Tíminn - 05.01.1972, Page 3

Tíminn - 05.01.1972, Page 3
TIMINN 3 MIÐVIKUDAGUR 5. janúar 1972 Forustumenn BSRB á blaðamannafundi: BSRB vill réttlátan saman- burð við launakjör annarra Bandalagið heldur aukaþing 26. janúar um kröfu BSRB og afsíöðu ríkisstjórnarinnar EJ—Reykjavík, þriðjudag. i „Okkur kom mjög á óvart synjun ríkisstjórnarinnar við ósk okkar um endurskoðun á kjara- samningum ^pinberra starfsmanna vegna almennra kaupgjaldsbreyt- inga í landinu, og það lagabrot hennar, að taka ekki upp viðræð- Uf við BSRB. Þessi synjun og laga- brot verður rædd í einstökum fé- lögum opinberra starfsmanna á næstunni, og 26. janúar vebður svo haldið sérstakt aukaþing BSRB, sem kallað er saman eingöngu út af þessu máli“, — sagði Kristján Thorlacíus, formaður BSRB, á fundi með blaðamönnum í dag. Á blaðamannafundinum voni mættir fimm fulltrúar stjómar BSRB, en þeir voru auk formanns- ins Guðjón Baldvinsson, ritari, Haraldur Steinþórsson, varafor- maður, Einar Ólafsson, gjaldkeri, og Ágúst Geirsson, meðstjómandi og formaður Félags ísl. síma- manna. Kristján Thorlacíus rakti gang jjnálsins frá því, að BSRB sendi fjármálaráðherra bréf þann 10. desember s.l. um endurskoðun kjarasamnings opinberra starfs- manna vegna alrpcnnra kaupgjalds breytinga í landinu. Voru gerðar kröfur um 14% kauphækkun í á- föngum. Synjun ríkisstjórnarinnar — Aukaþing BSRB 30. desember s.l. barzt síðan svar frá fjármálaráðherra, þar sem birt var svofelld ályktun ríkis- stjórnarinnar: „Ríkisstjórnin telur ekki grund- völl til endurskoðunar á kjara- samningum opinberra starfsmanna frá 19. des. 1970, enda koma til áfangahækkanir skv. Þeim á árinu 1972. Ríkisstjórnin ákvað í málefna- samnimgi sínum að setj i nýja lög- gjöf um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, sem veiti þcim samningsrétt, og mun hún þegar upp úr næstu áramótum skipa nefnd til þess að undirbúa þá lög- gjöf“. Að kvöldi þessa sama dags var haldinn sameiginlegur fundur stjórnar BSRB og Kjararáðs, þar sem einnig voru mættir varamenn — en í stjórn eru 11 menn og 7 til vara og í Kjararáði 5 menn og 2 til vara. Fundurinn samþykkti einróma, „að mótmæla þessari synjun ríkisstjórnarinnar og því lagabroti a'ð taka ekki upp viðræð- ur við bandalagið". Þá ákvað fund urinnn að kalla saman aukaþing BSRB vegna þessa máls, og verð- ur það haldið að Hótel Sögu mið- vikudaginn 26. janúar og hefst kl. 14. Á blaðamannafundinum skýrðu forystumenn BSRB mál þetta frá ýmsum hliðum, og þá bæði hina lagalegu hlið, þróun kjaramála opinberra starfsmanna og á hin- um almenna markaði og „mót- sagnakend vinnubrögð" ríkisstjórn arinnar í málinu, og fara megin- sjónarmið þeirra hér á eftir: ,,Lagabrot“ í lögum um kjarasamninga opin- berra starfsmanna er ákveðið, að krefjast megi endurskoðunar kjara samnings, ef almennar og veruleg ar kaupbreytingar verði á samn- ingstímabilinu. Náist ekki sam- komulag aðila með samningavið- ræðum innan mánaðar frá kröfu- gerð, skal sáttasemjari taka kjara- deiluna til mcðferðnr. Beri sátta- starf ekki árangur, skal Kjára- dómur hafa lagt dóm á ágreinings- efni áður en 3 mánuðir eru liðnir frá upphafi uppsagnafrests. Sam- kvæmt þessum ákvæðum ætti Því sáttasemjari að taka málið til með ferðar 10. janúar r.