Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 11
Miövikudagur 1. marz 1972. TÍMINN 11 Baldvin Baldvinsson hefur skoraö mörg mörkin l'yrir KR. Nú tekur hann viö aðskora mörk fyrir Völsung I2.deild. BALDVIN TIL VÖLSUNGS Klp-Reykjavik. Eins og viö sögöum frá fyrir skömmu mun Arnar Guðlaugsson, Fram, flytjast búferlum til Húsavikur i sumar og mun hann leika með 2. deildarliöi Húsvikinga, Völsung I sumar. Nú hefur annar Reykvíkingur ákveðiö að feta i fótspor hans. Það er hinn góðkunni knatt- spyrnumaður úr KR, Baldvin Baldvinsson, sem mun þjálfa og leika með Vöisung a.m.k. I sumar. bað var fyrir nokkru, sem Bardvini bauðst að koma Norður og taka við þessu starfi, og eftir nokkurn um- hugsunarfrest ákvað hann að slá til. Hann tjáði okkur i gær, er við spurðum hann um þetta, að hann hefði lengi haft áhuga á þvi að fara út á land og leika þar og þjálfa eitthvert lið. Og þegar honum hefði boðizt tækifæri til að taka við Vöisung, hefði hann slegið til, enda væri þetta gott lið og áhugi meðal strákanna til að standa sig vel og ná árangri. Ekki er að efa að með til- komu Arnars og Baldvins, verður Völsungur sterkur i sumar. Báðir hafa mikla reynslu og eru marksæknir og ef Baldvini tekst að koma sér og öörum leikmönnum i góða æfingu fyrir sumarið má búast við að erfitt verði fyrir hin liðin i deildinni að sigra það. Það má þvi reikna með hörku keppni i 2. deildinni i sumar þvi að a.m.k. 5 eða 6 lið geta komið til greina með að berjast um sigurinn. Um daginn sögðum við frá þvi að verið gæti að Kristinn Jörundsson, Fram, yrði með Vöisung i sumar, en hann sagði okkur i gær, að hann væri hættur við það, en hann var búinn að gæla lengi við þá hugmynd. Reykjavík sigraði í fjórða leiknum Reykjavíkurúrvalið i körfu- knattleik sigraði úrval Varnar- liðsins af Keflavikurflugvelli i 4. leik liðanna i Sendiherrakeppn- inni, sem fram fór i Laugardals- höllinni á mánudagskvöldið. Var þetta fyrsti sigur Rvik i keppn- inni að þessu sinni, en í henni eru leiknir fimm leikir og hafa Bandarikjamennirnir sigrað i þrem þeirra. Fimmti og síðasti leikur keppninnar fer fram á Keflavikurflugvelli i kvöld og að konum loknum verður VL-liðinu afhentur Sendiherrabikarinn----- i fyrsta sinn i 11 ár. Leikurinn á mánudaginn var góð skemmtun fyrir þá, sem vilja sjá spennandi viðureign. Liðin skiptust á að jafna og hafa forustu allan timann. Þegar aðeins 5 sekúndur voru til leikslóka var staðan 71:69 fyrir VL, sem þá komst i hraðaupphlaup og mögu- leika á að komast 4 stig yfir. En sóknarmanninum mistókst að skora þar sem hann var einn undir körfunni og Rvik-liðið náði boltanum. Kolbeinn Pálsson tók „sveifluskot" af löngu færi þegar 1 sekúnda var eftir og hitti niður um körfuhringinn og jafnaðir þar með leikinn, 71:71. Framlengt var þá i 1x5 min., þar sem jafntefli er ekki til i körfuknattleik. 1 framlenging- unni breytti Rvik.-liðið um sóknaraðferð (lék 1-3-1) og skoraði i framlengingunni 18 stig gegn 4. Sigraði þvi Reykjavik i leiknum 89:75. Met nr.13 frá áramótum Guðmundur Sigurðsson lyft ingamaður úr Armanni gerir þaö ekki endasleppt að setja ný ts- landsmet. Um siðustu helgi tók hann sig til og bætti metin i milli- þungavigt, að þessu sinni tvö met. Hann snaraði 132,5 kg sem er nýtt met. Jafnhattaði 165 kg og pressaði 150 kg. Samtals gerir þetta 452,5 kg sem er nýtt glæsi- legt Islandsmet. Frá áramótum hefur Guð mundur sett 13 ný Islandsmet, en hann æfir nú mjög vel og reglu- lega fyrir þátttöku i Olympíu- leikunum i Munchen. m Klp I Island vann Skofland landskeppni á skíðum Klp-Reykjavik. l.'m helgina fór fram i Skotlandi meistaramót Skotlands i alpagreinum. Var þaö opið mótog tóku þátt i þvi milli 50 og (i0 keppendur frá mörgum þjóðum, þ.a.m. frá Austurriki, Noregi og islandi. í sambandi við mótið fór fram landskeppni milli íslands og Skot- lands. Var bezti árangur Skota og Islendinga tekinn i svigi og stór- svigi, og fór svo að island sigraði með 112 gegn 100, en eftir fyrri daginn hafði Skotland forustu, 54:52. 