Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 20
y.v.v.v. W.W.W.W.W.W.W.W.W.W.W.W.W.W.W.WAW.W.W.W.W.W.W.W.4W.W.W.W.W.W.W.W.;. Uhru Kekkonen Finnlands- forseti er stæöilegur og gerðarmikill maður. ? í Við syöri höfnina, þar sem forsetahöllin stendur er oft kyrrlátt og fagurt um kvöld, er Ijósin speglast I stafalogni vatnsflatarins, en markaðs- torgið er orðið autt og hljótt. Bátarnir eru kannski að •eggja út til næturveiöanna til þess að geta komið með nýjan fisk í soöiö að morgni. Forsetahiónin fara til Finnlands á morgun í hvítri borg við blá sund og græna skóga Sunnudagur 27. febrúar 1972 Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn og kona hans, frú Halldóra Ingólfsdóttir, leggja af stað i opinbera heimsókn til Finnlands með fylgdar- liöi sinu á morgun. Þetta er vináttuheimsókn, sem báðar þjóðirnar munu fagna, og enginn vafi er á þvi, að islenzku gestunum verður vel tekið af þjóð og forystumönnum þúsund vatna landsins. Finnar og við erum útverðir Norðurlanda i austri og vestri. Þeir eru taldir allfjarskyldir að uppruna og máli, en hið sama er raunar ekki hægt að segja um menningu þeirra og lifsviðhorf. Þar er hörð lifsbarátta, sem með ýmsum hætti er býsna sviplik, þótt bjargræðisvegir séu um margt litt sambærilegar og landkostir aðrir. Hins vegar er veöráttan og viðátta beggja landanna til þess fallin að fóstra svipað lundarlag og lifsmat, og þetta kemur greinilega fram i þvi, hve Finnar og tslendingar eiga hægt um vik að falla i ljúfa löö saman, þegar þeir eiga samfundi. Þá er stundum sem þeir eigi saman eitthvert orðlaust mál, sem báðir skilja og brúi að nokkru djúpið, sem staöfest er milli tungutaksins. Finnar og tslendingar eiga likasta stjórnarhætti Norður- landaþjóða. Báðar þjóöirnar búa viö lýðveldi, sem er ungt að árum. Þær hafa forseta- stjórn, og stjórnarskrárvald forsetanna er likt, þótt liklega teljist Finnlandsforseti valda- meiri, einkum i reynd og hefð um beitingu forsetavaldsins. Hann virðist til að mynda hafa rikari frumkvæðisáhrif á stjórnarmyndanirnar. Báðar þjóðirnar hafa átt við svipaða örðugleika að etja i efnahags- málum (verðbólguna) hin siðari ár, og fremur óstöðugt stjórnarfar, og samsteypu- stjórnir eru aöalvenja i báðum löndunum. Hins vegar eiga tslendingar engan veginn sömu sögu og Finnar i sjálf- stæðisbaráttu og vernd sjálf- stæðis og Finnar, sem hafa orðið að sýna sjáifstæðislund sina i verki, svo að um munar, en þó hygg ég hinn heiti sjálf- stæðishugur, sem með báðum þjóðunum býr, sé harla likur. Kekkonen Finnlandsforseti er góðkunningi tslendinga. Hann hefur komið hingað i heimsókn, sem var ofurlitið mannlegri en konungsheim- sóknir. Af honum hafa gengið ýmsar gamansamar sögur hér eins og titt er um þá, sem mannsbragð er að. Þegar hann var á ferö I Mývatnssveit með fylgdarliði sinu, islenzku og finnsku, rölti hann einn sér — segir sagan — heim i Geiteyjarströnd og hitti fyrir vel miðaldra bónda, sem var að gera að netum við bæjar- hús, og tók hann tali og komst að þvi, að bóndi var einn þriggja bræðra, sem ekki höfðu gifzt, og kotið var hús móðurlaust. Kekkonen varö alvörugefinn á svip og kvað þetta ekki gott búskaparlag, þætti a.m.k. ekki gott i Finn- landi. Bóndi samsinnti þvi, en kvað ekki hlaupið að þvi að ná i konu — eða gæti Finnlands- forseti nokkuð hjálpað upp á sakirnar. Hann hefði kannski i förinni einhverja konu, sem reynandi væri aö biðja. Kekkonen tók þessu tali hið bezta og skemmti sér vel og spurði margs um Mývatn og veiði þar. Sagan sýnir þaö eitt, að Kekkonen er hressilegur maður og kann ákaflega vel við sig utan hirðar, Hann er sterkbyggður og hraustur,þótt farinn sé að eldast,. Til skammst tima stundaði hann mjög gönguferðir og ýmsar iþróttir, hljóp til að mynda á skriða langar leiðir. Það bar oft við,að minnsta kosti fyrir nokkrum árum, að hann fékk sér morgungöngu út á fiski- og matvælatorgið rétt hjá for- setahöllinni við Vikina i Hels- ingfors. Hann tók sölukarlana og kerlingarnar tali og hefðu þetta veriö islenzkir sjómenn, hefði hann áreiðanlega fengið