Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 16
16 17. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Andlát D ómstóll í Bandaríkjunum fann á þessum degi árið 1992 raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sekan um í það minnsta fimmtán morð. Hann fékk fimmtán lífstíðardóma sem hon- um var gert að afplána hvern á fætur öðrum, sem tryggði að hann mætti dúsa í það minnsta 936 ár á bak við lás og slá. Dahmer framdi glæpina á árabilinu 1978 til 1991 en drap flesta síðasta árið sem hann gekk laus. Fórnarlömb hans voru í langflestum tilfellum ungir samkynhneigðir svert- ingjar en einum þeirra, Tracy Edwards, tókst að flýja úr íbúð morðingjans í júlí 1991. Hann stöðvaði lögreglubíl á hlaupum og fylgdi lögreglumönnum heim til Dahmers þar sem líkamsleif- ar 11 manna fundust í íbúðinni en hann geymdi til að mynda mannshöfuð, pakkað í plast, í ís- skápnum. Geðbilaður samfangi Dahm- ers, Christopher Scarver, tók sig til og barði morðingjann al- ræmda í hel árið 1994. Scarver hélt því fram að hann væri „son- ur Guðs“ og hann hefði banað Dahmer samkvæmt fyrirmæl- um frá föður sínum. ■ Herdís Björns Halldórsdóttir, Flata- hrauni 16b, Hafnarfirði, lést föstudaginn 13. febrúar. Ólafur Pétur Sveinsson, Áshamri 63, Vestmannaeyjum, lést fimmtudaginn 12. febrúar. Kristinn Guðmundsson, húsasmíða- meistari og byggingaeftirlitsmaður, Langagerði 74, Reykjavík, lést þriðjudag- inn 10. febrúar. 13.30 Elmar Víglundsson, Írabakka 30, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju. 13.30 Marsibil Guðbjörg Guðbjarts- dóttir, Sóltúni 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. JÚLÍUS JÚLÍUSSON Formaður Samtaka áhugafólks um spila- fíkn. Samtökin vilja að spilakassar verði bannaðir nema í afmörkuðu húsnæði. Hann segir spilafíkn vera alvarlegt vanda- mál hér á landi. Hver? Ég er glaðleg persóna, virkur og dugleg- ur við það sem ég tek að mér. Hvar? Ég er staddur á skrifstofu Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hvaðan? Ég er úr Reykjavík. Hvað? Ég er kokkur á frystitogaranum Örfirisey hjá Granda. Hvernig? Ég bara réð mig á varðskip fyrir 26 árum. Í þá daga þurfti maður ekki að vera lærður kokkur. Hvers vegna? Maður sá að mestu tekjurnar voru á sjónum. Svo finnst mér gaman að elda. Hvenær? Ég var fyrst ráðinn sem kokkur um vorið 1978. ■ Persónan MICHAEL JORDAN Þessi magnaða körfuboltahetja er 41 árs í dag. 17. febrúar ■ Þetta gerðist 1673 Franski rithöfundurinn og leik- skáldið Molière deyr í París, 51 árs að aldri. 1801 Thomas Jefferson er valinn til að gegna embætti forseta Banda- ríkjanna. 1904 Óprean Madame Butterfly eftir Puccini er frumsýnd í Scala. 1933 Útgáfa hefst á tímaritinu Newsweek. 1972 Richard Nixon, forseti Bandaríkj- anna, byrjar sögulega heimsókn sína til Kína. 1990 Ronald Reag- an, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, ber vitni í réttar- höldum yfir fyrrum örygg- isráðgjafa sín- um, John Poindexter, í Íran-Contra málinu. JEFFREY DAHMER Undir sakleysislegu yfirborðinu leyndist snargeggjaður morðingi sem stundaði mannát og safnaði líkamsleifum fórnar- lamba sinna. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi á þessum degi 1992. Tæplega þúsund ára fangelsisdómur JEFFREY DAHMER ■ Þessi alræmdi raðmorðingi var dæmd- ur í 936 ára fangelsi fyrir morðin á 15 ungum mönnum. 17. febrúar 1992 Leiklistin er eins og gott sumarfrí Mér líður óskaplega vel og erhinn hressasti þrátt fyrir ald- ur og fyrri störf,“ segir Magnús Ólafsson, sem er 58 ára í dag. Magnús er prentari að mennt og aðalstarfi en þrátt fyrir að vera ekki leiklistarmenntaður er hann eftirsóttur leikari. „Ég hóf nám í prentverki 15 ára gamall og sótti um svipað leyti námskeið í Leiklistarskóla Ævars Kvaran. Ég hafði alltaf haft brennandi áhuga á leiklist og eftir að hafa unnið sem statisti í Þjóð- leikhúsinu fyrir tilstuðlan Ævars vildi ég gerast leikari. Pabbi hafði vit fyrir mér og hvatti mig til þess að klára prentaranámið.“ Eftir að námi lauk hafði Magn- ús kynnst Elísabetu Sonju, hafn- firskri yngismær, og barn á leið- inni. Ekkert varð því úr leiklistar- námi en samband Magnúsar og Elísabetar Sonju hefur staðið í 40 ár og saman eiga þau fjögur börn. Magnús starfaði á Morgun- blaðinu í tíu ár og fór þaðan yfir á Vísi. „Þar réðu Þorsteinn Pálsson og Ólafur Ragnarsson ríkjum. Ólafur fékk mig til að koma fram í þáttum sem hann stjórnaði hjá Sjónvarpinu. Þar hitti ég Ágúst Guðmundsson leikstjóra og hann bauð mér að leika í stuttmyndinni Lítil þúfa.