Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 16
¦:¦:¦:' V//0;-\tf?A-;$W?/Á$Kfö-y.-,. Smyglaði dekkjum af Vellínum OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Allir kannast við söguna af manninum sein vann á Vellinum en bjó utan hans og gekk með hjólbörur fullar af sandi út um Vallarhliðið á hverju kvöldi að loitinni vinnu. Hliðverðir létu karl hella sandinum úr börunum kvöld eftir kvöld og leituðu að ólöglegum varningi í sandhrúg- unni en fundu aldrei neinn slík an og náunginn hélt áfraim með hjólbörurnar. Löngu eftir að inað urinn var hættur að vinna á Vell Inum hitti einn af hliðvörðum hnan og bað karl að segja sér hverju hann hafi verið að smygla í hjólbörunum á sínum tíma, því enginn vafi lék á að hann var að smygla einhverju. Auðvitað hjól börum, svaraði smyglarinn. Kannski er saga þessi ekki al- veg sönn, en hún á sér hliðstæðu og nú situr náungi irani, sem lék svipaðan leik. Er það íslendingur sem hefur unnið alllengi hjá varnarliðinu. Hann var handtek inn fyrir nokkrum dögum ákærð ur fyrir að hafa stolið 15 dekkjum frá vinnuveitenduim sínum og játaði maðurinn sekt sína. Dekkjunuim var hann búinn að smygla út af Keflávíkurflugvelli og selja. Aðferðin sem hann not aði við að koma varningnum út um hliðið var einfaldlega sú að setja stolnu dekkin undir bíl sinn og aka þeim út, en kom aftur til vinnu með gömul og slitin dekk undir bílnum. Á efri myndinni er túrbínan ásamt fylgihlutum á hafnarbakkan'um í Reykjavík, en á þeirri neðri áletrun á sendingunni. (Tímamynd G-E.) Fyrstu loðnutorfurnar fundust út af Langanesi Norðmenn eru byrjaðir loðnuveiðarnar ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag. Rannsóknaskipið Árni Friðrikg- son lagði af stað til loðnuleitar nú um helgina, og hefur orðið var við loðnulóðningar 50—60 sjómíl- ur NNA frá Langanesi. Að sögn Jakobs Jakobssonar, leiðangursstjóra á Árna Friðriks- syni, er loðnan, sem fundizt hefur kynþroska oj; á hún eftir að ganga suður með landinu. Torfurnar, sem þeir á Árna hafa orðið varir við eru frekí.r str.iá]ar og halda Þær sig á 30 faðma dýpi á nótt- unni, en á daginn heldur loðnan sig á 100 faðma dýpi og eru torf- urnar 10—15 íaðma þykkar. I fyrra fannst loSnan ekki fyrr en 14. jan- og er hún því nokkuð fyrr á ferðinni nú. Veiðarnar í fyrra hófust 20. febriisr. Fréttir hafa borizt um loðnugöngu allmikiu sunnar en Árni Friðriksson leitar nú, en ætlunin er aíS athuga þá loðnu og sjá hvort það er kyn- þroska loðna, sem um er að ræða. í þessari ferð mun Arni Friðnks- son leita suður fyrir Papey. >á hafa borizt fréttir frá Nor- egi um, að Norðmenn hafi hafið ieiðDuveilBar. Fengu fyrstu norsku bátarnir loðnu á laugardagskvöld, og á sunnudag fengu 15 norskir I en norskir fiskifræðingar eru ekki bátar 1900—9500 hektólítra. Á síð eins bjartsýnir á veiðina nú, og astliðnu ári veiddu Norðmenn yfir segja að loðnugangan sé mun 13 milljónir hektólítra af loðnu, | minni en í fyrra. Tilkynnt um sprengju á Keflavíkurflugvelli OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Sl. nótt kl. 1,55 var hringt í öryggisdeild Vairnarliðsins á Kefla víkurflugvelli og maður sagði frá því að sprengja væri í einum af herskálunum. Sá sem svaraði í símann vildi vita mcira og spurði í hvaða skála sprengjan væri og hvenær hún spryngi. en röddin ísímanum bara endurtók, að sprengja væri í einum af skál um hermannanna. Tilkynningin kom gegnum Vall arsímakerfi Varnarliðsins. Einnig heyrðist í símanum í barni sem grét. Álitið var -að um gabb væri að ræða en satnt voru gerðar nauðsynlegar varúðanráðstafanir í þeim herskálum sem til greina komu. Voru menn vaktir upp og þeim sagt að fara út og halda sig á sérstöku svæði meðan rann- sókn færi fram. Sérfræðingar gerðu síðan leit að sprengju í skálunum en fundu enga, og fengu hermennirnir að fara að sofa aftur að tveim tímum liðn- . Svipuð atvik