Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2004 Skipulagning og útsjónar- semi lykilatriði Margrét Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, segir auðvelt að spara í matarinnkaupum. Einn stærsti útgjaldaliðurheimilanna er matarinnkaup. Margir leitast við að reyna að spara við innkaupin en að mörgu er að hyggja. Margrét Sigfúsdótt- ir, skólameistari Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur, telur skipu- lagningu og útsjónarsemi lykilat- riði. „Það eru ótvíræðir kostir við að fara í stórmarkaði þegar kaupa á mikið en hverfisverslanir eru yfirleitt dýrar. Á stórum heimil- um munar þetta miklu, sér í lagi á kornvörum, kjöti, salernispappír og þar fram eftir götunum. Verðkannanir sýna hvar ódýrast er að versla og þar hefur Bónus yfirleitt vinninginn.“ Margrét tel- ur hins vegar í mörgum tilfellum óhagstætt fyrir fólk sem er tvennt í heimili og einstaklinga að kaupa inn í Bónusverslunum. Pakkning- ar séu stórar og dýrt að sitja uppi með lagerinn. Skipulagning lykilatriði Skipulagning er lykilatriði til að hafa stjórn á innkaupum, að mati Margrétar. „Það er mjög gott að skipuleggja fram í tímann hvað á að hafa í matinn. Bæði sparar það tíma og fyrirhöfn og eins minnkar hættan á að grípa með sér ónauðsynjar.“ Margrét leggur ríka áherslu á að fólk kaupi ekki inn þegar það er svangt. Hættan á að grípa með sér óþarfa sé mikil. Kaupa á tilboðum og frysta Margrét telur hagstætt að kaupa inn eftir tilboðum en hafa ber í huga að óhagstætt geti verið að keyra langar vegalengdir. „Tíminn er peningar og bensín á bílinn er ekki ódýrt. Oft er enginn sparnaður að keyra um allan bæ eftir tilboðsverði.“ Kjötvörur eru oft á tilboði og Margrét telur ekki úr vegi að kaupa inn í stórum stíl og frysta. Innkaupin reynist þegar upp er staðið ódýrari fyrir heimilin. „Lykilatriðið er þá að eiga frysti- kistu eða góðan frystiskáp. Frá- gangur skiptir miklu máli. Þegar kjötvörur eru frystar verður að athuga að fletja þær út áður en það er fryst. Það sama á við um allar vörur. Flatar pakkningar eru fyrirferðarminni og eins fer frostið fyrr úr. Hafa ber í huga að nota plastpoka sem sérstaklega eru gerðir fyrir frost, og að loft- tæma þá.“ Margrét segir það skipta máli að frysta ekki vöruna í stöflum heldur dreifa um kist- una og stafla svo upp. Hún leggur áherslu á að fólk merki pokana. Í frosti líti allt eins út. Hægt að draga úr kostnaði Margrét segir allar hálftilbún- ar vörur afskaplega dýrar. Það sama eigi við um skyndibitafæði. „Í staðinn er hægt að kaupa ansi mikinn mat úr stórmörkuðum og um leið skynsamlegri. Tilbúnir réttir eru oftar en ekki hitaein- ingaríkir.“ Margrét segir innkaup á sæta- kexi, snakki, kóki og djús gera matarkörfuna dýrari. „Sneiði fólk framhjá þessum vörum má minn- ka kostnaðinn mjög mikið. Það má endalaust brýna fyrir fólki kosti þess að drekka vatn.“ Annar kostnaðarliður sem mik- ið má draga úr að mati Margrétar er brauðinnkaup. „Það getur miklu munað, sér í lagi ef mikið er af börnum á heimilinu, að baka sjálfur brauð. Krakkar eru yfir- leitt æstir í bollur og smábrauð til að hita upp í örbylgjuofninum.“ Hún segir ódýrara að baka en að kaupa brauð úr verslun. Sem dæmi kosti tvö kíló af hveiti í kringum 130 krónur. Hægt sé að baka fjögur brauð úr þessu magni. Á móti kosti eitt brauð úr verslun hátt í 300 krónur. ■ MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR Margrét telur hagstætt að kaupa inn eftir tilboðum en hafa ber í huga að óhagsætt geti verið að keyra langar vegalengdir. „Tíminn er peningar og bensín á bílinn er ekki ódýrt.“ Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 33 17 0 1/ 20 04 Greiðsluþjónusta www.landsbanki.is sími 560 6000 Minni áhyggjur - fleiri gæðastundir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Það sem mér dettur í hug erkannski ekki praktískasti hluturinn sem ég hef keypt en ég hef notað hann mjög mikið og er mjög ánægð með hann,“ segir Margrét Kaaber leikkona. „Þetta er hnakkurinn minn, sem ég keypti þegar ég var tvítug. Ég leitaði lengi að réttum hnakki en það getur verið erfitt að finna réttu tegundina. Tegundin mín heitir Hrafn og ég hann hentar mér vel. Stundum hef ég hug- leitt að selja hann, þegar mig vantaði pening, en sem betur fer tímdi ég því ekki.“ Margrét segist fara nokkuð mikið á hestbak. „En þessa dag- ana er ég að leika í In transit og við erum meðal annars að fara í leikferð til London. Þess vegna hef ég ekki haft mikinn tíma fyr- ir hestana.