Tíminn - 25.02.1972, Síða 8

Tíminn - 25.02.1972, Síða 8
8 TÍMINN Föstudagur 25. febrúar 1972 SAM VINNUHREYFINGIN — MATTUR FOLKSINS ‘-------' llll^■llll... Ungir framsóknarmenn hylla samvinnuhreyinguna MIKILL ÁRANGUR Kveðja til Þingeyinga óskum Kaupfélagi Þingeyinga, félags- mönnum, stjórn og starfsmönnum heilla i til- efni í)0 ára gifturiks starfs. Ungir framsóknarmenn minnast með gleði og stolti þeirra manna, er ruddu braut sam- vinnustarfinu á íslandi, og þeirra hugsjóna, sem eru og verða kjarninn i þjóðfélagssýn ungra íramsóknarmanna, samvinnustarfinu. Samband ungra framsóknarmanna. Kveðja til Sambandsins Ungir framsóknarmenn minnast með fögn- uði forystuhlutverks Sambandsins i 70 ár i um- byltingu atvinnulifs á íslandi og alhliða um- bótabaráttu fyrir fólkið i landinu. Um leið og við sendum Sainbandi islenzkra samvinnufélaga árnaðaróskir á þessum tima- mótum treystum við þvi, að samvinnufólkið taki höndum saman og hefji nýja sókn til eflingar samvinnuhreyfingunni og þjóðfélags- hugsjón samvinnustefnunnar. Samband ungra framsóknarmanna. Heillaskeyti sem send voru á afmælisdaginn Samvinnuhreyfingin minnist þessa dagana tveggja merkra afmæla. 90 ár eru liöin frá þvi fyrsta kaupfélagið, Kaupfélag Þingeyinga, var stofnað, og 70 ár frá þvi Samband islenzkra sam- vinnufélaga var stofnað. Þessi merkisafmæli hafa m.a. orðið til þess, að margir hafa staldrað við og litið yfir farinn veg islenzkrar samvinnuhreyfingar, rætt gildi hennar og þýðingu og stööu hreyfingar- innar i samfélagi nútimans og framtiðarinnar. Ungir framsóknarmenn hafa alla tíð lagt megin- áherzlu á gildi samvinnuhreyfingarinnar og nauö- syn þess að samvinnuhugsjónin komisl f fram- kvæmd á sem flestum sviöum islenzks atvinnulífs. Burðarás margra byggðarlaga Arangur og þýðing samvinnuhreyfingarinnar kemur berlegast i ljós hér á landi, þegar litið er yfir landsbyggðina. Þar eru samvinnufélögin burðarás atvinnulifsins i langflestum byggðarlögum. Fólkið hefur sameinazt i samvinnufélögum til að bæta af- komu sina, og með þeim standa og falla heil héruð. A Stór-Reykjavikursvæðinu er atvinnulif allt mun fjölbreyttara, og samvinnuhreyfingin hefur ekki enn náð þar æskilegum áhrifum. Þó er starfsemi samvinnuhreyfingarinnar einnig þar mjög viðtæk og mikilsverð. Nægir þar að minna -á þá þjónustu, sem samvinnufélög veita félags- mönnum sinum, almenningi, á sviöi verzlunar, tryggingamála og oliudreifingar. Tilvistsamvinnufélaga á þessum sviðum á höfuð- borgarsvæðinu hefur tryggt almenningi aögang að bættri og ódýrari þjónustu en ella hefði verið kostur á. Eflum samtök fólksins Ungir framsóknarmenn leggja á það mikla áherzlu, að þessi samtök fólksins verði efld sem mcst og bezt á komandi árum. Samvinnuhreyfingin stendur traustum fótum meðal fólksins, en þarf enn að færa út kviarnar og ná betur til almennings á höfuðborgarsvæðinu. Það mun takast með þvi að sýna fram á kosti samvinnuskipulagsins fyrir almenning, sanna það i orði og verki, að efling samvinnuhreyfingarinnar er hagur fólksins jafnt i borg sem byggð. Að þvi munu ungir framsóknarmenn vinna. Ný verkefni Samvinnuhreyfingarinnarbiða einnig ný verkefni á öðrum sviðum. Hún er fjöldahreyfing fólksins, og á þvi að ganga á undan i öllu því sem snertir aukin áhrif fólksins sjálfs. Mikil verkefni biða samvinnuhreyfingarinnar á sviði atvinnulýðræðis, en vaxandi þungi er nú á bak við kröfu launþega um aukin áhrif á stjórn og rekstur þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna við. Sam- bandið hefur þegar tekið upp þá nýbreytni, að halda fundi stjórnar og fulltrúa starfsfólksins, og það er vissulega skref i rétta átt. En þau eru mörg skrefin, sem leggja þarf að baki áður en atvinnulýðræði verður að veruieika, og samvinnuhreyfingin á þar tvímælalaust að ganga á undan og marka þann veg, sem fara verður, eins og hún hcfur áður gert á svo mörgum sviðum. Bætt samstarf við verkalýðshreyfinguna Sömuleiðis þarf samvinnuhreyfingin að kapp- kosta betra samstarf við verkalýöshreyfinguna. Það samstarf, sem þegar hefur tekizt milli þessara fjöldahreyfinga fólksins á sviði fræðslumála, er mjög gagnlegt. Hinu, sem árekstrum veldúr, er þó