Tíminn - 25.02.1972, Qupperneq 3
Föstudagur 25. febrúar 1972
TÍMINN
3
Lúðvik Jósefsson viðskiptamálaráðherra:
„Ef gengið yrði að öllum hækkunar-
kröfum myndi verðlag stórhækka og
gæti iafnvel leitt til gengislækkunar”
KJ-Reykjavik.
— Ég get ekki, á þessu stigi
málsins, sagt neitt um það,
hvernig framkomnum óskum um
hækkun á álagningu verður end-
anlega svarað, sagði Lúðvik
Jósefsson viðskiptaráðherra, er
hann ávarpaði aðalfund Kaup-
mannasamtaka Islands i gærdag.
Ennfremur sagði ráðherrann:
,,Nú eru þau mál öll i athugun
hjá réttum aðilum, en eins og
kunnugt er, fjallar verðlagsskrif-
stofan fyrst um slikar beiðnir. en
siðan gengur málið til niu
manna verðlagsnefndar og að
lokum til endanlegrar ákvörðun-
ar rikisstjórnar.
I ljós hefir komið, að flestir
þeir, sem hafa með höndum
verzlun eða reka þjónustustörf og
búið hafa við litið breytt verðlag á
verðstöðvunartimanum, telja sig
nú verða að fá heimild til mikillar
verðhækkunar. Ef orðið væri að
fullu við slikum hækkunarbeiðn-
um, mundi verðlag stórhækka og
varla gæti það leitt til annars en
gengislækkunar innan tiðar.
Verðstöðvun, sem ákveðin er
með lögum, frestar i flestum til-
fellum verðhækkunum, en að
sjálfsögðu hefir verðstöðvunin
ekki leyst þann vanda, sem við
var að glima.
Nú stöndum við i þessum efnum
frammi fyrir samansöfnuðum
vanda verðstöðvunartimans sem
ekki verður komizt hjá að leysa á
einhvern hátt.
Ýmsir augljósir gallar eru á
gildandi verðákvörðunarreglum,
og eftirlitið er ófullkomið. Mér er
vel kunnugt um óánægju verzlun-
armanna með verðlagseftirlitið
og margar ákvarðanir verðlags-
yfirvalda.
Þá sagði viðskiptaráðherra:
,,Aukinn kostnaður i verzlunar-
rekstri, ströng verðlagshöft og
samansafnaður vandi verðstöðv-
unartimans, — allt veldur þetta
kaupsýslumönnum áhyggjum og
vissum vanda.
En hér er aðeins um aöra hlið
verzlunarmálanna að ræða. Hin
hliðin litur betur út. Hún endúr-
speglar hið góða árferöi, sem við
höfum búið við. Hún sýnir stór-
vaxandi viðskipti á flestum svið-
um, örari umsetningu og betri
nýtingu á eignum og áhöldum, og
öllu þvi sem verzlunin þarf að
kosta til i sinum rekstri”.
Siðar sagði ráðherra:
Þó að horfur séu þannig góðar
um mikla framleiðslu og háar
þjóðartekjur á þessu ári, er þvi
ekki að neita, að all-mikil hætta
erá, að ofþensla geti orðiö á ýms-
um sviðum efnahagslifsins.
Þannig er óneitanlega nokkur
hætta á þvi, að innflutningur geti
orðið meiri en sem svarar
tekjuöflun þjóðarinnar.
Af þeim ástæðum hefir m.a.
verið gripið til þess ráðs að
draga nokkuð úr heimildum til
þess að taka erlend lán til al-
mennra vörukaupa.
Lán af sliku tagi voru komin yf-
ir 2000 milljónir króna i lok s.l. árs
og fóru vaxandi siðustu mánuði
ársins.
Búast má einnig við þvi, að af
sömu ástæðum, þ.e. af ótta við of-
þenslu i innflutningi, verði gerðar
ráðstafanir til að koma i veg fyrir
Hornafjarðarbátar
byrjaðir með net
AA—Hornafirði.
Vertiðarbátar eru byrjaðir
með net á Hornafirði, og er það
óvenjulega snemmt. Neta-
bátarnir hafa fengið upp i fimm-
tán tonn eftir nóttina og niður i
sex tonn. Virðist þvi vera einhver
netafiskur á miðunum.
aukningu lána tii verzlunar úr
bankakerfinu.
