Tíminn - 25.02.1972, Page 11

Tíminn - 25.02.1972, Page 11
10 TÍMINN Föstudagur 25. febrúar 1972 Föstudagur 25. febrúar 1972 TÍMINN 11 reikninga og minntist um leið Jóns Gauta Péturssonar, sem verið hef- ur endurskoðandi félagsreikninga öllum lengur, en er nú hættur þeim störfum. Tveir menn áttu aö ganga úr félagsstjórn, þeir Úlfur Indriðason og Illugi Jónsson, en voru báðir endurkjörnir. Fulltrúar á aöalfund SIS voru kjörnir Teitur Björnsson, Haukur Logason, Úlfur Indriðason, Jóhann Hermannsson og Baldvin Baldursson, en til vara Indriði Ketilsson, Skafti Benediktsson, Böðvar Jónsson, Sigurjón Jóhannesson og Ingi Tryggvason. 1 stjórn Menningarsjóðsins var kjörinn Böðvar Jónsson. Allmiklar umræður urðu um verzlunarmál, ekki sizt hið nýja af- sláttarkerfi, sem félagið hefur tek- ið upp, og lýsti fundurinn yfir ein- dregnum vilja sinum til þess að þessu yrði haldið áfram. Einnig urðu miklar umræður um heykögglaverksmiðju i héraðinu og samþykkt eftirfarandi ályktun: ,,Aðalfundur Kaupfélags Þingey- inga 19. og 20. febr. 1972 endurtekur áskoranir frá siðasta aðalfundi um að Landnám rikisins vinni að bygg- ingu heykögglaverksmiðju i Reyk- jahreppi. Jafnframt felur fundur- inn stjórn K.Þ. að halda áfram að vinna að framgangi málsins. A fundinum fór fram úthlutun úr Minningarsjóði Þórhalls Sig- tryggssonar fyrrv. kaupfélags- stjóra, en sá sjóður veitir viður- kenningu fyrir dugnað og trú- mennsku i starfi fyrir félagið. Við- urkenningu að þessu sinni hlaut Guðmundur Sigurjónsson deildar- stjóri i pakkhúsdeild. Þá geröi stjórn menningarsjóðs- ins tillögu um úthlutun úr sjóðnum i tilefni afmælisins, og samþykkti aðalfundurinn þá úthlutun. Hæsta framlagið fór til Bókasafns Þing- eyinga, en það hefur jafnan verið skjólstæðingur félagsins. Var framlagið að þessu sinni hálf milljón. Jóhann Skaftason sýslu- maður, formaður bókasafnsstjórn- ar, þakkaði þennan myndarlega stuðning, sem kæmi sér vel nú, er safnið væri að flytjast i nýja safna- húsið. Þá voru Laugaskóla veittar hundrað þúsund krónur og ýmsum menningarfélögum i bæ og sýslu verulegur fjárstuöningur. Menn- ingarsjóðurinn heiðraði og sérstak- lega þá Pál H. Jónsson og Egil Jónasson, en þeir hafa báðir lagt markveröan skerf til skemmti- og menningarstarfs félags og héraðs. Þá samþykkti fundurinn að gera Hauks Ingjaldssonar, Garðshorni og Ketils Indriðasonar á F'jalli Fundarritarar voru Hjörtur Tryggvason, Indriði Ketilsson og Eysteinn Sigurðsson. Formaöur flutti siðan skýrslu félagsstjórnar. Mesta framkvæmd félagsins á árinu var að Ijúka nýju og fullkomnu sláturhúsi, sem kost- ar nú 41 millj. kr. Einnig voru endurnýjaöar frystivélar i frysti- húsi og keyptar fullkomnar trésmiöavélar. Félagið jók nokkuð hlut sinn i Hótel Húsavik. Formað- ur ræddi einnig um afsláttarkort félagsmanna, en sú nýbreytni var tekin upp á árinu og þótti gefast vel. Þá lækkaði félagið einnig álagningu á matvöru i heilum sekkjum. Formaður þakkaði starfsfólki félagsins mikil og góð störf á árinu. Finnur Kristjánsson kaupfélag- stjóri flutti siðan skýrslu um rekslur félagsins á árinu og skýrði reikninga þess. Arið 1971 varð félaginu hagstætt verzlunarár, og óx vörusala um 25%. Það er úkki aðeins verðhækkunaraukning held- ur einnig veruleg' magnaukning. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings eru 232,3 millj. kr. og rekstrar- hagnaður 2,45 millj. kr. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar voru 1,2 millj. lagðar i varasjóð, og einnig sam- þykkti fundurinn tillögu, sem st- jórnarfundur á Þverá 17. febrúar gerði um að leggja i Menningarsjóð K.Þ. 1 millj. kr. i tilefni afmælisins, en þvi fé yrði siðan ráðstafað til menningarmála i héraöinu. Kaupfélagsstjóri skýrði einnig afkomu einstakra deilda, og var hagnaðuraf rekstri þeirra flestra á árinu. Hann kvað hag félagsins í heild hafa batnað mjög siöustu tvö árin og verzlunin aukizt um 60%. Starfsfólk félagsins var 106 á árinu sem leið. Félagsmannatala var um s.l. áramót 1731 og hafði fjölgað um rúmlega hundrað félagsmenn sið- ustu fimm árin. Mjólkursamlag K.Þ. er 25 ára á þessu ári og þakk- aði kaupfélagsstjóri Haraldi Gisla- syni mjólkursamlagsstjóra mikið og gott starf. Félagið greiddi 46,3 millj. i vinnulaun á s.l. ári. Kaup- félagsstjóri þakkaði starfsfólki góð störf og einkum það, sem það hefði orðið á sig að leggja til þess að reikningar félagsins fyrir s.l. ár yrðu til svo snemma, að unnt væri að halda aðalfundinn á afmælinu. Formaður félagsins þakkaði Finni Kristjánssyni ágæt störf i þágu félagsins. Hlööver Hlööves- son geröi grein fyrir endurskoðun þá heiðursfélaga K.Þ. Jón Gauta Pétursson og Karl Kristjánsson. Jón Gauti hefur lengi verið i stjórn félagsins og endurskoðandi, og hann ritaði sögu félagsins á 60 ára afmæli þess. Karl Kristjánsson hefur átt sæti i stjórn félagsins lengur en nokkur annar eða 46 ár, og formaður þess i aldarfjórðung. Jón Gauti var ekki viðstaddur sakir sjúkleika, en Karl þakkaði heiður- inn með hvatningarræðu til félags- manna. Óskar Agústsson, formarður Héraðssambands S-Þingeyinga, þakkaði stuðning K.Þ. við þau samtök og bar fram afmælisóskir. Nokkuð var rætt um húsakost félagsins, og Finnur Kristjánsson minntist á nokkur framtiðarverk- efni. Hann kvað nauðsyn bera til að rifa flest gömlu verzlunarhúsin i miðbænum á Húsavik, en æskilegt að varðveita hið elzta, Jaðar, sem söguminjar. Björn Friðfinnsson bæjarstjóri gerði nokkra grein fyr- irhugmyndum um miðbæjarskipu- lag Húsavikur. Loks kom fram eftirfarandi til- laga frá Eysteini Sigurðssyni, Sigurði Jónssyni, Guðmundi Hallgrimssvni og Böðvari Jónssvni og var samþykkt: Aöalfundur K.Þ. haldinn 19. og 20. febrúar 1972 samþykkir að fela félagsstjórninni að leggja fyrir deildarfundi á næsta ári þá breyt- ingu viö 14. grein samþykkta félagsins, að stjórnarmenn þess megi ekki sitja nema 9 ár i einu i stjórn. Þessi breyting á samþykkt- unum veröi lögð fyrir næsta aðal- fund”. Aö kvöldi fyrri fundardagsins efndi félagið til tveggja samkoma i samkomuhúsi Húsavikur. Þar var flutt leikrit Páls H. Jónssonar „ísana leysir”, en það er um stofn- un K.