Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9.marz 1972. TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Þjóðverjarnir bezt geymd ir í hnefaleikahringnum Mikil harka f leik FH og Hamborgar-liðsins - FH-ingum tókst að vinna upp 6 marka forskot - Jafntefli varð 19:19 Alf- Reykjavik. Útlitið var sannarlega allt annað en glæsilegt hjá FH um miðbik siðari hálfleiks i leik liös- ins gegn þýzka liðinu Hamborg-- Sport-Verein i Laugardalshöllinni i fyrrakvöld. Þjóðverjarnir höföu tryggt sér sex marka . forskot — og virtust hafa lamið, i orðsins fyllstu merkingu, allan þrótt úr FH-ingum, en þessi þýzki hand- knattleiksflokkur er ekkert frá- brugðinn öðrum þýzkum iþrótta- flokkum, sem hingað hafa komið. Þýzkir iþróttamenn viröast upp til hópa vera hreinir slagsmáia- hundar og bezt geymdir i hnefa- leikhring. Og það var mikil á- hætta fólgin i þvi að leiða suma af beztu landsliðsmönnum okkar til þess ats, sem átti sér staö á fjöl- um Laugardalshallarinnar i fyrrakvöld, aöeins nokkrum dög- um áður en landsliöið heldur upp i hina þýöingarmiklu Spánarför sina. En hvað um þaö. FH-ingar sluppu lifandi frá þessum leik enda þótt sumir þeirra hefðu hlotiö pústra og einum hafi verið ekið á Slysavarðstofuna vegna meiðsla, er hann hlaut. Og FH ingar sönnuðu það, að þeir eru mikið baráttulið, sem ekki gefur sig fyrr en i fulla hnefana. Þeim tókst að vinna upp forskot Þjóö- verjanna, jafna 18-18, og meira að segja ná eins marks forskoti, 19- 18. En Þjóðverjarnir sögðu sið- asta orðið i þessari viöureign og tókst að jafna, 19-19, og urðu það lokatölur leiksins. Leikurinn var mjög skemmti- legur og æsispenna. ndi undir lok- in. Mestan þátt i þvi, aö FH tókst að brúa bilið, átti Birgir Finn- bogason, markvöröur, sem kom inn á um miðjan -Síðari hálfleik, þegar útlitið var sem dekkst. Hvað eftir annað varði Birgir snilldarlega — m.a. vitakast — og virtist Þjóðverjum gjörsamlega útilokað að finna smugu i mark- inu. Góð markvarzla Birgis var hvatning fyrir aöra leikmenn liðsins, sem byrjuöu að saxa for- skotið og tókst að jafna og komast yfir, eins og fyrr segir. Geir Hallsteinsson sýndi góðan leik og skoraði 5 mörk. Þjóðverj- ar máttu ekki lita af honum eitt augnablik, þá var voðinn vis. Geir er sýnilega i mjög góðri þjálfun og mun væntanlega reynast landsliðinu mikill styrkur i þeim leikjum, sem framundan eru. Þórarinn Ragnarsson skoraði einnig 5 mörk, öll úr vitaköstum. Birgir skoraöi 3 mörk, Viðar og Auðunn 2 mörk, Gils og Gunnar 1 hvor. Þýzka liðinu frá Hamborg er ýmislegt til lista lagt, en harkan, sem einstakir leikmenn sýndu, eyðilagði fyrir þvi. Undir lokin fær liöið dæmt á sig hvert víta- kastið á fætur öðru, sem orsakar það, að FH reynist léttara að jafna stöðuna. Valur Benediktsson og Sveinn Kristjánsson voru ekki öfunds- verðir af þvi aö dæma þennan leik. Ekki óalgeng sjón I leik FH og þýzka liðsins. Þjóðverjarnir lömdu FH- inga óspart niður. (Timamynd Gunnar.) Þrátt fyrir gæzlumann skoraði Axel 9 mörk! Fram sigraði tékkneska liðið Gottwaldov örugglega með 5 marka mun, 22:17 Alf—Reykjavik. — Axel Axelsson var óstöðvandi i leik Fram og tékkneska liðsins Gottwaldov i Laugardalshöllinni i fyrrakvöld. Þrátt fyrir að Tékk- arnir settu sérstakan leikmann honum til höfuðs, tókst honum að skora 9 mörk, sem verður að telj- ast vel af ér vikið undir þessum kringumstæðum. Fram-liöiö var betri aöilinn i þessum leik og sigraði með 22 mörkum gegn 17, og hefði sá sigur getaö orðið enn stærri, ef leik- menn Fram hefðu tekiö þennan leik alvarlega, en þvi var ekki fyrir að fara, a.m.k. ekki i byrjun fyrri hálfleiks, þegar Tékkarnir náðu ágætu forskoti. Fyrir leikhlé haföi Fram tekizt að rétta hlut sinn og ná tveggja marka forskoti, 11:9, og i siðari hálfleik lék aldrei vafi á, hvort liðið var betra. Axel Axelsson var aðalógnvaldur tékknesku varnar- innar, en einnig var Björgvin Björgvinsson mjög virkur á lin- unni og skoraði 5 mörk. Andrés Bridde, ungur leikmaður i Fram- liðinu, virðistvera mjög efnilegur og eiga eftir að láta að sér kveða. Mörk Fram skoruðu Axel 9, Björgvin 5, Andrés 