjan, þar sem um 300 manns eiga að kom- ast fyrir, var orðin troðfull. Sömu- leiðis var bíósalurinn svonefndi, sem þarf að ganga í gegnum til þess að komast í Gryfjuna, einnig fullur af fólki sem beið eftir að komast inn. ■ LISTAMAÐURINN ÁRNI JOHNSEN Höfðar greinilega til margra sem ekki eru vanir að sækja listsýningar. Sýning ÁRNI JOHNSEN ■ Listaverkin sem Árni gerði úr grjóti í fangelsinu hafa heldur betur vakið athygli. Þeir sem eru skráðir á póstlistaheimasíðu Björns Bjarnason- ar dómsmálaráðherra fengu til- kynningu í tölvupósti um nýja færslu ráðherrans á heimasíð- unni um helgina. Í aðfararorðum skeytisins lét Björn þess getið vegna pistils síns síðastliðinn sunnudag „að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sneri heim frá Bandaríkjunum að morgni 14. febr- úar og flutti síð- degis sama dag ræðu í sextugs afmæli Alfreðs Þorsteinssonar, formanns borg- arráðs og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Lék forseti við hvern sinn fingur eftir fríið.“ Þetta kemur heim og saman við frásagnir annarra en forsetinn mun hafa haldið hressilega ræðu þar sem hann bar saman sjálfan sig og Alfreð, tvo gamla vinnufé- laga á Tímanum sáluga. Þar skrifaði Alfreð íþróttafréttir en Ólafur stjórnmálafréttir. Þessi hlutverk hafa nú snúist við, að sögn forsetans, þar sem Alfreð sé á kafi í pólitíkinni á meðan Ólaf- ur sé bara á skíðum. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.