Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 8
8 17. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Leiðrétting Ódæll uppvakningur „Þeir hafa vakið upp svo kröft- ugan draug að nú ráða þeir illa við hann“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, deilir áhyggjum með forsætisráðherra vegna hringamyndunar í atvinnulífinu. Frétta- blaðið, 16. febrúar. Umburðarlyndi „Þeir hafa verið blankir, stráka- greyin“. Hilmir Þorvarðarson verslunareigandi í Kópa- vogi um þriðja innbrotið í söluturn hans á ein- um mánuði. DV, 16. febrúar. Alltaf í boltanum „Við sögðumst ætla að spila sóknarbolta. Að við ætluðum Landsbankanum forystuhlut- verk á íslenskum bankamark- aði“. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, um aðalfund bankans. Morgun- blaðið, 16. febrúar. Orðrétt Lyfjafræðideild Háskóla Íslands um Landspítalann: Vill endurskoð- un uppsagna ATVINNUMÁL Lyfjafræðideild Há- skóla Íslands lýsir furðu sinni á þeirri ákvörðun yfirstjórnar Landspítala - háskólasjúkrahúss að segja upp tveimur lyfjafræð- ingum sem þar starfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá deildinni. Stjórnendur Landspítal- ans eru hvattir til að endurskoða uppsagnirnar. Í tilkynningunni segir að sú ákvörðun yfirstjórnarinnar að segja upp tveimur lyfjafræðing- um sé í fullkominni andstöðu við þau yfirlýstu markmið að ná fram sparnaði í rekstri og hagkvæmni í lyfjanotkun. Reynsla annarra þjóða hafi sýnt að til að ná fram hagkvæmri og árangursríkri lyfjameðferð verði að auka lyfja- fræðilega þjónustu en ekki draga úr henni. Lyfjakostnaður sjúkrahússins hefur verið í brennidepli undan- farið. Áfangaskýrsla stýrihóps um átak í lyfjamálum heil- brigðisstofnana var kynnt nýver- ið. Stýrihópurinn ályktar að til að raunverulegur og merkjanlegur árangur náist sé nauðsynlegt að þjónustudeild lyfjasviðs Land- spítalans verði falin aukin verk- efni og ábyrgð á málaflokknum og samræming þeirra aðgerða sem grípa þurfi til. Það skjóti skökku við að lyfjafræðingum sé sagt upp störfum í ljósi þeirrar áherslu sem stjórnvöld leggi á hagræðingu í lyfjamálum Land- spítalans. ■ Írakar vilja fá Saddam Írakar og sjö önnur ríki kalla eftir aukinni þátttöku Sameinuðu þjóðanna í uppbyggingu Íraks. Írakar vilja að stöðu Saddams Hussein sem stríðsfanga verði breytt og hann framseldur 30. júní. ÍRAK, AP Hoshyar Zebari, utanrík- isráðherra Íraks, fer fram á það við bandarísk stjórnvöld að Saddam Hussein verði framseld- ur til Íraks eftir valdaframsalið 30. júní. Írak og nágrannaríkin sex auk Egyptalands funduðu um málefni Íraks í Kúvæt um helgina. Eftir fundinn sagði Zebari að fram- kvæmdaráð landsins muni fara fram á að stöðu Saddams sem stríðsfanga verði breytt og hann framseldur til Íraks þar sem hann verði leiddur fyrir rétt. Verði það gert mun Saddam líklega verða dæmdur til dauða. Bandaríkja- stjórn hefur lýst því yfir að hún vilji að réttað verði yfir Saddam í Írak. Staða hans sem stríðsfangi þýði ekki að hann geti ekki verið sóttur til saka. Á fundinum í Kúvæt óskuðu ríkin átta, sem auk Íraks eru Jórdanía, Sýrland, Tyrkland, Íran, Kúvæt, Sádi-Arabía og Egypta- land, eftir aukinni þátttöku og ábyrgð Sameinuðu þjóðanna í uppbyggingu Íraks. Sameinuðu þjóðirnar drógu sig út úr landinu eftir árás á höfuðstöðvar þeirra í Bagdad í ágúst síðastliðnum. Rík- in sjö vilja að Sameinuðu þjóðirn- ar komi aftur inn í landið og veiti ráðgjöf við gerð nýrrar stjórnar- skrár sem og við framkvæmd kosninga og