oftar tekið eftir af launþegum, og þá fyrst og fremst launadeilum verkalýðs- og samvinnuhreyfingar. Ungir framsóknarmenn hafa margitrekað þá skoðun sina, að þessar sterku hreyfingar verði að ná samkomulagi sin á milli um það, með hverjum hætti hægt sér að leysa launadeilur við fyrirtæki samvinnufélaga án þess að til harðvitugra vinnu- deilna þurfi að koma. Hafa þeir bæði bent á, að samvinnuhreyfingin þurfi að koma fram sem sjálf- stæður aðiii i kaupgjaldsmálum, og að verkalýðs- hreyfingin þurfi að beita öðrum aðferðum gagnvart samvinnuhreyfingunni en einkafyrirtækjum. Það yröi til mikiliar gæfu fyrir báðar þessar hreyfingar, og hina fjölmörgu félagsmenn þeirra, ef samkomulag næðist milli þeirra um þessi mál. Þar með væri rutt úr vegi þeirri hindrun, sem launa- málaágrciningur hefur oft verið fyrir nánara sam- starfi þessara fjöldahreyfinga fólksins. Samvinnumenn ættu að heita þvi á þessum merkisafmælum að einbeita sér að lausn þessa ágreiningsefnis. Það er verðug heitstrenging. HIÐ FLJÓTANDI ÍSLENZKA GULL Fyrir rúmum þremur árum var rituð hér á sið- unni grein, sem vakti athygli á þvi, að íslendingar væru að eignast nýjar auðlindir, sem kynnu að reynast mun verðmætari en þær, sem hingað til hafa verið taldar okkar helzta eign. Hreint loft, tært vatn og friðsæld væru orðnar okkar mestu ger- semar. ísland væri eins og vin i þeirri eyðimörk mengunar og spennu, sem nú þjakaði lif flestra ibúa alls svæðisins frá vesturströnd Bandarikjanna til Sovétrikjanna. Þegar þessi sjónarmið voru fyrst sett fram, þóttu ýmsum þau vera enn eitt dæmið um óraunsæjan málflutning ungra framsóknarmanna. i stað þess að ganga i dýrðarkór stóriðjunnar, værum við farnir að boða; að loftið og vatnið yröu gullmyllur þjóðarinnar. Slikur málflutningur væri aðeins ungæðisleg skýjaglópapólitik. Þó leið ekki á löngu áður en hæðnisraddirnar köfnuðu, og þeir sem hæst höfðu hrópað grin og vit- leysa urðu hljóðir. Mengunarvandamdlið rann smátt og smátt upp fyrir þjóðinni i öllum sinum hryllingi. Og stóriðjupostularnir uröu van- dræðalegir og virtust tapa áttinni. í staö þess gengu æ fleiri undir það merki, sem reist var i greininni um hinar nýju auðlindir. Varðveizla landsins varð eitt hið helzta tizkuorð almennrar þjóðmála- umræðu. Flestir vildu nú taka þátt i aö kveða þá Lilju. Nýr vitnisburður visindamanna A siðustu mánuðum hefur hlaðizt upp ný vit- neskja um það, hve hreina loftið og tæra vatnið munu reynast tslendingum verðmæt eign og hve fáránlegteraðspilla þessum eiginleikum með fljót- ráðinni stóriðju. t ljós hefur komið, að hreint drykk- jarvatn verður innan tiðar næstum sjaldgæfara gulli. Þá munu Gvendarbrunnar verða gim- steinanáma og blávatn i flöskum verða þjóðarauður tslendinga. A vegum Sameinuðu þjóðanna hafa visindamenn komizt að þeirri niðurstöðu, að skortur á fersku vatni muni verða eitt helzta vandamál heimsins á næstu áratugum. Ef ekki verði séð fyrir nægilegu magni af þessari „vöru”, muni matvælaiðnaður og dagleg fæðunýting i fjölda landa verða statt á flæöi- skeri. Það verði að nýta bókstaflega hvern einasta dropa, sem fáanlegur er á hnettinum, ef lif I heilum heimshlutum eigi ekki að leggjast i rúst. Um næstu aldamót muni verða i heiminum 21000 milljónir manna, og sú vatnsnýting, sem búið er við nú, muni aðeins nægja hluta þess mikla fjölda. Kostnaður við að vinna vatn úr sjó og hreinsa vatn, sem hafi verið notað, muni áfram veröa það mikill, að allt kapp verði að leggja á að nýta þaö vatn, sem fæst ferskt frá sjálfri náttúrunni. Lausn þessa vandamáls mun verða eitt helzta viðfangsefni umhverfismálaráð- stefnunnar, sem halda á i Stokkhólmi. Okkarauður Vitnisburður visindamannanna um vatnsskortinn sýnir, hve mikinn ónýttan auð við eigum. Eitt helzta verkefni Islendinga i framtiðinni hlýtur að verða hagnýting þessa auðs. Fjárfestingarstefna þjóðarinnar og framkvæmdaaðgerðir verða nú þegar að taka mið af slíkri hagnýtingu. Efnahags- afkoma og almenn lifsskilyrði munu efalaust á næstu áratugum að verulegum hluta ráðast af þvi, hvort forráðamenn bera gæfu til að skilja vitjunartima þessa mikilvæga máls.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.