Þ. Leikstjóri var Sigurður Hallmarsson. Jóhann Hermanns- son stjórnaði samkomunum, Finn- ur Kristjánsson las gömul bréf og Ladislaw Vojta lék einleik á pianó. Leikurinn „Isana leysir”, sem er einþáttungur i 4 atriðum, var sam- inn fyrir útvarp 1962 og fluttur þar 20. febrúar. Nú hefur höfundur end- ursamið hann að nokkru fyrir svið. Leikendur voru þessir: Einar Njálsson, Sigriður M. Arnórsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Stefán Bjarnason, Védis Bjarnadóttir, Ið- unn Steinsdóttir, Kristján Eysteinsson, Kristján Jónasson, Sigurður Hallmarsson (einnig leik- stjóri) og Ingimundur Jónsson. Páll H. Jónsson var sögumaður milli atriða og ljósameistari Hall- dór Báröarson. A sunnudagskvöldið var aðalaf- mælissamkoma félagsins. Finnur Kristjánsson kaupfélagsstjóri setti samkomuna og stjórnaði henni, las milli þátta nokkurn hluta þeirra mörguafmælisslíeyta, sem félaginu höfðu borizt, og hann afhenti sem stjórnarmaður SIS Úlfi Indriða- syni, formanni félagsins, afmælis- gjöf SIS, hið stóra og veglega mál- verk af stofnun SIS sem áður getur. Avörp fluttu á samkomunni Úlfur Indriðason formaður félagsins, Björn Friðfinnsson bæjarstjóri, og Andrés Kristjánsson ritstjóri. Karlakórinn Þrymur söng undir stjórn Ladislaw Vojta, og Sigurjón Jóhannesson skólastjóri stjórnaði visnaþætti þeirra Egils Jónasson- ar, Baldurs Baldvinssonar, Páls H. Jónssonar, Þorgrims Starra og Hálfdans Björnssonar. slikir þættir þessara bragsnillinga njóta afar mikilla vinsælda. Samkoman var haldin i nýjum og stórum sal Félagsheimilis Húsavikur. Fjöldi fóks úr héraði og bæ sótti afmælis- samkomur félagsins. Fundar- og samkomusalir voru fánum og blómum skreyttir _ AK. Finnur Kristjánsson afhendir sem stjórnarmaöur SIS Úlfi Indriðasyni formanni kaupfélagsins stórt málverk, sei er gjöf frá SIS í tilefni 90 ára afmælisins. Málverkiö er eftir Jón Þorieifsson og sýnir stofnfund SIS aö Yztafelli 1902. Aðalfundur K.Þ. ákvaö aö styrk- ja bókasafn Suöur-Þingeyinga meö hálfri milljón á afmælinu. Jóhann Skaftason sýslumaöur, formaöur bókasafnsstjórnar, þakkar stuðninginn. Kaupfélag Þingeyinga hélt 91. aðalfund sinn á Húsavik dagana 19. og 20. febrúar og minntist um leið 90 ára afmælis sins með ýmsum hætti. Félaginu bárust margar kveðjur og góðar gjafir i tilefni af- mælisins, meðal annars mjög stórt málverk eftir Jón Þorleifsson frá Sambandi isl. samvinnufélaga. Málverkið er af stofnfundi SIS aö Yztafelii á 20 ára afmæli Kaup- félags Þingeyinga, 20. febrúar 1902. Aðalfund kaupfélagsins sátu 117 lulltrúar frá deildum félagsins auk stjórnar, l'ramkvæmdastjóra, end- urskoðenda og allmargra gesta, þar á meðal nokkurra fyrrverandi iöryslumanna i félaginu, sem boðið var vegna afmælisins. Formaður lélagsstjórnar, úlfur Indriðason bóndi á Héðinshöföa, setti fundinn og stjórnaði honum. Hann minntist þriggja látinna félagsmanna, sem allir höfðu vcrið fullirúar á aöalfundum, Asmund- ar Kristjánssonar, Lindahliö, Tvarl Krisljánsson og Jón Gauti Pétursson voru kjörnir heiöurs- félagar. Jón Gauti var fjarstaddur sökum lasleika, en Karl þakkaöi heiöurinn ineö ræöu. Hnnur Kristjánsson kaupfélagsstjóri flytur skýrslu um rekstur Kaupfélags Þingcyinga á árinu 1971 og A afmælissamkomu félagsins á afmælisdaginn. Sér yfir rúmlega helming salarins. Sanikoman