1 siðasta hluta ræðu sinnar
fjallaði viðskiptaráðherra um
viðræðurnar við Efnahagsbanda-
lagiö og sagði þá m.a.:
Þær viðræður, sem þegar hafa
farið fram á milli fulltrúa okkar
og fulltrúa Efnahagsbandalags-
ins, hafa valdið okkur nokkrum
vonbrigðum.
I tillögum okkar um viöskipta-
samning við bandalagið, var við
það miðað, að við veittum löndum
bandalagsins sömu réttindi á
markaði okkar og EFTA-löndin
hafa haft og áttu hér að fá,
þ.e.a.s. lækkandi tolla og siðan
afnám tolla á flestum iðnaöarvör-
um.
A móti þessum réttindum til
handa bandalagslöndunum, vild-
um við fá hliðstæð tollréttindi fyr-
ir okkar útfluttu iönaðarvöru og
einnig fyrir ýmsar sjávarafurðir
okkar.
I byrjun viðræðnanna við full-
trúa bandalagsins virtust þeir
viðurkenna þetta sjónarmið okk-
ar og telja eðlilegt að við nytum
nokkurra réttinda á þeim mark-
aði fyrir okkar aðalútflutnings-
vörur. En siðar hefir þetta
breytzt og nú er sagt við okkur, að
ef við stækkum fiskveiðilandhelg-
ina eins og áformaö sé, þá geti
ekki orðið um nein sérstök rétt-
indi að ræða fyrir fiskivörur frá
Islandi.
Aþessustigi er ekki ljóst, hvað
verður úr þessum samningavið-
ræðum.
En óhætt er að slá þvi föstu, aö
við breytum i engu afstööu okkar
i landhelgismálinu, þrátt fyrir
kröfur af þessu tagi.
Aö lokum sagði ráöherrann:
t upphafi þessa árs stendur
islenzk verzlun frammi fyrir
miklum og margvislegum breyt-
ingum. Eflaust eru kaupsýslu-
menn misjafnlega bjartsýnir á
horfurnar eins og verða vill.
Vandamálin eru mörg og sum
býsna stór. En við blasa lika
margir og miklir möguleikar. Ar-
ferði er gott, full atvinna, hækk-
andi kaup, mikil sókn i aðal-
framleiösluatvinnuvegum þjóð-
arinnar. Viöskipti hljóta að veröa
mikil. Vandamálin verðum við að
leysa á skynsamlegan hátt.
Mér er ljóst, að gott samstarf
rikisstjórnarinnar við verzlunina
i landinu er mjög þýðingarmikið.
Ég vænti aö slikt gott samstarf
geti tekizt.
Reykjavíkurskákmótið:
Spennan
eyksf
Þó—Reykjavík.
Það kom i ljós er 13.
umferð Reykjavíkurmótsins
lauk i gær, að baráttan um
efstu sætin er tvisýn og
virðast 6 menn koma þar til
greina, þó svo að Hort og
Georghiu hafi mesta mögu-
leikana.
Hort, sem er efstur á
mótinu.varð að una við jafn
tefli i sinni skák á móti
Timman, og minnkaöi þar
meö forskot hans. Annars
urðu úrslitin þau, að Stein
vann Braga, Friörik vann
Jón Torfason, Georghiu vann
Magnús og Tukmakov
vann Freystein.
Jafntefli gerðu Keene og
Guðmundur, Hort og Timm-
an, Jón Kristinsson og
Gunnar. Skák Anderson og
Harvey fór i bið.
Eftir 13 umferðir er Hort
efstur með 10 vinninga,
Georghiu er annar með 9 1/2.
3.—4. eru Friðrik og Stein
með 9 v. 5. er Timman með 8
1/2.6. Tukmakov með 8. 9. er
svo Anderson með 7 1/2 og
tvær biðskákir.
I gærkvöldi átti að tefla 14.
umferð.
Þrær fullar sunnanlands
Bátarnir sigla með loðnuna frá Reykjanesi til Austfjarða
ÞÓ—Reykjavik.
