Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 10
10 17. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR GÓÐUR HVUTTI Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sýnir gestum sínum Thomas Klestil, forseta Austurríkis, og konu hans Margot Klestil- Löffler hundinn sinn Conny. Á myndinni er einnig Ljúdmila, eiginkona Pútíns. Vísindamaður setur upp formúlu um endingu hjónabanda: Reiknar út lífslíkur hjónabanda SEATTLE, AP John M. Gottman, sem hefur rannsakað meira en 600 hjónabönd á 20 ára tímabili, segist geta reiknað út fyrir fram hversu farsælt hjónaband fólks verður. Þetta segir hann að sé hægt að gera með því að skoða nákvæm- lega samskipti fólks og setja þau upp í formúlu sem segir fyrir um hvort hjónabandið endist eða ekki. Á ráðstefnu í Seattle sagði Gottman að það væri lykilþáttur í hverju hjónabandi hvernig hjón tækjust á við deilumál. Þessi sam- skipti mætti setja upp í formúlu þar sem stærðfræðin leysti ráð- gátuna um ást og hjónaband. Gottman skiptir hjónaböndum upp í nokkrar týpur. Sú fyrsta er hjónaband fólks sem rífst aldrei, hlustar hvort á annað en reynir ekki að sannfæra makann. Þetta er fólk sem forðast að takast á við vandann og þó það sé ekki tilfinn- ingaþrungið endist hjónabandið. Svo er fólkið sem rífst reglulega og er gift til langframa. Loks er fólkið sem ræðir vandamálin en rífst sjaldan og lendir sjaldan í skilnaði. Vandamálin verða til þegar ólíkar týpur giftast. Hjónaband þess sem rífst mikið og þess sem forðast rifrildi endist því ekki lengi. ■ John Edwards ætlar ekki að gefast upp Forkosningar demókrata í Wisconsin fara fram í dag. Reiknað er með að Howard Dean hætti tapi hann kosningunum. John Edwards er á öðru máli og segist ætla að halda áfram. WISCONSIN, AP Bandarískir stjórn- málaskýrendur eru margir á þeirri skoðun að ef John Kerry sigri í forkosningunum í Wis- consin í dag dragi aðrir fram- bjóðendur sig til baka. Þá verður Kerry forsetaefni flokksins og mun hann þá etja kappi við George W. Bush í forsetakosning- unum í lok ársins. Í kappræðum, sem haldnar voru í Marquette-háskólanum í Milwaukee á sunnudaginn, virtist John Edwards hins vegar ekki vera á því að gefast upp. Þó að Kerry hafi unnið í 14 af þeim 16 ríkjum sem kosið hefur verið í og hafi forskot í Wisconsin sam- kvæmt skoðanakönnunum sagð- ist Edwards ætla að halda ótrauð- ur áfram. Öðru máli gegnir um Howard Dean, sem fyrir skömmu virtist ósigrandi. Ráðgjafar hans hafa sagt að ef hann tapi kosning- unum í Wisconsin eigi hann að draga sig út úr kosningabarátt- unni. Stjórnmálaskýrendur telja Ed- wards eiga meiri möguleika en Dean á að halda áfram þó að hann tapi kosningunum í Wisconsin. Hann hafi sigrað í Suður-Karó- línu og njóti vaxandi hylli sumra demókrata vegna fágaðrar og glaðværrar framkomu. Þá verði það Edwards í hag ef Dean heltist úr lestinni eftir kosningarnar í Wisconsin. Það auki möguleika hans á að fjármagna eigin kosn- ingabaráttu og þar með vera áfram með. Möguleikar Edwards teljast hins vegar aðeins fólgnir í því að Kerry verði á í kappræð- um eða að upp komi hneykslismál sem dragi úr trúverðugleika Kerrys. Kappræðurnar á sunnudaginn báru keim af yfirburðastöðu Kerry. Fremur en að gagnrýna mótframbjóðendur sína réðst hann á Bush. Hann gagnrýndi hann fyrir stríðið í Írak og endur- tók þá afstöðu sína að Bandaríkin hefðu átt að vera þolinmóðari og bíða eftir niðurstöðu vopnaleitar- manna Sameinuðu þjóðanna áður en farið var í stríð. Mótframbjóðendur Kerrys tóku margir í sama streng. Dean, sem fram að þessu hefur verið fremur óvæginn í gagnrýni sinni á Kerry, tók meira að segja upp hanskann fyrir Kerry og varði hann fyrir gagnrýni repúblíkana. Edwards var