var mjög fjölsótt. skýrir reikningana. (Ljósmyndaslofa Péturs á Ilúsavik tók myndirnar) I FRÁ AFMÆLISFUNDI KAUPFÉLAGS ÞINGEYINGA ~) Rekstrarvelfa 232 millj. s.l. ár Bókasafninu veitt hálf millión BIFREIÐATRYGGINGAR Tryggingafélögin hafa veriö óvenju mikið til umræðu manna á meðal siðustu vikurnar, og það ekki að ástæðulausu, svo mjög sem þau hafa sótt á um iðgjalda- hækkun ábyrgðartryggingu bif- reiða meiri hlutann af siðasta ári, og gátu loks knúið stjórnvöld til útgáfu bráðabirgðalaga um sjálfsábyrgð svo sem öllum er nú kunnugt um. En það sem hlytur að vekja sér- staka athygli, allra þeirra, sem engum tjónum hafa valdið um árabil, og allt upp i tugi ára og alltaf greitt hærra og hærra tryggingariðgjald vegna hinna sem tjónum valda jafnvel oft á ári. Með þessum lögum er hlutur þeirra enn skerktur, þvi verði þeir nú bótaskyldir verður þeim ekki eingöngu gert að greiða 7500 kr. við tjón, þeir missa lika bónus, sem i mörgum tilfellum er veru- leg fjárhæð. T.D. maður sem búinn er að vera tjónlaus i 10-20 ár fær nú aukahegningu miðað við þá sem eru tjónvaldar árlega ef hann yrði svo óheppinn að verða bótaskyldur. Ég er þvi viss um að ég mæli fyrir munn allra þeirra mörgu, sem tjónlausir hafa verið, er ég ber fram ósk til Alþingis, að breyta nú þessum bráðabirgða- lögum á þann veg, að þeir bif- reiðaeigendur sem ekki hafa valdið tjóni siðasta tryggingaár og lengur, verði undanskyldir sjálfsábyrgð. Menn hafa einnig sterkan grun um það að sé það rétt, að tryggingafélögin hafi haft tilhneigingu til þess að skipta tjónum, þ.e. telja báða aðila I sök, ef tveir bilar lenda i árekstri .o.s.frv. Verði sú tilhneiging ennþá rikari hér eftir en hingað til. Þá vil ég einnig leifa mér, aö vekja athygli á þvi að það ætti að vera skylda tryggingafélaganna að sina einhverja viðleitni til að stemma stigu við hinum ört vaxandi, og ógnvekjandi um- ferðarslysum. Ég efast um, að nokkur aðili hafi betri aðstööu til að upphefja sterkan, og áhrifa- rikan áróður gegn þessari óheillaþróun sem nú vex með ári hverju. Og ég held að það hljóti allir bifreiðareigendur aö vera sammála um það, að þar sem okkur er lögskipað að verzla viö þessi fyrirtæki, þá sé það sann- gjörn krafa okkar, að þau hafi I huga eitthvað annað en bara biðja um meiri og meiri peninga ár eftir ár. Þau fá skýrslur um flest umferðarslys og óhöpp, jafn óðum og þau verða, og þau hljóta að geta lært eitthvað af þeim, og þeim beri að gera sameiginlegt átak á þvi sviði, og leitast með þvi við, að draga úr sinum útgjöldum vegna slysa og tjóna. Það hefði orðið heilladrýgra, ef þau hefðu barizt við það á siðasta ári, i stað þess að berjast við að fá iðgjalda- hækkun. Það er alveg vist, að ef sjúk- dómsfaraldur gengi, og legöi eins margt fólk i sjúkrahús og ylli örkumlun og dauða, eins og bila- umlerö gerir, auk allra annarra tjóna, þá mundi verða leitað allra hugsanlegra ráða til úrbóta. Hér eiga tryggingafélögin að beita sér fyrir raunhæfum aðgerðum sem að gagni koma. Hækkandi iðgjöld draga hvorki úr slysum né tjónum. En eru tryggingafélögin nú svo illa stödd fjárhagslega, að enn þurfi að hækka fjárveitingu til þeirra? 