Góð loönuveiði var i fyrrinótt á
miðunum fyrir SV—landi og fyrir
SA—landi. Allar þrær eru nú
fullar frá Bolungavik til Vest-
mannaeyja, og nokkrir bátar,
sem fengu loðnu út af Garðskaga,
hafa farið með loðnuna til
Austfjarðahafna, en þar er nægi
legt þróarrými, enda eru bræð-
slurnar margar og stórar.
Enginn bátur biður nú i Reyk-
javik,og munu liða a.m.k. þrir
sólarhringar þangað til hægt
verður að hefja löndun á ný.
Verksmiðjurnar i Reykjavik
bræða eitthvað i kringum 1000
lestir á sólarhring.
Þórarinn Pálmason á Djúpa-
vogi sagði, að Gisli Arni væri
búinn að landa 1016 tonnum i
þrem veiðiverðum,en alls mun
Gisli Arni hafa landað fimm
Faðir
minn átti
fagurt
land
SE—Reykjavik.
Skógrækt Rikisins frumsýndi i
gær nýja kvikmynd, sem ber
nafnið Faöir minn átti fagurt
land. Myndina gerði Viðsjá.
Myndin fjallar um skógrækt ís-
lands almennt . Sýndar eru
myndir frá Vaglaskógi og Hall-
ormstaðarskógi. Þetta er mjög
falleg og vel tekin mynd.sem
sýnir litina vel og hver árangur-
inn hefur orðið i skögrækt og þá
sérstaklega i Hallormstaðar-
skógi, þar sem fjölmargar út-
lendar trjátegundir hafa verið^
ræktaðar á undanförnum árum.
Nú hefur veriö byggö Rannsókna-
stöð á Kjalarnesi.Þar eru hafnar
rannsóknir af fullum krafti á
ýmsum plöntum og trjáteg-
undum. Þessi mynd er mjög
skemmtileg og fræðandi fyrir alla
þá, sem áhuga hafa á skógrækt.
Gisli Gestsson stjórnaði töku
myndarinnar og tók hana að
mestu leyti.
sinnum á sex sólarhringum á
Austf jarðahöfnum.
Benedikt Guttormsson i Nes-
kaupstað sagði, að tveir bátar
hefðu landað þar i nótt,og var það
afli heimabáta. Vonast menn i
Neskaupstaðeftir meiri loðnu,þar
sem næg loöna er nú á miöunum
að sögn sjómanna við Ingólfs-
höfða og allar þrær fullar á
SV—landi, en frá Ingólfshöfða er
styttri sigling til Austfjarða en til
Vestmannaeyja.
Hafa fengið loðnu
AA—Hornafirði.
Hér eru komin á land tæp tiu
þúsund tonn af loðnu, og eru
þrærnar fylltar jafnóðum og eitt-
hvaö pláss losnar. A allri loðnu-
vertiöinni I fyrra komu um sjö
þúsund tonn á land á Hornafirði.
Mega Hornfirðingar þakka
fyrir, að loðnan hefur verið svo til
um allan sjó, þvi að Horna-
fjarðarbátarnir tveir, Skinney og
Gissur hviti, eru báðir úr leik
vegna óhappsins i skipasmiða-
stöðinni á Akranesi.
Vilja sálfræðing til Tefldu fjöltefli
að fylgjast með neyzlu
ávana og fíknilyfja
'SE—Reykjavik.
Fyrir stuttu var haldinn fundur
Ungmennafélags Njarðvikur i
Stapa, þar sem skorað var á al-
þingismenn Reykjaneskjördæmis
að:
1. Bera fram sameiginlega
þingsál.tillögu, þar sem skorað er
á rikisstjórnina að ráða sálfræð-
ing tilaðfylgjast með og gera til-
lögur um afgreiðslu á lögreglu-og
heilbrigðismálum, er snerta
neyzlu ávana-og fiknilyfja.
2. Beita sér fyrir endurskoöun á
gildandi löggjöf um meðferð
mála, er snerta notkun og dreif-
ingu ávana-og fiknilyfja. Leitað
verði álits erlendra og innlendra
sérfræðinga við samningu laga
þessa.
Fundurinn var mjög fjölmennur.
Meðal fundarmanna voru m.a.
kona er átti 19 barnabörn og ung-
lingarmilli fermingar og tvitugs.