heldur beinskeyttari og gagn- rýndi Kerry fyrir að hafa stutt frí- verslunarsamning Norður-Amer- íku (NAFTA), sem hann sagði hafa kostað Wisconsin-ríki 90 þúsund störf á síðustu þremur árum. Næstu forkosningar verða í Kaliforníu 2. mars og í framhald- inu í New York, Ohio og sjö öðrum ríkjum. ■ FÖLSUÐU TUGI MILLJÓNA Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku grunað- ir um umfangsmikið peningafals. Lagt var hald á sem svarar rúmum fjörutíu milljónum íslenskra króna í fölsuðum seðlum þegar mennirnir voru handteknir á eynni Møn. Um var að ræða mjög góðar eftirlíking- ar af dönskum þúsundkrónuseðlum. KENNSLUDISKUR AFTURKALLAÐUR Heilbrigðisráðherra Danmerkur hefur afturkallað geisladisk sem nota átti til kynfræðslu í grunn- skólum landsins. Á diskinum var meðal annars fjallað um kynlíf með dýrum og afbrigðilega kynhegðun af ýmsu tagi. 60.000 diskar höfðu verið framleiddir og var kostnaður- inn við gerð þeirra yfir 5,2 milljón- um íslenskra króna. Lýtaaðgerðir eru af ýmsu tagi: Einn limur lengdur á ári FEGRUNARAÐGERÐIR „Ég áætla að ein slík aðgerð fari fram á hverju ári,“ segir Guðmundur Vikar Ein- arsson þvagskurðfæralæknir um lýtalækningar á karlmönnum vegna smávaxinna lima. Guðmundur Vikar segir að venjulega sé reynt að ráða bót á vanda þeirra karla sem bera sig eftir lengingu með því að benda þeim á sálfræðing þar sem vand- inn sé í flestum tilvikum sálrænn. Hann segir að reynslan frá útlöndum sé sú að aðgerðir til að lengja limi skili sér ekki að því marki sem menn eru að leita eftir. Lengingin sé yfirleitt aðeins hálf- ur til einn sentímetri, sem sé langt undir væntingum þeirra sem vilja bót. Japanir og Bandaríkjamenn hafa verið hvað áhugasamastir um þessar aðgerðir. Guðmundur Vikar segir að að- gerðirnar hérlendis séu fólgnar í því að losa liminn frá lífbeininu þannig að hann hangi meira niður. Samkvæmt því er árangurinn helst sjónrænn en snýst ekki um getu. Engin samræmd skráning er á fjölda einstakra lýtalækninga hérlendis. Hjá Landlækni fengust þær upplýsingar að nokkurn veg- inn væri vitað um fjölda brjósta- stækkana kvenna, sem væru um 200 á ári. Þar á bæ er unnið að því að koma upp gagnabanka um margvíslegar gerðir lýtaaðgerða. Díana Oddsdóttir, annar eig- enda Húðfegrunarstofunnar, seg- ir sprautumeðferðir í andlit, þar sem fjölsykrum er beitt til að fylla upp í hrukkur, vera á bilinu 20 til 25 á viku. Af þeim sem leita hjálpar hjá Díönu er um fimmt- ungur karlar. ■ Efnahagsráðgjafi forsetans: Of opinskár WASHINGTON, AP Það getur verið já- kvætt þegar menn skrifa kennslu- bækur um hagfræði að þeir noti einfalt og auðskiljanlegt mál. Það þarf hins vegar ekki að vera jafn heppilegt þegar þeir eru orðnir efnahagsráðgjafar Bandaríkja- forseta. Gregory Mankiw hefur verið skammaður bæði af demókrötum og repúblikönum fyrir að segja í efnahagsskýrslu forsetans að það gæti verið skynsamlegra að kaupa þjónustu frá útlöndum heldur en af Bandaríkjamönnum. Ummælin þykja óheppileg vegna þess að með þeim er nokkurn veginn hvatt til þess að flytja störf til útlanda. Frá því George W. Bush varð for- seti hafa 2,2 milljónir starfa tapast. ■ GENGIÐ Í HJÓNABAND Bandarískur vísindamaður segist geta reiknað út hversu lengi hjónabönd endast. LÝTAAÐGERÐ Mikið hefur verið rætt um lýtaaðgerðir að undanförnu. Konur hafa fram að þessu átt sviðið en nú eru karlar að hasla sér völl. Hér er Ríkey Ingimundardóttir myndlistar- kona í andlitslyftingu undir sjónvarpstöku- vélum. KAPPRÆÐUR Í WISCONSIN John Kerry og Dennis Kucinich hlusta John Edwards svara spurningum í kappræðum demókrata í Marquette-háskólanum í Milwaukee á sunnudaginn. ■ Norðurlönd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.