Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 16
16 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 25. janiíar 1972 Grótta í úrslit? Klp—Reykjavik. Grótta fór yfir nikilvæga hindrun á leiö sinni i trslitaleikina um sigurinn i 2. leildarkeppninni i handknattleik carla á sunnudaginn, er liðið sigraði Þrótt i siðari leik liðanna i i-riöli 17:14. Grótta á eftir að leika við Akureyrarliðin bæði fyrir noröan, og ef liðið sigrar þar er það þar með komið i úrslit og mætir þá mjög liklega Armanni, sem hefur nú örugga forustu i b-riðlinum. Grótta hafði yfirhöndina i leiknum gegn Þrótti allan tim- ann. t hálfleik hafði Grótta 2 mörk yfir 9:7, en lokatölur leiks- ins urðu 17:14. Þróttur fékk fjögur vitaköst i leiknum og heppnaðist aðeins eitt þeirra. Með fullri nýtingu i vita- köstum hefði Þróttur getað náð jafntefli. Spiluðu á Akureyri A Akureyri fóru fram tveir leikir i 2. deild. Stjarnan úr Garðahreppi fór norður og tapaði liðiö þar stórt i báðum leikjum. A laugardaginn lék Stjarnan við KA og tapaði meö 21 marks mun, eða 32:11 og á sunnudag tapaði svo liðiö fyrir Þór meö 19 mörkum, 27:8. "Nú er ! ¦ það aumt! ¦ maður"! „Nú var það aumt maður" — varö mörgum aö orði, sem sáu landsliðið i knattspyrnu tapa fyrir Vfkingi i öðrum æfingaleik slnum á laugar- daginn með 4 mörkum gegn 1. Var engin furða þótt menn segðu þetta, enda var leikur landsliðsins allt annað en góður, og lofaði ekki fögru með leikina við Belgiu i undankeppninni i HM. Vikingarnir skoruðu 3 mörk i fyrri hálfleik, en á fyrstu min siöari hálfleiks skoraði landsliðið, var það Marteinn Geirsson úr vita- spyrnu. Fyrir leikslok bættu svo Vikingarnir fjórða markinu við, en mörk þeirra i leiknum skoruðu, Eirikur Þorsteinsson, 2, og Ólafur Þorsteinsson og Jóhannes Bárðarson 1 mark hvor. ? ?? ? ? ?? ? ??? ?????++?-< Sigurbergur Sigsteinsson skorar glæsilega fyrir Fram á siðustu mínútum leiksins gegn 1R. Dagur gömlu Ijónanna Það er ekki hægt að segja að menn hafi veriö yfir sig hrifnir af teik Fram og 1R i 1. deildarkeppni karla I handknattleik, sem fram fór á sunnudagskvöldið. Leikur- inn var i alla staði hinn leiðin- legasti á að horfa, enda var leikið yfirvegað og hægt hjá báðum liðum, þó öllu hægar hjá Fram, sem enn er ekki búið að ná hraðanum, sem fylgja á nýju leikaðferðinni. Þaö eina, sem gerði þennan leik skemmtilegan, var einstaklings- framtak „gömlu mannanna" Hamingiuóskir Um leið og við óskum aðstandendum Blaðaprents h.f. til hamingju með hið nýja og glæsilega fyrirtæki leyf um við okkur að vekja athygli á þvi, að allar loftrásir i hinum ýmsu deildum Blaðaprents h.f. eru smiðaðar hjá okkur. Blikksmiðjan Vogur h.f. Auðbrekku 65, simi 40340. + » U^HH»MHHH'HHH'M»HMt ????????? Ingólfs óskarssonar og Gunn- laugs Hjálmarssonar. Báðir áttu þeir skinandi leik, svo og enn einn leikmaður úr þeirra „árgangi", Sigurður Einarsson. Þeir báru af öllum ungu mönnunum. . Gunnlaugur Hjálmarsson, var potturinn og pannan I öllum leik ÍR gegn sinum fyrrverandi félög- um úr Fram. Hann var með i leiknum i 55 minútur af 60, sem er afrek út af fyrir sig, hjá manni, sem er svo til búinn að leggja skóna á hilluna. Hann skoraði 6 af 15 mörkum ÍR, þar af 2 á sinn gamla sérstæöa hátt — stökkva upp fyrir framan vörnina og sk- jóta efst i markið. Ingólfur öskarsson var aðal- maðurinn I öllum leik Fram, sér- staklega var þó leikur hans góður á siðustu min. siðari hálfleiks. Þá skoraði hann fjögur mörk, — byrjaði á þvl, þegar staðan var 11:9 fyrir IR — og sendi siðan knöttinn hvað eftir annað á lln- una, þar sem þeir félagar Björgvin og Sigurbergur komu honum áfram i netið. Þessi leikkafli Fram geröi út um leikinn. ÍR, sem hafði haft yfir I siðari hálfleik, komst undir úr 12:12 I 12:13, en náði að jafna eftir það í 13:13 og siðan 14:14. Þá skoraöi Pálmi