æstkomandi, og málið að fara til kjaradóms 10. febrúar ef sáttastarf er árangurs- laust. BSRB hefur frá því það öðlað- ist samningsrétt mörgum sinnum gert sams konar kröfur og nú. Hefur af beggja hálfu jafnan verið fylgt ákvæðum kjarasamningalag- anna um framkvæmd viðræðna. „Nú hefur það hins vegar gerzt, affl ríkisstjórn hafnar með sér- stakri ályktun í upphafi kröfum samtakanna, án nokkurra viðræðna eða rökstuðnings og fremur þann- ig lagabrot. BSRB vill leggja áheizlu á þ.að, að enginn getur fyrirfram vitað hvort þær samningaviöræður, sem lögin gera ráð fyrir, leiða vil samn inga eða ekki. Hefiði þó sérstak- lega mátt vænta þess að samn- ingar gætu tekizt nú, þar sem fyr- ir ári tókst í fyrsta skipti að gera heildarsamninga, án þess að dóm- stólar væru til kvaddir. Hafði stjórn BSRB auk þess ærna á- stæðu til að ætla, að ríkisstjómin tæki upp samningaviðræður, eins og lög gera ráð fyrir, þar sem for- sætisráðherra hafði skömmu eftir stjórnarskiptin ritað bandalaginu bréf, þar sem óskað var eftir sem vinsamlegustu og nánustu sam- starfi“ — segja talsmenn BSRB. Ilvers vegna endurskoðun? I rökstuðningi fyrir því, hvers vegna farið er fram á endurskoð- un samningsins, er m.a. bent á eftirfarandi: Sú hækkun, sem gerð var með samningum opinberra starfsmanna fyrir ári (19. des. 1970) var við það miðuð, að ná þeim launum, sem raunverulega voru greidd á hinum svokallaða frjálsa launa- markaði. Opinberir starfsmenn höfðu dregizt mjög aftur úr öðr- um stéttum allt frá árinu 1964, að Kjaradómur treysti sér ekki til að dæma ríkisstarfsmönnum 15% kauphækkun, sem á Því ári varð á almennum launamarkaði. Þetta er viðurkermt af fyrrverandi fjár- málaráðherra. Vegna þess, hve kjörin höfðu dregizt langt aftur úr, var ekki ta]ijf fært áð koma á leiðréttingu öðrú vísi en í fjórum áföngum og ckkí að fullw fyrr en 1. júlí 1972. Það, var fyrst, þegar þeim síðasta áfanga var náð, að launastiginn átti að endurspegla það launakerfi og þá samsebningu launa, sem ríkti á frjálsum launamarkaði, en um það hafði fjármálaráðuneytið sjálft aflað sérstakra upplýsinga. Það, að segja að opinberir starfs- j menn eigi ekki rétt á þeim 14%, sem aðrir hafa nú samið um, er hið sama og fullyrða, að fyrr- verandi fjármálaráðherra hafi samið um 14% meiri kauphækk- un til opinberra starfsmanna en þeir áttu rétt á miðað við launa- greiðslum á almennum vinnumark- aði fyrir sambærileg störf. Myndu aftur dragast aftur úr Um afleiðingu þess, ef ekki kæmi til launahækkana nú, sögðu forystumenn BSRB m.a. eftirfar- andi: í ályktun ríkisstjórnarinnar er það fært fram sem eina ástæðan fyrir synjuininni, að opinberir starfsmenn eigi eftir að fá áfanga hækkanir á árinu 1972. Er þann- ig reynt að gefa til kynna, að leið- réttingar á samningum opinberra starfsmanna hafi verið fyrirmynd hinna nýju snmninga verkalýðs- félaganna. Þetta er byggt á þeim regin misskilningi, að opinberir starfsmenn hafi með 1. áfanga ver- ið búnir aið fá fullar leiðréttingar saman borið við aðra. Synjun ríki- stjórnarinnar yrði hins vegar þess valdandi, að launakjör opinberra starfsmanna færu á ný að dragast aftur úr, og það áður en fullri leið réttingu frá fyrri tíð væri nálð. Gerðu ýtrusíu kröfur Fram kom hjá forystumönnum BSRB, að að sjálfsögðu hefðu þeir lagt fram sínar ýtrustu kröfur. í samningaviðræðum hefði að sjálf- sögðu veriö athugað, hver hlutur opinberra starfsmanna ætti að vera í almennum launahækkunum, og hvernig han.n ætti að skiptast milli hinna lægra launuðu og þeirra, sem við betri kjör búa. Krafa BSRB nær til launakjara um 8—9 þúsund starfsmanna. Yfir gnæfandi meirihluti Þeirra er á sama launastigi og launþegar inn- an Alþýðusambandsins. Þannig eru t.d. aðeins 185 menn í fimm efstu B-flokkunum í launakerfi opin- bsjrfa starfsmanna. Mikill meiri- hluti opinberra starfsmanna eru í E0. launaflobki eða-lægri