Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 27. febrdar 1972 Sjaldgœft að íslenzkir lœknar reyki sígarettur SJ-ReykjavIk. Það er orðið mjög sjaldgæft að íslenzkir læknar reyki sigarettur. Sömu sögu er að segja af stéttar- bræðrum þeirra á Norðurlöndum og víðar. t Bretlandi eru slga- rettureykingar helmingi sjald- gæfari meðal lækna en annarra stétta. Mjög liefur dregið úr reykingum lækna á siðustu árum. Þessar staðreyndir komu fram á blaðamannafundi hjá Rann- sóknarstöð Hjartaverndar og má af þvi draga ályktanir um skað- semi reykinga. Ennfremur skýrði Sigurður Samúelsson prófessor frá þvi,aö könnum, sem gerð var á Landspitalanum I fyrra hefði leitt i ljós að allir karlmenn, sem komu á sjúkrahúsið vegna krans- æðastiflu árin 1967-6!) voru stór- reykingamenn á sigarcttur. F'ramkvæmdastjórn Hjarta- verndar leggur enn sem fyrr mikla áherzlu á skaðsemi reyk- inga og áhrif þeirra á hjartasjúk- dóma. Rannsóknarstöð Hjartaverndar i Reykjavik tók til starfa haustið 67 og siðan hafa 20.562 einstakl- ingar verið rannsakaðir þar og i stöðvum úti á landi. Aformaö er aðhefja rannsókn á suðurlandsundirlendinu i haust og verður hún með svipuðum hætti og rannsóknirnar i Reykja- vik. Næstu verkefni Hjarta- verndar úti á landi verða væntan- lega á Vestfjörðum. Ráðgert er að 2. áfanga kvennarannsóknarinnar i Reyk- javik ljúki i haust, 2. áfanga karlarannsóknar er þegar lokið, þriðji áfangi k’erfisbundnu rann- sóknarinnar hér hefst væntznlega haustið 1974. Þátttaka i hóprannsóknum er 75-80%. Um 10% þeirra, sem rannsakaðir eru i stöð Hjarta verndar hér, reynast vera með kransæðaskjúkdóma eða háan blóðþrýsting, og um helm- ingurinn, eða 5% veit ekki um það þegar þeir koma i rannsókn. 1% reynast vera með greinilega sykursýki og eru hlutföllin þar hin sömu, helmingurinn veit af sjúk- dómnum fyrir, helmingurinn ekki. 4% sjúklinganna reynast vera með dulda eða væga sykursýki og er þeim yfirleitt ókunnugt um það. Jafnframt þessu rannsóknar- starfi hefur veriö unnið að úr- vinnslu gagna úr kerfisbundnu rannsókninni og hafa þegar birzt nokkrar greinar og skýrslur, en i tilefni ’ af Alþjóðahjartamanaö- arins, i april n.k. og afmælis Alþjóðaheilbrigðisstofnunar — Sameinuðu þjóðanna, hefur verið ákveðið aö gefa út a.m.k. tvær skýrslur um niðurátöður hóp- rannsóknarinnar. Fjallar önnur skýrslan um reykingavenjur karla á aldrinum 34-61 árs. í henni kemur m.a. fram að um það bil 70% karla á aldrinum 34-40 ára reykja, en með hækkandi aldri fækkar reykingamönnum og um sextugt reykja tæplega 50%. Þá kemur fram að algengast Framhald á bls. 19 Jóhann H. Nielsson, framkvstj., óttó Björnsson og Nikulás Sigfússon úr úrvinnslunefnd. Stefán Júliusson, Sigurður Samúelsson og Sigurliði Kristjánsson úr framkvæmdastjórn Hjartaverndar. SENDING Vegna styttingu vinnuvikunnar verða skrifstofa, vöruafgreiðsla og matvörudeild (pöntunardeild) lokuð á laugardögum frá 1. marz n.k. Frá þeim tíma verður opið sem hér segir: Skrifstofan Mánudag til og með fimmtudegi frá kl. 8,30 til 12 og kl. 13 til 17. Föstud. frá kl. 8,30 til 12 og 13 til 17,30 Vöruafgreiðslan Mánudag til og með föstudegi frá kl. 8 til 12 og kl. 13 til 18,-30. Matvörudeild Mánudag til og með fimmtudegi frá kl. 9 til 12 og kl. 13,30 til 18. Föstudag frá kl. 9 til 12 og 13.30 til 19. jóöur grasfrœ girðingarefni MJOLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Símar: 11125 11130 ií 51515151515I5I51515I51515151515151515I515151515151515151515I515151515151515151515151 Bl B1 Bl Bl 51 51 B1 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 INTERNATIONAL 354 Eigum fyrirliggjandi International 354 - fullkomna heimilistraktora Á AÐEINS KR. 290 ÞÚSUND MEÐ GRIND Góð varahlutaþjónusta og greiðslukjör. MUNIÐ STOFNLÁNAUMSÓKNIR FYRIR 20. MARZ KaupSélögin Samband ísl. samvinnufétaga Véladeild Ármúlaj, Rvik. sími 38 900 15 15 15 15 15 15 15 L5 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 515151515151515151515151515151515151515151515151515151515151515151515151515151515151 STALVER SF þakkar þeim mörgu viðskiptavinum sem átt hafa við- skipti við okkur að Súðavogi 40. STÁLVER hefur flutt starfsemi sina að Funahöfða 17, Ártúnshöfða, I nýtt og betra húsnæði. Vonumst við til þess að með bættri aðstöðu getum við bætt þjónustu við alla þá sem viðskipti eiga við okkur. Funahöfða 17 Ártúnshöfða Simar 30540 33270

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.