Pálmason, 15:14 og siðan Sigurbergur 16:14 og hann var aftur á ferðinni skömmu siðar með 17. mark Fram, eftir send- ingu frá Ingólfi. Gunnlaugur Hjálmarsson skoraði svo 15. mark 1R rétt fyrir leikslok, og uröu þvi lokatölur leiksins 17:15 fyrir Fram. Eins og fyrr segir bar mest á þeim Ingólfi og Sigurði Einars- syni hjá Fram. Hefur Ingólfur ekki átt betri leik siðan löngu fyrir HM-keppnina I Frakklandi. Af þeim yngri bar mest á Sigur- bergi og Björgvin, sem eru dug- Iegir á linunni, svo og ungum markverði Jóni Sigurðssyni, sem stóð sig mjög vel á lokaminútun- um. (Timamynd Gunnar) Hjá ÍR var Gunnlaugur beztur, en einnig áttu þeir sæmilegan leik Vilhjálmur og Brynjólfu'r. Annars var leikur ÍR í þetta sinn með bezta móti, miðað víð marga aðra I vetur, og hefði hann liklega nægt til sigurs gegn Fram, ef allt hefði gengið á lokaminút- unum — gefið heföi verið á Hnuna og vörnin veriö þéttari á miðjunni. Dómarar leiksins voru þeir Cli Ólsen og Kristófer Magnússon. Dæmdi Kristófer vel en Óli var ekki eins öruggur — og heldur „Fram-sinnaður" á köflum. Mörkin i leiknum skorðuðu: 1R, Gunnlaugur Hjálmarsson 6, Vil- hjálmur Sigurgeirsson 4, Brynjólfur Markússon 3, Hörður Arnason og Þórarinn Tyrfingsson 1 mark hvor. FRAM: Ingólfur Óskarsson 4, Sigurbergur Sig- steinsson 4, Axel Axelsson 3, Pálmi Pálmason 3, Sigurður Einarsson 2 og Björgvin Björgvinsson 1. -klp- Sigur á síðustu sekundu Valur sigraði Þór með 1 stigi en Þór hafði 1 stig yfir þegar 15 sekundur voru eftir Vörubifreið til sölu Scania Vabis L 56 árg. 1965, ekin 160 þús. km. með 2Vfe tonna Fogo krana og 17 feta palli. Allar uppl. gefur Gunn- ar Helgason, Lundi Skagaströnd, sími 95- 4662. Fjórir leikir fóru fram I 1. deild tslandsmótsins I körfuknattleik um helgina. Tvö af utanbæjar- liðunum, Þór og UMFS, koiiiu I „kaupstaðaferð" og léku i tþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, þar sem þau m.a. mættust og léku siðan við sitthvort Reykjavlkur- félagið. Aðal leikurinn um helgina var leikur Þórs og Vals. Var hann bæði spennandi og jafn, sérstak- lega þó á lokaminútunum. Allt út- lit var fyrir að Þór færi með góðan sigur af hólmi, þvi að liðið komst 16 stig yfir i upphafi leiks- ins. En Valsmenn gáfu sig ekki og náðu að jafna bilið. Þegar aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum hafði Þór eitt stig yfir 68:67. Valsmenn voru þá með knöttinn og misstu hann. Gutt- ormur Ólafsson náði honum af þeim og brunaöi upp — en hitti ekki I körfuna, þar með náðu Valsmenn honum og á slðustu sekúndu leiksins kom Siguröur Hjörleifsson honum niður I gegn- um hringinn og þar með var Valur sigurvegari i leiknum 69:68. Annar stórleikur um hélgina átti að vera milli 1R og Armanns. Ekkert varö úr neinum stórleik þvi yfirburðir IR-inga voru það miklir. Þeir héldu sinu striki og skoruðu hvað eftir annað. Höfðu 14 stig yfir I hálfleik og sigruðu i leiknum 90:65. Armenninga vantaöi Jón Sig- urðsson, sem er frá vegna meiðsla, og munar mikið um hann, þó svo að Birgir Birgis hafi aldrei verið jafn góður og I ár. A laugardagskvöldið — þegar varla nokkur hræða kemur til að horfa á kappleik — léku UMFS og KR. Var þaö frekar léttur leikur hjá KR-ingum, sem sigruðu með 16stiga mun, 84:68.1 þessum leik bar mest á þeim gömlu fé- lögunum, Kolbéini Pálssyni og Gunnari Gunnarssyni, sem nú voru mótherjar. Var oft gaman að Þeiri viðureign, enda gjör- þeKKja þei'r hvor annan. Þór og UMFS mættust siöan á sunnudagskvöldið og fóru leikar þá þannig, að Þór sigraði 76:60. 1 þessum leik munaði mest um næðarmun leikmanna. Hjá Þór eru þrir stórir, sem allt taka undir körfunni, en Borgnesingar hafa aöeins einn stóran, og má hann sin litið gegn þrem, i þeim slagsmálum, sem oft verða I hörðum leik i körfuknattleik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.