3, Ingólfur, Sigurður E., Stefán, Arnar og Sigurbergur 1 hver. Dómarar i leiknum voru Björn Kristjánsson og Eysteinn Guð- mundsson. Iþróttakabarett í kvöld Iþróttakabarett fer fram i Aust urbæjarbíói I kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 23.30. Það er stjórn FRI, sem stendur fyrir þessu i fjáröflunarskyni, en skemmti- kraftarnir eru allt gamlir frjálsi- þróttamenn með Svavar Gests i broddi fylkingar, en hann er kynnir og stjórnandi. Auk hans koma fram Ómar Ragnarsson, Jón B. Gunnlaugsson, Magnús Jónsson, Gestur Þorgrimsson, Björn R. Einarsson og hljómsveit (dixie-land), Árni Johnsen, Magnús Sigmundsson og Jóhann Helgason og Sigvaldi Þorgilsson og dansflokkur. Hér er um nýjung að ræða og valinn maður i hverju rúmi og er ekki að efa, að aðsókn verður mikil, en aðgöngumiðar eru seld- ir i Vesturveri og Austurbæjar- bíói. Fimleika- mót Reykja- víkur Reykjavikurmót i fimleikum verður haldið i Iþróttahúsi Há- skólans 11. marz n.k. Búizt er við þátttakendum frá Ármanni og KR. Þetta verður fyrsta Reykjavik- urmót I fimleikum, sem haldið er, eftir margra áratuga hlé. Hitinn í Suður-Afríku óbærilegur - segir Jóhannes Eðvaldsson - Hann hefur þegar hlotið fyrsta meistaratitilinn ytra Jóhannes Eðvaldsson, fyrir miðju, I leik á Laugardalsvellinum. Núna er liðinn rúmur mánuður siðan Jóhannes Edvaldsson, fór til S-Afriku, og hefur hann þann tfma búið á hóteli. Hann hefur ekki skrifað undir neinn samning ennþá — en fær vikulega ágætan vasapening. Jóhannes æfir einu sinni á dag núna, en fyrst eftir að hann kom til Cape Town, æfði hann tvisvar á dag. Jóhannes sagði i bréfi nýlega: —,,Fyrstu dagarnir eftir að ég kom til Cape Town, voru erfiðir dagar, ég var nærri „dauður” úr hita, hitinn hér var um 30 gráöur á celsius fyrstu vikuna, það var mikil tilbreyting að koma frá Islandi úr + 10 gráðum i + 30 gráður hérna. — Ég hef spilað þrjá leiki hér, fyrst spiluðum við i keppni, svokallaðri meistara- keppni. Það voru bara tvö liö i henni og bæði liöin voru frá Cape Town, þau Cape Town City, sem ég leik með og Hellenic, þvi að þau unnu alla bikarana siöasta ár. Það voru leiknir tveir leikir, heima (0:0) og heiman, þá unnum við 1:0, eftir framlengingu, ég var gjörsamlega búinn eftir leikinn — hitinn óþolandi. Það er engin barnaknattspyrna hér, enginn nettleiki Harkan gengur fyrir öllu. Með þessum sigri hefur Jóhannes þvi fengið sinn fyrsta verðlauna- pening i Suður-Afríku. Æfingar hjá Jóhannesi i stuttu mali: Mánud. kl. 6: Hlaup (12 sinnum hringur á hlaupa- brautinni i Laugardal) með æfingum á milli, siðan heill hringur, allt er þetta gert undir ákveðnum tima (er þetta versti dagurinn.) Þriðjud. kl. 6: Lyftingar og sprettir. Miðvikud. kl. 6: Æfingar, upp- hitun og sprettir, farið i að spila „Faiverside”, siðan maður á mann (tvö lið). Fimmtud. kl. 6: Taktik rædd, siöasti leikur yfirfarinn, bent á ýmis atriði, siðan er farið út og reynt aö þétta og laga, sem vantaði siöast. Siöan kemur laugardagur og sunnudagur, Jóhannes eyðir venjulega deginum á ströndinni. -7,Hér I Suður-Afriku er ekkert sjónvarp, þetta land er 5 árum á eftir timanum, og margt annað er öðruvisi en við eigum að venjast heima. T.d. er mikill kynþáttamismunur hér. Ef maður ferðast með lest, þá eru svartir i sér klefum og hvitir sér, ef þú ætlar að sitja og biða eftir lest, þá átt þú að setjast á bekk, sem merktur er „bara fyrir hvlta”, sama er um sima- klefa, leigubila og fl. og fl." Margir ágætis leikmenn leika með liðunum i S- Afriku. T.d. leika með Jóhannesi i Cape Town City, ensku leikmennirnir George Herslop og Tony Colmann, báöir frá Manchester City. Herslop lék áöur meö Newcastle og Everton — Colmann með Stoke og Preston. I liðt Hellenic leikur enski landsliðsmaöurinn Tony Allen, Stoke, — lék með enska landsliðinu 1960. En frægastur þeirra er hinn kunni Fulham leikmaður Johnny Haynes, sem hefur leikið yfir 500 leiki fyrir Fulham —- einnig hefur hann leikiö 56 landsleiki fyrir Eng- land og þá oft sem fyrirliði. Haynes leikur með liði Durban City. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.