Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 ÞRIÐJUDAGUR MANNRÉTTINDI OG HNATT- VÆÐING Áhrif alþjóðlegra stórfyrirtækja eru víða orðin meiri en þeirra ríkja sem hýsa starfsemi þeirra. Páll Ásgeir Davíðs- son mun í fyrirlestri í Háskólanum á Akur- eyri, sem hefst klukkan 16.30 velta upp spurningum um félagslega og mannrétt- indalega ábyrgð alþjóðafyrirtækja og varpa ljósi á þróun þessara mála á liðnum árum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VAXANDI VINDUR Í borginni eftir því sem líður á morguninn. Víða hvasst vestantil. Hvessir annars staðar í kvöld og nótt. Lægir á morgun, fyrst vestantil. Hlýtt í veðri. Sjá síðu 6. 17. febrúar 2004 – 47. tölublað – 4. árgangur ● heimildarmynd um rómeó og júlíu Ragnar Bragason: ▲ SÍÐA 30 Hættulegt hótel ● 58 ára í dag Magnús Ólafsson: ▲ SÍÐA 16 Leiklistin er frí ● troðfullt á listaverkasýninguna Árni Johnsen: ▲ SÍÐA 31 Grjótið slær í gegn ● góð ráð ● e-kortið Kostakaup Margrétar Kaaber: ▲ SÍÐUR 18-19 Skipulagning og útsjónarsemi GAMLAR OG ÚRELTAR Utanríkisráð- herra segir að Orion-eftirlitsvélarnar sem farnar eru frá Keflavíkurflugvelli séu gamlar og úreltar. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort vélarnar fari al- farið. Sjá síðu 2 RÁÐHERRA GAGNRÝNDUR Fjár- málaráðherra var gagnrýndur fyrir rýr svör við fyrirspurn um álitamál og vandamál sem upp hafa komið í skattmeðferð mála tengdra virkjunarframkvæmdunum á Kára- hnjúkum. Sjá síðu 2 BÓTALAUS EFTIR BRUNA Eigandi atvinnuhúsnæðis sem brann í haust ætlar í mál við Tryggingamiðstöðina sem býður aðeins fimmtung af brunabótamati húss- ins. Sjá síðu 4 BÚIST VIÐ AÐ DEAN HÆTTI Kosið verður í Wisconsin í forkosningunum demókrata í dag. Reiknað er með að Howard Dean hætti tapi hann kosningun- um. John Edwards hyggst halda ótrauður áfram. Sjá síðu 10 SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráð- herra hefur ákveðið að auka við loðnukvótann þótt ekki liggi end- anlega fyrir magn þeirrar aukn- ingar, en líklegt er að hún nemi um 100 þúsund tonnum. Á Alþingi í gær spurði Magn- ús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sjávarútvegsráðherra að því hvort hann hefði áhyggjur af því að of hart væri gengið að stofninum með slíkri aukningu. Ráðherra svaraði því til að mæl- ingar hefðu gengið vel. „Mæing er gerð á þeim hluta loðnustofnsins sem núna gengur til hrygningar og mun að stærst- um hluta drepast að henni lok- inni. Það er þess vegna ekki ástæða til að hafa áhyggjur af viðgangi loðnustofnsins,“ sagði Árni M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra. Ríflega 140 þúsund tonnum af loðnu hefur verið landað á Íslandi það sem af er vetrarvertíð. Þar af eru landanir úr erlendum skipum um 12.400 tonn. Íslenskum skipum hefur þeg- ar verið úthlutað 497.345 tonnum til veiða á þessu ári og enn á eft- ir að veiða ríflega 270 þúsund tonn af þeim kvóta. ■ fjármál heimilanna UNNIÐ AÐ LÖNDUN Sjómenn á Bergi VE 1200 unnu að því að landa 1.200 tonnum af loðnu í gær. Ríflega 140 þúsund tonnum hefur verið landað á Íslandi það sem af er vertíðinni. Þar af eru landanir úr erlendum skipum um 12.400 tonn. LÖGREGLUMÁL Lögmaður