“ Þetta var árið 1979. Magnús segir hlutina hafa tekið nýja stefnu upp frá því en eftir að hann lék í Óðali feðranna, eftir Hrafn Gunnlaugsson, bauðst hon- um að leika hlutverk Þorláks þreytta hjá Leikfélagi Kópavogs. Ragnar Bjarnason söngvari sá sýninguna, hreifst af Magnúsi og fékk hann í Sumargleðina. Í dag hefur Magnús leikið í tuttugu og þremur kvikmyndum fyrir utan alla sjónvarpsþættina og sviðs- hlutverk. Bjössi bolla er hugarsmíð Magnúsar og það hlutverk sem hann er þekktastur fyrir. „Ég prófaði Bjössa fyrst með Sumar- gleðinni. Ég átti í safni mynd af mér fimm ára gömlum í matrósa- fötum og velti fyrir mér hvernig ég mynda líta út í þannig fötum sem fullvaxta karlmaður. Ég var viss um að það yrði afskaplega fyndið.“ Magnús hitti naglann á höfuðið og segist enn oft beðinn að dusta rykið af Bjössa. „Hver veit nema ég haldi upp á afmæli hans Bjössa einhvern daginn.“ Fram undan eru spennandi tímar hjá Magnúsi. „Ég ætla að leika í kvikmynd í sumar en get ekki sagt meira um það að sinni. Ég hef yfirleitt haft nóg að gera í leiklistinni og sinni henni fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Að leika í kvikmynd er eins og að fara í gott sumarfrí. Þetta er frí frá hversdagsleikanum og mikil forréttindi.“ ■ Eins og flugstjóri skýjum ofar Ég er skýjum ofar,“ segir AnnaKristine Magnúsdóttir, nýráð- inn ritstjóri Skýja. „Þetta kom þan- nig til að Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims, sem gefur tímaritið út, hringdi og bauð mér í viðtal. Fyrir rest bauð hann mér svo þetta starf. Sjálfsagt hef- ur hann litið til 27 ára reynslu minnar af tímaritum og finnst mér það virðingarvert hjá honum að fela konu á mínum aldri þessa ábyrgð. Það sýnir að hann er að horfa til reynslunnar. Það er of oft horft til þess í fjölmiðlum í dag að hafa ungt fólk við stjórnvölinn.“ Anna segist vera að fara yfir áður útgefin blöð og það verði ákveðnar breytingar gerðar þó svo að þær verði ekki miklar. „Það er erfitt að feta í fótspor Jóns Kaldal en það koma alltaf ein- hverjir nýir siðir með nýjum herrum. Markmiðið verður að stytta greinar og stækka letur. Þetta verður fjölskylduvænt tímarit þar sem það er fyrst og fremst fyrir farþega flugfélags- ins. Það mun því ekki verða áhersla á fréttatengt efni og það verður tekið úr lausasölu.“ Í janúar var Anna Kristine með daglegan þátt á útvarpi Sögu en hætti um síðustu mánaðamót, þar sem hún fékk ekki kostendur. „Það voru nokkrir sem báru því við að þeir næðu ekki stöðinni þar sem sendirinn virðist ekki vera nógu sterkur og stöðin fellur á milli Bylgjunnar og Rásar 2. Ég hef það á tilfinningunni að þetta hafi verið endirinn á útvarpsferli mínum, ekki nema ég geti snúið aftur með þáttinn Milli mjalta og messu þar sem mín besta hlið í út- varpi er róleg maður á mann við- töl. Ég á alls ekki eftir að sakna útvarpsins fyrst ég er farin að vinna við svona skemmtilegt tímarit. Ég verð eins og flugstjóri ofar skýjum og það er eins gott að ég lendi heilu og höldnu.“ ■ Tímarit ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR ■ Telur að ferli sínum í útvarpi sé lokið. ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR Segir virðingarvert hjá Heimi að horfa til reynslunnar við ráðningu hennar. Of al- gengt sé að ungt fólk sé ráðið á fjölmiðla. ■ Jarðarfarir MAGNÚS ÓLAFSSON Á ferðum sínum um landið í gervi Bjössa bollu hefur Magnús oft komist í hann krappan. „Ég og Carl Möller áttum að koma fram á útihá- tíð á Ströndum. Okkur var sagt að um fjölskylduhátíð væri að ræða en þegar við komum á staðinn logaði allt í fylliríi. Ekki nóg með það heldur gleymdi ég tönnunum hans Bjössa og gleraugunum. Nú voru góð ráð dýr. Ég klippti út pappatennur og fékk lánuð gleraugun hans Carls. Með þetta fór ég á sviðið og sá ekki neitt og ekki Kalli heldur. Þetta varð algjör hryllingur. Ef ég fæ martraðir dreymir mig svona atvik. Annars held ég að enginn hafi tekið eftir því hverjir voru þarna á sviðinu eða hvað þeir voru að gera.“ Afmæli MAGNÚS ÓLAFSSON ■ er 58 ára gamall í dag. Hann er hress með aldurinn og fram undan er leikur í nýrri kvikmynd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.