Tíminn - 23.02.1972, Side 5
Miðvikudagur 23. febrúar 1972
TÍMINN
5
Mikið um glæpi
Lögregluyfirvöld á Korsiku
hafa nú miklar áhyggjur af þvi,
að glæpir færast þar mjög i
vöxt. Hefur þetta gengið svo
langt, að kalla hefur orðið út
aukalögreglulið til þess að gæta
laga og reglu á eyjunni.
Hvernig klæðum við
okkur árið 2000?
Tizkufrömuðir Parisarborgar
láta sér ekki nægja, að velta þvi
fyrir sér, hvernig fólk á að
klæða sig i dag. beir spá einnig
fyrir um klæðnaöinn eftir
þrjátiu ár. Hér sjáið þið eina
hugmyndina. Hún er reyndar
ekkert sérlega frumleg, þunnur
röndóttur samfestingur. bað,
sem mesta athygli mun eflaust
vekja, eru hlustunartækin á
eyrum dömunnar. Hún getur
fylgzt með nýjustu fréttum og
hlustað á hljómlist, á meðan
hún gegnur á milli búða eða
flýtir sér i vinnuna, og svo eru
það hjólaskautarnir á fótum
hennar. Enginn veit þó, hvort
þessi spá á eftir að rætast, og
heldur er það ótrúlegt.
Tapaði 25 þúsund
pundum
Fjárhættuspil gengur ekki
alltaf vel. baðsannaðist á 36 ára
gamalli konu, June Olwen
Creek i Bedford i Englandi. Hún
tapaði 25 þúsund pundum i fjár-
hættuspili nú fyrir nokkru,
og átti aðeins eftir sex pund,
þegar hún hætti. bað versta var,
að hún hafði svikið mest af
peningunum út úr vinum sinum
og kunningjum, venzla-
mönnum, svo ekki sé talað um
eiginmanninum sjálfum. Frú
Creek hefur nú verið dæmd i
þriggja ára fangelsi. Frúin
hafði stundaði fjárhættuspil i
langan tima, en maður hennar
hafði þó ekki haft hugmynd um
það fyrr en árið 1969, er hún
gerði tilraun til að fyrirfara sér
af peningaáhyggjum.
¥
Eignast börn á ný
Tugþúsundir brezkra karl-
manna hafa látið gera á sér
smávægilega aðgerð, sem hefur
það i för með sér, að eiginkonur
þeirra þurfa ekki lengur að
hafa áhyggjur yfir þvi, að þær
verði ófriskar. beir, sem
gengizt hafa undir þessa að-
gerð, sem tekur aðeins fimmtán
minútur, hafa verið varaðir við
þvi, að þeir geti ekki átt von á
þvi að eiga fleiri börn um ævina.
Nú hafa bandariskir skurð-
læknar og sérfræðingar á þessu
sviði skýrt samstarfsmönnum
sinum i. Bretlandi frá þvi, að
með mjög nákvæmri og vanda-
samri aðgerð megi jafnvel gera
karlmenn þessa frjóa á nýjan
leik. Hafa bandariskir skurð-
læknar framkvæmt 150 slikar
aðgerðir, sem hafa tekizt, á
siðustu 10 árum. Skurðlæknir
sá, sem flestar aðgerðirnar
★
hefur gert, hefur skrifað um þær
greinargerð, og skýrir þar frá
þvi,að minnsta kosti 100 þeirra
manna, sem hér um ræðir, hafa
orðið feður aftur, og þá venju-
legast að börnum seinni kvenna
sinna. Hafa þessir menn skilið
við fyrri konur sinar, sem þeir
allajafnan áttu börn með,
kvænzt á ný, og þá óskað eftir að
geta eignazt börn, og það orðið,
eins og fyrr getur.
Sænsku skólabörnin
geta valið um mat
Skólabörn i Stokkhólmi fá mat
i skólanum. bau hafa fram til
þessa aðeins fengið einn rétt, og
ekki getað valið um fleiri rétti.
Nú hefur hins vegar verið lagt
til, að þau fái fleiri rétti og geti
valið það, sem þau helzt vilja
sjálf. Borgarráðsmenn i
Stokkhólmi eru ekki allir jafn-
hrifnir af þessari tillögu. beir
segja, að mjög mikill auka-
kostnaður muni fylgja slikri
breytingu, og sé réttara að bæta
fyrst þann mat, sem nú er
fyrir hendi, heldur en að auka
úrvalið.
