Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. febrúar 1972 TÍMINN 9 rtarflokkurfrtn Fr«mkv»n«!ifl4tiói'i; Krlstján B«n* iikfsíÉin, ftjtstjóran Þórarlmi Þárarinsson [áb)r Andrés KfWIá) isson, ión Háííáton, thtfrtsr O. Þorsteinsson og Tómas Kárfs son, Awgtýsinftastiórt: Stein- Sjrimur Gislason. RnstjóniarstfrHstofgr I €<Jdúhú*ÍrtU/ SÍmar 1Í2ÓO — 18306. Skrifstofor Baní astræu 7. AfftreiSstusfmi :: 12222. Auglýsingasíroj 1W23»::A tror skrif?tofvr slmf T830Q, Áskriftargíald kr, 22$,00 á má íuSt innaniands. í lauiasotft Þetta er „hrollvekjan" Einn þáttur ,,hrollvekjunnar”, sem núver- andi rikisstjórn tók i arf frá hinni fyrri, er að búið er að éta upp fyrirfram allt það fé, sem Húsnæðismálastjórn átti að hafa til úthlutunar húsnæðislána á þessu ári. Tekjur Byggingasjóðs rikisins eru áætlaðar með gildandi tekjustofnum 957.7 milljónir króna. Af þessum tekjum var búið að ráðstafa fyrirfram907.3 milljónum króna, þannig að að- eins eru 50 milljónir afgangs til að mæta fjár- þörf þessa árs, sem er á milli 500 og 600 milljónir króna hið minnsta. Það kemur i hlut núverandi rikisstjórnar að leysa úr þessum vanda eins og ýmsu fleiru sem viðreisnar- stjórnin skyldi eftir óleyst. Ástæðan til þess að búið er að eyða þvi fé, sem til ráðstöfunar átti að verða á þessu ári eru þær, að fyrrverandi rikisstjórn beitti alls konar bráðabirgðaúrræðum til að ýta vandan- um á undan sér fram yfir alþingiskosningarnar á sl. ári. Þannig verður að greiða upp á þessu ári lán, sem tekið var i fyrra hjá Seðlabankan- um. Þar fara 115 milljónir króna af ráð- stöfunartekjum þessa árs. Annar stór út- gjaldaliður eru vextir og afborganir af láni, sem bankarnir veittu Byggingarsjóði 1970 og var aðeins til tveggja ára. Áætlað er að til byggingaframkvæmda Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar fari 260 milljónir króna af ráðstöfunartekjum þessa árs. Skuldabréfakaup Atvinnuleysistrygginga- sjóðs urðu 63 milljónum króna hærri en lög- skylt var og verða þær dregnar frá skulda- bréfakaupum sjóðsins á þessu ári. Áætlað er að 50 milljónir króna fari til kaupa á eldri ibúðum. Framkvæmdalán til aðila i byggingar- iðnaðinum eru áætluð 120 milljónir króna. í nóvember og desember voru veitt byr- junarlán að upphæð samtals 217 milljónir. Siðari hluta lánanna á að greiða á þessu ári og vantar þar 217 milljónir. Þegar önnur ráð stöfuð útgjöld eru týnd til eru sem sagt að eins eftir 50 milljónir króna til ráðstöfunar vegna nýrra lánveitinga. Um áramótin lágu hins vegar 840 fullgildar lánsumsóknir fyrir hjá Húsnæðismálastjórn. Þær kalla á 504 milljónir króna. Umsóknarfrestur vegna lána á þessu ári rann út 1. febrúar en umsóknum hefur væntanlega fjölgað mikið frá áramótum. Samkvæmt þessu má áætla að lágmarksþörf aukins f jármagns til lánveitinga á þessu ári sé ekki undir 520 milljónum króna. Hér er við mikinn og alvarlegan vanda að etja. Þessi vandi verður ekki leystur til neinnrar hlitar eða frambúðar með lántökum til skamms tima, eins og var háttur fyrrver- andi rikisstjórnar, þegar hún þurfti að fela vanda fram yfir kosningar. Lausn þessa vanda þarf að felast i auknum föstum tekjustofnum Byggingasjóðs rikisins fyrst og fremst og að hinu leytinu til með skuldabréfasölu sjóðsins til langs tima. Rikisstjórnin hefur nú til at- hugunar hvaða leiðir séu færar til að leysa þennan þátt „hrollvekjunnar” _ tk. ERLENT YFIRLIT Stofna Skotar eigið þing? Sögulegt þing haldið um atvinnuleysismálin í Skotlandi Mackintosh þingmaður ávarpar þingið MARGT bendir til þess, að 14. febrúar 1972 eigi eftir að verða merkisdagur i sögu Skotlands. Þann dag var haldið i Edinborg einskonar skozkt þing, sem skozku verkalýðssamtökin höfðu kvatt saman. Þing þetta var ekki skipað fulltrúum verka- lýðsfélaganna eingöngu, þótt þeir væru þar i meirihluta, heldur fulltrúum margra félagssamtaka annarra, auk ýmissa forustumanna m.a. þingmanna. Aðalverkefni þingsins, sem stóð ekki nema i einn dag, var að ræða um atvinnuleysis- málin og efnahagslega við- en annarsstaðar i Bretaveldi og framtiðarhorfur þó öllu uggvænlegri, þar sem minni fjárfesting i atvinnu- fyrirtækjum virðist fyrir- huguð i Skotlandi en annars staðar i Bretlandi. Flestir þeirra, sem höfðu verið boðaðir, tóku boðinu vel, og sátu þingið þvi ekki færri en 1500 fulltrúar. Þar voru full- trúar frá öllum sérgreina- félögum verkalýðssam- akanna, fulltrúar allra flokka, fulltrúar kirkjunnar og margs konar félagssamtaka og svo þingmenn og ýmsir áhrifa- menn. Þetta er i fyrsta sinn i margar aldir, sem slikt þing eða ráðstefna kemur saman i Skotlandi. Margir fulltrúanna, sem kvöddu sér þar hljóðs, létu svo ummælt, að þetta gæti orðið upphaf, og ætti raunar að vera upphaf þess, að Skotar eignuðust sitt eigið parliament eða fast þing, sem fjallaði um sérmál Skotlands og hefðu forustu um framfarir lands- ins. EINS OG AÐUR segir, var það tilefni þessa þings, að atvinnuleysi er nú mikið i Skotlandi. Þar eru nú skráðir 150-160 þús. atvinnuleysingjar eða um 9% allra vinnufærra manna. Þetta er hlutfallslega mun meira en annars staðar i Bretlandi, þótt ástandið sé einnig slæmt i Wales. Mjög takmarkaðar likur þykja til þess, að atvinnuástandið i Skotlandi batni að sinni. Rikisvaldið hefur með ýmissi áætlanagerð og fjárfram- lögum reynt aö efla atvinnu- þróunina á undanförnum árum, en það hefur ekki hamlað gegn samdrætti á öðrum sviðum. Erlend fjár- festing hefur einnig verið veruleg. Um hundrað bandarisk fyrirtæki hafa fjárfest um 270 milljónir sterlingspunda i Skotlandi og er það um 60% allra’r banda- riskrar fjárfestingar i Bret- landi. Þetta hefur heldur ekki nægt til að stöðva sam- dráttinn. Meginástæðan hefur verið sú, að fjármagn og framtak hefur leitað til fjöl- býlisstaðanna i Englandi. Þetta hefur ekki sizt gilt um skozkt fjármagn og skozka athafnamenn NOKKRU áður en þetta þing kom saman, hafði Jo Grimond, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins og þing- maður Orkneyja og Hjalt- lands, haldið mikla þrumu- ræðu, þar sem hann deildi harðlega á Skota fyrir pólitiskt sinnuleysi og skort á pólitiskri samstöðu. Hann sagði m.a., að Skotar væru sennilega pólitiskt van- þroskaðasta þjóðin i Evrópu, nema ef vera kynnu Pólverja. Það væri auðvelt að kaupa Skota, þvi þeir mætu of mikiö penmga og velliðan. Þeir væru lika vanir að sætta sig við undirokun af hálfu land- eigendaaðals, presta, skóla- meistara og nú siðast embæt- tismanna. Raunar gilti þetta einnig um Englendinga, en þó ekki i eins rikum mæli og um Skota. Ef Skotar vöknuðu ekki til meira pólitisks lifs og athafna, myndi næsti ára- tugur markaður hnignun og afturför i Skotlandi. Innganga Bretlands i Efnahagsbanda- lagið gæti veitt Skotlandi nýtt