ÞÓ—Reykjavik.
Stór meistararnir Stein og
Georghiu tefldu fjöltefli á þriöju-
dagskvöidiö. Stein tefldi viö
máíara og múrara á 29 boröum,
liann vann 23 skákir, geröi 4 jafn-
tefli og tapaöi einni. Sá sem vann
Stein er Haraldur Haraldsson, en
þeir, sem geröu jafntefli viö hann,
eru Steinþór Gunnarsson, Eli
Gunnarsson, Ari Stefánsson og
Ilalldór Karlsson.
Georghiu tefldi viö lögreglu-
menn á 23 boröum, hann vann 18
skákir og geröi fimm jafntefli.
Þeir, sem geröu jafntefli viö
hann,cru: Ásgeir friðjónsson, Jón
Friöjónsson, GIsli Björnsson,
Jón Þóroddsson og Gestur Jóns-
son.
Hætt að höndla
Það undarlega hefur skeö nú
upp úr siðustu kjarasamingum,
aö þeir sem verzlun reka I landinu
virðast hafa mestan hug á þvl aö
stytta meö einhverju móti þann
tima, sem verzlanir eru opnar. Er
þvi borið við, aö kjarasamn
ingarnir og ákvæöi um styttri
vinnutima skeri úr um þetta.
Sums staðar er jafnvel freistazt
til að fá viðskiptavini til aö á
kvarða, hvort þeir vilja heldur
hafa opiö á laugardögum eöa
fyrir hádegi á mánudögum. Þetta
gerist um likt leyti og striöi um
kvöldsölutima verzlana er aö
ljúka, en hann var auðvitað
tekinn upp af dugmiklum
kaupmönnum, sem töldu sér hag i
sliku.
Vörusala byggist á þvl aö
kaupandinn eigi greiöan gang
aö vörunni, og honum sé
auöveldaö meö ýmsu móti aö
velja þaö sem hann þarfnast,
m.a. meö auglýsingum og
björtum og góöum húsakynnum.
Mikiö hefur skort á það, aö
verzlanir hafi veriö opnar á
heppilegasta tima fyrir dag-
vinnufólk, einkum þegar haft er I
huga, aö stööugt færist I vöxt aö
húsmæöur vinni úti. Ilefur þá
næsta litill timi gefizt til inn-
kaupa, eöa svo sem kiukkutimi á
dag, milii 5 og 6 síðdegis, og fyrir
hádegi á laugardögum. Þar sem
verzlun er komin við verzlun svo
að segja, hafa margir sniöiö
heimilishald sitt viö þaö aö kaup
inn á hverjum morgni smá-
vægilegar nauðsynjar. Lokun
fyrir hádegi á mánudögum, aö
Iiöinni helgi, skapar hreint og
beint vandamál. Þaö er vitað
mál, aö á dýrtiðartlmum hefur
oröiö aö velta öllum hækkunum
yfir á neytandann. Menn hafa
skiliö kerfið og ekki álasaö kaup
manninum fyrir þaö, þótt hann
yröi aö fá sömu sneiö af dýrtiöinni
og aðrir. ööru máli gcgnir, þegar
þeir, sem verzlun annast, ætla sér
að fara aö velta vinnutlma-
styttingu starfsfólks yfir á
neytandann. Þaö mætti likja þvi
viö ákvöröun um almennan
samdrátt i allri starfsemi, nú
þegar fjörutiu stunda vinnuvika
hefur veriö ákvöröuð.
Kaupmönnum er ætlaö aö
liöndla. Vinnutimastytting er
innanhússmál þeirra, og kemur
neytandanum alls ekki viö. Sizt af
öllu á hann aö þola meiri
óþægindi en oröin eru af naumt
skornum verzlunartima frá
föstudagskvöldi til mánudags-
morguns. Þaö getur ekki veriö
geöþóttamái hvenær verzlanir
eru opnar. Opnunartimi þeirra
hlýtur aö miöast viö þarfir
neytandans, alveg eins og það
sem verzlaö er meö. Þess vegna
ætti að iengja þann tima, sem
verzlanir eru opnar en ekki stytta
hann.
Svarthöföi.