Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2004 27 LAST SAMURAI kl. 9 B i 14 ára HUNTED MANSION kl. 7 BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 5 Með ísl. tali SÝND kl. 4, 6.30 og 9 kl. 5.30, 8 og 10.30 Bi. 1621 GRAMS HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16 ára SÝND kl. 5.45 8 og 10.20 Með hinni efnilegu Beyoncé Knowles, fimmföl- dum Grammy verðlaunahafa og Óskarsverðlauna- hafanum Cuba Gooding Jr. SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B i 16 ára HHH H.J Mbl. HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl.Charlize Theron vann Golden Globe-verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og myndin er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna SÝND kl. 4 M/ísl. tali Ath. miðaverð 500 SÝND kl. 8 og 10.15 B. i. 14 ára SÝND kl. 6 og 8 SÝND kl. 4.30 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com HHH ÓHT RÁS 2 Fréttiraf fólki Hótel Örk rétt handan hæðar Konudagurinn Þriggja rétta kvöldverður, gisting og morgunverðarhlaðborð Hugljúf dinner músík Amor sér um sína Rós í barm Þú býður elskunni - við bjóðum þér Hótel Örk Sími 483 4700 Staður stórviðburða Verð fyrir 2 kr. 9.900,- BEYONCE KNOWLES Skemmti áhorfendum í hálfleik stjörnuleiks NBA í Los Angeles aðfararnótt mánudagsins. Hún er öllu skærari stjarna en Janet Jackson en samt virðist aðeins hafa munað hársbreidd að gerði sömu mistök og Jackson með því að missa annað brjóst sitt úr kjólnum. Það munaði hársbreidd og það var nóg til þess að Beyonce stuðaði enga siðgæðispostula. KVIKMYNDIR Máttur Hringsins eina tryggði lokamyndinni í þrí- leiknum um Hringadróttinssögu 5 Bafta-verðlaun á sunnudags- kvöldið. Endurkoma kóngsins var bæði verðlaunuð sem besta myndin af verðlaunaakademí- unni og bíóáhorfendum. Athygli vakti að Peter Jackson fékk ekki verðlaun sem besti leikstjórinn en þau féllu Peter Weir í skaut fyrir stórmyndina Master and Commander. „Jafnvel þó að við séum bara hópur Nýsjálendinga að vinna með bandarískt fé þá gerðum við okkur alla tíð mikla grein fyrir því að við værum að vinna úr einni ástsælustu bók Breta,“ sagði Jackson í þakkarræðu sinni. Bæði Bill Murray og Scarlett Johansson fengu aðalleikara- verðlaunin fyrir myndina Lost in Translation. Hin 19 ára unga Johansson var að mati margra stjarna kvöldsins þar sem hún var einnig tilnefnd fyrir aðal- hlutverk sitt í myndinni The Girl With the Pearl Earring. Hún þakkaði móður sinni í ræðu sinni fyrir að fylgja sér í leik- araprufur og kaupa handa sér pylsur eftir á. ■ Scarlett stjarna kvöldsins SCARLETT JOHANSSON Fékk tvær tilnefningar í flokki aðalleikkvenna og hlaut verðlaunin fyrir Lost in Translation. RENEE ZELLWEGER Virtist mjög þakklát fyrir verðlaunin sín. Mynd hennar Cold Mountain hlaut tvenn verðlaun en var tilnefnd til þrettán. PETER JACKSON Lýsti virðingu sinni fyrir viðfangsefninu í þakkarræðu sinni. BAFTA VERÐLAUNIN 2004 - HELSTU SIGURVEGARAR Besta myndin: Lord of the Rings: The Return of the King Besta breska myndin: Touching the Void Besti leikstjóri: Peter Weir - Master and Commander Besti leikari í aðalhlutverki: Bill Murray - Lost in Translation Besta leikkona í aðalhlutverki: Scarlett Johansson - Lost in Translation Besti leikari í aukahlutverki: Bill Nighy - Love Acually Besta leikkona í aukahlutverki: Renee Zellweger - Cold Mountain Áhorfendaverðlaunin: The Return of the King Besta myndin á öðru tungumáli en ensku: In this World Besta handritið: The Station Agent Besta handrit eftir öðru verki: The Return of the King Carl Foreman-verðlaunin, fyrir bestu frumraun: Emily Young - Kiss of Life Bestu tæknibrellur: The Return of the King Besta hljóð: Master and Commander Besta klipping: Lost in Translation Besta kvikmyndataka: Return of the King Besta tónlist: Cold Mountain Heiðursverðlaunin fékk leikstjórinn Michael Balcon. Söngkonan Diana Ross fékkheldur blíða meðferð í fang- elsinu. Hún var dæmd til þess að dúsa bak við lás og slá í tvo sólar- hringa fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Á meðan á dvöl hennar stóð fékk hún fangelsisvörð sem dekraði við hana og náði meðal annars í þann mat sem Diana pantaði sér. Britt Ekland leikkona er bál-reið yfir kvikmynd sem verið er að gera um ævi Peter Sellers. Ekland giftist honum eftir 11 daga ástarævin- týri en storma- samt hjónaband þeirra entist ekki nema í fjögur ár. Myndi heitir The Life and Death of Peter Sellers og skartar Geoff- rey Rush og Charlize Theron í aðalhlutverkum. Leikarinn Kiefer Sutherlandlenti í hörkuslagsmálum á öl- stofu um helgina og þurfti að sauma 6 spor í andlit hans. Hann er í miðjum tök- um á nýrri seríu í þáttaröðinni 24 og vegna áverk- anna hefur verið ákveðið að fresta tökum þar til sár- in gróa. Talsmaður Sutherlands segir leikarann ekki hafa átt upp- tökin að slagsmálunum. Drew Barrymore nýtti sértækifærið og gerði stólpa- grín að Courtney Love þegar hún var gestur þátt- arins Saturday Night Live. Þær stöllur voru einu sinni perluvinkonur en eitthvað varð til þess að slettist upp á vinskapinn. Barrymore er sögð hafa náð að apa vel eftir „vinkonu“ sinni en í sama þætti skellti hún sér líka í gervi Charlize Theron, Pink og Hillary Clinton.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.