1 stórsvigi varð Hafsteinn Sigurösson i 5. sæti, en i 1. og 2. sæti urðu Austurrikismenn. Björn Haraldsson, Húsavik varð i 7. sæti, Arnór Guðbjartsson, Reyk- javik i 8. Jónas Sigurbjörnsson, Akureyri i 11. Reynir Brynjólfs- son, Akureyri i 17. Hákon Ólafs- son, sem var jafnframt farastióri hópsins varö svo i 20. sæti. Aslaug Sigurðardóttir Reykjavík, varð i 5. sæti i stórsvigi kvenna. t sviginu varö Hafsteinn Sigurösson i 2. sæti á eftir Austur rikismanninum Leo Schöpf. Hákon varð i 8. sæti, Reynir i 15. og Arnór varð 18. Þau Aslaug, Björn og Jónas urðu úr leik, en Is- land hafði samt sigur, þvi sumum Skotunum gekk einnig illa. Manchester Utd. kaupir Skota Manchester United keypti i gær Skozka unglingalandsliðsmann- inn Martin Buchan frá Aberdeen fyrir 125 þús. sterlingspund. Buchan þessi er talinn einn af beztu sóknarleikmönnum Skot- lands og hefur Man. Utd. lengi haft augastað á honum, en Aberdeen ekki viljað selja fyrr en CHeimsmet) Sænski stangarstökkvarinn Kjell Isaksson setti á laugar- daginn nýtt heimsmet I stangar- stökki innanhúss á móti i Madison Square Garden. llann stökk 5,45 metra, sem er 4 sm. hærra en gamla metið, sem hann átti sjálfur. Isaksson átti góða tilraun við 5,50 metra, sem er 1 sm. betra en heimsmetið utanhúss. Schranz hættir að keppa Austurriski skíðakappinn Karl Schranz, sem útilokaður var frá Olympiuleikunum i Sapporo á dögunum, eins og frægt er orðið, hefur tilkynnt að hann sé hættur allri keppni á skiðum. Það urðu honum mikil von- brigði þegar honum var tilkynnt að hann fengi ekki að vera með á OL i Sapporo, en það var hans æðsti draumur að ná i gullverð- laun á Olympíuleikum. Við heim- komuna frá Sapporo, var Schranz fagnað sem þjóðarhetju, honum var ekið um heimaborg sina i opnum bil og þúsundir manna fögnuðu honum. Ráöherrar og aðrir héldu honum hóf og margar ræður voru fluttar. Skömmu eftir heimkomuna hélt svo Schranz blaðamannafund, þar sem hann tilkynnti m.a. aö hann væri hættur að keppa, og lægi þar að baki ákvörðun Brundage formanns Alþjóða- Olympíunefndarinnar, um að hann væri atvinnumaður, þó svo að engar vottfestar sannanir fengust fyrir þvi. Einnig að Al- þjóða skiðasambandið, hefði lofað að halda Heimsmeistar- keppni i alpagfeinum, þar sem hann fengi að vera meðal þátttak- enda, en frá þeirri keppni hefur sambandið nú horfið. Þessi yfirlýsing Schranz varð til þess að auka mjög á hatrið i garð Avery Brundage og Alþjóða- Olympíunefndarinnar i Austur- riki, en þar er Brundage nú sagður „óvinur þjóðarinnar nr.l" og hefur fjöldi Austurrikismanna hótað að koma honum fyrir kattarnef þegar færi gefist á þvi. Menn hafa að undanförnu beðiö Schranz umað endurskoða afstöðu sina, og halda áfram að keppa m.a. i þeim mótum, sem gefa stig i heimsbikarkeppninni, en þar á hann enn möguleika á að sigra. Schranz hefur tekið heldur illa i þetta- segist ætla að hætta og snúa sér að knattspyrnu eins og Norðmaðurinn Björn Virkola, sem var einn af beztu skiða- stökkvurum Noregs, en Schranz er einnig mjög góður knatt- spyrnumaður. -klp- Var Gísli Blöndal ólöglegur með Val? Klp-Reykjavik. A fundi, sem forráðamenn 1. deildarliðanna i handknattleik karla úr Hafnarfirði og Reyk- javík héldu i fyrrakvöld, kom fram fyrirspurn frá Hand- knattleiksráði Reykjavikur til stiómarmeðlima HSt, sem sátu fundinn, hvort HSÍ hefði i sinum fórum einhverja til- kynningu um félagaskipti Gisla Blöndai frá KA til Vals. Kom þessi fyrirspurn vegna þess, að HKRR hefði enga slika tilkynningu fengið frá HSÍ, en sumir stjórnarmeð- limir HKRR og HKRH á fund- inum töldu, að þegar um félagaskipti milli héraða væri að ræða, bæri að tilkynna slíkt til viðkomandi héraðs. Útaf þessu spunnust nokkrar um- ræður á fundinum. Þeir st- jórnarmeðlimir HSt, sem hann sátu, sögðust ekki muna hvort HSt hefði borizt slik til- kynning, en þeim rámaði þó i það. Ef svo revnist vera. að HSl hefur ekki fengið tilkynningu, sem er nú heldur ótrúlegt, getur svo farið, að einhver liðin i 1. deild kæri leikina, sem þau léku við Val i mótinu, Gisli Blöndal — Löglegur eða ólöglegur? eins og t.d. FH og Haukar. Getur það þýtt, að aukaleikur þurfi að fara fram um Islands- meistaratitilinn milli FH og Fram og að Haukar séu ekki fallnir, þvi þeir fengju þá 4 stig fyrir tapleikina gegn Val. Og þar með væri Valur fallið i 2. deild. En eins og fyrr segir, er það heldur vafasamt, að Vals- menn hafi ekki sent til- kynningu um félagaskipti Gisla, þó HKRR hafi aldrei fengið að sjá þá tilkynningu. Það fæst þó ekki á hreint fyrr en HSt getur sy-nt, forráða- mönnum Reykjavikur- og Hafnarfjarðarliðanna til- kynninguna, en þeir biða margir hverjir spenntir eftir þvi að sjá hana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.