Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 14
Áætlað er að fíkniefnin sem voruí líkinu sem fannst í höfninni í Neskaupstað séu tveggja milljóna króna virði á götumarkaði á Íslandi. Hugsanlega hafa umbúðirnir sem maðurinn pakkaði fíkniefnunum í gefið sig og hann látist af eitur- áhrifum þeirra. Það er með ólíkind- um að nokkrum manni detti í hug að taka slíka áhættu fyrir hlutdeild í hagnaðinum af því að flytja efnin til Íslands. Og það er óhugnanlegt að hér hafi skotið rótum skipuleg starfsemi sem byggir á slíku. Mað- urinn sem fannst í höfninni í Nes- kaupstað er ekki sá eini sem hefur verið talinn á að gleypa eiturlyf og flytja þau þannig til landsins. Sum burðardýranna eru handtekin við komuna til landsins og nokkur af- plána fangelsisvist. Óvíst er hversu stór hluti burðardýranna sleppur í gegnum tollgæslu og kemur efnun- um til þeirra sem standa að inn- flutningnum. En einhverjir þeirra sem taka innflutninginn að sér láta lífið. Það er hluti áhættunnar sem þeir taka og þeir sem standa að inn- flutningnum telja eitt mannslíf viðunandi gjald fyrir möguleikann á að koma tveggja milljóna króna virði af fíkniefnum til landsins. Að baki þessu liggur óhugnan- legt verðmætamat byggt á sama grunni og þegar menn brjótast inn á heimili fólks og limlesta það til að innheimta skuld – verðmætamat og manngildishugmynd vaxandi undir- heima. Á undanförnum árum hefur þessi neðanjarðarveröld vaxið svo og eflst að hún stendur orðið undir eigin lögum og framkvæmdavaldi. Mat þessa samfélags á styrk sínum er orðið svo mikið að það reynir vart að fela starfsemi sína lengur. Þeir sem ráða þar ríkjum vita að þegar þeir berja og misþyrma öðr- um meðlimum þessa samfélags heyra þeir ekki undir lög samfé- lagsins sem ríkir á yfirborðinu. Fórnarlömb þessarar grimmdar- veraldar hafa ekkert skjól af lög- reglu eða dómstólum, sem hafa ekki meiri styrk en svo að þeir sem taka ekki mark á þeim þurfa ekki að ótt- ast þær nema þeir séu gripnir glóð- volgir við glæpaverk. Það er erfitt að átta sig á hvenær það gerðist að Íslendingar sættu sig við að hér myndaðist öflugt og sterkt undirheimasamfélag. Ef til vill er erfitt að benda á ákveðinn tímapunkt eða sérstaka ákvörðun. Líklega gerðist þetta fremur hugs- unarlaust með sparnaði við lög- gæslu, yfirvinnubanni lögreglu og sífellt þurftameiri yfirstjórn lög- gæslumála sem tekur æ stærri hluta af heildarútgjöldum til lög- gæslunnar. Þetta hefur verið hugsunarlaust undanhald án mark- miðs eða stefnu. En það skiptir litlu hvort yfirmenn löggæslunnar hafa stuðlað að vexti undirheimanna óvart eða vísvitandi – afleiðingarn- ar eru þær sömu. Nema menn vilji gæla við þá hugmynd að ekkert samhengi sé á milli starfsemi lög- gæslunnar og glæpamanna – sem gæfi mönnum þá átyllu til að leggja löggæsluna algjörlega niður. ■ Ráðandi hluthafar í rússneskaolíufyrirtækinu Yukos hafa boðist til að framselja bréf sín til rússneska ríkisins gegn því að Mikhail Khodorkovsky, fyrrum forstjóra olíufyrirtækisins, verði sleppt úr fangelsi. Khodorkovsky hefur setið í fangelsi frá því í október síðast- liðnum grunaður um svik og skjalafals. Sumir vilja meina að hann hafi verið handtekinn af pólitískum ástæðum þar sem for- stjórinn hefur ekki stutt ráðandi öfl í Rússlandi. Fjármálastofnunin Menatep, sem á rúm 40 prósent í Yukos, lagði fram tilboð þar sem rússneska rík- inu er boðinn hlutur hennar fyrir frelsi Khodorkovskys. Samkvæmt Menatep er hlutur þess í Yukos metinn á 14,6 milljarða dollara. Þó eru skiptar skoðanir á því hversu verðmætur hluturinn er. Rússnesk stjórnvöld