Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 27. febrúar 1972 Við freistingum gætþín! Hún þykir sjálfsagt barnaleg og gamaldags þessi fyrirsögn, eöa öllu heldur áminningin, sem i henni felst. Freistingar? Er það ekki eitthvað, sem er löngu úr gildi numiö? Freisting þýðir reynsla, próf, þolraun og getur verið til heilla, ef hún verður ekki til að leiða inn á brautir ástriðna og lasta. ,,Á mjóum þvengjum læra hvolparnir að stela", er hluti af lifsspeki þjóðarinnar, lifsspeki, sem ekki ætti að gleymast. ,,Það gerir ekkert til.,Það gerir ekkert til”, var sungið i einhverjum „slagara” fyrir nokkrum árum, og var beinlinis hvatning i þeim Rs^ÍSS!?^”*^ ^ÍUKKBksSRSSRSS ■ iii FJÖLHÆFASTA farartækið á landi LAND~ ^OVER HELZTU ENDURBÆTUR á Series III Senies m BENZÍN eSa DIESEL LAND-’ -ROVER KomiS, skoSiS og kynnist LAND-ROVER Ser/es III MÆLABORÐ: Nýtt stílfært bólstrað mælaborð eins og í fólksbíl, og staðsett beint framan við ökumann. Mælar með viðvörunarljósum eru iimfelldir í bólstrað mælaborðið. Allir rofar eru þægilega staðsettir íyrir ökumann. Rofar fyrir stefnuljós, flautu, aðalljós eru nú á stýrislegg. LAMIR: Ný stílfærð gerð af lömum við framrúður, vélarlok og á hurðum.Fyrirferðaminni og fallcgri útlits. CÍRKASSI: Sterk fersk-Iofts miðstöð sem jafngildir ÍV2 kw, öflugur blástur upp á framrú&ur. AUK ÞESS cr Land-Rover afgreid.dur með eftirtöldum búnaði: Alumlnlumhús með hliðargluggum — Miðátöð með rúðublásaró — Aflurhurð með varahjólafestingu — Aftursæti — Stefnuljós — Læs’mg á hurðum — Innispegill — Útispegill — Sólskermar — Dráttarkrókur — Dráttaraugu að framan — Gúmmí á petulum — KHómetra hraðamælir með vegamæli — Smurþrýstimælir — Vatnshitamælir •— 750x16 hjólbarðar — H.D. afturfjaðrir og svmiri höggdeyfar aftan og framan — Hliðarstig fyrir farþega — Stýrisdempari — Eftirlit e'mu sinni eftir 1500 km — Land- Rover «r fullklæddur að innan — í toppi, hliðum, hurðum og gólfi — Djúpbólstruð stólsæti; bilstjóra-sæti og hægra framsæti stillanleg — Öryggisbelti — Krómaðir hjólkoppar. Gírkassi er nú alsamhæfður, og því auðveldari í skiptingu og mun hljóðlátari. Afturábak gír hefur verið sérstaklega styrktur. HEKLA hf. Laugavegí 170—172 — Simi 21240. Audýs endur Ath. aö auglýsingar þurfa að berast eigi siöar en kl. 2 daginn áðuren þær eiga að birtast. Þeir, sem óska eftir aöstoö viö auglýsingagerð þurfa aö koma með texta með 2ja daga fyrirvara. Auglýsingastofa Tfmans er í Bankastræti 7 Slmar 19523 og 18300 anda fyrir unglingana, að allt væri i lagi með litlu freist- ingarnar eins og fyrstu Iygina, fyrstu sigarettuna og fyrsta staupiö, fyrstu svikin, fyrstu „ástina”. En farðu varlega, gæt þin, að ekki verðir þú i fjötrum annar- legra afla áður en varir. Þekkir naumast sjálfan þig. Andlit þitt formyrkvað, augu þin skyggð og skömmustuleg. Um það ástand kvað skáld föst- unnar i Passiusáimum sinum: „Sem fugl við snúning snýst þeim snaran heidur.” Til er forn sögn um mann á timum galdratrúarinnar, sem taldi sig ofsóttan af illum öflum, einhverjum seiðskratta, sem vondur maður, óvinur, hefði sent sér og magnað gegn sér. Hey fauk og brann, hlöður hans hrundu, féð veiktist, eiginkonan var óánægð og fjölskyldan óham- ingjusöm. Maður þessi var hið mesta kjarkmenni og ákvað að kveða drauginn niður. Og það skyldi hann sjálfur gera. Hann lagðist i leyni uppi i fjalli, þar sem hann taldi þennan óvætt hafast við i gili nokkru. Hann varð hans fljótlega var i náttmyrkrinu. Með árásaröskri réðst hann aftan að ófreskjunni og spennti hné að hrygg hennar en hélt um mittið, draugurinn tók á móti allóþyrmilega og varðist vel. Maðurinn barðist hraustlega, en féll, tókst samt að risa aftur á fætur. Að siðustu var hann gripinn slikum fimbulkrafti, að svo var sem orkan streymdi um hann allan og honum heppnaðist að koma ófreskjunni á kné. Hann greip fyrir kverkar óvætt þessari og seildist eftir knifi i belti sinu til að gera út af við hann. En allt i einu dró ský frá tungl- inu sem skein beint framan i drauginn, er hafði eyðilagt alla gæfu þessa vesalings bónda, sem var þó svo hraustur og dugmikill. Og i fölu skini mánans birtist óttaslegin ásjóna, sem hann þekkti — andlit ófreskjunnar