Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 27. febriíar 1972 Það er gaman að geta komið félaga sinum til hjálpar i vörn;og það gerði Daninn Thor Ipsen sannarlega i leik Danmerkur og Noregsá EM i Grikklandi. Vestur spilar 3 gr. og N spilaði út T—D. ♦ D102 V 864 4 DG92 * K53 ♦ A986 V AKDG ♦ AKlO 4 62 4 43 4 532 4 6543 A AG104 ♦ KG75 4 1097 4 82 4 D987 Vestur tók T—D með K og von- aðist til að T félli, svo hann spilaði T-As og T—10. Ipsen fékk á G og tók fjórða T og siðan Sp—'k. Werdelin i S lét K og V drap á As. Hann tók 4 Hj—slagi og Werdelin var i erfiðleikum, þar sem hann hafði kastað 2 Hj. á tigulinn. Hann lét fyrst Sp. siðan L og var að hugsa um hvað hann ætti að láta i fjórða Hj. En þá kom Ipsen hon- um til aðstoðar og kastaði L—K. Þar með gat Werdelin kastaö einu L i viðbót. Vestur ætlaði að reyna að koma S inn á Sp., en Ipsen lét 10 og S gat þvi yfirtekið með G og spilað Sp. N fékk D og spilaði L og þar með tapaði V spilinu. 1 fjöltefli i Karlsruhe 1935 átti Riichli leik i þessari stööu á svart. er sunnudagurinn 27. febrúar 1972 HEILSUGÆZLA SlysavarSstofan í Borgarspít- alanum er opin allan sólar- hringinn. Sími 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreið- ar fyrir Reykjavík og Kópa- wog. Sími 11100. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði. Sími 51336. Tannlæknavakt er í Heilsu- verndarstöðinni, þar sem Slysavarðstofan var, og er opin laugardaga og sunnu- daga kl. 5—6 e.h. Sími 22411 Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9—7, á laugardögum kl. 9—2 og á sunnudögum og öðrum helgi- dögum er opið frá kl. 2—4. Nætur- og helgidagavarzla lækna. Neyðarvakt: Mánu- daga—föstudaga kl. 08,00— 17,00, eingöngu í neyðartil- fellum, sfmi 11510. Kvöld-, nætur- og helgarvakt: Mánudaga—fimmtudaga kl. 17,00—08,00. Frá kl. 17,00 föstudaga til kl. 08,00 mánu- daga. Sími 21230. Almennar upplýsingar um læknisþjónustu í Reykjavík eru gefnar f síma 18888. Lækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema 6tofur á Klapparstíg 27 frá kl. 9—11 f.h. Sfmi 11360 og 11680. — Um vitjanabeiðni vísast til helgidagavaktar. Sími 21230. Ónæmisaðgerðir gegn mænu- sótt fyrir fullorðna fara fram í Heilsuverndarstöð Reykja- víkur á mánudögum frá k' Kvöld-og helgidaga vörzlu apóteka vikuna 26. febr. til 3 marz annast Vesturbæjar- apótek, Háaleitis Apótek og Garðs Apótek. Nætur og helgidagavörzlu lækna I Keflavfk 27. febrúar annast Guðjón Klemenzson; 28. febrúar Kjartan Ólafsson. FÉLAGSLÍF Sunnudagsgangan 27/2. Ganga á Úlfarsfell (létt fjall- gangaí-Brottförkl. 13fráUm- ferðarmiöstöðinni. Verð 200 kr. Ferðafélag Islands. Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundir pilta og stúlkna 13 til 17 ára mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús frá kl. 20. Séra Frank M. Halldórsson. Aöventukirkjan Reykjavík: I.augardagur: Bibliurannsókn kl. 9.45. Guðsþjónusta kl. 11. Steinþór Þórðarson prédikar. Sunnudagur: Samkoma kl. 5. Sigurður Bjarnarson flytur erindi um efnið: Leiðin til lífs- ins. Safnaöarheimili Aöventista Keflavik Laugardagur: Bibliurannsókn kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Bjarnarson prédik- ar. Sunnudagur: Samkoma kl. 5. Steinþór Þórðarson flytur erindi um efnið: Prófsteinn aldanna. Stykkishólmskonur. Muniö fundinn i Tjarnarbúð, miö- vikudaginn l.marz kl. 20.30. Nefndin Félagsstarf eldri borgara i Tónabæ. A morgun mánudag hefst félagsvistin kl. 13.30. fAugtts \ endur Auglýsingastofa Timans er i Bankastræti 7 simar 19523 — 18300. 1. — DXR!! 2. BxR — Dxh2+ !! 