Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 23
23ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2004 hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 10 FEBRÚAR Þriðjudagur Skandinavísk deild: Tólf félög keppa FÓTBOLTI Keppni bestu fótbolta- félaga Skandinavíu hefst næsta vetur. Keppnisrétt fá fjögur efstu félög Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar í landskeppnum þessa árs en fyrstu leikirnir eru fyrirhugaðir 7. og 8. desember. Í A-riðli verða tvö efstu félög norsku deildarinnar, félagið í þriðja sæti Allsvenskan og fé- lagið í fjórða sæti dönsku deild- arinnar. Í B-riðli verða tvö efstu félög Allsvenskan, félagið í þriðja sæti dönsku deildarinnar og félagið í fjórða sæti norsku deildarinnar. Í C-riðli verða tvö efstu félög dönsku deildarinnar, félagið í þriðja sæti norsku deildarinnar og félagið í fjórða sæti Allsvenskan. Hvert félag fær sem svarar 12 milljónum króna fyrir að leika í riðlakeppninni og þau sem kom- ast í útsláttarkeppnina fá um 15 milljónir króna. Sigurvegarinn fær þrjár milljónir en félagið sem tapar úrslitaleiknum fær eina milljón. Sigurleikur gefur tvær og hálfa milljón en jafntefli 1,2 milljónir auk þess sem félög- in fá tekjur af aðgangseyri. Sænsku deildinni lýkur 30. október og norsku deildinni dag- inn eftir en danska deildin hefst að nýju 13. mars eftir vetrarhlé og lýkur 29. maí. Brøndby er efst í Danmörku með 46 stig, Esbjerg hefur 43, FC København 39, OB frá Óðinsvéum 35 og AaB frá Álaborg hefur 30 stig. ■ 200 metra hlaup: Silja setti met FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, setti um helgina Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss í Clemson í Suð- ur-Karólínu. Silja hljóp á 24,26 sekúndum og sigraði glæsilega í hlaupinu. Sunna Gestsdóttir, UMSS, átti gamla metið, 24,30 sekúndur, en það setti hún á móti í Málmey fyrir tæpu ári. Fyrir fjórum vikum hljóp Silja 200 metrana á 24,21 sekúndu, sem var betri tími en Íslandsmet Sunnu en fékkst ekki staðfest sem nýtt met. Á sama móti hljóp Silja 400 metrana á 54,07 sekúndum. Það var betri tími en gildandi Ís- landsmet í flokki 21-22 ára en það fékkst heldur ekki staðfest sem nýtt met. ■ ROSENBORG Meistarar síðustu tólf ára keppa án efa í skandinavísku deildinni næsta vetur. MICHAEL OWEN Verður í eldlínunni gegn Íslendingum þann 5. júní. Vináttulandsleikur í júní: Hópferð á England- Ísland FÓTBOLTI Farið verður í hópferð á vináttulandsleik Íslands og Eng- lands sem fer fram í Manchester þann 5. júní næstkomandi. Flogið verður beint til Manchester þriðja júní og aftur heim þann sjötta. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn í Hlíðasmára hefur veg og vanda af ferðinni. Leikurinn er hluti af þriggja liða móti, sem er liður í undirbúningi enska landsliðsins fyrir EM í fótbolta sem verður haldið í Portúgal í sumar. Auk Englands og Íslands tekur Japan þátt í mótinu. Leikur Íslands og Japan fer fram 30. maí. ■ ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn í Intersport-deild karla í körfubolta.  19.15 ÍR og Keflavík mætast í Seljaskóla í 1. deild kvenna í körfubolta.  19.30 ÍS og KR eigast við í Kenn- araháskólanum í 1. deild kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  14.15 Trans World Sport á Stöð 2.  18.30 Olíssport á Sýn.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 Trans World Sport á Sýn.  21.30 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíðamanna á heimsbikarmótum.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  23.25 Trans World Sport á Sýn. Líkir Real við Harlem Globetrotters David Beckham unir hag sínum vel hjá Real Madrid. Hann segist hafa bætt sig sem leikmaður eftir að hann var færður af vængnum yfir á miðjuna. FÓTBOLTI „Hjá Manchester United spilaði ég á hægri vængnum. Núna hef ég fengið nýtt hlutverk inni á vellinum og það er frá- bært,“ segir Beckham og er greinilega himinlifandi með sinn hlut. Hann bætir því við að koma sín til Real hafi síður en svo ver- ið hluti af einhverri auglýsinga- brellu eins og margir kynnu að halda. „Ég held að mikilvægasta markið sem ég hef skorað fyrir Real hafi verið það fyrsta vegna þess að fólk var á varðbergi gagnvart komu minni. Það hélt að ég væri hérna til að selja treyjur.“ Þegar Beck- ham bauðst að fara til Real stóðst hann ekki þá freist- ingu að spila með frábærum leikmönnum á borð við Zidane, Figo, Ronaldo, Roberto Carlos og Raul. „Það að spila í sama liði og þessir leikmenn er tækifæri sem mér býðst kannski aldrei aftur. Þetta er eins og að vera í Harlem Globetrotters. Þarna eru saman komnir svo margir frábærir leikmenn sem geta sett upp sýn- ingu fyrir áhorfendur. Mig lang- aði að vera ein af þessum stjörn- um og leika í þessu liði.“ Hann segist hafa verið tauga- óstyrkur þegar hann hitti stjór- stjörnur Real í fyrsta sinn en jafnaði sig fljótt á því. „Þeir voru allir mjög vingjarnlegir, sem var einmitt það sem ég þurfti á að halda. Þeir eru mjög fínir náungar og jarðbundnir, sem er frábært. Þeir eru miklar stjörnur en haga sér ekki þannig. Þeir hafa verið frábærir og Roberto Carlos er einn við- kunnanlegasti náungi sem ég hef nokkru sinni kynnst.“ Beckham, sem hefur staðið sig prýðilega hjá Real, hefur lýst því yfir að hann vilji vinna þrennuna frægu eins og hann gerði með United árið 1999. Lík- urnar á því eru enn sem komið er ágætar. Real er komið í úrslit bikarkeppninnar eftir að hafa slegið út Sevilla, liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og er að auki komið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir það Bayern München í Þýskalandi þann 24. febrúar. Draumurinn getur því enn ræst hjá þessum vinsæla leik- manni, sem gerir sér fyllilega grein fyrir þrýstingnum sem var á honum fyrst þegar hann kom til Real. „Fólk sagði að ég væri ekki rétti maðurinn en ég tel að ég hafi sannað að ég geti spilað fyrir þetta félag.“ freyr@frettabladid.is BECKHAM David Beckham á fullri ferð í leik gegn Malaga á Santiago Bernabéu-leikvangnum í Madrid. DAVID BECKHAM Fæddur: 2. maí 1975. Fæðingarstaður: Leytonstone á Englandi. Hæð: 182 cm. Þyngd: 74 kg. Hjúskaparstaða: Kvæntur og á tvö börn. Staða á velli: miðvallarleikmaður. „Roberto Carlos er einn viðkunnan- legasti ná- ungi sem ég hef nokkru sinni kynnst. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.