1 Þjóðviljanum 29. des. s.l. er sagt frá athugunum er gerðar voru á ársskýrslum fjögurra tryggingafélaga af niu fyrir árið 1970, er hafa um 72% ábyrgðar- trygginga bifreiða. Niðurstöður þeirra athugana leiða það i ljós, að heildarið- gjaldatekjur abyrgðartrygginga bifreiða námu þetta ár samtals 215,6 milj. króna og heildar- greiðslur vegna tjóna sömu trygginga 127 millj. Niðurstöðu- tölur tekjumegin á rekstrar- reikningi ökutækjatryggingu 294,4. millj. og niðurstöðutölur gjaldamegin 270,4 millj. Og þó flest þessara fyrirtækja geti siflt tap á rekstri þessara trygginga, þá er þess einnig að geta, að tveir þriðju til þrir fjórðu hlutar af út- gjöldum vegna tjóna eru áætlanir, svo sem eftirfarandi dæmi slnir. A rekstrarreikningi eins þessara félaga stendur eftir- farandi: Tjón greidd á árinu 1976 35 481 387,00 Aætluð ógreidd tjón 102 569 626,00 þar er bókfært tap 6 166 757,00 A rekstrarreikningi annars félags stendur: Tjón greidd á árinu 1970 12 564 739.00 áætluð ógreidd tjón 11 988 433.00. Þar er sýndur hagnaður 91 774.00 Arður og ágóðahluti þessara 4. fyrirtækja var á þvi ári 14,2 millj. kr. samanlagðar vaxtatekjur (nettó) 28 milljónir, og sjóðir alls- konar upp á nokkur hundruð milljónir. Að þessu athuguðu viðist ekki um tap aö ræða hjá þessum fyrir- tækjum, heldur hitt ab þeim finnist gróðinn ekki nógu mikill, þess vegna verði að biðja um meira fé frá bifreiðaeigendum. Daniel S. Pálsson bifreiðastjóri. Enn einu sinni hefur hafrann- sóknaskipið r/s Arni Friðriksson sannað ágæti sitt. Með vel- heppnaðri loðnuleit og rannsókn fyrri ára tókst svo vel, að loönu- vertið hefur nú staðið, þegar þetta er skrifað, um mánaöar tima-og enn er ekki kominn sá timi, er veiðarnar hófust á siðasta ári. Þannig hefur fengizt dýrmætt hráefni fyrir sveltandi verk- smiðjur, sem verið hafa mjög illa nýttar siðan sildaræfintýrinu lauk. Upp úr áramótum hófst loðnuleit á siðasta ári og fannst nokkuð loðnumagn, en var ekki veiðanlegt og hamlaði meðal annars veöur. Með tilkomu r/s Bjarna Sæmundssonar voru margir þeirrar trúar, aö veruleg leit yrði gerö að þorski og togara- floti landsmanna nyti góös af, en þessar vonir hafa, að þvi er margir telja, brugðizt. Viljamenn kenna því um, að ekki sé nægilega góð samvinna þeirra, sem stjórna rannsóknunum og þeirra, sem hugsanlega nytu upplýsinga þeirra, sem skipið gæfi um fiski- göngur. Þegar r/s Bjarni Sæmundsson er aö rannsókna- störfum mun hann, ef svo vill, gefa togaraflotanum upplýsingar um fiskigöngur, án þess þó að rannsakað sé fyllilega hvaða fisk er um að ræöa, og á ég þá við að hann hafi ekki endilega togað á viðkomandi svæöi. Þegar land- helgin hefur verið færð út i 50 milur gera menn sér vonir um að hægt verði að friða þau svæði, sem smáfiskur er helzt á, án þess að þurfa að sækja undir aðrar þjóðir í þvi efni. Svo ég snúi mér að þvi efni, sem I upphafi var rætt, þ.e. loðnuleit, þá er auðséð að búa verður vel aö þessari stofnun. Verkefnin eru margvis- leg, og öll mikilvæg, - aö sumu leyti sem rannsóknir , aö öðru leyti sem leiöbeiningar fyrir flot- ann. Það er stórmerkilegt, hvaö fiski- fræðingar