þremenn- inganna sem lögregla hefur viljað ná tali af vegna líkfundarins í Nes- kaupstað í síðustu viku segir að sér sé ekki kunnugt um að þremenningarnir hafi réttarstöðu grunaðra manna, en þeir gáfu sig fram hjá lögreglu í Reykjavík í gær- morgun. Mennirnir segjast ekki kannast við þann látna. Þremenningarnir, tveir Íslend- ingar og einn Lithái, gáfu sig sjálfviljugir fram við lögreglu í Reykjavík í gær. Skýrslur voru teknar af mönnunum hjá embætti ríkislögreglustjóra fram eftir degi en þeir voru aldrei hand- teknir. Um kvöldmatarleytið í gær hafði ekki verið óskað eftir frekari skýrslutökum af mönnun- um. Lögregla vildi fá upplýsingar um hvar mennirnir hefðu verið og hvort þeir gætu gefið gagnleg- ar upplýsingar við rannsókn málsins. Georg Lárusson hjá Útlend- ingastofnun staðfesti við Frétta- blaðið í gær að lögreglan hafi óskað eftir upplýsingum um nokkra útlendinga og að þeim hafi verið afhent þau gögn sem þeir báðu um. Að öðru leyti vildi Georg ekki tjá sig um málið. Litlar upplýsingar fengust hjá lögreglu í gær. Norskur blaðamað- ur hjá Verdens Gang sem verið hefur fyrir austan vegna umfjöll- unar sinnar um málið segist vera mjög hissa á hversu litlar upplýs- ingar sé að fá hjá lögreglu. Þá seg- ist hann vera mest undrandi á að lögreglan svari ekki símanum og að ekki sé hægt að ná tali af lög- reglumönnum þegar komið sé á lögreglustöðina, nánast sé dregið fyrir gluggana. Orðin sem hann notaði voru ófagmennska og ókurteisi, sem hann segist ekki áður hafa kynnst við sín störf. hrs@frettabladid.is Loðnuvertíðin: Kvóti aukinn um 100.000 tonn Hafa ekki réttar- stöðu grunaðra Lögmaður þremenninganna sem skýrsla var tekin af vegna líkfundarins í Neskaupstað segir þá ekki hafa réttarstöðu grunaðra. Þeir segjast ekki kannast við hinn látna. Útlendingastofnun hefur veitt lögreglu upplýsingar. ■ Um kvöldmat- arleytið í gær hafði ekki verið óskað eftir frekari skýrslu- tökum af mönnunum. VIÐ GRÁTMÚRINN Margir gyðingar trúa því að setji þeir bréf sín í rifur Grátmúrsins verði Guð við ósk- um þeirra. Ný þjónusta: Guð fær tölvupóst JERÚSALEM, AP Gyðingar um allan heim geta nú sent Guði tölvupóst með milligöngu ísraelsks fjar- skiptafyrirtækis. Samkvæmt trúnni geta gyðing- ar fengið óskir sínar uppfylltar með því að setja bréf til Guðs í rif- urnar á Grátmúrnum í Jerúsalem. Ísraelska símafyrirtækið Bezeq hefur um nokkurt skeið tekið að sér að koma símbréfum að múrn- um. Nú hefur verið ákveðið að bjóða fólki að senda tölvupóst til Guðs sem síðan er prentaður út og borinn að múrnum. ■ Gæsluvarðhald: Földu hassið í húsgögnum HASS Tveir menn og ein kona voru úrskurðuð í tveggja vikna gæslu- varðhald á föstudag eftir að þrett- án kíló af hassi fundust í vöru- sendingu og við húsleitir. Tollgæslan í Reykjavík fann á miðvikudaginn í síðustu viku níu kíló af hassi sem voru falin í hús- gögnum í vörusendingu sem kom frá Danmörku. Fernt var handtek- ið í framhaldinu og húsleitir fram- kvæmdar og fundust þá fjögur kíló til viðbótar. Þau þrjú sem sitja í gæsluvarðhaldi eru maður og kona á fertugsaldri auk manns um þrítugt. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.