tækifæri, ef þeir kepptu að þvi að ná sem beinustu sambandi við Brussel, en létu ekki öll mál sin fara um London. Annars gæti þetta versnað. Enn bólaði ekki á neinni breytingu hjá Skotum til að nota sér þetta tækifæri. A AÐURNEFNDU þingi Skota i Edinborg, var sú skoðun áberandi, að endur- reisn Skotlands yrði að vera verk Skota sjálfra. Sá sem hélt þessu einna ákveðnast fram, var Sir William McEvan Younger formaður thalds- flokksins i Skotlandi og iðju- höldur. Skotar mættu ekki treysta blint á erlenda fjár- festingu eða forustu Eng- lendinga. Þeir yrðu sjálfir að byggja upp iðnað sinn. Skotar eiga að leggja metnað sinn i það að sýna framtak sitt heima fyrir, en ekki i öðrum löndum, sagði hann. Ýmsir ræðumenn bundu verulegar vonir við væntanlega oliu- vinnslu á Norðursjónum, en mestu oliulindirnar virðast vera á landgrunni Skotlands. Einn af þingmönnum Frjáls- lynda flokksins, David Steel, bar fram þá hugmynd, að komið yrði á fót skozkri þróunarstofnun, sem fengi ák- veðinn hluta af væntanlegum oliugróða. Einn af þing- mönnum Ihaldsflokksins, Edward Taylor, lagði áherzlu á að Skotar fengu meiri heimastjórn og gætu m.a. haft bein tengsli við Efnahags- bandalagið og skrifstofur þess i Brussel, en þyrftu ekki að sækja allt um London. James Sillar, þingmaður Verka- mannaflokksins tók i sama streng. Annar þingmaður Verkamannaflokksins, John Machintosh, lagði til, að Skot- landsmálaráðherrar yrðu tveir i stað eins nú, og fjallaði annar þeirra eingöngu um efnahagsmál. A ÞINGINU var samþykkt að kjósa 17 manna nefnd, sem m.a. ræddi um atvinnuleysis- málin við rikisstjórnina og fleiri aðila og gæfi skýrslu um niðurstöðurnar innan sex mánaða. Það virðist einróma álit þeirra, sem fylgdust með þinginu, að þar hafi komið fram meiri áhugi á einskonar skozkri heimastjórn en búizt hafði verið við fyrirfram. Hingað til hefur verið litið á það sem hálfgert sérvizkumál Þjóöernissinnaflokksins skozka að krefjast heima- stjórnar fyrir Skotland. Það virtist rauði þráðurinn i um- ræðunum, aðSkotar vildu ekki vera neinir betlarar hjá Englendingum, heldur vildu þeir fá betri og traustari að- stöðu til að geta leyst mál sin sjálfir. Skotar yrðu að leysa þau sjálfir og ef þeir gerðu það ekki, myndu ekki aðrir gera það. Einn af ræðumönnunum var John Boyd, fyrrv. formaður Verkamannaflokksins i Skotlandi, en hann hefur lengi verið einn harðskeyttasti and- stæðingur flokks skozkra þjóð- ernissinna. „Það er mér engan veginn sársaukalaust”, sagði hann, ,,að ég er hægt og hægt að komast að þeirri niðurstöðu, að eina lausnin á efnahagslegum vandamálum Skotlands sé skozk stjórn”. Ein af konunum, sem töluðu a fundinum, mrs. Winnie Ewing, tók skáldlegar til orða. „Hér hefur verið kveikt kerta- ljós”, sagði hún, „eftir langa dimma nótt. Það er meira en möguleiki, að þetta verði upp- haf þess, að Skotland fái völd aftur, og forgangsrétturinn ruglist ekki á ný”. SITTHVAÐ fleira en þetta þinghald bendir til þess, að ný sjálfstæðisalda sé að risa i Skotlandi. Hún beinist ekki að þvi að rjúfa tengslin við Eng- land, heldur að valdinu verði dreift og Skotar fái meiru ráöið um eigin mál. Þetta er i samræmi við þróunina viða annarsstaðar, þar sem krafan um dreifingu miðstöðvarvalds og aukna sérstjórn héraða og landshluta færist mjög i vöxt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.