okkar hafa afrekað við rannsóknir viö Irumstæð skiiyroi, og i mörgum tilvikum hafa rann- sóknirnar bjargað atvinnu heilla byggðarlaga, svo sem með til- komu vinnslu hörpudisks - svo eitthvað sé nefnt. Ég vil þakka fiskifræðingum sérstakleg fyrir góða hjálp við að halda i gangi útvarpsþættinum „Við sjóinn”, en þeir hafa lagt mikið og margvislegt efni i þann þátt. Margir aðrir, svo sem Rannsóknastofnum fiskiðnaða- rins, hafa verið hjálplegir og vil ég þakka þeim og svo fjölmörgum öðrum. Þáttur þessi verður tveggja ára á næsta sumri og tel ég að margt hafi þar verið tekið fyrir, sem sjó- sókn og vinnslu sjávarafurða varðar, en ég sakna þess að sjó- menn gera of litið að þvi aö senda efni eða fyrispurnir. OPIÐ BRÉF til Jóns Sveinssonar, Lótravíkurforstjóra Kæri Jón Sveinsson. Mér finnst tilhlýðilegt að byrja þessar fáu linur með þvi að þakka þér gamalt og gott og oft á tiðum skemmtilegt samstarf i fiski- ræktarmálum. Þú átt langt starf að baki i byrjunarmálum fiski- ræktar i landinu, hefur sýnt lofs verðan áhuga og stundum, að minnsta kosti, allmikla dirfsku, þar sem bæði hafa skipzt á skin og skúrir. Ég minnist þess lika á siðastliðnu sumri, þegar i blöðun- um birtust feitletraðar fréttir um hina miklu laxagengd i Lárós, að ég mun hafa verið einn af þeim fyrstu, sem talaði við þig yfir simann og óskaði þér til hamingju með þennan langþráða árangur við Lárós. Þú þakkaðir mér með mörgum fögrum orðum fyrir að hafa hringt i þig og samglaðzt þér. En — kæri Jón. Ég minnist þess ekki að þú hafi þá getið þess einu orði við mig, að mestur hluti þessa lax hefði veiðzt i ádráttar- net við flæði framan við flóð- gáttina og laxagildruna við Lárós. Þessa duldir þú mig, auðvitað af ásettu ráði. Þér hefur vist fundizt þaö litt frásagnar vert og vafalaust óskað þess heitast i hjarta þinu, sem sannur fiski- ræktarmaður, aðsem minnst yrði um þá laxveiöiaðferð við Lárós talað. Nú er þetta hins vegar komið i hámæli og allmikil blaðaskrif til orðin út af netaveiði þinni framan við stiflugarðinn og flóðgáttina i Lárósi. Og i þessum blaðaskrifum hefur þú gert mér svo hátt undir höfði aö stinga mig nokkrum „tituprjónastungum” og meðal annars borið á mig rangar sakir, ef sakir skýídu’kállast. Mig langar til aö taka það fram, kæri Jón, aö i þeim umræðum, er fram fóru á aðalfundi Lands- sambands stangaveiðifélaga i Keflavik hinn 27. nóvember s.L, vék ég ekki einu styggðaryröi að starfsemi þinni við Lárós. Ég sagði þar það sem rétt er, að það væri leitt til þess að vita að til- raun ykkar Látravíkurmanna um laxeldi við Lárós virtist hafa mistekizt, i þeirri mynd, sem hún nú er rekin, þar eð laxinn fengist ekki sjálfkrafa til að ganga inn i eldisstöð ykkar og það bæri að styrkja ykkur til að bæta úr þeim ágöllum, sem þarna væru fyrir hendi, ef það þá á annaö borð væri hægt. Hins vegar fordæmdi ég, ásamt mörgum öðrum, framkomu veiði- málastjóra að veita ykkur undanþágu frá lax- og silungs- veiöilögunum til að stunda neta- veiði á flæöi við Lárósstöðina, og taldi slikt brjóta i bága viö anda og ákvæði lax- og silungsveiði- laganna. Og ég hefi ekki skipt um skoðun i þessu