Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. janúar 1972 TÍMINN 7 skortur og þá rignir kvörtun- um yfir ölgeröarhúsin. Þau auglýsa eftir flöskum og þá fyllist allt út úr dyrum af þeim, og neita veröur að taka á móti tómum flöskum. ölgeröirnar geta ekki sótt flöskurnar, vegna bifreiðaskorts og þannig rekur hvert vandamáliö annað. Milljónir af tómum bjór- flöskum eru nú einn mesti höfuðverkur ölgerðarhúsa i Austur-Þýzkalandi. Vanda- málið er ekki, hvað gera eigi .við flöskurnar, heldur hvernig sé hægt að fylla þær sem fyrst á ný. Gleriðnaðurinn og öl- gerðirnar eiga afskaplega bágt með að fylgjast með drykkjuvenjum fólks, sem eru sibreytilegar og hafa leitt til geysilegrar aukn- ingar öls og vatnsdrykkju undanfarið. Eimað vatn er nefnilega selt á ölflöskum þar i landi. 1 stað þess sem áður var á „gasthausunum” I Austur-Þýzkalandi, að menn sátu meö freyðandi öl- kollu fyrir framan sig, kem- ur fólk nú með töskur og fer heim meö tugi af ölflöskum og drekkur það siöan við sjónvarpið. þegar þeir fóru i hjólreiöaferö á flugvelli einum i Bretlandi. Óku þeir 19 sinnum þriggja km. hring og það var Rotary- klúbburinn á staðnum sem átti hugmyndina. Hér getur aö lita lengsta reiðhjól i heimi, að þvi er segir i heimsmetabók Guiness. A hjólinu er pláss fyrir 22 mann- eskjur. Sá, sem situr fremst, stýrir, siðan koma 7 farþegar, þá 12, sem stiga og sá aftasti sér um kúplinguna og girana. En sá 22. i röðinni situr á hliðarhjóli til þess að jafn- vægið fari ekki út um þúfur. Nýlega söfnuðu 22-menn- ingarnir yfir 100 þúsund krón- um til góðgerðarstarfsemi, 1 fjögur ár hefur Frans- maðurinn Gaston Santerne i Oissemont i Normandi notað allar sinar fristundir til að búa til llkan af dómkirkjunni i Milanó. Nú er verkinu lokið og árangurinn er stórfeng- legur. Santerne telur, að i verkið hafi hann eytt 9600 klukkustundum, en líkanið sé lika afar nákvæmt i alla staði. Likanið er 1,87 metrar á lengd, 110 sm. breitt og 227 sm. hátt. Senterne hóf verkið 9. janúar 1967 og nú fyrir skömmu lagði hann siðasta vandlega útskorna stykkið á sinn stað. ☆ Yfirvöldin telja, að alltaf séu um 5 milljónir af Áöskum i um- ferð milli ölgerðarhúsanna, veitingahúsanna, verzlana og neytenda og erfitt vill reynast að koma flöskunum aftur i ölgerðirnar. Þegar engar flöskur eru til, verður öl- Italski kvikmyndafram- leiðandinn Alberto Lattuada leitaði með logandi ljósi að stúlku, svona um 10 ára aldur- inn og ætlaði hann að nota hana fyrir Sophiu Loren sem barn i kvikmynd. Barniö leikur i myndinni „Syndin” og Sophia leikur aðalhlutverkið, en sést aðeins nokkrum sinnum i byrj- un sem barn. Lattuada hefur ofnæmi fyrir máluðum börn- um, svo nú var að finna stúlku, sem raunverulega var lik Sophiu, þegar hún var á þess- um aldri. Að lokum tók hann ákvörðun og enginn varð hissa, þvi stúlkan er engin önnur en Alessandra Mossolini, systur- dóttir Sophiu og er hún 8 ára. Maria, móðir barnsins var gift Romano Mussolini, syni ein- ræöisherrans. Barnið er mjög likt móðursystur sinni, nema augun. Svo hófst kvikmynda takan. Þvert á móti þvi sem Sophia var, þegar hún byrjaöi að leika, er Alessandra gjör- samlega laus viö að vera feim- in við vélarnar. Hún leikur við hvern sinn fingur og er nán- ast eins og heima hjá sér. Auk þess kemur Sophiu og litíu frænkunni vel saman, þótt þeim móður hennar hafi ekki verið mjög vel til vina undanfariö. Systirin hefur nefnilega gert einum of mikið af þvi, að áliti Sophiu, að reyna að likjast henni. En nú hefur Maria komiö til að fylgjast með kvikmynda- tökunni og allt viröist i bezta lagi. Hér eru þær mæðgur á göngu I sólinni I upptökuhléi. Það var i kristnifræði i fyrsta bekk og kennslukonan spurði Óla litla: — Biðjið bið borðbæn heima hjá þér? — Nei, við þurfum þess ekki. Það er allt i lagi með matinn hennar mömmu. — Veiztu, hver er refsingin fyrir tvikvæni? — Já, tvær tengdamæður. Biskupinn hafði talað um Jónas og hvalinn i ræðu sinni og eftir á tók Andrá hann tali og spurði hann, hvort hann, biskupinn sjálfur tryði þvi raunverulega, að hvalurinn hefði gleypt Jónas. — Ég skal spyrja hann, þegar ég kem i Himnariki, svaraði biskupinn, og ef hann er ekki þar, getur þú spurt hann. . . Johannes var hjá lækni. — Segðu mér á islenzku, hvað er að mér. — Það er ekkert að þér, sagði læknirinn. — Gott, segðu mér það svo á latinu til að segja konunni minni. — Settu bilinn niður, þá skilum við egginu þinu. — Já, nú skil ég, hvers vegna þú kallar bilinn sardinudósina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.