Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. marz 1972. TÍMINN ÍJ7 'Wk nwwwww U*$efiro<H; Frattisdkttarfjotófurrnn :ffr*rnkv»n«Ja*ttór« Kr.lstf4rt Ö«n*dfkf*síin; fejtítjój-art Þórariwi: :i Péraríjisson (ab), Andrés Krtoffsnssort, Jón M*t9«»n^ fndrlSí 0. t>orsteinís*>n og Tóma* Karfsson, Au$lýsing:aítji5ri: Steirt- Orífnor Gislason. RHstjörnarítfrjfstofgr t €<Jdubii»tny, sfowr 1«300 — 18306. Skrifslofvr Banfcflstræfl. 7. — Af9r«B5»Ju*íirtí'• 123Í3. Augiýsingasími 19523h ASrar skrlfstofur simi. T8300, : .Áskríttar«íaW fcr; Í2S.0Ð o mánuSi Jnnanlarnfs. í laUsasölv kr. 15.00 «lnf«kia. — BiaSaprent h.f. (Off**t) Skattabreytingarnar og stjórnarandstaðan Við 2. umræðu um frumvarpið um breytingu á tekjuskattinum á Alþingi i fyrradag sagði Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra, að með þeim breytingum, sem stjórnarflokkarnir legðu til að gerðar yrðu skattafrumvörpun- um, myndu gjöld þeirra, sem hefðu tekjur undir 550 þúsund krónum,lækka samtals um 450 milljónir króna miðað við gamla kerfið. • Gjöld þeirra, sem höfðu á siðasta ári tekjur undir 300 þúsund krónum,lækka i heild um 321 milljón. • Gjöld þeirra, sem höfðu á siðasta ári tekjur frá 300-425 þúsund,lækka i heild um 82 milljón- ir. • Gjöld þeirra, sem höfðu á siðasta ári 426 til 550 þúsund i tekjur, lækka um 51 milljón. Ofan við 550 þúsund kr. tekjur fer gjalda- byrðin vaxandi, en upp að 730 þúsund króna tekjum er hækkunin miðað við gamla kerfið i heild aðeins 25 miUjónir króna, og hækkunhi öll ofan við tekjur, sem nema 550 þúsund á siðasta ári er ekki nema um 95 milljónir, sem um er að ræða heildarlækkun á gjöldum einstaklinga miðað við gamla kerfið, sem nemur um 360 milljónum króna. Það eru þessar staðreyndir, sem talsmenn stjórnarandstöðunnar kalla „Skattahækkun á þorra gjaldenda"!! Og stjórnarandstaðan leggur til i framhaldi af þvi, að skattabreytingunum verði frestað og lagt á eftir gamla kerfinu. Við þeirri beiðni verður ekki orðið. Þorri launþega i landinu mun einnig að sjálfsögðu leggjast gegn þeirri kröfu stjórnarandstöðunnar, þegar staðreynd- irnar um álagninguna liggja á borðinu. Sú aukning bóta almannatrygginga, sem nú- verandi rikisstjórn hefur látið koma til fram- kvæmda, gerði það ógerlegt að fresta skatt- breytingunum. Frestun hefði þýtt að jafna yrði 1220 milljónum til tryggingakerfisins jafnt niður á hvert nef, án tillits til tekna og afkomu. Það hefði i rauninni þýtt það, að tekjulaust eða tekjulágt fólk hefði verið látið standá undir bótum trygginganna i verulegum mæli. Fyrir hjón með tvo unglinga á framhaldsskólaaldri hefði þetta þýtt rúmar 50 þúsund krónur bara i persónuskatta,auk allra annarra skatta gamla kerfisins. Nú verður þessari tekjuöflun til trygginganna jafnað mismunandi á menn eftir tekjuhæð, og tekjulágt fólk og námsmenn munu sleppa algerlega við að greiða til þessara þarfa. Þá er þess að geta, að rikisstjórnin taldi ófært að fresta skattabreytingunni,vegna þess að þá hefði komið til framkvæmda á þessu ári óeðlilegt skattfrelsi hlutaf járeigenda og flýtis- fyrning sú, sem fyrrverandi rikisstjórn lögfesti á sl. vori og hefði getað þýtt, að 3-500 milljónum hefði verið velt af fyrirtækjunum yfir á al- menning i landinu. — TK HUGH FRASER: Bretar geta orðið Bangladesh að liði Þeir geta aðstoðað við