Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9.marz 1972. TÍMINN 5 Giftu sig á útfarar heimili I bænum South Charleston i Vestur Virginiu-riki i Bandar- ikjunum voru gefin saman i hjónaband þau James Wilson og Brenda Roush. Hjónavigslan fór fram á útfararheimili, sem er stofnun sem fæstir Islendingar kannast mikið við. Þangað fara hinir látnu og fá sina siðustu snyrtingu, hjá sérlærðu fólki. Það býr þá látnu skraut. klæðum og farðar andlit þeirra og kemur þeim fallega fyrir i kistunum. Það þótti mörgum undarlegt, að nokkur skyldi vilja láta gifta sig á slikum stað. Þeim James og Brendu fannst það þó ekki. James er að læra að verða útfararstjóri, en Brenda starfar við það að skrifa eftir- mæli um þá, sem látast, svo starf þeirra er mjög svo tengt dauðanum. Fannst þeim vigslu- staðurinn þvi vel við eigandi. V SKÓGAR OG GARÐAR MOSKVU Umhverfis Moskvu er skóga- og garðabelti, er nær yfir 275 þúsund hektara. Auk hálfrar annarrar milljónar manna, sem búa á þessu svæði, er þarna griðastaður fyrir á aðra milljón manna i fritimum sinum. A svæðinu eru yfir 300 friðaðir sögustaðir, og eru margir þeirra tengdir lifi og starfi Lenins. Þá eru þarna 35 friðuð náttúruverndarsvæði, skógar, gróðursvæði, vötn,ár og fugla- lifssvæði, alls um 700 hektarar að stærð. Fingurgull í fljótu bragði sýnist okkur vera átta hringar á þremur fingrum þessarar fögru handar. Sennilega kostar hver fingur fyrir sig dálaglega 'upp hæð, þvi eigandi handarinnar og þar með hringanna er hún Margrét Bretaprinsessa, systir Elisabetar drottningar. Margrét klæðir sig mjög áberandi, og vekur oft athygli landa sinna, en ekki alltaf að- dáun fyrir klæðavalið. Sumum þeirra hefur lika þótt hún hafá hlaðið einum of mörgum hring- um á fingur sina i þetta sinn, en það er auðvitað hennar mál, úr þvi húp á svona marga hringa. Fá greiðslur vegna Dracula Dómari nokkur i Los Angeles, Bernhard Jefferson, hefur á kveðið upp dóm þar að lútandi, að greiða beri ættingjum Bela Lugosi fjárupphæðir sem Universal Pictures hefur hingað til innheimt fyrir alls konar hluti, sem gerðir hafa verið til þess að minna á hina frægu kvikmyndapersónu Dracula. Lugosi kom fyrstur fram með Dracula i kvikmynd, sem gerð var árið 1931, en allt frá þeim tima hefur ýmislegt verið fram- leitt i liki Dracula. Þar má nefna dúkkur, flugdreka, grimubúninga og fleira og fzleira. Frá þvi Lugosi lézt árið 1956hefur kvikmyndafyrirtækið Universal Pictures innheimt eins konar höfundarlaun af þessum hlutum, en héðan i frá mun allt slikt renna beint til ekkju og sonar Lugosis. Skilur ekki vegna Lill- Babs Ég hef alls ekki hugsað mér að skilja vegna hennar Lill- Babs, segir Bernt Berglund, nýjasti vinur þessarar þekktu sænsku söngkonu, sem hefur vakið mikla athygli, a.m.k. i heimalandi sinu, fyrir óstöðug- leika i ástarmálum. Þau Lill- Babs og Bernt hafa verið góðir vinir að undanförnu, en þó segjast þau ekki vera að skilja hvort vegna hins, en bæði munu þó vera i þann veginn að skilja, eða nýskilin. Bernt talar syngj- andi dalamállizku, en þrátt fyrir það er ekkert dalalegt við klæöaburðinn, ef dæma má af meðfylgjandi mynd. Hann er i vinrauðum buxum og vinrauðum stigvélum, að þvi er sagt er, en myndina höfum við þvi miður ekki fengið i litum. Buxurnar eru svo nákvæmlega sniðnar eftir vaxtarlagi unga mannsins, að bætti hann á sig einum sykurmola myndu saum- arnir springa, — að sögn. Bernt Berglund er söngvari og syngur með tveimur öðrum ungum mönnum i söngtriói, sem nefnir sig Tre profiler. Hann er hrifinn af Lill-Babs sem söngkonu, en þó enn frekar sem móður. Hann segir, að sjá megi á börnum hennar, að hún sé dásamleg móðir. Um það geti hann vel dæmt, þvi sjálfur eigi hann tvær dætur. —Þér komuð of seint i morgun, ungfrú Jónina. Eigið þér ekki vekjaraklukku? —-Jú, en hún hlýtur að hafa hringt, meðan ég var sofandi. —Segið mér, er virkilega ekki sjálfsafgreiðsla hérna, spurði fina kaupstaðarfrúin kaupmann- inn i þorpinu. —Jú, það eru fyrstu dyr til hægri úti i ganginum. Það einkennilega við konur er, að áður en þær eignast mann, hafa þær óskaplegar áhyggjur af framtiðinni, hins vegar hafa karl- menn aldrei áhyggjur af framtið- inni, fyrr en þeir eignast konu. —-Þér er óhætt að snúa við Villi. Ég gieymdi aö kaupa bjór i dag! Frúin hrópar til barnfóstrunnar: —Almáttugur, hvað barnið græt- ur. Rósa, þú veröur að gera eitt- hvað. —Ég hef þegar gert það. Ég tróð bómull i eyrun. Það var veizla hjá borgarstjóran- um og þar voru allir höfðingjar borgarinnar samankomnir. —Eg býzt við, að ekki þýði að bjóða yður koniak, sagði borgar- stjórafrúin við sessunaut sinn, þegar þau voru að drekka mokka- kaffið. —Eruð þér ekki formaður bindindissamtaka borgarinnar? —Nei, ég er formaður siðferðis- nefndarinnar, svaraði sessunaut- urinn. —Já, einmitt, ég vissi, að það var eitthvað, sem ekki mátti bjóða yður. Olli litli var að leika sér að Lego- kubbunum sinum á stofugólfinu, þegar hann leit allt i einu upp og spurði mömmu sina: —Mamma, hvernig fæödust langafi og lang- amma? —Storkurinn kom með þau og afa og ömmu lika, mig og pabba og þig Olli minn, svaraði mamma. Olli velti þessu svolitið fyrir sér, en spuröi svo aftur: —Hefur þá ekki verið eðlileg fæð- ing i fjölskyldunni i hundrað ár? DENNI DÆAAALAUSI — Þú þarft ekki að sýna mér allt húsið, mér nægir aö sjá eldhúsið og baðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.