hafa þeg- ar lagt hald á hlutabréf Khodor- kovskys í Yukos. Auk þess hafa þau handtekið samstarfsfélaga hans, þá Platon Lebedev og Alexei Pichugin. „Líf og lýðræði er mikilvæg- ara en hlutabréf,“ sagði Leonid Nevzlin einn af eigendum Menatep. Nevzlin flúði ásamt tveimur öðrum stórum hluthöf- um í Yukos til Ísraels fyrir sköm- mu. Hann hefur lýst því yfir að tilboðið sé í raun verðmætara en hlutur Menatep í Yukos er. Hann segist ætla að afhenda stjórn- völdum hlutabréf sín þegar Khodorkovsky og Lebedev verði látnir lausir. Þetta gengur þvert á það sem Nevzlin hefur áður sagt en þá ætl- aði hann að tryggja eignarhald Menatep á Yukos og halda í núver- andi hluthafa, sem þá myndu gæta nafnleyndar. Menatep var aðalfjárfestinga- fyrirtæki Khodorkovskys í lok síðustu aldar og um tíma átti fyr- irtækið stóran hlut í fjölmiðlum og iðnaðarfyrirtækjum. Sam- kvæmt heimasíðu þess stefnir fyrirtækið að frekari útrás með kaupum í tækni-, síma-, og lyfja- fyrirtækjum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um glæpi og löggæslu. 14 17. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Fréttir síðustu vikur hljóta aðvekja okkur ugg í brjósti: Óhugnanleg mannslát, grimmileg átök milli hópa ungmenna, fíkni- efnaneysla, vaxandi innbrot, of- beldi, drykkjuskapur og þannig mætti áfram telja. Sannarlega ástæða til að velta upp spurning- um og glíma við svörin. Grund- vallarspurningin lýtur að orsök- um. Hvað veldur allri þessari skelfingu í okkar samfélagi? Hvar liggja ræturnar? Ekki kann ég nein einhlít svör enda líklega enginn einn þáttur sem veldur. Öll hin válegu tíðindi eru vissulega merki einhvers kon- ar upplausnar, sundrungar og tæt- ings. Engu er líkara en brestir séu komnir í þá festu og friðsemd sem lengi hefur einkennt hið íslenska fjölskyldusamfélag. Lengst af í sögu okkar mótaðist samfélagið af hóflegum kröfum til lífsgæða sem og nánum samskiptum kyn- slóða í leik og starfi. Á þessu hef- ur orðið grundvallarbreyting. Græðgin og kapphlaupið Í fyrsta lagi má segja að græðgin hafi náð yfirtökum. Birt- ingarform hennar skýtur upp kollinum víðast hvar. Samruni fyrirtækja þar sem stórir verða stærri og mis- kunnarlaus kraf- an um hámarks- ávöxtun hluta- fjár er látin víkja öllum öðr- um skyldum til hliðar. Einkenni hins van- þroskaða mark- aðar sem enn hefur ekki náð tengslum sínum við samfélagið í heild sinni. Stöðugt auknar kröfur flestra hópa um aukna hlutdeild í kök- unni sem þó stækkar ekki að sama skapi. Kapphlaup um veraldleg lífsgæði smýgur inn í vitund hinnar ríku þjóðar sem fellur kylliflöt fyrir freistandi tilboðum um eitthvað nýtt, stærra og flottara. Einstaklingshyggja í tækni- væddum heimi Í annan stað hefur tæknin leyst manneskjuna af hólmi á mörgum sviðum. Gildir það ekki eingöngu um atvinnulífið heldur ekki síður inni á heimilunum. Í stað foreldra, afa og ömmu höfum við falið tölvuleikjum, hljómflutnings- tækjum, DVD-diskum, SMS-boð- um og öðrum græjum hlutverk uppalandans þar sem hver ein- staklingur innan fjölskyldunnar lifir sjálfstæðu lífi í tæknivædd- um heimi og á sér tæpast snerti- flöt samskipta lengur – ekki einu sinni í því gamla fyrirbrigði sem kallað hefur verið sameiginleg máltíð fjölskyldunnar. Í þessari hörðu lífsbaráttu lifa foreldrar, sem og afi og amma, af- skaplega þéttskipaðri dagskrá til að fylgja eftir menntunarþörf sinni og starfsframa. Ungdómur- inn bjargast í skóla, íþróttafélög- um og með hverjum öðrum og græjunum. Staldraðu við... Einhvers staðar á leið okkar úr veraldlegri fátækt til almenns ríkidæmis höfum við gleymt að rækta