flokk- um. Krafa BSRB er þannig ekki ósk um að skapa nein forréttindi fá- menns hóps hálaunamanna, held- ur krafa um réttlátan samanburð við þau launakjör, sem greidd eru hjá öðrum. „Mótsagnakennd vinnubrögð“. Loks bentu forystumenn BSRB á „mótsagnakennd vimnubrögð“ ríkisstjórnarinnar, og sögðu m.a.: „Á sama tíma, sem ríkisstjórn- in fremur brot á gildandi lögum um takmarkaðan samningsrétt op- inberra starfsmanna og synjar um eðlilegar samningaviðræður, þá er því hampað að hún hyggist setja nýja löggjöf, sem veiti opin- berum starfsmönnum fullan samn- ingsrétt. Það hefiði verðið eðlilegra og heppilegra, að viðræður ríkis- valdsins og samtakanna í þessu þýðingarmikla máli hefðu ekki verið tengdar þeim sérkennilegu vinnubrögðum, sem ríkisstjórnin hefur viðhaft nú.“ Hiiis vegar er þess að vænta, að innan skamms verði settar fram hugmyndir BSRB um samn- ingsréttarmálið. FuUírúar siiórnar BSRB skýra afstöðu bandalagsins. Þeir eru f.v. Harald ur Steinþórsson, Kristján Thorlacíus, Guðjón Bcidvinsson og Ágúst Geirsson. (Tímamynd Gunnar) LýðræSi og frelsi eru dýrmætustu lífsgæðin f áramótaávarpi því, er Ólaf- ur Jóhannesson, forsætisráð- herra, flutti þjóðinni í útvarpi og sjónvarpi á gamlárskvöld, leiddi liann huga landsmanna að því, hve mikil gæfa og mann leg lífsgleði það væru fyrir einstaklinga og þjóðir að búa við lýðræði og frelsi og almenn mannréttindi. Okkur hættir kannski of oft að taka þessi mikilvægu réttindi sem sjálf- sagðan hlut, sem við þurfum ekki að þakka forsjóninni nei.tt sérstaklega, en þetta eru þó dýrmætustu gjafirnar sem ein- staklingum og þjóðum er hægt að gefa. Það er hollt fyrir fs- lendinga. að minnast þess að mikill meirihluti mannkynsins býr ekki við þessi stjórnarfars- legu gæði og þótt ýmislegt standi til bóta í íslenzku þjóð- félagi og sjálfsagt sé að gagn- rýn á allt það, sem miður fer og til betri vegar má færa, þá er einnig rétt fyrir okkur á tímamótum að minnast þess, að hvergi í veröldinni er ef til vill að finna jafnfámennan en samstæðan hóp, er býr við slík mannrcttindi. og jafnræði og íslendingar, þegar um kima ver- aldar er skynngzt. Mikill meirihluti ! mannkyns býr vi8 ófrelsi og kúgun Ólafur Jóhannesson gerði stjórnarskiptin á fslandi á ár- inu 1971 tilefni hugleiðingar í þessa átt. Hann sagði m.a.: „Enda þótt stjórnarskipti þurfi út af fyrir sig ekki að vera svo merkilegt atvik, þar sem s'jórnir koma og fara, þá leiða þessi stjórnarskipti hug- ann að því mi.kilvæga atriði, að við íslendingar berum gæfu til þess að búa við þingræðislegt lýðræðisstjórnskipulag, þar sem stjórnarskipti geta farið- frið- samlega fram og í samræmi við vilja kjósenda í landinu í lok hvers kjörtímabils. Þetta finnst okkur að vísu sjálfsagð- ur hlutur hér á íslandi, þar sem við þekkjum í rauninni ekki annað fyiirkomulag nema af afspurn. Hins vegar vitum við, að hundruð milljóna manna búa við það stjórnarfar, að þar geta ekki farið fram stjórnar- skipti á friðsamlegan hátt. Ég þarf ekki að ncfna nein ríki í þessu sambandi. Það nægir að nefna orð eins og hallarbylt ingar, herforingjavaldatöku og ei.nræði. Við íslendingar höf- um því vissulega mikla ástæðu til þess að minnast þess með þakklátum huga nú við þessi áramót, að við njótum þeirra stjórnarfarsiegu gæða, að liér skuli það þykja sjálfsagt mál að stjórnarskipti fari fram í samræmi við vilja borgaranna. Það er svo út af fyrir sig at- hyglisvert, að mikill minnihluti mannkyns skuli njóta þessara stjórnarfarslegu gæða.“ — TK.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.