*
Bjórinn veikari
Bretar hafa kvartað undan
þvi, að bjórinn sé ekki nærri
eins sterkur og góður og hann
var áður fyrir. Nú hefur stjórnin
fengið i hendur skýrslu um
rriálið, og kemur þar fram, að
þessi staðhæfing hefur við rök
að styðjast. A undanförnum sex
árum hefur bjórinn stöðugt
orðið veikari og verri, en á
sama tima hefur verð hans
hækkað. Sumar bjór-
tegundirnar, sem rannsakaðar
voru, reyndust svo veikar, að
talið var að réttara hefði verið
að flokka þær undir gosdrykki
heldur en áfengt öl. Er nú von til
þess, að yfirvöldin gripi i
taumana, þar sem ekki er
heimilt að villa um fyrir fólki
með rangfrslum i auglýsingum.
★
Blindir geta „heyrt" liti
Kanadiskir visindamenn hafa
fundið upp litsendi sem gerir
blindu fólki kleift að greina liti.
Sendirinn, sem visindamenn við
háskólann i Ontario i Kanada
hafa fundið upp, mun að öllum
likindum auka möguleika blinds
Britt sagði nei takk
bað er ekki hægt að kaupa allt
fyrir peninga. Að þessu komst
hinn 75 ára gamli Nils Sand-
berg, þegar hann hafði unnið
um 25 milljónir króna i getraun-
um i Englandi nýlega. bar sem
hann var sænskur að ætt og
uppruna var sænska leikkonan
Britt Ekland fengin til þess að
afhenda gamla manninum
peningaávisunina. Hann gerði
áér þá litið fyrir og bað hennar á
staðnum, en hún sagði sem
sagt: — Nei, takk, og lét sig
milljónir hans engu skipta. Hún
sagðist ekki gifta sig fyrir
peninga.
★
fólks til þess að taka þátt i
atvinnulifinu. Litsendirinn er
smátæki, sem breytir ljós-
bylgjum i hljóðbylgjur. bað er
dr. Che Yuk Leung, sem hefur
framleitt sendinn, og honum til
aðstoðar hefur verið eðlis-
fræðingurinn J.W. Mcgowan og
liffærafræðingurinn Martin
Hollenberg. Sendirinn breytir
rauðum, gulum og bláum litum i
tær hljóðmerki, en aðrir litir eru
gefnir til kynna með samblandi
af þessum hljóðmerkjum.
Gunnarshjónin höfðu keypt sér
nýja læknabók og lásu mikið i
henni og veltu vöngum. Einn dag-
inn sagði Gunnar við frúna:
—Svei mér, ég held, að ég sé
kominn með malarfu. bað
stendur i bókinni, að þá þjáist
maður af svima, ógleði og upp-
köstum og fái háan hita.
—Já, en það er ekkert af þessu að
þér.
—Nei, en það stendur hérna, að i
fyrstu finni maður ekki til neins.
Svo var það Skotinn, sem var að
borða brjóstsykur, þegar moli
hrökk ofan i hann. Siðan hefur
hann alltaf bundið spotta um mol-
ana, þega hann fær sér brjóstsyk-
ur.
A efri árum fékk kaupsýslumað-
urinn ákaflega mikinn áhuga á
búskap. Hann keypti sér jörð og
sagði vini sinum, að siðasta árið
hefði hann grætt hálfa milljón á
búskapnum.
—Er virkilega hægt að græða á
landbúnaði, spurði vinurinn.
—Já,i fyrra tapaði ég milljón, en
núna ekki nema hálfri, svo það er
hálf i gróða, ekki satt?
—Ég neyðist til að flytja, þvi á
hverri nóttu kemur gengilbeinan,
sem býr beint á móti mér, úr
vinnunni klukkan þrjú og þá
hleypur hún allsnakin um alla i-
búðina, þangað til hun loks
dregur fyrir gluggana.
—barftu að flytja þess vegna?
—Já, ég hef ekki orku til að sitja
uppi á hverri nóttu til klukkan
þrjú.
—Hvernig gekk i skólanum i dag?
spurði pabbi 8 ára son sinn.
—Ágætlega, ég svaraði rétt,
’þegar kennarinn spurði hvað
syna væri. Ég sagði að það væri
synd að sitja inni i svona góðu
veðri.
í litlu riki i S-Ameriku hafði her-
inn tekið völdin, eins og gengur, og
hinn nýi stjórnandi ákvað að láta
sauma nýja einkennisbúninga á
menn sina. Sent var eftir klæð-
skera og lögð fyrir hann uppá-
stunga að nýjum búningum.
Gular buxur, dökkrauð stigvél,
hvitar derhúfur og appelsinugulir
jakkar með grænum axlaskúfum.
—A þetta að vera handa lifverðin-
um? spurði klæðskerinn.
—Nei, hreytti hershöfðinginn út
úr sér. —betta eru búningar leyni
lögreglunnar.
DENNI
DÆMALAUSI
Nehei, ég vil alls ekki heyra
meira um þessa vitlausu stelpu,
sem þekkti ekki ömmu sina frá
úlfinum.