Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 16
~-J KVIKASILFUR DREPUR ÞÚSUNDIR MANNA í ÍRAK NTB-^Stokkhólmi. Þúsundir manna i trak hafa undanfariö látizt af kvikasiifurs- eitrun, aö þvi er sænskur dósent, Hans Palmstierna heldur fram. Segir hann, að yfirvöldin i trak reyni allt til að koma I veg fyr'ir að þetta fréttist. Palmstierna segir eitrunina vera afleiöingu af miklum þurrk- um i trak i fyrra. Þá hafi þurft að flytja inn mikið magn þreski- korns bæöi til notkunar og út- sæðis. Vegna matarskorts, sem leiddi af uppskerubrestinum, lagði fólk kornið sér til munns, en þaö var mjög kvikasilfursrikt. Kornið var notað bæöi i hveiti og til skepnufóðurs og þannig hefur fólk fengiö isig eitrun. Yfirvöldin I Irak hafa nú lagt dadðarefsingu við að selja kvikasilfurseitrað kjöt. Palmstierna segir, aö nú upp á siökastiðhafifréttirum þetta far- ið að berast frá trak, þrátt fyrir alla viðleitni yfirvalda til að halda þvi leyndu fyrir umheimin- um. Tók hann þetta sem sönnun þess, að rétt hefði verið af Svium, að hefja baráttu gegn kvikasilf- urseitrun fyrir 10 árum, þrátt fyrir, að þá voru ekki fyrir hendi óyggjandi sannanir um að kvika- silfur væri baneitrað. Sprengjur settar í þotur í Bandaríkjunum: EIN ÞOTA TWA SPRAKK, SPRENGJA í ANNARRI NTB-New Vork, SB-Reykjavik Ekki eru mörg ár siðan glæpa- menn fóru að nota Hugvélar sem tæki til að afla sér peninga. Fyrst rændu þeir fiugvélum, og um tima leið varla sá dagur, að ekki fréttist af flugráni. Nú hafa aura- lausir glæpamenn tekið upp aðra aöferð við flugvélarnar, sem sé aö hringja til flugfélaganna og heimta peninga fyrir upplýsingar um sprengju, sem komið hafi verið fyrir I flugvél. 1 þessum til- fellum hefur þá sjaldnast verið um nokkra sprengju aö ræða. Nú siðustu dagana hefur þetta hins vegar reynzt meira en orðin tóm, þvi i fyrradag fannst sprengja I flugvél, og I gær sprakk flugvél, sem nokkru áður var búið að leita að sprengju i. A þriðjudag var hringt til fulltrúa Trans World Airlines á Kennedyflugvelli og honum til- kynnt að "ef hann færi i tiltekna vörugeymslu á flugvellinum myndi hann finna eitthvað. Fulltrúinn fór á staðinn ásamt nokkrum starfsbræðrum sinum, og þar fundu þeir leiðbeiningar á blaði og tvær töskur. I leið- beiningunum stóð, að flugfélagíð Lögreglumaður I Las Vegas notar sér sérþjálfaöan hund til þess að þefa að brakinuúr flugvélinni, sem sprengjan sprakk I. Flugvélin er frá TWA, (Sfmamynd Tlminn.) Vaknaði 100 milljónum ríkari NTB—London. Sextiu og þriggja ára brezk- ur skrifstofumaður vaknaði I gærmorgun 100 milljónum rik- ari, en þegar hann hafði lagzt til svefns. Hann hafði um nótt- ina unnið I knati'spyrnuget raununum. Grimas, en svo heitir sá heppni, á tvo uppkomna syni. Hann fékk ávisunina afhenta i gær og sagði við það tækifæri, að hann hefði eytt um 180 krónum I getraunaseðla i þetta skiptið, og hálf séð eftir þvi. Aðspurður um, hvað hann hygðist gera við peningana, svaraði Grimes, að hann ætl- aði að kaupa sér litið fallegt hús úti i sveit, nyjan bil, ósköp venjulegan og ferðast um allt landið sitt. skyldi setja mílljón dollara I hvora tösku, og yröi það ekki gert, myndu springa sprengjur i fjórum flugvélum félagsins á fárra klukkustunda fresti næsta sólarhringinn. Hundur fann sprengjuna TWA hafði þegar i stað sam- band við Boeing 707 flugvél, sem var nýlögð af stað frá Kennedy- flugvelli áleiðis til Los Angeles, og bað flugstjórann að snúa við. Eftir lendinguna varu farþegar beðnir að yfirgefa vélina, sem siðan var ekið á afvikinn stað á vellinum i fylgd slökkviliðs. Af tilviljun var á vellinum staddur sérstaklega þjálfaður sprengju- leitar-hundur, og fékk hann þarna tækifæri til að sýna kunnáttu sina. Hann var heldur ekki lengi að finna sprengjuna, sem komið hafði verið fyrir i flugstjórnar- klefa vélarinnar, og var það að- eins 12 minútum áður en hún átti að springa. Sprengjusér- fræðingur i New York staðfesti siðan, að sprengjan hefði verið nægilega öflug til að sprengja vel- ina i tætlur. 