Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 27. febrúar 1972 Menn 09 máUfni Vísitölusaga Gylfa og Jóhanns Alþingishúsiö og Dómkirkjan f Reykjavík. (Tímamynd Gunnar). Þessu var aldreí t um Alftanes spáð Svo kvað borsteinn Erlingsson i kvæði sinu um Jörund hunda- dagakonung: En skringilegt sýndist þeim skaparans ráð, þeir skildu ekki hvernig það var, þvi þessu var aldrei um Alftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar. Ekki væri óeðlilegt, þótt þessar ljóðlinur kæmu ýmsum i hug, er þeir lesa skrif Morgunblaðsins, Visis og Alþýðublaðsins um visi- tölufalsanir rikisstjórnarinnar. baö hefði nefnilega einhverntima þótt ótrúlegur spádómur, að mál- gögn Jóhanns Hafsteins og Gylfa b. Gislasonar létu eins og þaö væri eitt helgasta hlutverk þeirra að standa vörð um visitöluna. bað tilefni, sem blöðin nota sér til þessara skrifa,veitir raunar strax ástæðu til að efast um heil- indin. Astæðan er sú, að kaup- lagsnefnd, sem reiknar út visitöl- una, hefur lækkað hana um 3.7 stig með tilliti til þ.ess, að nef- skattar, sem voru i visitölunni, hafa verið felldir niður. betta hef- ur nefndin gert án minnstu fyrir- mæla eöa tilmæla frá rfkisstjórn- inni, enda er henni ætlað að vinna sjálfstætt og fara eftir ákveönum reglum um, hvernig meta skuli hækkanirog lækkanir, sem veröa á þeim liöum, sem eru i visitöl- unni. Nefndin hefur fylgt ná- kvæmlega umræddum reglum i þessu tilfelli. Allar fullyrðingar stjórnarandstöðubiaðanna um, að kauplagsnefnd sé hér að falsa visitöluna, eru þvi ekki aöeins úr lausu lofti gripnar, heldur visvit- andi tilbúningur manna, sem eru i hallæri meö árásarefni á rikisstjórnina. Beinu skattarnir og vísitalan t visitöluáróðri stjórnarand- stöðublaðanna er m.a. reynt að halda þvi fram, að rangt sé að lækka visitöluna nokkuð vegna niðurfellingar nefskattanna, þar sem beinu skattarnir svonefndu, þ.e. tekjuskatturinn og útsvariö, muni hækka tilsvarandi og niður- fellingu nefskattanna nemur. bannig hyggist rikisstjórnin mis- nota sér það, að nefskattarnir séu i visitölunni, en tekjuskatturinn og útsvarið ekki. bessu er þvi aö svara, að beinu skattarnir munu ekki hækka samanlagt miðað við það, sem verið hefur. Til enn frekara öryggis hefur Alþýðusamband ts- lands lýst yfir þvi og rikisstjórnin lýst sig þvi samþykka að fylgzt verði með þvi, þegar Alþingi hef- ur endanlega ákveðið beinu skatt- ana, hvort þéir hafi hækkað og verði þá tekið tillit til þess við út- reikning visitölunnar. betta er i fyrsta sinn, sem þannig veröur tekið tillit til tekjuskatts og út- svars við útreikning hennar. bað má vera launþegum sönnun þess að núv. rikisstjórn tekur annað og meira tillit til hagsmuna þeirra en fyrrverandi rikisstjórn gerði. Vísutölubannið 1960 En fyrst þeir fóstbræðurnir Jóhann Hafstein og Gylfi b. Gislason eru farnir að látast vera sérstakir varðsveinar visitölunn ar, er ekki úr vegi að rifja upp forsögu þeirra i þessum efnum. Segja má að hún hefjist i ársbyrj- un 1960, en þó höfðu visitölubætur á kaup verið greiddar samfleytt siöan 1939 i einu eða öðru formi. „Viðreisnarstjórnin” svopefnda var þá nýkomin til valda og eitt fyrsta verk hennar var að setja ný efnahagslög, sem hún gaf hið yfirlætislega nafn: Viðreisn. 