valdaframsalsins. Paul Bremer, landstjóri Banda- ríkjanna í Írak, segir Bandaríkin enn stefna að valdaframsali 30. júní. Andstaða við áform þeirra um að láta átján svæðisþing velja fulltrúa á nýtt þing Íraks fer hins vegar vaxandi. Ali al-Husseini al- Sistani, trúarleiðtogi sjíamúslima, hefur meðal annars gagnrýnt áformin harðlega. Hann vill al- mennar kosningar. Áður en ákvörðun verður tekin vill Bremer fá álit sendinefndar Sam- einuðu þjóðanna á málinu í hend- urnar. Reiknað er með því að Lakhdars Brahimi, fulltrúi sendi- nefndarinnar, geri Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, grein fyrir afstöðu nefndarinnar í næstu viku. ■ Eigendur Yukos: Framselja hlutabréf MOSKVA, AP Eigendur Menatep- bankans, sem fer með ráðandi hlut í rússneska olíufyrirtækinu Yukos, hafa boðist til að framselja bréf sín í hendur ríkisstjórn Rússlands ef Mikhail Khodorkovsky, fyrrum for- stjóra Yukos, verður sleppt úr fang- elsi. Stjórnvöld hafa ekki svarað til- boðinu. „Líf og frelsi eru mikilvægari en hlutabréf,“ segir Leonid Nevzlin, einn af eigendum Menatep. Nevzlin og félagar segjast munu afhenda stjórnvöldum hlutabréf sín þegar Khodorkovsky og annar hluthafi, Platon Lebedev, verði látnir lausir. Khodorkovsky var handtekinn 25. október í fyrra grunaður um skattsvik og skjalafals. ■ STENA NAUTICA Ferjan er í eigu skipafélagsins Stena Line. Suðvesturströnd Svíþjóðar: Tvö skip rákust á STOKKHÓLMUR, AP Yfir 100 manns voru fluttir frá borði ferju eftir að hún lenti í árekstri við fraktskip undan suðvesturströnd Svíþjóðar. Ferjan Stena Nautica var á leið frá Grenaa í Danmörku til Varberg í Svíþjóð. Ellefu metra löng rifa kom á skipskrokkinn við áreksturinn. Ótt- ast var að ferjan myndi sökkva en björgunarmönnum tókst að draga hana til hafnar í Varberg. Þegar þangað kom hafði vélarrúmið fyllst af sjó. 91 farþegi var um borð í ferj- unni auk 37 manna áhafnar. Ekki liggur fyrir hvað olli því að skipin rákust á. Skemmdir á frakt- skipinu voru óverulegar. ■ www.undur.is MÁLVERK? FLÓÐ Vatn flæðir um götur Feilding á Nýja- Sjálandi. Óveður á Nýja-Sjálandi: 1.500 flúðu heimili sín NÝJA-SJÁLAND, AP Að minnsta kosti 1.500 manns urðu að yfirgefa heimili sín vegna flóða eftir að óveður gekk yfir Nýja-Sjáland. Fjöldi smábáta lenti í ógöngum vegna veðurofsans og er óttast að að minnsta kosti tveir sjómenn hafi drukknað. Vindhraðinn var allt að 44 metrar á sekúndu. Vegir lokuðust þegar hundruð trjáa féllu um koll og þök rifnuðu af húsum á Norð- ureyju. Samgöngur á landi, í lofti og á sjó lömuðust og rafmagns- laust varð á þúsundum heimila. Þyrlur voru kallaðar út til að bjar- ga fólki af þökum húsa sinna í Manawatu-héraði. Vindinn tók að lægja síðdegis í gær en von var á áframhaldandi úrkomu. Tjón af völdum veðurs- ins er þegar komið yfir tvo millj- arða íslenskra króna. ■ LANDSPÍTALINN Lyfjafræðideild Háskóla Íslands beinir þeim tilmælum til stjórnenda LSH að endurskoða uppsagnir tveggja lyfjafræðinga á spítalanum. UTANRÍKISRÁÐHERRA ÍRAKS Írak og nágrannaríkin sex auk Egyptalands funduðu um málefni Íraks í Kúvæt um helgina. Ríkin átta hafa óskað eftir aukinni þátttöku og ábyrgð Sameinuðu þjóðanna í uppbygg- ingu Íraks. Í frétt blaðsins í gær var sagt að borgarstjóri hefði mælt fyrir frumvarpi til þriggja ára fjár- hagsáætlunar borgarstjóri. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar, mælti fyrir frumvarpinu í fjarveru borgarstjóra. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.