45 manns voru i flug- vélinni. Leitað i 200 flugvélum Strax eftir að sprengjan var íundin, fóru TWA-menn að leita i öðrum vélum félagsins, og innan klukkustundar höfðu 6 vélar lent á næsta flugvelli til leitar. Þremur stundum siðar var hringt til flugfélagsins á ný og sagt, að önnur sprengja væri um borð i flugvél, sem væri I þann veginn að lenda á Kennedy-flug- velli á leið frá Denver, en ekkert fannst. Aftur var leitað gaum- gæfilega i vélinni á Kennedyflug- velli og hundurinn hjálpaði til, en fann. ekkert- I allan gærdag var leitað að sprengjum i flugvélum TWA, en ekki fundust fleiri. Sagt var einnig, að TWA væri að út- vega sér reiðufé 111*30 greiða f jár- kúgurunum fyrir upplýsingar um sprengjurnar. Jafnframt var gefin út tilkynning um, að haldib yröi áfram leit I vélum félagsins, þar til FBI teldi það ekki lengur nauðsynlegt. Þá sprakk flugvél Varla haföi þetta veriö tilkynnt, 'þegar sprengja numer tvö kom I leitirnar, undir heldur verri kringumstæðum. Hún sprakk um borð i Boeing 707, sem var nýlent á McCarron flugvelli I Las Vegas um hádegið I gær að isl tíma. en kl. 4 i fyrrinótt að Bandarikja- tima. Farþegarnir voru farnir úr flugvélinni og hún stóð tóm, þegar sprengjan sprakk. Flugvélin skemmdist mjög mikið. Eftir öllu að dæma hafði sprengjan verið einhvers staðar i námunda við flugstjórnarkiefann. Flugvél pessi var að koma frá New York, og hafði verið vandlega leitaö í henni þar við brottförina. ¦¦¦ C Fimmtudagur 9,marz 1972. Þjóðverjar vísa líka til Haag NTB-Bonn V-þýzka stjórnin hefur ákveðið að fara að dæmi þeirrar brezku og visa stækkun islenzku land- helginnar til Alþjóðadómstólsins i Haag. V-þýzka stjórnin tilkynnti þetta i gærmorgun og ennfremur var vonazt til þess, að hinar beinu samningaviðræður við tslendinga gætu haldið afram og einnig, að V-Þjóðverjum verði leyft að veiða milli 12 og 50 milna, þar til dóm- stóllinn hefur fjallað um, málið. Eftir útreikningum V-þýzku stjórnarinnar munu Þjóðverjar tapa 100.00-tonnum fiskjar árlega við utfærsluna, en það er virt á 2 1/2 milljarð Isl. króna. Bormann og Mengele fundnir í Perú NTB-Lima Þýzki striðsglæpamaðurinn Josef Mengele, sem v'ar læknir I Auschwitz-fangabúðunum i slðari heimsstyrjöldinni, hefur sézt I bænum Cerro de Pasco I Perú, að þvl segir I I Lima-blaðinu Ex- presso I gær. Þá segir v-þýzka konan Beate Klarsfeld, sem hefur verið iðin við að leita uppi strfðs- glæpamenn, að hún hafi fengið á- reiðanlegar upplýsingar um, að Martin Borman haldi sig einnig I Perú. Mengele, sem lengi hefur verið leitað hefur verið á stöðugum flótta siðan striðinu lauk. Hann er ákærður fyrir að hafa notað Gyð- inga sem „tilraunakanínur" I Auschwitz. Áreiðanlegar heim- ildir I Lima sögðu á sunnudag, að hann hefði komið i fyrrahaust frá Argentinu til Perú, en einnig hafi hann búið i Brasiliu og Paraguay. Heimildir Expresso segja, að Mengele hafist við i þýzkri ný- lendu við Cerro de Pasca, sem er um 400 km austan við Lima. Heimildir frú Klarsfeld segja, að Martin Bormann búi i skógin- um við bæinn Cuzco, sem er um 1000 km suð-austan við Lima. MUSKIE FÉKK 48 % NTB—Manchester úrslitin I forkosningum i New Hampshire I fyrradag voru á þá leið, að Muskie fékk 48% atkvæða og McGovern 37%. Af atkvæðum repúblikana fékk Nixon 69% McCiosky 20% og Ashbrook 10%. Kosningar þessar voru hinar fvrstu af 23, áftur en flokksþing demókrata verftur haldið I júli. Vegna fréttar um fyrirhugaöa fiskirækt á vatnasvæöi Sk- jálfandafljóts hefur hlutaðeigandi aðili bent Timanum á og beðið hann að geta þess, að ekki hafi verið leitað neinna samráða við aðaleiganda jarðarinnar Bar- nafells, þar sem aðalfískvegurinn er ráðgerður. Aðaleigandi að Barnafelli er talin ekkja Sigurðar Benediktssonar frú Guðbjörg Vigfúsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.