23. grein þessara laga hljóðaði á þessa leið: „Óheimilt er að ákveða, að kaup, laun, þóknun, ákvæðis- vinnutaxti eða nokkurt annað endurgjald fyrir unnin störf skuli fylgja breytingum visitölu á einn eða annan hátt. Tekur þetta til kjarasamninga stéttarfélaga og til ailra annarra ráöningar- og verksamninga, svo og til launa- reglugerða og launasamþykkta allra stofnana og fyrirtækja. Ákvæöi i samningum um kaup og kjör, gerðum fyrir gildistöku lag- anna, um greiðslu verðlagsupp- bótar samkvæmt visitölu, verða ógild, er lög þessi taka gildi, og sama gildir um samkonar ákvæði i launareglugerðum og iauna- samþykktum stofnana og fyrir- tækja. Nú er þrátt fyrir ákvæöi 1. málsgreinar þessarar greinar ák- veðið i samningi stéttarfélaga eftir gildistöku þessara lag, að greidd skuli verðlagsuppbót sam- kææmt visitölu, og er þá slikt ák- væöi ógilt og hlutaöeigandi vinnu- veitendum er óheimilt að fylgja þvi”. 1 þessari grein viðreisnarlag anna er m.ö.o. bannað að greiða visitölubætur á kaup i einu eða ööru formi og reynt að ganga svo traustlega frá þvi, að ekki mun hægt að finna i islenzkri löggjöf öllu nákvæmari lagagrein en visi- tölubannsgreinina i „viðreisnar- lögunum frá 1960. Vísitölukerfíð dæmt óhagstætt launþegum 1 greinargerð viöreisnarlaga- frumvarpsins var aðalefni þess flokkað i sjö aðalatriði. Sjöunda atriðið nefndist: Visitölukerfið afnumið, og sést á þvi, aö afnám þess var talið eitt helzta bjargráö i efnahagsmálum af þeim Jó- hanni og Gylfa á þeim tima. t áðurnefndri greinargerð við- reisnarlagafrumvarpsins sagði svo um þetta atriði: „Til þess að koma i veg fyrir, að aftur hefjist það kapphlaup milli verðlags og kaupgjalds, sem tókst að stöðva á siöastl. ári, leggur rikisstjórnin til, að óheimilt sé að miða kaupgjald viö breytingar á visitölu. Reynslan hefur sýnt, að það visitölukerfi, sem hér hefur verið i gildi siðan i byrjun heimsstyrjaldarinnar sið- ari, hefur ekki verið launþegum til neinna varanlegra hagsbóta. bess vegna leggur rikisstjórnin til að það veröi afnumið. Hins vegar eru ekki i tillögum rikisstjórnarinnar nein ákvæði um grunnkaup. baö er stefna rikisstjórnarinnar, að það sé og eigi að vera verkefni samtaka launþega og atvinnurekenda, að semja um kaup og kjör”. Gylfi vitnar En ekki þótti nóg að halda þessu fram i greinargerð „við- reisnar”lagafrumvarpsins, held- ur taldi Gylfi b. Gislason sér skylt að vitna um þetta i umræðunum á Alþingi. Hinn 15. febrúar 1960 fór- ust honum m.a. svo orð i neðri deild: „bað er nauðsynlegt að afnema visitölukerfið, af þvi að það færir launþegum engar varanlegar kjarabætur engar varanlegar hagsbætur heldur stuðlar að hækkunum kaupgjalds og verð- lags á vixl, færir launþegum fleiri krónur, en ekki bætt kjör”. (Alþt. 1959. B-879). Hver trúir þvi, að maður, sem hefur þessa skoðun, geri það vegna hagsmuna launþega að lát- ast nú vera sjálfkjörinn vernd ari visitölunnar? Verðtryggingin 1964 Visitölubannið gekk i gildi i ársbyrjun 1960. Sú kenning reyndist meira en illa, aö það nægði til aö stöðva kapphlaupið milli verðlags og kaupgjalds. Frá þvi i ársbyrjun 1960 og fram á mitt ár 1964 jókst dýrtiöin um hvorki meira né minna en 87%. En jafnframt varð svo hvert stór- verkfallið öðru meira á þessum tima, þar sem verkalýðssamtökin urðu að knýja fram grunnkaups- hækkanir til að tryggja hlut félagsmanna sinna. Árið 1961 námu tapaðir vinnudagar vegna verkfalla ekki minna en 278 þús., árið 1962 100 þús. og árið 1963 207 þús. Aldrei áður hafði oröið jafn- mikið tjón vegna verkfalla. begar kom fram á árið 1964, gerðu hyggnari leiðtogar „við- reisnarinnar” sér ljóst, að skyn- samlegast væri að gefast upp við visitölubanniö. bess vegna ver gert hið fræga júni-samkomulag við verkalýðshreyfinguna 1964. Samkvæmt þvi féllu verkalýðs- samtökin frá verulegum grunn- hækkunum, en fengu loforö i stað- inn, aö vfsitölubætur á laun yrðu teknar upp að nýju. Til þess að s- yna, að