Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUÐAGUR 25. janúar 1972 TÍMINN 13 Hvers eiga ibúar Arbæjar- og Breiðholtshverfis að gjalda' Mikiö ófremdarástand rikir á götum Reykjavfkur þessa dagana sökum snjó- komunnar. Eiga bæðiakandi og gangandi vegfarendur i hinuin mestu erfiðleikum meö að komast leiðar sinnar, þvi að ráðamenn borgar- innar virðast litinn áhuga hafa á þvi að láta ryðja göturnar — eða óllu heldur, að gatnamáladeild borgar- iiinar virðist ekki undir það búin að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Þetta ástand er meö öllu óþolandi. Einkum og sér I lagi bitnar þetta á ibúum út- hverfanna, sérstaklega þó þeim, sem búa i Breiöholts- hverfi og Arbæjarhverfi. Er lágmarkskrafa, ao gerðar séu sérstakar ráðstafanir fyrir þessi tvö hverfi, sem hafa þá sérstöðu, að þau eru aðskilin frá gömlu borgar- hlutunum, tengd hvort i sfnu lagi með einni braut við aðra borgarhluta. Það þarf að tryggja það, að aðkomuleiðir að þessum tveimur hverfum séu jafnan greiðfærar, en svo var ekki t.d. á sunnudaginn, en þá lentu bifreiðastjórar, sem leið áttu i Breiðholts- hverfi f erfiðleikum, jafnvel þó að bifreiðir þeirra væru ágætlega útbúnar til aksturs i snjó. Sem betur fer hafa undan- farnir vetur verið fremur snjóléttir.Það er þess vegna enn þá óafsakanlegra, að ráðamenn borgarinnar skuli ekki ganga þannig frá hnútum, að hægt sé að ryöja götur i þau fáu skipti, sem á þvl þarf að halda. Það er engin lausn á vandanum að ráðleggja fólki að nota ekki LAUS STADA Sementsverksmiðja ríkisins óskar eftir að ráða mann eða konu til starfa á rannsóknarstofu. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfs manna. Umsóknir, er tilgreina menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Sementsverksmiðju ríkisins, Akranesi, sími 93-1555. Sementsverksmiðja ríkisins. X EVINRUDE ÓLMUM HESTUM í ÆVINTÝRALEIT! Lcttur sem fis, sterkur sem bjbrn Nylonstyrkt belti.sem endastog endust Tvö Ijás lýsa bctur en eitt Lokaðar sjálfsmurðar legur Sjálfskiptur með diskabremsu bifreiðir sínar. Það er nefni- lega ekki heldur séö fyrir þvi að halda gangstéttum auðum - og strætisvagnaferðir eru strjálar i úthverfum og á þeim verða ýmsar tafir i þungri og erfiðri færð. Það er krafa Reykvikinga, að meirihluti borgarstjórn- ar, sem ræður feröinni I þessu máli, geri bragarbót, I stað þess að sitja með hendur i skauti, og tryggi það, að almenningur geti ferðazt hindrunarlaust um borgina. Alfreð Þorsteinsson. Dæmigerð mynd úr umferðinni f Reykjavík. ÞOR HF Q 11 Skólavörðust.25____________^l^^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.