Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 26
26 17. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 FEBRÚAR Þriðjudagur ■ FYRIRLESTUR BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 8 M. ENSKU TALI THE HAUNTED MANSON kl. 4, 6 og 8 kl. 5.30, 8, og 10.30LOVE ACTUALLY kl. 3.40 M/ÍSL TALILOONEY TUNES kl. 3.45 M/ÍSL TALIFINDING NEMO kl. 6HONEY SÝND kl. 5.45, 8 og 10 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 kl. 3.45 og 5.50UPTOWN GIRLSkl. 4 & 8 Lúxus kl. 5 & 9LORD OF THE RINGS SÝND kl. 8.15 og 10 B i 14 ára EINGÖNGU SÝND Í VIP kl. 5 kl. 7.15 B. i. 14 áraTHE LAST SAMURAI kl. 6 M. ÍSL. TALIBROTHER BEAR HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 kl. 8 og 10.20 B.i. 12 áraTHE HUMAN STAIN kl. 6 og 8KALDALJÓS kl. 10.10 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER kl. 5.30HEIMUR FARFUGLANNA FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Sýnd kl. 10PROXIMÍTAS FILM-UNDUR KYNNIR HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið ★★★ S.V Mbl. ★★★ Ó.H.T RÁS2 Mögnuð mynd með Óskarsverðlauna- höfunum Ben Kingsley og Jennifer Conelly SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16 ára HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com HHH ÓHT RÁS 2 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA SÝND kl. 8 og 10.40 www.undur.is MÁLVERK? ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands frumsýnir íslensku heimildarmyndina Á sjó eftir Sigurð Sverri Pálsson í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.30 Páll Ásgeir Davíðsson lög- fræðingur flytur fyrirlestur um mannrétt- indi, viðskipti og hnattvæðingu á Lög- fræðitorgi Háskólans á Akureyri í Þingvallastræti 23, stofu 24. ■ ■ SAMKOMUR  21.00 Margrét Lóa Jónsdóttir, Baldur Gunnarsson, Rúna K. Tetzschner og Óskar Árni Óskarsson lesa úr verkum sínum á Skáldaspíru- kvöldi á Jóni forseta í Aðalstræti. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. MARGRÉT LÓA JÓNSDÓTTIR Les úr verkum sínum á Jóni forseta ásamt fleiri skáldaspírum. Skáld lesa BÓKMENNTIR Nú er aftur komið að skáldaspírukvöldi á Jóni forseta, nýja skemmtistaðnum við Aðal- stræti þar sem áður var Vídalín. Að þessu sinni lesa þau Óskar Árni Óskarsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Baldur Gunnarsson og Rúna K. Tetzschner úr verkum sínum. Upplestur úr skáldverkum hef- ur hingað til einkum einskorðast við tímabilið fyrir jól, en meining- in er að skáld lesi úr verkum sín- um á Jóni forseta á hverju þriðju- dagskvöldi allt árið um kring. ■ Eru sendiráð að verða úrelt? Heyra sendiráð brátt sögunnitil? Eru þau ekki að verða jafn tilgangslaus og loftskeyta- menn, nú þegar gemsar og tölvu- póstur gera öll samskipti milli landa að leik einum? Verður síð- asti sendiherrann kannski stopp- aður upp og geymdur á safni, rétt eins og síðasti geirfuglinn? Þessum spurningum, og fleiri til, ætlar Haraldur Þór Egilsson sagnfræðingur að velta fyrir sér í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Hann vill þó ekki ljóstra því upp strax hvernig hann ætlar að svara þessum spurningum, því þá þyrfti enginn að koma á fyrirlesturinn sem væri búinn að lesa þessa grein. „Þetta er reyndar ekki ný spurning,“ segir Haraldur Þór. „Þessu hafa menn velt fyrir sér alveg frá byrjun, allt frá því menn fóru fyrst að setja upp sendiráð, sem var um miðja fjórtándu öld.“ Haraldur segir hlutverk sendi- ráða hafa breyst töluvert á síð- ustu tímum. „Það hlutverk þeirra að taka beinan þátt í samningaviðræðum er hverfandi. Aftur á móti hefur önnur starfsemi þeirra aukist, til dæmis sú sem snýr að viðskiptum og fjárfestum. Svo gegna sendi- ráð líka ýmsu hlutverkum við að halda uppi ímynd erlendis og kynna landið.“ ■ Síðbúin stemningsmynd KVIKMYND Í kvöld verður frum- sýnd í Hafnarfirði rúmlega 50 mínútna kvikmynd eftir Sigurð Sverri Pálsson, þar sem Valdi- mar Örn Flygenring leikur leik- ara sem sendur er út á sjó til þess að kynna sér lífið um borð í togara. „Hugmyndin var bara að búa til bíómynd sem lýsir lífinu um borð í togara,“ segir Sigurður Sverrir. „Það er ekki mikið um samtöl í myndinni og engin tón- list heldur. Öll hljóð sem heyrast eru bara þau hljóð sem eru um borð í skipinu.“ Til tíðinda við þessa mynd telst að þótt hún sé frumsýnd í kvöld var hún tekin upp fyrir þrettán árum. Styrkur, sem fékkst úr Kvikmyndasjóði á sín- um tíma, dugði aðeins fyrir tök- um myndarinnar. Síðan gekk býsna hægt að fjármagna það sem eftir var af vinnslu hennar. „Þar að auki var þessi mynd ekki neitt meginverkefni, þannig að hún var lögð til hlið- ar. Þessi mynd er líka hugsuð sem stemningsmynd. Við erum ekki að fjalla þarna um nein pólitísk mál sem voru í umræð- unni þá.“ Vinnsla myndarinnar beið því betri tíma, og svo fór að árið 2001 var hún loks tilbúin til sýn- inga. Sigurður gerði myndina ásamt þeim Erlendi Sveinssyni og Þorfinni Guðnasyni. Þeir höfðu þá nýverið lokið við gerð heimildarmyndarinnar Verstöð- in Ísland, sem var mjög um- fangsmikil. Myndin Á sjó er sprottin upp úr gerð þeirrar myndar, rétt eins og heimildarmynd Erlends Sveinssonar Íslands þúsund ár, sem fjallar um árabátasjó- mennsku. Mynd Erlends verður sýnd í kvöld strax á eftir Á sjó. Þess má geta að Á sjó er til- einkuð Karli Jóhanni Birgissyni, sem fórst af slysförum einu og hálfu ári eftir gerð myndarinn- ar. Karl Jóhann var í áhöfn tog- arans Breka og kemur töluvert við sögu í myndinni. Myndirnar verða sýndar í Kvikmyndasafni Íslands í Hafn- arfirði bæði í kvöld og á laugar- daginn. Þótt frumsýning sé í kvöld er hún ekki eingöngu fyr- ir boðsgesti heldur er öllum heimill aðgangur. ■ HARALDUR ÞÓR EGILSSON Flytur fyrirlestur um nauðsyn sendiráða á 21. öld í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags Íslands í Norræna húsinu. VALDIMAR Á SJÓ Í myndinni Á sjó leikur Valdimar Örn Flygenring leikara sem er sendur í sjóferð til að kynna sér lífið um borð í togara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.