var hans eigið andlit. Þannig fer fyrir of mörgum, sem veita freistingum eftirlæti og láta siðan fjötrast i neti ástriðna sem á eftir koma. En um þetta segir Hallgrimur Pétursson: „Ungdómsbernskan, sem vonlegt var vildi mig of oft svæfa þar, foreldra hirting hógværleg hans vegna kom og vakti mig.” En það hafði litið að segja. For- eldrar, kennarar og prestar, þetta er fremur litilsmetin þrenn- ing, þegar raddir freistinganna æsast og æsa i öskrum alls konar gervigleði og gervitóna. Jafnvel enn stekari og helgari áhrif verða einnig þýðingarlaus, meðan ill örlög vefa sinn vef Íikt og kónguló, samanber annaö erindi i sama ljóði: „Þá kom guðs anda hræring hrein, i hjarta mitt inn sá ljómi skein, en i heimskunni svo ég svaf sjaldan mig neitt að slíku gaf.” Þegar svo er komið þýðir vist fátt annað en biðja og biða. „Þann er létt að lokka þann, sem eftir vill brokka. Sören Kirkegaard, hinn mikli spekingur Dana, lýsti þessum ósigrum i þessari setningu: „Það er svo auðvelt fyrir mannveru að hefja dansinn við ástriðuna, — en innan skamms er það ástriðan sem kallar i dans- inn. Og það eru þung spor.” Þá verður oft ekki aftur snúið. „Við stigum saman dauðadans, við dönsuðum á eldi. Dauðadans, við dönsuðum á eldi”, segir is- lenzkur spámaður. (S.N.) En reynslan verður vist að kenna flestum. Fáir hlusta á orð spekinga og enn færri hlýða þeim á rökkurstundum freistinganna, sem mæla flátt i eyra. En Kristur sagði: Það sem ég segi yður, segi ég öllum — vakið. Arelius Nielsson NY UTGAFA Hinn 9. marz n.k. kemur út nýtt frimerki með mynd af Heröubreið. Merkið er hluti af notkunarsamstæðu að verö- gildi kr. 250.00, gefið út i 25 stk. örkum og grafið. Delcryl prentun gerð hjá Thomasi de laRue i Basingstoke. Svo segir um Herðubreið i Landið þitt: „Stapafell á Mý- vatnsöræfum 1682m, með gig i kolli og oftast nokkrar fannir en ekki eiginlegan jökul. Herðubreið er eitt friðasta fjall á tslandi, ris hún 1000- 1100 m yfir hraunbreiðuna i kring, snarbrött og kringd hamrabelti hið efra. Hún er svo regluleg, hrein i linum og fagursköpuð, að vart finnst hennar liki i islenzkri fjalla- gerð. Grunnflötur Herðubreið- ar er nær reglulegur hringur, og er ummál hans 8-9 km. Neðst i fjallinu eru snarbratt- ar skriöur, upp i það mitt, þd taka við móbergshamrar, sums staðar sléttir sem steypuveggur, en annars *tað- ar sundur tættir meö ótal kynjamynduf. Efst er svo blá- grýtishella...” Margt kemur upp i huga safnarans við þessa útgáfu,og er rétt að rekja nokkurð af því hér. Þá er fyrst verðgildiö. Er þörf fyrir þetta? Þeir er á undanförnum árum hafa oröið að lima 100,00 kr. merkin hvert yfir annað á fylgibréf böggla, geta fljótlega svarað þvi játandi, og þótt hærrahefði veriö. Eða hvað gerðu Bretar við sin 5 punda merki, og hvað er gert við allt upp i 10 dollara merki? Þörfin er fyrir hendi, og það, að þetta verður hluti notkunarsamstæðu, segir okkur að upplagiö er svo stórt, að þetta merki þarf ekki að endurútgefa sí og æ á næstunni svo að frimerkjarasafnarar geta sofið rólegir. Þeir þurfa ekki að óttast að verða „plokkaðir”. Vonandi verða næstu 100.00 kr. og 50.00 kr. merkin einnig hluti af þessari samstæðu, svo að liðin sé sú tið að sifellt sé verið að gefa út minningarfrimerki með háu verðgildi. Þá er og spurning hvort 20,00 og a.m.k. 30.00 kr. merki ættu ekki aö vera i samskonar samstæðu, alla- vega 500.00 króna merki þegar þau koma. Prentunin kemur þá næst upp i hugann, og ber að fagna þvi að nú er horfið til meiri fjölbreytni i prentun og hjá fleiri fyrirtækjum. Grafin merki höfum við ekki séð allt- of lengi, og er það fagnaðar- efni að hér skuli brotiö blað. Miðjun skulum við ekki óttast. Sá er þessa þætti ritar átti þess kost að gista prentsmiðj- una i sumar og sjá þar nýjar tökkunarvélar, ser eru fylli- lega færar um að skila hlut- verki sinu. Delacryl er ný full- komnun ljósprentunar, sem fyrirtækið hefur fundið upp og tekur svo langt fram eldri gerðum um þéttleika i neti, að með stækkunargleri má sjá hinn geysilega mun. Það er þvi ástæöa til fyrir frimerkjasafnara að fagna þessu merki, þótt það taki á pyngjuna. Sigurður H.Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.