sér i nefið hjá þeim. Það vakti venjulega meiri athygli þarna á fiskitorginu, þegar Nurmi, sem átti heima þarna skammt frá, skrapp á torgið til að kaupa sér i matinn. Kekkonen Finnlandsforseti verður þó að hafa lifvörð að boði þingsins, og lifveröir hans eiga ekki sjö dagana sæla, þegar hann þrífur sprettinn. Þegar Kekkonen brá sér á skiði hér á árunum, áttu lífverðirnir fullt I fangi að fylgja honum eftir, og það var leikur hans að hlaupa þá af sér. Finnska forsetahöllin stendur viö Vikina eða syðri höfnina, og er afar fagurt yfir að lita og út til eyja og sunda. Finnska lýðveldið er rúmlega sextugt og hefur haft átta forseta á þeim tima. Fyrstur var Stahlberg. Hann var lögfræðingur og samdi að mestu stjórnarskrána áður. Hann reyndi aö sameina sterkt forsetavald og rótgróið þingræði. Hann reyndi að þræða nákvæmlega götu þing- ræðis, en þó kom það i hans hlut að leysa upp þingið eftir ákvæðum stjórnarskrár, sem gaf forsetanum þetta varavald, Þetta gerðist i kjölfarharðrar þingdeilu, sem endaði með fangelsum 27 kommúnistafulltrúa, ákærðra fyrir fööurlandssvik. For- setinn greip til þessa ráðs I þviskyni að gera þingið starf- hæft fremur en að leggja áherzlu á forsetavaldið Relander var næsti forseti, kjörinn 1925,. Hans er einkum minnzt sem fyrsta finnska for- setans sem beitti sér ákveðið fyrir norrænni samvinnu. Hann heimsótti öll norrænu rikin, og menn muna vel eftir honum i einföldum borgara- fötum meðal gullskrýddra konunga og drottninga i skrautvögnum. Svinhufvud var hinn þriðji og hlaut auknefnið „Ukko- Pekka” sem ef til vill mætti leggja út Pési pjakkur, en hafði þó virðingu góða, þótt umdeildur væri. Kallio var fjórði Finnlands- forseti. Hann var bóndi og átti mikinn þátt i bændalöggjöf. Risto Ryti var viðskipta- fræðingur og hans er minnzt sem hins skýra fjármálafor- seta i striðinu 1940-45. Mannerheim marskálkur var aldrei kjörinn forseti eftir reglum stjórnarskrárinnar, heldur settur með sérstökum lögum tii þess að leiða Finna út úr striðinu, og hann hlaut nauðsynlegt vald til þess að láta þjóðina þola sult, dauða og örbirgð. Þá fórn varð þjóðin að leggja á sig til þess að bjargast. Paasikivi tók við af Manner- heim og kljáðist við vanda- málin eftir striðið. Það voru ekki auðveld ár með allar striðsskaðabæturnar. Hann var höfundur þeirrar stefnu, sem sagan kallar nú „Paasi- kivi-linuna. Kjarni hennar er viðurkenning á lifsnauðsyn þess að hafa sæmileg skipti við fyrri óvin — Rússa. Siðan tók Kekkonen við og hefur setið rúman áratug. Enginn hefur verið fastari I sessi en hann, og hann hefur hlotið mikla viðurkenningu sem vitur forseti. Stefna hans og stjórnlagni hefur tryggt Finnum frið og sæmileg skipti við nágranna I austri, en jafn- framt gefiö færi á að taka mikinn þátt i norrænni sam- vinnu og eiga hlut að lausn mála i Evrópu. Hann hefur haldið fast við Paasikivi linuna og aukið hana. Dugnaður og skýrleiki Kekkonens er viðkunnur og viðurkenndur. Hann er fæddur um aldamótin en hefur þó fram á þennan dag verið óþreytandi sem ungur maður. Hann hleypur, fer á skiðum, er sifellt i ferðalögum, stundar veiðar og dansar. Enginn kann honum betur að leika á hið margraddaða finnska stjórnmálahljóðfæri, tilbrigði hans I samsteypustjórnum er göldrum likust. Aður fyrr var hann liðtækur forystumaður i bænda- flokknum finnska, sem nú heitir miðflokkur. Kekkonen hefur vonandi geðjazt vel að þvi að koma til Islands, og hann lagði það á sig að koma aftur þeirra erinda einna að renna fyrir lax. Vonandi á hann eftir að koma svo sem einu sinni eða tvisvar til þess enn. islenzku forsetahjónin munu dveljast mest i Helsing- fors og þá i forsetahöllinni við syðri höfnina, og er ekki ólik legt, að þau langi til þess að bregða sér út á matvælatorgið i björtu og svölu morgunsári. Þau munu fara til hinnar öldnu borgar, 'Abo og skoða einn merkilegasta borgar- kastala Norðurlanda. Þau munu einnig fara til Lahti, hins nýja og bjarta bæjar við vötnin, þar spm hvitar ný- Framhald á dls. 19 I 1 ? í I í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.