manneskjuna í þeim gömlu, góðu gildum þar sem um- hyggja, snerting og ekki síst samvera skapar ríkidæmi, festu og vellíðan. Fyrir vikið verður þjóðin nokkuð tætt og tryllt. Engu er líkara en hún hafi týnt því reipi sem heldur saman fólki í friðsemd og ró. Er ekki orðið tímabært fyrir hvert og eitt okkar að staldra við? Enginn vill vakna upp við hinar reglulegu fréttir af vondum at- burðum. Við verðum að hefja sameiginlega sókn. Og sú sókn byrjar hjá hverjum og einum, hverri fjölskyldu, hverjum vinnu- stað. Þar verðum við að spyrja okkur sjálf um ákveðin lífsgildi. Hvar viljum við setja okkar nán- ustu í forgangsröð? Hvernig vilj- um við gleðja okkur sjálf og ást- vini? Hvernig verjum við tíma til samveru og þroska og tilfinninga? Hvar setjum við fólkið okkar í forgang í daglegu lífi? Stöldrum við og hleypum manneskjunni inn í daglegt líf. ■ Hvað gengur á? ■ Af Netinu Styrkir slæleg löggæsla undirheimana? Um daginnog veginn HJÁLMAR ÁRNASON ■ alþingismaður skrifar um þjóðfélagið. „Hvar vilj- um við setja okkar nán- ustu í for- gangsröð? Hvernig vilj- um við gleðja okkur sjálf og ástvini? Hvernig verj- um við tíma til samveru og þroska og tilfinninga? MIKHAIL KHODORKOVSKY Hann hefur verið í fangelsi frá því í október á síðasta ári grunaður um svik og skjalafals. Úti í heimi ■ Fjármálastofnunin Menatep hefur boðið 44% hlut sinn í Yukos fyrir frelsi Mikhails Khodorkovsky. Hlutabréf boðin fyrir frelsi Khodorkovskys Af þingstörfum Þessa dagana sit ég í þriðja sinn á Alþingi sem varamaður Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Það verður að segjast eins og er að það er heldur minna um að vera en í tvö fyrri skiptin sem ég settist inn á þing í október og desember 2003. Einhvern veginn eru allir mun ró- legri og afslappaðri. Hefðbundin sýndarmennska stjórnarandstöðu- þingmanna í upphafi þingfundar til að ná athygli fjölmiðla er þó hvim- leið en venst eins og annað. Þá eru þau mál sem helst eru til umræðu í fjölmiðlum tekin til umræðu undir liðnum: Störf þingsins, og þar ham- ast þingmennirnir sem ólmir séu í því skyni að ná sínum 10 sekúndum í fréttatíma ljósvakamiðlanna um kvöldið. Þetta er það sem allir vita en má alls ekki segja frá. Bið ég því lesendur um að hafa ekki orð á þessu við nokkurn mann. GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON Á HRIFLA.IS Eignarhald fjölmiðla Umræðurnar að undanförnu um eignarhald á fjölmiðlum hafa leiðst út um víðan völl eins og oft vill henda þegar alvörumál ber á góma hér á landi. Má jafnvel tala um séríslenska hefð að þessu leyti. Í samræmi við hefðina sendi Starfsmannafélag Orkuveitunnar frá sér yfirlýsingu fyrir helgina og krafðist þess að starfsfólkið fengi vinnufrið fyrir sífelldri gagnrýni stjórnmálamanna á fyrirtækið! Þegar blaðamenn á DV og Frétta- blaðinu snúa umræðunni um eign- arhald á fjölmiðlum upp í gagn- rýni á sig eru þeir á villigötum á sama hátt og Starfsmannafélag Orkuveitunnar. Umræðan um eignarhald á fjölmiðlum snýst ekki um starfsfólkið. Um hvað snýst það þá? Það snýst um fyrir- komulag sem býður hættum heim og er í sjálfu sér óæskilegt, hverjir sem í hlut eiga, hvar og hvenær sem er. Á sama hátt og það snýst ekki um starfsfólkið snýst það ekki heldur um mennina sem eiga fjölmiðlaveldið Norðurljós, þótt þeir séu gjarnan í sviðsljósinu. Málið snýst um það, hvaða starfs- skilyrði fjölmiðlar verða að búa við til að þeir geti sinnt mikilvægu hlutverki sínu í nútímaþjóðfélagi. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Á DAGAR.BLOGSPOT.COM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.