Fréttablaðið - 17.02.2004, Page 18
fjármál heimilanna
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um f jármál heimilanna
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: fjarmal@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-grennis kynnti í gær nýtt kredit-
kort, e-kortið, sem gefur korthafa 0,5
prósent af innlendri veltu kortsins
greidd til baka í desember ár hvert.
Að sögn Kristjáns Þórs Harðar-
sonar, framkvæmdastjóra markaðs-
sviðs SPRON, geta notendur korts-
ins sparað tugþúsundir á hverju ári
með notkun kortsins.
„Það sem er sérstakt við þetta
kort er að viðskiptavinir fá endur-
greitt með ávísun, þetta snýst ekki
um punkta eins og oft hefur tíðkast
með tryggðarkort.“ Tryggðarkort
kallast kort sem umbuna viðskipta-
vinum fyrir að beina viðskiptum sín-
um til ákveðinna fyrirtækja. Auk
þess að fá endurgreiðslu í desember
fá notendur afslátt á bilinu 0,65% til
15% hjá á þriðja hundrað verslunum
og þjónustufyrirtækjum, sem einnig
er endurgreiddur í desember.
Kortagjald verður ekkert fyrsta
árið en 2.900 er því lýkur. Þeir sem
eyða yfir 300.000 á ári fá niðurfellt
kortagjald. Viðskiptavinir geta val-
ið hvort þeir greiða allan reikning-
inn um mánaðamót eða hvort þeir
velta hluta reikningsins áfram.
Ógreiddir reikningar bera vexti upp
á 14,45 fyrir gullkorthafa og 15,95
fyrir almenna korthafa, sem svipar
til vaxta fyrir yfirdráttarlán.
Aðspurður hvort kortið sé ekki
bara enn einn hættulegur möguleik-
inn fyrir eyðsluóða Íslendinga sagði
Kristján frekar verið að koma til
móts við neysluvenjur Íslendinga
eins og þær eru. „Kortið sameinar
kosti debetkorta og kreditkorta og er
þannig nýjung hér á
landi,“ segir Kristján,
sem bendir á að hægt sé
að leggja inn á reikning
kortsins ef fólk vill nota
kortið eins og debetkort,
jafnvel þó það sé kredit-
kort.
Nánari upplýsingar
er að finna á heimasíðu
kortsins, www.ekort.is ■
SPRON kynnir e-kortið:
Ávísun í desember
KRISTJÁN ÞÓR HARÐARSON
Kortið sameinar kosti debetkorta og
kreditkorta.
Margt smátt
Ef keypt er eitt súkkulaðistykki á 80 kr.
á hverjum degi í ár
eru það alls
29.200 kr.
Gerir eitt
Hálfur lítri af kók kostar um
150 krónur úti í sjoppu. Ef
drukkin er ein slík flaska á dag
í ár er það alls 54.750 kr.
Stórt
Einn sígarettupakki kostar
520 kr. Ef maður reykir einn
pakka á dag gera það
189.800 krónur á ári.
Alls
eru þetta
273.750 krónur
á ári... spáið í það.
Arnar Jón Agnarsson er ein-ungis 23 ára gamall en þekkir
þó vel hvað það er að steypa sér í
skuldir. „Ég var næstum því orð-
inn gjaldþrota 21 árs gamall eftir
að hafa steypt mér í alls konar
skuldir. Ég var með yfirdrátt í öll-
um bönkum og svo var ég með bíl
á rekstrarleigu,“ segir Arnar Jón
og tekur skýrt fram að hann hafi
ekki verið í vímuefnaneyslu,
bara lífsgæðakapphlaupi –
sem að vísu hófst óvenju-
snemma hjá honum.
„Ég fékk mér yfir-
drátt átján ára, keypti
bíl, eyddi á fullu og
vann eins og vitleys-
ingur, átti samt
aldrei pening,“ segir
Arnar Jón, sem var
með 75.000 krónur
í afborganir á
mánuði, unglingur
í framhaldsskóla.
„Svo kom að því
að ég var við
gjaldþrot 21 árs
gamall,“ segir
Arnar Jón, sem
var þó svo hepp-
inn að geta
bjargað málum
með hjálp
góðra manna.
„Ég er enn að
greiða niður
þessar skuldir
og peninga-
eyðslan varð
til þess að ég
frestaði há-
s k ó l a n á m i , “
segir Arnar
Jón, sem telur
það ekki óalgengt að
framhaldsskólanemendur
safni svo miklum skuldum að
það bitni á framtíðaráformum
þeirra.
Arnar Jón er að hefja funda-
herferð í vikunni í framhaldsskól-
unum á höfuðborgarsvæðinu í
samstarfi við KB banka. „Auðvit-
að vilja bankarnir eiga góða við-
skiptavini, sem standa í skilum.
Og krakkarnir hlusta sennilega
frekar á mig en jakkafataklædda
menn,“ segir Arnar Jón.
Arnar Jón segir erindin
sem hann flytur í skólunum
vera eins konar fjár-
málaforvarnir. „Ég tala
við ungt fólk um allar
þær gildrur sem geta
orðið á vegi þess og
hvernig beri að var-
ast þær. Ég legg líka
mikla áherslu á
ábyrgð einstak-
linganna. Þegar ég
var í eyðsluruglinu
var ég fullkom-
lega ábyrgðar-
laus, ég bara
eyddi.“
Trúnaður við
foreldra er mjög
mikilvægur að
mati Arnars
Jóns: „Foreldrar
mínir höfðu
ekki hugmynd
um hversu illa
ég stóð. Það er
mjög mikilvægt
að krakkar leyfi
foreldrum sínum
að fylgjast með
f j á r m á l u n u m
þeirra.“
sigridur@frettabladid.is
ARNAR JÓN
AGNARSSON
Fræðir nemendur í fram-
haldsskólum um allt sem
getur farið úrskeiðis í fjár-
málunum.
Unglingur í vanskilum:
Gjaldþrot blasti við
+
DÆMI
Ársvelta: 500.000
Endurgreitt í desember: 2.500 kr*
0,5% af 500.000. Endurgreiðslan er hærri ef úttektirnar
eru í verslunum sem eru í samstarfi við e-kortið.
Bensín fyrir 15.000 á mánuði, 180.000 á ári
Endurgreitt í desember: 3.600 kr.*
0,5% + 1,5% af 180.000 ef keypt er hjá Esso.
+ =