Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 25. janúar 1972 TÍMINN 17 Geirs-lögmálið tröll- ríður FH FH átti í erfiðleikum með KR, en sigraði þó 17-15. Það var enginn glæsibragur yfir sigri FH gegn KR I 1. deildar keppninni I handknattleik á sunnudagskvöld. Aðeins tveggja marka sigur, 17 : 15, en þó lá sigur FH allan timann i loftinu. Og FH verður, þrátt fyrir slakan leik, eitt þriggja liða, sem taka þátt i lokaorrustunni um tslands- meistaratitilinn. Hin liðin eru Víkingur og Fram, sem átti heldur ekki neinn glansleik á sunnudaginn gegn ÍR. Það var mikil deyfð yfir FH - liðinu i leiknum gegn KR. Og aðaldriffjöður liðsins i mörgum undanförnum leikjum, Geir Hallsteinsson, var eins og svefn- gengill, þar til aðeins 5 minútur voru til leiksloka, að hann vaknaði af værum blundi, og skoraði sitt fyrsta mark i leiknum — og bætti svo öðru við skömmu siðar. Það er eins og FH - liðið standi og falli með Geir. Ef hann á góðan dag, leikur liðið vel, en ef hann er slakur, eins og i leiknum á sunnudag, þá er allt liðið slakt. En þarf FH að hlita þessu lög- máli? AHs ekki, þvi að nú orðið á FH sæg góðra leikmanna. En á meðan stjórnendur liðsins utan valíar vilja ekki horfast i augu við þá staðreynd, að Geir getur verið mistækur eins og aðrir — og á að hvilast á skiptimannabekkjum i samræmi við þaö — mun þetta lögmál gilda áfram. Og á sama tima sitja leikmenn eins og Ólafur Einarsson allan timann á bekknum og fá ekki að stiga fæti sinum inn á leikvöilinn — ekki eina einustu mlnútu!! KR - ingar, undir stjórn Hilmars Björnssonar, gerðu heiðarlega tilraun til að klekkja á FH. Og meðan Hauks Ottesen naut við, tókst þeim að ylja FH undir uggum. en eftir að Haukur varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, fór mesti broddurinn úr sókninni hjá KR. í hálfleik hafði FH tryggt sér eins marks forskot, 9 : 8, en KR tókst að jafna og komast einu marki yfir 10 : 9. En FH tókst fljótlega að jafna aftur og ná for- skoti, mest fyrir góðan leik Birgis Björnssonar, sem var bezti maður FH - liðsins, ásamt Viðari Simonarsyni. A siöustu mlnútum leiksins munaði ekki miklu, að FH missti Auðunn skorar fyrir FH I leiknum gegn KR. (Tlmamynd Gunnar). niður tveggja marka forskot sitt, en þá kom Geir loksins til skjal- anna og skoraði tvö falleg mörk. Lokastaðan 17 : 15 FH i vil í KR - liðinu eru ýmsir at- hyglisverðir einstaklingar, þ.á.m. Haukur Ottesen, Björn O. Pétursson og Þorvaldur Guð- mundsson, en það er eins og hver syngi með sinu lagi - og erfitt reynist að stilla strengi liðsins svo að það hljómi eins og sterk heild. Hilmar Björnsson, stjórnandi liðsins innan vallar, þarf að leggja sig meira fram . um að stjórna hraðanum. Eins og fyrr segir, voru Birgir og Viðar beztu menn FH - liðsins, en i heild var liðið dauft og lék langt undir getu. Mörkin: FH: Viðar 7, Birgir 4, Þórarinn og Geir 2 hvor, Hörður og Auðunn 1 hvor. KR: Haukur, Hilmar, Þorvaldur og Steinar .3 hver, Björn 2 og Árni 1. Dómarar voru Hannes Þ. Sigurðsson og Þorvarður Björns- son. eftir helgina Hra.kfarir landsliðsins í knattspyrnu. - Af hverju koma þeir ekki til greina eins og aðrir? - Nýjung í laugardalshöll. Flestir hafa gert sér grein fyrir þvi, að stefnan i landsliðsmálum i knattspyrnu, sem fylgt hefur verið á undanförnum árum, er gengin sér til húðar. Stjórn KSl rembist hins vegar eins og rjúpa við staurog 'krefst þess, að svokallað landslið leiki hvern æfingaleikinn á fætur öðrum, án tillits til þess, að félögin, sem nú eru almennt að hefja æfingar, þurfa á leikmönnum sinum að halda og mega sizt við að missa þá nú. Hver er svo árangurinn? Fyrst tapar landsliðið fyrir Keflavik 0:1, og núna um helgina fyrir Vikingi 1:4! An þess að vilja gera litið úr árangri Vikings, hljóta menn að sjá, að þessi skollaleikur hefur litla þýðingu, og er til þess eins fallinn að