hér ættu ekki að vera nein svik I tafli, ákvaö „vkðreisnar- stjórnin” að lögfesta visitölu- bæturnar. Samkvæmt þvi voru sett lög á haustþinginu 1964 um verðtryggingu launa. bessi lög voru talin jafnmikið bjargráð þá og visitölubannið var talið i árs- byrjun 1960! Verkföllin miklu En Adam var ekki lengi i Paradis. Haustið 1967 var efna- hagsástandið komið i slikt öng- þveiti, að mati valdhafanna sjálfra, að þeir töldu ekki annað úrræði fyrir hendi en að fella krónuna. beir áliti hinsvegar gengisfellinguna koma að litlu haldi, meðan lögin um verðtrygg- ingu launa væru i gildi. bess- vegna varð það lika fyrsta verk þeirra á Alþingi eftir þingkosn- ingarnar 1967 að rjúfa júni-sam- komulagið frá 1964 og afnema verðtryggingarlögin. 1 kjölfarið fylgdi tvær stórar gengisfelling- ar, sem höfðu i för með sér stór- fellda kjararýrnun fyrir laun- þega. Atvinnurekendur neituöu að taka dýrtiðarbætur eða verð- tryggingu launa upp i kjarasamn- inga og vildu heldur ekki fallast á grunnkaupshækkanir. Afleiðing- arnar urðu stórfelld verkföll á ár- unum 1968, 1969 og 1970. Árið 1968 töpuðust 216 þús. vinnudagar vegna verkfalla, áriö 1969 143 þús vinnudagar og árið 1970 296 þús. vinnudagar. Til samanburðar má geta þess, að meðan verðtrygg- ingin var i gildi á árunum 1965 og 1966 urðu engin teljandi verkföll, Hin miklu verkföll, sem urðu hér á árunum 1961-1963 og 1968-1970, þegar visitölubætur voru ekki greiddar á laun, gerðu Island að mesta verkfallslandi i heimi á siðastl. áratug samkvæmt skýrsl- um Alþjóðlegu vinnumálastofn- unarinnar. Verkföllin á árunum 1968-70 voru fyrst og fremst háð til að fá visitölubætur á laun teknar upp að nýju. Stjórnarflokkarnir þá- verandi, Sjálfstæöisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, hvöttu at- vinnurekendur eindregið til þess að láta hér ekki undan siga. Nú þykjast leiðtogar þessara flokka, Gylfi b. Gislason og Jóhann Haf- stein allt i einu vera orðnir hinir miklu varðmenn framfærsluvisi- tölunnar! Fölsunin 1970 bað var fyrst eftir verkföllin miklu, sem urðu hér 1970, að at- vinnurekendur fengust til þess að taka upp fullar visitölubætur. Samningar um þaö voru gerðir i júni þetta ár. En stjórnarflokk- arnir þáverandi höfðu ekki áhuga á, að þetta samkomulag yrði haldið. bá höfðu þeir aldeilis ekki slikan áhuga á óskertri og ófals- aðri visitölu og þeir þykjast hafa nú. Haustið 1970 beittu þeir sér fyrir setningu svokallaðra verð- stöðvunarlaga. Eitt aöalefni þeirra var ákvæði um að fresta greiðslu tveggja visitölustiga og að breyta visitöiugrundvellinum þannig, að visitalan lækkaði um tvö stig. M.ö.o.: Lög voru sett um það að hafa fjögur visitölustig af launþegum. En þá töluðu Mb. og Visir og Alþýðublaðið ekki um kauprán og fölsun, heldur kölluðu þetta „verðstöðvun”. Afstaða Gylfa og Jóhanns nú bað er ekki óeðlilegt, þótt ýmsir spyrji, þegar þessi saga öll er rifjuð upp, hvað muni valda þeim áhuga, sem þeir Jóhann og Gylfi látast hafa á réttri visitölu nú. beirri spurningu er ákaflega fljótsvarað: Hagur launþega og þó einkum hinna láglaunuðu er betri nú en verið hefur um langt skeiö. At- vinna er lika með mesta móti. Hvorttveggja er þetta ávöxtur af þeirri stefnu i launamálum og at- vinnumálum, sem núv. rikis- stjórn hefur tekið upp. Fyrir landsmenn alla- og þá ekki sizt launþega- skiptir nú mestu máli, að hægt sé að tryggja, að þetta ástand haldist, en siðan verði kjörðin bætt i samræmi við aukna framleiðni og framleiðslu. En þetta verður af mörgum ástæðum örðugt og vafasamt. Staða Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.