samninga og hvatt Bandaríkjamenn DACCA villir á sér heimildir. Hungur á borð við það, sem gerðist i Biafra, sést ekki einu sinni i búðum Bihari- manna; hermenn eru þarna færri á ferli en i Belfast, og borgin býr við betri götulýs- ingu en London. Borgin er allt i einu orðin helgur staður, sem frjálslyndir menn og fulltrúar hálfs heimshluta kommúnista fara pilagrimsferðir til, til að samgleðjast Mujibur fursta með sigur mannsandans. Fjöldagrafirnar hylja svo við urstyggð, sem er sambærileg þvi versta, sem gerðist i upp- reisninni á Indlandi. Ein gifurleg ógn blasir nú þegar við augum, en það er heimkoma 100 þúsund lanci- lausra bænda. Geri hinn hrifni umheimur rikisstjórn Bangledesh ekki kleift að gripa þegar i stað til umfangs- mikilla ráðstafana, visnar blóminn á fáum mánuðum, hungur en ekki fagnaðarhátið blasir við milljónum manna, og óreiðu- og uppreisnaralda getur flætt miskunnarlaust yfir slétturnar. EIGI Bangladesh að lifa af og ná fótfestu, verða leiðtogar rikisins að íeysa samtimis þrennan vanda: Þeir verða að tryggja bráða- birgðaaðstoö, endurreisn og afla nýrra viðskiptasambanda i stað þeirra, sem rofnuðu við skiptingu rikisins. Toni Hagen, gamalreyndur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna heldur fram, að lágmarksaðstoð til að ná þessu marki þurfi að nema 224 millj. sterlings- punda, að hálfu i reiðufé og að hálfu i vörum, þar á meðal innflutningi og dreifingu 400 þúsund smálesta af nauðsynj- um á mánuði hverjum fyrst um sinn. Vitaskuld er engin þjóð fær um að veita slika aðstoð. Sé hins vegar höfð hliðsjón af þvi, sem búið er að gera fyrir arabisku flótlamennina án sýnilegs árangurs, virðist um- rædd fárhæð varla geta talizt Albióðabankanum eða Sam- einuðu þjóðunum ofviða. Verði féð ekki útvegað, má ganga út frá þvi sem gefnu, að yfir allan Indlandsskaga flæöi hungur og hörmungar, sem geta orðið umheiminum rniklu dýrari. Tvöfaldur sparnaður er að þvi að bregða nógu fljótt við. FYRST ber þá að spyrja: Leggja Sameinuðu Þjóðimar af mörkum nægilegt fé til þess að hið nýja riki komist af stað og geti fest sig i sessi? Onnur spurningin snertir nægan við- bragðsflýti og lausn flutninga- erfiðleikanna. 18. febrúar hafði aðeins einn skipsfarmur af juta verið fluttur ur landi eftir að styrjöldinni lauk. Skemmdir i höfnunum i Chittagong og - Chalna eru mjög miklar, og sex vikur eru liðnar án þess að hafizt hafi verið handa i alvöru um hreinsun hafnarinnar i Chalna. Meðan allt lék i lyndi, gátu þessar hafnir ekki annað móttöku 300 þús. smálesta á mánuöi. Vegna þessa verður að leggja fram móðurskip og uppskipunarbáta auk margs annars, ef anna á viðtöku þeirra 400 þús. smálesta nauð- þurfta, sem óhjákvæmilegar eru i mánuði hverjum. Flutningaerfiðleikarnir aukast enn þegar höfnunum Mujibur fursti i Moskvu. sleppir. Járnbrautarbrýrnar tvær yfir Ganges og Bramah- putra eru stórskemmdar. A.m.k. 500 smærri brýr eru eyðilagðar, og bráðabirgða- brýrnar, sem indverski herinn kom upp, verða ónothæfar vegna vatnavaxta i júni. Treysta verður i miklu rikari mæli en áður á flutninga með fljótabátum, en landið er flatt og ár þvi grunnar þegar fjær dregur ströndinni. Skortur er á vörubilum, ekki aðeins til flutninga neyzluvara, heldur og efnis i brýr og til annarra opinberra framkvæmda. ÞENNAN vanda verður