máli i dag, og sannast sagna hefur þessi skoðun min styrkzt, eftir að fréttir bárust um að búið væri að dæma rikis- sjóð i fébætur fyrir afglöp Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra gagnvart laxeldisstöð Skúla Páls- sonar að Laxalóni, sem sællar minningar styrkti ykkur Látra- vikurmenn vel og drengilega i byrjunarstarfi ykkar við Lárós, með þvi að veita ykkur aögang með klak og eldi viö stööina i Laxalóni. Þú hefur, kæri Jón, i tituprjóna- stungum þinum i blöðunum að undanförnu, sifellt verið að reyna að verja gerðir vinar þins Þórs Guðjónssonar, varðandi un- danþáguheimildina til netaveiði á sjávarflæöi við Lárós stööina. Þetta er ofur skiljanlegt og ekki nema fallega gert af þér. Og ég er viss um að Þór Guð- jónssyni þykir þaö ekki til of mikils mælzt við þig, að þú gangir fram með hálfgerðum berserks- gangi i máli þessu fyrir hans hönd, þegar hafðar eru i minni þær fjárupphæðir, sem hann hefur útvegað ykkur i styrk frá landbúnaöarráðherra á undan- förnum árum til Lárós- stöövarinnar — af mjög tak- markaðri fjárveitingu i þessum málum — sem leitt hefur til þess, að sumar klak- og eldisstöðvar i landinu hafa bókstaflega verið sveltar og fengið annað hvort litinn eöa engan styrk, og þvi siður skilning, úr þessari átt. Þaö er rétt hjá þér, kæri Jón, að fiskiræktarmálin eru viðkvæm og margslungin. Nú ert þú i brenni depli i málum þessum og virðist bara una þér ágætlega þar, svo vel, að þú sljirrist ekki viö að fara sem köttur i kringum heitan grautum kjarna málsins, en hann er þessi: Úr þvi aö ágreiningur hefur risið um netaveiðina við Lárós og undanþáguheimild veiöimálastjóra til ykkar fyrir slikri veiði, þá er i rauninni sjálfsagt að leita úrskurðar dóm- stólanna. Vinnir þú þaö mál er sjálfsagt að óska þér til hamingju — en eins og þú veizt núna, þá er veiðimálastjóri orðinn vanur að tapa málum. Mér finnst alveg bráð- nauðsynlegt að ykkur Látra- vikurmönnum sé sem allra fyrst veitt myndarleg fjárhagsleg aðstoð, með löngu og hagstæðu láni, til dæmis úr Stofnlánadeild landbúnaöarins, til þess að þið getið ráðið bót á þeim mistökum, sem virðast hafa orðið við stöðina ykkar við Lárós — þannig, að laxinn geti gengiö beint inn i stöðina, án þess að vera veiddur i ádrætti eöa háfaður inn i stöðina við stiflugarðinn, eins og þú hefur upplýst á fundum. Að þessu ættu allir sannir fiskiræktarmenn að vinna, en ekki hinu, að beitt sé vafasömum lagaákvæðum til að bjarga við, i svipinn, þeim mis- tökum, er á hafa orðiö. Þú verður aö gera þér það ljóst, kæri Jón, að það réttlætir á engan hátt netaveiðina ykkar við Lárós á sjávarflæði, þótt hún sé framin á eigin landi. Lög heimila ykkur ekki slikt. Svo að lokum þetta, kæri Jón Sveinsson. Eigum við ekki — þú og ég — að fá stangaveiðimenn, sem hlunn- inda eiga að gæta á norðanverðu Snæfellsnesi, til að koma saman á fund með okkur, til dæmis i Ölafs- vik eða Stykkishólmi, ásamt veiðiréttareigendum og ræða þar þessi mál á málefnalegum grund- velli. Þú mættir gjarna taka veiðimálastjóra með þér. Liföu svo heill og sæll. Jakob V. Hafstein.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.