hafa komið fyrir áður á Keflavíkurflugvelli að Framhald á bls. 14. Sáttanefndin í Lax- ardeilunni aö störfum Túrbínan í virkjunina á hafnar- bakkanum í Reykjavík KJ—Reykjavík, þriðjudag. Hin nýskipaða sáttanefnd í Lax árdeilunni hefur haldið sína fyrstu fundi með deiluaðilum, og voru þeir haldnir á Akureyri og í Ár- nesi. Svo sem skýrt hefur verið frá, eru þeir Egill Sigurgeirsson hrl. og Ólafur Björnsson prófess or í nefndinni. Egill Sigungeirs- son sagði Tímanum í dag, að strax upp úr nýárinu hefðu þeir haldið norður í land og ótt við- ræður við deiluaðila. Ræddu þeir við stjórn Laxárvirkjunar á Ak- ureyri og við stjórn Landeigenda félagsins í Árnesi. Sagði Egill að þetta hefðu verið mjög ítarlegar viðræður, þair sem deiluaðilar hefðu skýa-t málin. — Við höfum hug á því að fara fljótlega norður aftur, til við- ræðna við deiluaðila og leggjum kapp á að ná sáttum í þessari langvinnu og umfangsmiklu deilu, ; sagði Egill Sigurgeirsson. I framhaldi af þessu má geta. þess, að framkvæmdum við virkj unina við Laxá heldur áfram, og eru nú farnir að koma til lands ins hlutar í vélasaimstæðu virkjun arinnar. Á hafnarbakkanum í Reykjavik er nú túrbínan og fylgi hlutar með henni, en túrbínan, sem mikið hefur verið talað um í þessu sambandi, er smíðuð í Vestur-Þýzkalandi. Þegar pöntun in á vélahlutunum var gerð, hét virkjunin Gljúfurversvirkjun, og þannig eru vélahlutarnir merktir. Nú heitir virjunin sem unnið er að Laxá III, en vélahlutarnir eru þeir sömu. Allt við það sama um opnunartíma ÞÓ—"Reykjavík, þriðjudag. „Þetta er stærra mál en fyrst var haldið, og við munum ekki rasa um ráð fram", sagði Guð- mundur Ragnarsson, framkvaamda stjóri Kaupmannasamtakanna, er við inntum hann eftir því hvort nokkuð nýtt væri að frétta um opnunartíma verzlana, vegna styttinigar vinnuvikunnar. Guðmundur sagði, að sérsam- böndin væru með stanzlausa fundi, en almennt hefði engin ákveðin niðurstaða fengizt. Mat- vörukaupmenn héldu fund í morg un, og á þeim fundi var yfirgnæf Framhald á bls. 14. 101589 farþegar komu tíl landsíns á stðasta ári þar af voru 71.384 útlendingar SB-Reykjavík, þriðjudag. Farþegar, sem komu til lands- ins með skipum og flugvéium á s.l. ári, voru 103.589 talsins, þar af 71.384 útlendingar frá 96 lönd- um. Með í þessum tölum eru far- þegar 20 skemmtiferðaskipa, sem komu hingað á árinu, en þeir voru ,10.665. Árið 1970 komu hingað 52.908 útlendingar frá 92 löndum, og er því um fjölgun að ræða, þótt skemmtiferðaskipunum sé sleppt, en þau voru ekki talin með árið 1970. Af þeim útlendingum, sem komu hingað árið 1971, eru Bandaríkjamenn í yfirgnæfandi meirihluta, 27.588. og eru þeir um 5200 fleiri en árið áður. Næstir í röðinni eru Bretar 5,785 talsins, en voru 5.295 árið áður. Danir voru 4.223, en þeim fækkaði úr 4.694. NorfSmenn voru 2018 og fækkaði einnig. Svíum fjölgaði hins vegar úr 2681 í 3304. Þau lönd, sem bættust við síðan árið 1970, eru Tasmanía, Senegal, Afganistan og Togo og munar þar mest um Senegalballettinn, en í honum voru 41. ) Um ferðalög íslendinga á árinu er það að segja, að fslendingar sem komu til landsins nú voru 32.205, en í fyrra 26.899. 1301 útlendingur kom með skip um, en 59.418 með flugvélum, auk þeirra 10.665, sem komu með skemmtiferðaskipum, eins og áður er getið. Kosning framlengd EJ-Reykjavík, þriðjudag. Eins og kunnugt er, átti kosn- ingu stjórnar í Sjómannafélagi Reykjavíkur að ljúka í gærkvöldi. Nú hefur kosning hins vegar ver- ið framlengd, að sögn. vegna dræmrar kjörsóknar, til a.m.k. 20. janúar. Rúmlega helmihgur þeirra sem á kjörskrá eru — eða um 660 félagsmenn — hafði neytt at- kvæðisréttar í gær. Áramótafagnaður FUF í Reykjavík verður haldinn í Veitingahúsinu að Lækjarteig 2 fimmtudag- inn 13. janúar næstkomandi. Nánar auglýst í blaðinu á morgun. | Stjórnin. s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.