Ingólfur Sigurður Birgir Gunniaugur draga enn úr áliti fólks á landsliðinu, og var þó ekki úr háum söðli að detta. En hvað ætla félögin að láta draga sig lengi á asnaeyrunum? Þau þurfa að koma leikmönnum sinum i úthaldsþjálfun og þurfa að hafa þá i friði á meðan. Væri ekki nær að ljá landsliðinu leikmennina siðar, t.d. um páskana, þegar þeir ættu að vera komnir i sæmilega úthaldsþjálfun? Forráðamenn félaganna ættu að hugleiða þetta mál, og vitrari menn i stjórn KSI að hugsa sig um, áður en lengra er haldið á þessari vafasömu braut. Mörgum lék forvitni á að sjá leik Fram og IR i 1. deildinni i hand- knattleik núna um helgina, ekki sizt vegna þess, að jafnvel hafði verið búizt við, að IR tækist að stöðva sigurgöngu Fram. Ekki rættist sá draumur margra, en hins vegar fengu áhorfendur i Laugardals- höll að sjá jafnan og spennandi leik. Og alveg sérstaklega var gaman að sjá hinar gömlu kempur, Gunnlaug Hjálmarsson, sem nú leikur með IR aftur, og Ingólf Oskarsson, Fram, en báðir virðast i sérlega góðri þjálfun. Sömuleiðis lék Sigurður Einarsson, Fram, vel. En meðal annarra orða, af hverju hagar landsliðsnefnd sér eins og Nelson forðum og setur kikinn fyrir blinda augað, þegar þessir leik- menn, og raunar sumir aðrir, t.d. Birgir Björnsson, FH, eiga i hlut? Þvi koma þessir leikmenn ekki alveg eins til greina i landslið og aðrir leikmenn, yngri að árum, ef þeir sýna jafngóða eða betri leiki en þeir? Vel er hægt að virða sjónarmið landsliðsnefndar um „landsiið framtiðarinnar", en hun má ekki gleyma þvi, að hinir reyndu leik- menn geta leikið þýðingarmikil hlutverk I landsliði, þó að þeir taki ekki endilega að sér öll aðalhlutverkin. I þessum efnum þarf landsliðsnefnd að temja sér viðsýni og leitast við að horfa á hlutina I réttu ljósi. Mikla athygli vakti i Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld, að búið var að strengja kaðla milli leikvallarins og áhorfendapallanna, vafa- laust til aö koma i veg fyrir, að börn og unglingar þyrpist inn á leik- völlinn að loknum leikjum, eins og átt hefur sér stað. Frh. á bls. 19. S. Helgason hf. STEINIÐJA íinholtí 4 Slmar 2ÓÍ77 og 14254 STAÐAN I 1. DEILD Mörkin — Skotin — Vitin Staoan Staðani l.deild Islandsmótsins Geir Hallsteinsson, FH GIsli Blöndal, Val Axel Axelsson, Fram Ólafur H. ölafsson, Haukum Stefán Jónsson, Ilaukum Guðjón Magntlsson, Vfkingi Magnus Sigurðsson, Vikingi VilhjálmurSigurgeirsson, IR Brynjólfur Markússon, ÍR Páll Björgvinsson, Vikingi Björn 0. Pétursson KR Þórarinn Tyrfingsson, IR Hilmar Björnsson, KR Agúst Svavarsson, IR Einar Magnússon, Vfkingi Haukur Ottesen, KR Pálmi Pálmason, Fram Viðar Símonarson, FH Bergur Guðnason, Val Alls hafa 82 menn skorað þessi 936 mörk, sem skoruð hafa verið 11. deildinni i vetur. Mörk Skot Vltaköst 49 85 10 46 70 17 i handknattleik karla eftir leikina: 39 65 1 IR-Fram 15:17 (8:7) 35 63 14 KR-FH 15—17 (8:9) 34 60 10 Vikingur 8 6 11 150:136 13 33 30 59 62 0 0 Fram FH 7 6 0 1 134:114 12 7 5 11 141:109 11 29 54 14 Valur 8 4 13 126:120 9 26 26 40 48 1 11 IR KR 8 12 5 137:147 4 8 116 123:162 3 24 24 40 51 1 1 " Haukar 8 10 7 125:148 2 23 66 4 Næstu leikir verða annað 22 48 1 kvöld kl. 20.15. Þá leika IR- 20 20 30 34 9 9 Valur og KR-Haukar. 19 31 15 Vitaköst varin af 17 17 .30 39 2 4 markverði Rósmundur Jónsson, Vik. 9 GuðmundurGunnarsson, IR 5 Guöjón Erlendsson, Fram 4 Emil Karlsson.KR 3 Pétur Jóakimsson, Haukum 3 Hjalti Einarsson, FH 3 IvarGissurason.KR 1 Ólafur Benediktsson, Val 1 Birgir Finnbogason, FH 1 GisliKristinsson.IR 1 Brottvisun af leik- velli IR 4 min. Haukar 8 min. Vikingur 10 min. FH 14 mín. KR 14 min. Fram 18 min. Valur 19 min. Einstakir leikmenn Gisli Blöndal, Val 9 min. Axel Axelsson, Fram 6 min. Sturla Haraldsson, Haukum 6 mln. ÞórarinnRagnarsson.FH 6 - min.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.