að leysa áður en regntiminn hefst i júni. Þegar fjær dregur sjó, er mikill skortur á brennslu- oliu á áveitudæiurnar, og auk þess vantar a.m.k. 10 þús. dælur i stað þeirra, sem her Pakistans eyðilagðieða rændi. Nautunum, sem ætlað var að draga jarðyrkjuverkfærin, var slátrað, og talið er að um 500 pús. dráttardýr vanti. Timinn er sannarlega naum- ur. Flutningaerfiðleikarnir og fjárskorturinn veldur þvi, að byrja verður á brýnustu verk- efnunum. Matur verður að ganga fyrir húsaskjoli, upp- bygging og aukning jarðyrkj- unnar yfir iðnaði og atvinna til sveita fyrir atvinnu i borg- unum. Rikisstjórnin nýja verður að treysta fyrst og freinst á einstæða aðlögunar- hæfni, þrautseigju og ein beitni smábændanna i Bengal. Þeir hafa komið aftur i strið- um straumum frá Burma og índiandí og farið beint til sinna heimkynna, þar sem áveitu kerfin eru ónýt og akrarnir i óhirðu. Þessum mönnum verður fyrst að veita aðstoð, og þá sjá beir öðrum fyrir nýjum allsnægtum. Þarna er miðdepill endurreisn arinnar. Framkvsma verður græna byltingu á næstu tveim- ur árum og tryggja útflutning umframbirgða af hrisgrjón- um, ekki siöur en te og juta. Þegar i stað verður að efla stórlega atvinnuna i sveitun- um, bæta ræktarlandið og auka. LIFSKRAFTUR st- jórnarinnar og athafnahraði- er öruggasta skjól fjöldans og eina vörnin gegn upplausn. Liðsmenn hinnar nýju lög- reglu eru i þjálfun, sumir skæruliðarnir láta sér fátt um finnast, og um 25 þús. úrvals hermanna frá Bagladesh láta sér leiðast i Pakistan. öryggið hangir óneitanlega á bláþræði, indverski herinn er á förum heim, og enn eru ófundnar miklar vopnabirgðir. Þrir af hverjum fimm lögregluþjón- um feilu i átökunum og tilfinn- anlegur skortur er á löggæzlu i hverju einasta þorpi, en herinn er að þjálfa unga skæruiiða til gæzlustarfa. Iðnaðurinn er i lamasessi, bæði vegna verkfalla af ýms- um ástæðum og hráefna- skorts. Mujibur fursti læzt engu kviða, þó að á þetta sé drepið, og sennilega veit hann hvað hann syngur. Þjóð hans er loksins orðin frjáls eftir 400 ára annarlegt stjórnarfar, og innilegur og ákafur fögnuður hennar getur engu siður komið fram i jákvæðu starfi en of- beldisverkum. Furstinn hefir taumana slaka, en hann getur æpt og þrumað á borð við hvern annan, ef á þarf að halda. Hann hefir þegar sýnt, að hann er ekki lakari leiðtogi en spamaðíir. En allt er undir þvi komið, að unnt verði að halda óskertum hraða næstu sex mánuði. HVAÐ getum við Bretar svo lagt af mörkum til að halda hraðanum uppi? Viö ættum i fyrsta lagi aö leggja fram meira fé en þær þrjár millj. punda, sem við höfum lofað. Þvi framlagi ætt- um við að haga þannig, að það ýti i gang hinum miklu aflvél- um Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans. I öðru lagi er Sir Alec Douglas-Home utan- rikisráðherra i afar mikluni metum I Dacca, Delhi og Islamabad vegna afreka sinna. Fyrir dyrum eru mjög vandasamir samningar um fólk, fé og viðskipti, og þeir samningar verða að takast farsællega. Að siðustu höfum við senni- lega betri aðstöðu en allir aðr- ir til að fá Bandarikjamenn til að viðurkenna þá staðreynd, að Bangladesh getur lifað og verður að lifa, hvort sem auðið verður eða ekki að fá þá til að veita hinu nýja riki opinbera viðurkenningu.'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.