3. KxD — hxg5+ 4. Kgl — Hhl mát (ef 2. gxD þá Bh2 mát) Höröur Högnason og Sumarliöi tsleifsson I hlutverkum verkamannanna. Minkarnir Að undanförnu hafa staðið yfir æfingar hjá Leikfélagi Mennta- skólans á Akureyri á leikritinu „Minkarnir” eftir Erling E. Hall- dórsson. Leikstjóri er Maria Kristjánsdóttir, en leikmynd hefur Ungverjinn Ivan Török gert. Tónlist viö verkið hafa fjórir nemendur samið, og er hún flutt af þeim. Höfundur verksins, Erlingur E. Halldórsson, er þekktur sem leik- stjóri, en eftir hann hafa birzt þrjú leikrit. „Minkarnir” komu út árið 1965 og vöktu þá mikla at- hygli, en hins vegar hefur ekkert leikfélag ráöizt i uppsetningu þeirra fyrr en nú að L.M.A. stigur skrefiö. Meginefni leiksins: Herskipið „Pandora” kemur i kurteisis- heimsókn til Islands, en heim- sóknin verður að dvöl, sem hefur margvisleg áhrif á hina inn- fæddu. Um 30 leikendur taka þátt i sýningunni, en fjöldi nemenda hefur unnið að uppsetningu hennar.Leikritiðverður frumsýnt i Samkomuhúsinu á Akureyri næstkomandi sunnudagskvöld kl. 8.30. Austurland Formenn framsóknarfélaganna I Austurlandskjördæmi, svo og aðrir þeir trúnaöarmenn flokksins i kjördæminu, er fengið hafa skýrslucyöublööog ekki hafa enn svaraö, eru vinsamlega beönir að útfylla þau og senda formanni kjördæmissambandsins Kristjáni Ingólfssyni, tlallormsstað^fyrir 1. marz næstkomandi. Umræðufundur á Hellissandi FUF og FUS á Snæfellsnesi halda umræöufund i Félags- heimilinu Röst, Itellissandi , sunnudaginn 27. febrúar kl. 16. Umræöuefni: Skattafrumvörpin og varnarmálin Ræöumenn frá FUF: Jónas Gestsson og Stefán Jóhann Sigurðsson. Ræðumenn frá FUS: Arni Emilsson og Sigþór Sigurðsson. Fundarstjóri verður Bjarni H. Ansnes. Að loknum framsöguræöum gefst fundarmönnum kostur á aö bera fram fyrirspurnir til frummælenda. öllum heimill aö- gangur. FUFogFUS Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Fundur aö Hringbraut 30 mánudaginn 28.febrúar n.k. kl. 20.30. Umræöufundur um alþjóöasamskipti. Framsögumenn Arni Ómar Bentsson og Þorvaldur Hafberg. AAálefnahópur á vegum iSUF hefur göngu sina meö fundi aö Hringbraut 30,mánudaginn 28. febrúar kl. 20.30. Viöfangsefni: Skattalagafrumvarpið og frum- . varp um tekjustofna sveitarfélaga. Ungir framsóknarmenn cru hvattir til aö mæta og taka þátt I umræðunum. Rangæingar — Rangæingar Lokaumferöin I þriggja kvölda spilakeppni Framsóknar- félagsins, fer fram í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, sunnu- daginn 27. febrúar n.k. og hefst kl. 21.00. Heildarverölaunin eru ferö til Kaupmannahafnar fyrir tvo meö vikudvöl. Sérstök verö- laun verða veitt fyrir bezta árangur kvöldsins. Stjórnin Bindindishátíð í Skógaskóla Hin árlega bindindishátið i Skógaskóla var haldin hinn 12.febrúar og var skemmtileg og fjölsótt að vanda. Að henni stóðu eins og áður áfengisvarna- nefndirnar i Rangárvallasýslu og bindindisfélag Skóganemenda. Boðsgestir voru öll fermingar- börn úr Rangárþingi og Vestur- Skaftafellssýslu vestan Mýrdals- sands, nokkuð á annað hundrað gestir. Avarp flutti Sigurður Tómasson á Barkarstöðum, formaður félags áfengisvarnanefnda, og setti hann hátíðina. Einnig flutti ávarp Guðrún Brynja Guðjónsdóttir, er bauð gesti velkomna fyrir hönd Skóganemenda. Margt var til skemmtunar,og m.a. söng skóla- kórinn i Skógum undir stjórn Þórðar Tómassonar, fimm stúlkur sungu með gitarundirleik og einnig flokkur tiu nemenda með langspilsundirleik. Þá voru sýndir þrlr leikþættir og efnt til sundkeppni, er Snorri Jónsson stjórnaði. Félaga áfengisvarnanefnda i Rangárþingi veitir árlega verð laun fyrir ritgerðir um bindindis- mál. Að þessu sinni runnu verð- laun fyrir slikar ritgerðir til nem- enda i skólunum á Laugalandi og Hellu. I Laugalandsskóla hlutu verðlaun þær Hjördis Asgeirs dóttir, Bryndís Magnúsdóttir og Hildur Sigurðardóttir. Og i Hellu- skóla þeir Smári Steinþórsson, Garðar Sigurðsson og Arnar Sig- marsson. Bindindishátið þessi tókst með mestu prýði og skemmtu gestir og heimamenn sér hið bezta. J.R. BÍLASKODUN & STILLING Skúlagötu 32 HJOLASTILLINGAR MÚTORSTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR Látið stilla I tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 Útför föður okkar PÉTURS SIGURÐSSONAR verður frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 29. febrúar, kl. 15. Maria Pétursdóttir Esra Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.