“ Hnakkar eru dýrir en Margrét segir að þeir geti enst árum saman sé vel með þá farið. „Ég ber reglulega olíu á hnakkinn og geymi hann á réttan hátt. En ég held reyndar að allir sem á annað borð eiga góða hnakka reyni að hugsa vel um þá.“ ■ MIKILL VERÐMUNUR Rúm sem kostar 100.000 getur kostað 95.000 en líka 127.000. Mikill verðmunur: Raðgreiðsla eða staðgreiðsla? 18 prósenta verðmunur getur veriðá 100.000 króna vöru eftir því hvort hún er staðgreidd eða greidd með raðgreiðslu. 5 prósenta stað- greiðsluafsláttur er algengur, þannig að 100.000 króna hlutur kostar 95.000 ef hann er staðgreiddur. Sé hluturinn hins vegar greiddur með raðgreiðslu kostar hann alls 127.000, sé miðað við 2 prósenta lántökugjald, 0,5 prósenta stimpilgjald og 12 prósenta vexti og greiðslur í 36 mánuði. Kostnaður er reyndar misjafn eftir verslunum en þær ákveða hver- su háir vextir eru settir á rað- greiðslusamningana. Kaupandinn metur þá hvort hagræðið sem hlýst af því að fá vöruna afhenta strax sé þess virði. Sem fyrr segir er það verslunin sem fær greidda vextina sem settir eru á bréfin og ræður hversu háir þeir eru. Í flestum tilfellum miða verslanir við breytilega lágmarks- vexti sem Seðlabankinn gefur út mánaðarlega og eru í dag 8,5 prósent. Seljendum er heimilt að bæta við álagi en það er umsemjan- legt. Flestir kjósa að bæta 3,5 prósentum ofan á, samanlagt 12 prósent. Dæmi eru um að verslanir bjóði upp á vaxtalaus kjör á rað- greiðslum í allt að 12 mánuði. Steingerður Jóhannsdóttir, deild- arstjóri fyrirtækjaþjónustu Visa Ís- land, segir að til að búa til rými fyrir samkeppni hafi vaxtaviðmiðun á raðgreiðslubréfum verið skipt úr meðaltalsvöxtum Seðlabankans í breytilega lágmarksvexti sem eru með lægri álagningu. „Þetta svigrúm var gert til að búa til samkeppni um vextina milli verslana. Það hefur ekki gengið sem skyldi. Fæstir vita að söluaðilinn ræður ferðinni og halda að Visa Ísland ákveði álagning- una. Visa fær í sinn hlut 150 króna færslugjald auk þess sem verslanir greiða þjónustugjald.“ ■ Kostakaup: Ánægð með hnakkinn minn MARGRÉT KAABER Leitaði lengi að réttum hnakki. Það eru ekki tekjurnar sem skiptamáli heldur hvað þú gerir við þær. Og þú getur allt eins sparað eitthvað af þeim eins og að eyða þeim. Ég ætla að nefna þrjú atriði sem hjálpa þér við að spara. Ekki spara afganginn. Ef þú ger- ir það þá sparar þú ekki neitt því það verður aldrei neinn afgangur. Leggðu til hliðar 10% af peningun- um sem þú færð í vasann. Þetta get- ur þú gert vegna þess að það skiptir engu máli hvort þú eyðir öllum tekj- unum þínum eða aðeins 90% af þeim. Prófaðu þetta í tvo til þrjá mánuði og sannaðu til. Ekki ætla þér að spara of háa upphæð því þá springur þú á limminu. Í sparnaði skiptir upphæðin ekki máli heldur tímalengdin og vextirnir. Skoðum þetta betur. Þú ákveður til dæmis að spara eina krónu á dag – það geta allir sparað krónu – og þú leggur krónuna fyrir frá fæð- ingardegi til 65 ára aldurs að þú ferð á eftirlaun. Það er gott að eiga eitthvað í handraðanum í ellinni, ekki satt? Þú stefnir að því að fá 20% ársvexti sem reiknast mánað- arlega og leggjast á höfuðstólinn. Þegar kemur að því að þú tekur út sparnaðinn, stendur upphæðin í kr. 763.928.769 Já, einmitt. Tæpar 764 milljónir. Góð uppskera það af krón- unni. Það er enginn vandi að spara og best er að byrja strax. ■ GUÐRÚN FREYSTEINSDÓTTIR Ég kaupi vörur á tilboði ef égrekst á þær. Ég leita ekki eftir þeim og fylgist ekki með þeim til- boðum sem eru í gangi en stund- um sé ég eitthvað þegar ég fletti blöðunum. Ef þetta er eitthvað al- mennilegt bregst ég við. Vörur átilboðsverði FJÁRMÁL FJÖLSKYLDUNNAR Fjár- mál fjölskyldunnar eru viðfangs- efni Garðars Björgvinssonar hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Á námskeiðinu er kennt hvernig við komumst úr skuldum í jafnvægi í fjármálunum. Farið er í hvað þarf að gera í samskiptum við fjármál- in og þá sem tengjast þeim, eins og banka og innheimtustofnanir. Áhersla er lögð á þætti sem nem- endur þurfa að tileinka sér svo jafnvægi náist og haldist. 5 vikur. Dag- og kvöldnámskeið. FJÁRMÁL HEIMILANNA Náms- flokkar Hafnarfjarðar bjóða upp á námskeið fyrir fólk sem vill ná betri tökum á fjármálunum. Kennt verður einu sinni í viku, 2,5 klst. í senn, á þriðjudögum í alls 5 vikur: 2., 9., 16., 23. og 30. mars kl. 18.30-21.00. Verð er 13.200 kr. ■ Námskeið Allir geta sparað INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON ■ félagsfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum Fjár- mála heimilanna skrifar um fjármál heimila. Góð ráð Viltu leita góðra ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.